Morgunblaðið - 08.02.1984, Side 27

Morgunblaðið - 08.02.1984, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 27 tölur fyrir þessi 14 félög og er ekkert tillit tekið til starfaflokk- unar. í töflu 3.5 má sjá heimilis- tekjur giftra karla og kvenna. Eins og sjá má eru meðalheimil- istekjur kvenna í úrtakinu nokk- uð hærri en karla (ca. 10%). Skýringar á þessu eru einkum tvær: I fyrsta lagi er mun al- gengara að karlar séu eina fyrir- vinna heimilisins en konur, og dregur það heimilistekjur þeirra niður. I öðru lagi er atvinnu- þátttaka karla mun meiri en kvenna, auk þess sem tekjur þeirra eru hærri. Þannig eru meðalmakatekjur giftra karla í úrtakinu kr. 8.959 en meðal- makatekjur kvenna eru kr. 22.562. Lokaorð Að lokum skal áréttað að þessar niðurstöður eru byggðar á 14 félög- um og spegla því einungis félags- menn þeirra. Varast ber því að yf- irfæra þessar niðurstöður yfír á stærri heildir svo sem alla félaga ASÍ eða þjóðfélagið í heild. Nokkrar niðurstöður varð- andi heimilistekjur mismunandi hópa Umræður sem farið hafa fram í tengslum við könnunina hafa að miklu leyti snúist um hvort þeir sem við erfiðust kjör búa hafi einhver sameiginleg félags- leg einkenni. Þau einkenni sem könnunin gefur möguleika á að flokka eftir í þessu sambandi eru kyn, hjúskapur, aldur og fram- færslubyrði. Það yfirlit sem hér fer á eftir miðast við fólk í fullu starfi. Þótt konur séu tæpir tveir þriðju hlutar úrtaksins þá er hlutfall kynjanna nokkurn veg- inn jafnt þegar miðað er við fullt starf. Til einföldunar miðast yf- irlitið við heimilistekjur enda ekki fyrr verið möguleikar á slíkri flokkun í sambærilegum könnunum. Tafla 3.1 sýnir dreifingu heim- ilistekna ógiftra einstaklinga eftir fjölskyldustærð. Athygli vekur hversu margir barnlausir einstaklingar eru í neðsta tekju- bilinu. Nánari athugun á þessum hópi leiðir ekki i ljós tengsl við ákveðin stéttarfélög eða lands- hluta. Hins vegar eru hlutfalls- lega margar konur í hópnum, eða 61%, og hlutfallslega margir undir tvítugu eða 30%. Á bilinu 20—50 ára eru 33% og yfir fimmtugt eru 37%. Tæpur fimmtungur einstæðra foreldra með eitt barn er í neðsta tekju- bilinu og hljóta kjör þeirra að vera erfiðari en einstaklinganna í sama tekjubili vegna þyngri framfærslubyrði. Við afmörkun þeirra sem við erfiðust kjör búa er óhjákvæmi- legt að taka tillit til framfærslu- byrði. Hér á landi hefur ekki verið sett fram slík framfærslu- viðmiðun. Því var brugðið á það ráð að búa til ákveðna viðmiðun til að varpa skýrara ljósi á áhrif framfærslubyrðar. Niðurstöður af talningu þeirra sem eru undir þessum mörkum sjást í töflu 3.3 á næstu síðu. Tafla 3.2 sýnir skiptingu heimilistekna hjóna, þar sem það hjónanna sem .er í úrtakinu er í fullu starfi. Sé litið á meðal- tekjurnar sést að þær vaxa óverulega með aukinni fjöl- skyldustærð en minnka síðan hjá fimm manna fjölskyldum. Heimilistekjur dreifast nokkuð jafnt á tekjubil en rúmlega fjór- faldur munur er á heimilistekj- um tekjulægstu og tekjuhæstu fjölskyldu af sömu stærð. Ljóst er að í neðstu tekjubilunum er atvinnuþátttaka maka lítil sem engin. Tafla 3.1 Dreifing heimilistekna einstæóra foreldra og barnlausra einstaklinga i fullu starfi. Þús. kr. Barnlausir Zh% Meó 1 Fj. barn % Með 2 Fj- börn % -15 119 35 9 18 0 0 15-20 132 39 14 27 3 30 20-25 52 16 18 35 3 30 25-30 19 6 6 12 3 30 30-35 7 2 2 4 0 0 35-40 4 1 1 2 1 10 40- 3 1 1 2 0 0 Samtals 336 51 10 Meóalheimilis- tekjur 17 897 21. 418 23. 608 I töflu 3.3 sést hiutfallslegur fjöldi þeirra sem eru undir ákveðnum tilbúnum framfærslu- kostnaðarmörkum en miðað er við 50% viðbótarkostnað vegna maka, 20% aukakostnað vegna fyrsta barns og 15% fyrir hvert barn umfram eitt. í öllum dæmunum sem hér er notast við, 11, 12 og 13 þús. kr., eru tölurnar valdar af handahófi og eru einungis til skýringar, en svipað mynstur kemur í ljós í öll skiptin. Áf töflunni sést að ein- stæðir foreldrar eru sá hópur þar sem hlutfallslega flestir eru undir mörkunum, en einnig hlutfallslega margir barnlausir einstaklingar. Eins og fyrr segir hafa umræður snúist um hvort þeir sem verst eru staddir hefðu einhver skýrt afmörkuð sameig- inleg einkenni. Svo virðist ekki vera um barnlausa einstaklinga því þeir dreifast tiltölulega jafnt á stéttarfélög og aldurshópa þótt hlutfallslega margir séu undir tvítugu. Taflan sýnir einnig að allhátt hlutfall barnmargra fjöl- skyldna lendir undir mörkum en barnlaus hjón eru með lægsta hlutfallið í öllum dæmunum. Eins og fram hefur komið er unnt að skipta úrtakinu eftir kynjum og skoða bæði kyn eftir hjúskaparstöðu og atvinnuþátt- töku. Hér hefur verið valið að sýna meðaldagvinnutekjur full- vinnandi karla og kvenna (tafla 3.4) og meðalheimilistekjur giftra karla og kvenna (tafla 3.5) . Samanburður á dagvinnutekj- um tekur einungis til þeirra sem vinna fullt starf. í töflu 3.4 kem- ur fram að meðaldagvinnutekjur fullvinnandi karla voru kr. 16.998 í nóvember en meðaldag- vinnutekjur fullvinnandi kvenna voru kr. 14.696. Meðaldagvinnu- tekjur karla voru því tæplega 16% hærri en kvenna. Huga ber að því að þetta eru meðaltals- Mynd 8 Sbr. töflu 3.4 DAGVINNUTEKJUR KVENNA 0G KARLA I FULLU STARFI B KARLAR KONUR TEK3UBIL I ÞUSUNDUM KR0NA Mynd 9 Sbr. töflu 3.5 HEIMILISTEKJUR GIFTRA ✓ENNA 0G KARLA a KARLAR K0NUH TEK3UBIL 1 ÞUSUN0UM KR0NA Tafla 3.2 Dreifinq helmilistekna i könnuninnl. Hjón Barnlaus Meö 1 barn Meö 2 börn Með 3 börn ÞÚS. eða fleiri kr. Fi- % Fj. % Fj. % LL % -15 2 1 0 0 0 0 í 3 15-20 14 6 6 6 6 7 4 11 20-25 29 12 9 8 10 12 5 13 25-30 48 19 13 12 7 9 8 21 30-35 50 20 28 26 14 17 4 11 35-40 36 15 19 17 13 16 4 11 40-45 26 10 13 12 15 19 6 16 45-50 16 6 7 6 6 7 2 5 50-60 14 6 10 9 7 9 3 8 60- 13 5 4 4 3 4 1 3 Samtals 248 109 81 38 Meóalheimilis tekjur 35 305 36 .523 36 .753 34 .041 Tafla 3.3 Hlutfallslegur fjöldi meö heimilistekjur undir tilbúnum framfærslukostnaðarmörkum. Allt úrtakiö. Fjöldi ' i Úrtaki Framf. viðmiö- un þús. Hlutf. undir mörkum % Framf. viðmið- un þús. Hlutf. undir nörkun % Framf. viðmið- un þús. Hlutf. undir mörkum % Barnlausir einstaklingar 420 11,0 11,4 12,0 17,4 13,0 26,2 Einst.foreldri meö 1 barn 71 13,2 21,1 14,4 28,2 15,6 33,8 Einst.foreldri með 2 böm 19 14,9 21,1 16,2 26,3 17,6 36,0 Einst.foreldri meö 3 börn 2 16,5 0 18,0 0 19,5 50,0 Bamlaus hjón 389 16,5 2,3 18,0 5,9 19,5 7,7 Hjón meö 1 barn 189 18,7 4,2 20,4 7,9 22,1 10,1 Hjón meö 2 böm 155 20,4 7,7 22,2 9,7 24,1 12,3 Hjón meö 3 böm 69 22,0 13,0 24,0 15,9 26,0 21,7 Hjón með 4 böm 21 23,7 14,3 25,8 14,3 28,0 14,3 Samtals 1335 8,1 12,4 17,1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.