Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 + SOLVEIG JESDÓTTIR, (yrrv. yfirhjúkrunarkona, andaöist í Elliheimilinu Grund aöfaranótt 6. febrúar. Haraldur Eirfksaon, Höröur Haraldsson, Eiríkur Haraldsson, Hildur Karlsdóttir, Pétur Haraldsson, Hulda Þorsteinsdóttir. Systir okkar, ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR ROPER, Sólvallagötu 38, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 6. febrúar. Sólveig Siguröardóttir, Sigríöur Siguröardóttir, Guörún Siguröardóttir, Ásgeir Sigurösson. + Dóttir mín og systir okkar, GYÐA STRANGE NIELSEN, lést í sjúkrahúsí í Danmörku þann 5. febrúar sl. Hansína Strange og systkini hinnar látnu. + Systir okkar. JÓHANNA J. MAGNÚSDÓTTIR, lést í Elliheimilinu Grund 6. febrúar. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Magnús Ó. Magnússon, Baldvin Magnússon. + Bálför GUÐMUNDAR R. ODDSSONAR, fyrrv. forstjóra, veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarfélög. Höröur Guómundsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Helgi Ágústsson, Hervör Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Systir min, SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, fyrrverandi tónlistarfulltrúi Ríkisútvarpsins, Sólvallagötu 33, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja. Theodór Gíslason. + Faðir okkar, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, Stórholti 28, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeöin. Vígdís Guöjónsdóttir, Valdimar Guðjónsson, Guöríöur Guójónsdóttir, Ólafur Guójónsson, Ingibjörg Guójónsdóttir, Gunnar Guðjónsson. Minning: Kristin Thorsten- sen frá Siglufirði Fædd 21. október 1899. Dáin 15. janúar 1984. Sú fregn barst frá heimabæ mínum Bergen í Noregi að frú Kristín Thorstensen væri látin. Jarðarförin fór fram frá Hápets Kapell þann 19. janúar sl. Ég hefði óskað þess að geta kvatt hana hinstu kveðju, en vegna fjarlægð- ar gat ekki orðið af því. Þegar ég skrifa þessar línur hef ég fyrir framan mig kortið sem ég fékk frá henni nú um jólin, þar sem hún meðal annars biður mig og fjöl- skyldu mína velkomna til Bergen. Við förum þangað en hittum ekki Kristínu framar. Hugurinn reikar til áranna 1963—71 í Bergen, en Kristínu hitti ég fyrst í Islendingafélaginu þar. Hún var einstök kona og frá fyrstu stundu tókst með okkur góður vinskapur. Hún hafði ætíð jákvæð viðhorf til lífsins og átti auðvelt með að ræða við alla, hvort sem í hlut áttu ungir eða aldnir. Á milli okkar var meira en 40 ára aldursmunur, en hvað henni viðvék þá var kynslóðabilið óþekkt hugtak. Þegar við hittumst bar fsland oft á góma, enda landið henni ákaflega hugleikið. Kristín átti þægilega íbúð í Bergen og þaðan lagði oft kaffi- og kökuilm. Á veggjum héngu myndir af fjöl- skyldunni á íslandi og oft sagði hún okkur frá Siglufirði er hún bjó þar á sínum yngri árum. Ég fékk aldrei að vita hvað hún væri gömul, en hún var komin yfir átt- rætt er hún lést. Kristín fluttist ung til Noregs, þar sem hún giftist norskum manni, en þeim varð ekki barna auðið. Eiginmanninn missti hún fyrir um það bil 16 árum. Þá voru margir auk mín er stungu upp á því við hana að hún flyttist til fslands, en svarið var á eina lund. Hún vildi vera nærri gröf mannsins síns og þar með var málið útrætt. Þó hafði ég það á tilfinningunni að það hafi hvarfl- að að henni stundum að flytjast heim til fslands. Árið 1971 fluttist ég ásamt fjölskyidu minni til ís- lands en áður hafði Kristín búið mig undir það sem í vændum var. Hún tók fram jákvæðu hliðar þess sem öðru og minntist einnig á ís- lensku náttúruöflin. Þeim kynnt- ist ég síðar af eigin raun og komu þá fram í huga mér orð hennar. Á hverju ári komu jólabréf frá Kristínu, þar sem hún með fagurri rithönd sagði frá því helsta sem á dagana hafði drifið það árið. Til allrar hamingju hef ég geymt þessi béf sem dýrmæta minningu um kæran vin. Kristín kom nokkrum sinnum til fslands eftir að hún missti mann sinn og þá heimsótti hún okkur oftast. Ef einhverra hluta vegna ekki gat orðið af þeirri heimsókn þá hringdi hún til mín og var þá skrafað bæði vel og lengi. Vafalaust minnast margir þeir íslendingar er dvöldu í Berg- en góðvildar og gestrisni Kristínar meðan hennar naut við. Við fráfall hennar er einn af elstu núlifandi fslendingum í Bergen horfinn. Mér og fjölskyldu minni þótti mjög vænt um þessa góðu konu. Það var gott að vera í návist henn- ar. Hún var góður ambassador fyrir sitt föðurland. Það eru ef- laust margar íslenskar konur eins og Kristín er búa víðsvegar um heiminn, konur sem íslenska þjóð- in getur verið stolt af. Kristín bjó í Noregi í rúm 60 ár og kunni vel við sig þar. Hún hvíl- ir nú í norskri mold. Guð blessi minningu hennar. Við vottum fjöl- skyldu hennar og vinum samúð okkar. Astrid Einarsson og fjölsk. Við erum hérna þrjár vinkonur Kristínar Thorsteinson, sem gjarnan vildum tjá henni þakkir okkar og virðingu nú, þegar leiðir hafa skilið. Hún var góð og trygg vinkona, og það var alltaf hægt að ganga að því vísu, að hún var á sínum stað með sama hugarfari og hjarta- hlýju eins og við höfðum þekkt Egill Jónsson lœknir — Minning Fæddur 17. júlí 1894 Dáinn 9. desember 1983 Látinn er í Reykjavík Egill Jónsson frá Egilsstöðum, fyrrver- andi héraðslæknir á Seyðisfirði, einn merkasti héraðslæknir lands- ins, 89 ára að aldri. Það kom í minn hlut að kveðja hann hinztu kveðju hér syðra ásamt ættingjum og vinum hér, en hann var jarðsettur í grafreit ætt- arinnar á Egilsstöðum. Foreldrar hans voru merkis- hjónin Jón Bergsson bóndi á Egilsstöðum og kona hans Mar- grét Pétursdóttir. Ættir þeirra verða ekki raktar hér, enda kunn- ar þeim sem áhuga hafa og vita vilja. Aftur á móti vil ég að nokkru geta barna þeirra, sem sum eru vel kunn meðal eldri kynslóðar landsins. Þau eru auk Egils: Þorsteinn kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði, Sveinn bóndi á Eg- ilsstöðum, Bergur bóndi á Ket- ilsstöðum, Sigríður símstjóri á Egilsstöðum, ein elskulegasta kona, sem eldra fólk á Austur- landi hefur kynnzt. Þau eru öll dá- in. Eftir lifa þrjú systkinanna: Ólöf fyrrum verzlunarkona á Eg- ilsstöðum, Pétur bóndi á Egils- stöðum og Unnur fimleikakennari í Reykjavík. Flestum þeirra kynntist ég meira eða minna með- an ég var prestur á Seyðisfirði, og urðu þau góðir kunningjar mínir. Ég minnist þeirra sem látin eru með virðingu og þökk. Ég vil leitast við að minnast nokkrum orðum Egils Jónssonar. Æviferill hans er langur og fjöl- breytilegur, svo sem sjá má í Læknatali, og verður hér fátt eitt rakið. Egill kom svo víða við á læknis- ferli sínum. Hann varð kandidat í læknisfræði frá Háskóla íslands 1921. Eftir það stundaði hann framhaldsnám og læknisstörf í Danmörku, Noregi og Þýzkalandi. Seinna sigldi hann sem skipslækn- ir á sænskum skemmtiferðaskip- um um hálfan heiminn. Á því byrjaði hann nokkru áður en hann lét af héraðslæknisembætti og + Eiginkona mín, JÓNfNA PÁLSDÓTTIR, lést í sjúkradeild Hrafnistu aö morgni mánudags 6. febrúar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Péll Júlíus Einarsson. hana sl. 53 ár. Og það vorum ekki bara við sem áttum hana að. Margir íslendingar þekktu hana og áttu hjá henni athvarf og hún tók þeim opnum örmum. Kristín var ákaflega sterkur persónuleiki. Það sem hún sagði stóð eins og stafur á bók, það sem hún gerði var gert af einbeitni ásamt einstakri hjartahlýju, sem einkenndi hana mjög og mildaði hinn einbeitta svip, sem fram kom þegar hún var ákveðin og hikaði hvergi. Þá fannst manni stundum að hún væri reið, en þá birtist þetta geislandi bros, sem upplýsti mann um það, að kærleikurinn verður líka að vera einbeittur og ákveðinn, þegar því er að skipta. Við, sem þessa kveðju sendum, kynntumst Kristínu árið 1930, þegar hún eftir nokkurra ára dvöl í Noregi, kom heim til þess að taka þátt í Alþingishátíðinni. Hún lað- aði okkur að sér og tók tryggð við okkur, sem haldist hefur síðan. Jórunn og Margrét voru þá smá- telpur eitthvað um 8 ára, en Hrefna var 18 ára. En hvaða máli skiptir aldurinn vináttuna? Að vísu hafði Kristín dvalist á heimili Jórunnar, þegar hún var lítið barn. Frá þeim tíma hafði hún haldið tryggð við fjölskyldu henn- ar, og þá einkum móður hennar, og sú vinátta náði einnig til dótt- urinnar og stallsystur hennar. Kristín sneri aftur til Noregs, fékk þá alltaf „vikara" fyrir sig á sinn eiginn kostnað, að ég bezt veit. Egill byrjaði læknisstörf á Seyðisfirði sem aðstoðarlæknir Kristjáns heitins Kristjánssonar og erfði héraðslæknisembættið eftir hann. í það embætti var hann skipað- ur 6. júní 1928 og lét ekki formlega af embætti fyrr en 1962, en átti þó heima á Seyðisfirði til síðsumar 1968. Þá heimsótti ég hann í gamla vinalega húsið hans, Bjarka, sem þekkt er í bók- menntasögunni vegna Þorsteins Erlingssonar, sem þar bjó í eina tíð, orti og skrifaði. Nú er Bjarki rifinn að grunni og stendur ekkert eftir nema minningar þeirra fáu, sem enn lifa og muna þaðan höfð- inglega gestrisni og gleðistundir. Leiðir okkar Egils Jónssonar lágu saman á þriðja tug ára. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.