Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
21
Tvær risaeðlur. Sú minni var jurtasta en hin kjötæta, trölleðlan svokallaða, eitthvert mesta óargadýr sem lifað
hefur á þessari jörð. Hún var 50 feta löng og tvöfalt hærri en ffll.
Verða tegundirnar
aldauða með reglu
legu millibili?
Steingerðar leifar fyrsta fuglsins, eða a.m.k. þess elsta, sem vitað er um.
VÍSINDAMENN, sem á síðustu
árum hafa verið að rannsaka
steingervinga og leifar ýmissa
dýrategunda, sem nú eru löngu út-
dauðar, hafa komist að mjög sér-
kennilegum niðurstöðum, sem þeir
geta hvorki skýrt né skellt skolla-
eyrum við. Niðurstöðurnar eru í
stuttu máli þær, að á síðustu 250
millj. árum hefur ótrúlegur fjöldi
dýrategunda og annarra lífvera
orðið aldauða með reglulegu milli-
bili eða um það bil á 26 millj. ára
fresti.
Það eru tveir vísindamenn við
háskólann í Chicago, J. John
Sepkoski og David M. Raup, sem
hafa gert þessa uppgötvun, en
síðustu sex árin hafa þeir rann-
sakað útdauðar sjávarlífverur
víða um heim. Niðurstöðurnar
verða brátt gefnar út í bók en
þeir hafa kynnt þær á ýmsum
ráðstefnum þar sem þær hafa
vakið mikla athygli.
Eins og fyrr segir hafa þeir
félagarnir komist að nokkurs
konar 26 millj. ára reglu um
endalok margra lífvera en það
ætti þó ekki að þurfa að valda
neinum áhyggjum því að ekki
eru liðnar nema 11 milljónir ára
síðan síðasta „hreinsun" fór
fram.
Þessi nýja kenning getur haft
mikil áhif á þankagang stein-
gervingafræðinga, jarðfræðinga
og þeirra, sem rannsaka þróun
lífsins á jörðinni. Það hefur ver-
ið ríkjandi skoðun, að þróun lífs-
ins yndi fram hægt og örugglega
að undanskildum einstaka uppá-
komum, sem menn hafa ekki
kunnað skýringu á, en nú er það
hins vegar kennt, að náttúran
taki sig til öðru hverju og geri
upp reikningana við börnin sín.
Sum fá að halda áfram göngu
sinni en fyrir öðrum er hinsta
stundin upp runnin.
Samkvæmt þessu er aldauði
tegundanna ekki tilviljunin ein
eða afleiðing óvenjulegra um-
hverfisaðstæðna heldur stafar
hann af „algengum" en tiltölu-
lega skammæjum náttúrufyrir-
bærum. Jarðsögulegar rann-
sóknir benda þó ekki til að
lífsskilyrðin taki reglulega
stakkaskiptum til hins verra
fyrir ýmsar lífverur og þess
vegna gera sumir vísindamenn
því skóna, að skýringanna sé að
leita utan jarðarinnar sjálfrar.
í hálfa aðra öld var það viður-
kennd skoðun, að saga jarðar-
innar væri ein órofa heild þar
sem eitt leiddi af öðru og að nú-
tíðin stæði föstum fótum í for-
tíðinni. Á þessum grundvelli er
t.d. þróunarkenning Darwins
reist. Áður höfðu menn hallast
að því, að tegundirnar hefðu orð-
ið útdauðar í miklum alheims-
flóðum og þótti það ekki koma
illa heim og saman við biblíuna.
Sú kenning, sem nú á helst upp á
pallborðið hjá vísindamönnum,
er blendingur af báðum fyrr-
nefndum kenningum en hins
vegar laus við öll yfirnáttúru-
legheit.
Árið 1980 uppgötvuðu vísinda-
menn, að fyrir 65 millj. ára hefði
geysistór loftsteinn fallið á jörð-
ina með þeim afleiðingum hugs-
anlega, að risaeðlurnar urðu al-
dauða. Hefur engin ein uppgötv-
un átt meiri þátt í að breyta
skoðunum vísindamanna og fá
þá til að aðhyllast „hamfara-
kenninguna" svonefndu.
Á síðustu 250 millj. árum hafa
margar dýrategundir og aðrar
lífverur orðið aldauða með und-
arlega skjótum hætti, næstum
eins og hendi væri veifað, og má
nefna sem dæmi, að fyrir
220—240 millj. ára hvarf í einu
lagi helmingur þeirra dýra-
tegunda, sem þá voru uppi. Fyrir
65 millj. ára hurfu svo risaeðl-
urnar og stór hluti þeirra líf-
vera, sem þá byggðu heimshöfin.
Þegar dr. Sepkoski og dr. Raup
skoðuðu rannsóknir sínar þótt-
ust þeir geta ráðið af þeim, að á
hverjum milljón árum kæmi að
endalokunum fyrir 180—300 teg-
undir. Það er sem sagt óumflýj-
anlegt að hver einasta tegund
líði að endingu undir lok.
SS (Heimild: lnternational Her-
ald Tribune.)
Risavaxnir burknar settu sinn svip á ásýnd þurrlendisins fyrir hundruð-
um ármilljóna. Frá þeim eru komin kolalögin víða um heim.
Hjartans þakkirfæri ég kennurum, nemendum, starfs-
fólki og foreldrafélagi Langholtsskóla og öórum þeim
sem glöddu mig á 70 ára afmœli mínu, 26. janúar sl.
meÖ blómum og gjöfum.
GuÖ blessi ykkur öll,
Bragi Jónsson,
gangbrautarvörður.
PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Tilkynning til
símnotenda
í samræmi viö gildandi gjaldskrá og reglur fyrir síma-
þjónustu féll rekstrargjald af venjulegum símatalfær-
um og tilheyrandi búnaöi niöur frá og meö 1. febrúar
1984. Þess í staö greiðist fyrir viögeröir samkvæmt
reikningi. Til þessa hefur viðgeröarkostnaður veriö
innifalinn í rekstrargjaldi ef um eölilegt slit er aö
ræöa.
Viögerðarþjónusta er aö ööru leyti boöin á sama hátt
og áöur, en símnotendum bent á, aö ódýrara er aö
koma meö símatæki, sem fengin hafa verið hjá stofn-
uninni, til viögeröar á næstu símstöö eöa aöra þá
staöi hjá stofnuninni þar sem tekiö verður á móti
símatækjum til viðgerðar.
Póst- og símamálastofnunin.
Hressilegur ,
ifsláttur á steinleir
40% afsláttur
á keramik, sem þegar hefur verið
lækkað áður vegna óverulegra galla.
25% afsláttur
á steinleir
40% afsláttur
á hvítu keramiki
Matar-kaffistell
20—40% afsláttur
Höfðabakka 9, S. 85411
Opið frá 13—18