Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Hjónabandsdýnissan
Nafn á frummáli: Le destin de
Juliette.
Handrit: Aline Isserman og Michel
Dufresne.
Kvikmyndataka: Dominique le
Rigoleur.
Hljóð: Francois de Morant.
Leikmynd: Danka Semenovicz.
Klipping: Dominique Auvray.
Listahátíð ’84, Regnboginn.
Franska listahátíðarmyndin
Le destin de Juliette eða Örlög
HJONABANDSDYFLISSAN
Júlíu er athyglisverð fyrir þær
sakir að hún varpar ljósi á alda-
gamalt vandamál, sum sé hið
fræga ástlausa hjónaband.
Frakkar eru svo sem engir við-
vaningar í að fjalla um þessi
efni, því þeir hafa á samviskunni
einhverja fullkomnustu hjóna-
bandssögu sem rituð hefir verið,
er hér auðvitað átt við frásögu
Flaubert af madömu Bovary. Á
sama hátt og madama sú er að-
alpersóna: Le destin de Juliette
— Júlía; bundin manni sem hún
slysast til fylgilags við. í þessari
fremur dapurlegu mynd er
kannski eina kostulega atriðið
þegar Júlía slysast í hnappheld-
una. Svo er mál með vexti að
drykkfeldur faðir hennar hefir
selt ofan af fjölskyldunni húsið
og stendur með búslóðina fyrir
framan dyr góðviljaðs járn-
brautarstarfsmanns, en sá hafði
séð aumur á hinni húsnæðis-
lausu fjölskyldu. Þá ber þar að
járnbrautarforstjóra sem til-
kynnir viðstöddum að ekki megi
leigja út herbergi í hverfinu,
utan þeim er á einhvern hátt
tengjast járnbrautunum. Nú er
úr vöndu að ráða en þá dettur
einhverjum viðstaddra það
snjallræði í hug að segja Júlíu i
þann veginn að giftast hinum
góðviljaða járnbrautarstarfs-
manni. Járnbrautarforstjórinn
biðst afsökunar og leiðir fjöl-
skylduna inní húsið. En þá gerist
undrið, hinn góðviljaði járn-
brautarstarfsmaður krefst þess
að Júlía kvænist honum uppí
leiguna og hún sem var ástfang-
in af bóndasyni. En hvað má
seytján ára stúlkukind sín og
það er raunar ekki fyrr en eigin-
maðurinn hefir drukkið sig í hel
tuttugu árum síðar að Júlía finn-
ur sálarfrið.
Slík er saga Júlíu — ósköp
hversdagsleg og lítt spennandi
— en er hér ekki verið að rekja
sögu milljóna kvenna sem villast
inn í dauðadæmd hjónabönd og
losna ekki vegna þeirra banda
sem þjóðfélagið leggur á samlíf
manna. Vissulega var líf eigin-
manns Júlíu heldur dapurlegt
mitt í ástleysinu en hann gat þó
vegna karlmannsstöðu sinnar
létt sér upp við og við í vinahópi.
Júlía var hins vegar bundin af
kvenhlutverkinu, af barni og búi,
háð fjárframlögum manns síns.
Hún gat ekki stokkið útá næstu
krá að drekkja sorg sinni í freyð-
andi öli. Hvar átti hún að fá pen-
inga til slíks eða barnapössun
þar sem hún hírðist við af-
skekkta brautarstöð? í sögu
Flaubert stekkur Madame Bov-
ary á vit ástarævintýra þá sam-
búðarfjötrarnir gerast óbæri-
legir, enda er sú bók rituð af
karlmanni. í hinu ágæta riti
Bókmenntafræðistofnunar HÍ:
Hugtök og heiti í bókmennta-
fræði er fjallað sérstaklega um
svokallaðar kvennabókmenntir,
þar segir svo um eitt helsta ein-
kenni slíkra bókmennta:
andstæðurnar innilokun og und-
ankoma eru ráðandi 1 formgerð
og myndmáli þeirra bókmennta
... í: Le destin de Juliette vegast
þessir pólar stöðugt á í aðalper-
sónunni. Þannig rekur Júlía sig
á múr lagabókstafa þegar hún
vill brjótast útúr þeirri dýflissu
sem örlögin hafa hrundið henni
í. Viðkvæðið hjá manni hennar
er hinsvegar ætíð hin sama: „...
ég geri eins og mér sýnist."
Myndin um Júlíu er mikilsvert
framlag til þeirrar réttindabar-
áttu sem konur heyja nú um
stundir. Minnumst þess að þegar
jafnræði hefir komist á milli
karla og kvenna ganga mann-
eskjur ekki lengur inn í dýflissu
hjónabands, því þá njóta báðir
sín innan veggja heimilisins og
sú spenna upphefst sem skapast
þegar annar er í hlutverki
fangavarðar en hinn í hlutverki
fangans. Þeir sem vilja sannfær-
ast um að lítil eftirsjá er í fanga-
varðarstöðunni, ættu að berja
hinn snilldarlega leikara
Richard Boringer augum þá
hann mælti í lokaþætti: Le dest-
in de Juliette hin karlmannlegu
orð: „ ... ég geri eins og mér sýn-
ist.“
60 mínútna röfl
60 mínútna röfl
Nafn á frummáli: Hemligheten.
Stjórn: Rainer Hartleb og Staffan
Lindquist.
Sömu menn sáu um handrit ef
handrit skyldi kalla og Lindquist
myndaði og klippti herlegheitin.
Tónlist: Erik Satie, Grisen Striker
og Raketerna.
Dreifing: Sænska kvikmyndastofn-
unin.
Listahátíð ’84, Regnboginn
Eitt sinn var kínverskur
þvottahússeigandi í New York
beðinn að flýta sér með þvottinn,
gott ef óþolinmóður Kani stóð
ekki yfir honum. Sá kínverski
svaraði: Tíminn skiptir ekki máli
í mínu þvottahúsi. Mér flaug
þessi setning í hug er ég gekk
útaf hinni endasleppu sýningu
þeirrar sænskættuðu listahátíð-
arkvikmyndar er nefnist á frum-
málinu: Hemligheten, sem út-
leggst á íslensku: Leyndarmál.
Tíminn skiptir nefnilega mestu
máli i kvikmynd, að hver sek-
únda sé nýtt í þágu áhorfandans
og þess vegna getur 60 mínútna
mynd skipt meira máli en 600
mínútna kvikmyndaverk. En
þegar 60 mínútum er eytt í röfl
tveggja Stokkhólmsbúa, teygjast
þær ekki uppí 600 mínútur held-
ur 6000 mínútur, kvikmynda-
ófreskju getum við kallað slíkt
verk.
Ég þarf svo sem ekki að
kvarta, því ég fæ borgað fyrir
að sitja undir sliku, en vesalings
fólkið sem snaraði út 90-kalli. Eg
lýk hérmeð minni alstystu kvik-
myndagrein, sem ekki var rituð
til að lýsa 60 mínútna sænskætt-
uðu röfli heldur til að vara við
sýningu sliks á kvikmyndahátíð-
inni með tilvitnun í gagnrýnand-
ann Jannike Álund sem segir svo
um Leyndarmálið: Þessi kvik-
mynd er full af ódrepandi lífs-
löngun. Hún snýst gegn öllum
eyðingaröflum á rokkþrunginn
galvaskan hátt.“ Svo mörg voru
þau orð og til sóma fyrir hér-
lenda kvikmyndagagnrýnendur.
En í fyllstu alvöru, listhátíðar-
forstjórar, hafið í huga orð kín-
verska þvottahússforstjórans
þegar þvið veljið kvikmyndir á
næstu kvikmyndahátíð — perl-
urnar mega ekki sökkva í fjós-
haug. Er þetta ekki annars
gamla sagan um magnið og gæð-
in?
Jónína Guðna-
dóttir sýnir
Myndlíst
Valtýr Pótursson
í Gallerí Grjóti við Skólavörðu-
stíg stendur nú yfir lítil en snotur
sýning á leirmunum eftir Jónínu
Guðnadóttur. Hún hefur nokkrum
sinnum áður komið fram með verk
sín og jafnan vakið nokkra at-
hygli. Jónína hefur yfir að ráða
skemmtilegri tækni á sviði leir-
munagerðar — ég nota þetta
ágæta orð í stað orðsins leirlist,
sem hefðin í íslensku máli hefur á
heldur niðrandi hátt sett í sam-
band við vissan kveðskap, og ég
fullvissa lesendur mína um, að
þessi verk Jónínu eiga ekkert skylt
við vonda list.
man rétt, hef ég séð álíka hluti frá
hendi Jónínu hér á sýningum, en
ef til vill er meiri spenna og sann-
færing í því sem hún sýnir nú. Um
lágmyndir Jónínu er allt gott að
segja, þær eru ekki stórar að flat-
armáli, en hafa sömu efniskennd
og áðurnefnd verk. Sérstaklega er
það liturinn í þessum verkum öll-
um, sem er á sama plani, ef svo
mætti segja. Enda mun efnið
(steinleir) vera það sama.
Jónína Guðnadóttir er auð-
sjáanlega mjög næm á það efni,
sem hún vinnur úr í það og það
skiptið. Hún er öruggur listamað-
ur, og verk hennar eru hvergi
gripin úr lausu lofti. Þar að baki
liggur langur og strembinn vinnu-
dagur, sem greinilega kemur í ljós
Þarna eru aðeins 12 verk til sýn-
is enda húsnæðið í Gallerí Grjóti
ekki til stórræðanna. Þetta eru
samstæðir hlutir, hvort heldur um
er að ræða skúlptúra eða lág-
myndir, en efnið sjálft ræður hér
miklu og eins fastmótaður stíll,
sem þróast hefur í höndum lista-
konunnar. „Leikur að eggi“ er
nafn á helmingi þessara verka og
er þar leikið með visst form er
svolítið minnir á risahnetu, og síð-
an kemur form, sem minnir á egg,
og þvi er komið fyrir eins og tappa
í opi hnetunnar. Þetta hefur í mín-
um hug enga aðra merkingu en þá
að leikurinn stendur milli forms
og efnis, og mér finnst Jónína
leysa þetta dæmi ágætlega. Ef ég
á þessari snotru og litlu sýningu.
Og hér má enn einu sinni koma
því að, það er ekki stærð sýninga,
sem ræður um listrænt gildi
þeirra, heldur fyrst og fremst
gæði hvers einstaks listaverks.
Máli mínu til sönnunar vísa ég til
þessarar sýningar Jónínu Guðna-
dóttur í Gallerí Grjóti við
Skólavörðustíg. Því miður, vegna
ófærðar og stirðrar veðráttu, varð
stanz minn styttri en æskilegt
hefði verið á sýningu Jónínu, en
hver veit nema maður fái tækifæri
til að sjá meira og betur þegar
hretinu linnir. Þetta eru aðlaðandi
verk og vel er þess virði að skoða
þau.
Valtýr Pétursson
Reykjavíkurdeild Hjúkrunarfélags íslands:
Hugmyndum um kostnað fólks
vegna sjúkrahúsvistar mótmælt
AÐALFUNDUR Reykjavíkurdeildar
Hjúkrunarfélags fslands var haldinn
26. janúar sl. A fundinum fóru fram
venjuleg aðalfundarstörf, m.a. kosn-
ing stjórnar og fulltrúa fyrir full-
trúafund félagsins.
Stjórn deildarinnar skipa nú
þau Jón Karlsson formaður,
Ragnheiður Sigurðardóttir,
Hrafnhildur Baldursdóttir, Sigur-
björg Ólafsdóttir og Lilja Stein-
grímsdóttir.
Þá voru á fundinum gerðar eft-
irfarandi samþykktir: Aðalfundur
Reykjavíkurdeildar Hjúkrunarfé-
lags lslands þann 26. janúar 1984
mótmælir eindregið framkomnum
hugmyndum stjórnvalda þess efn-
is að fólk sem þarf á sjúkrahúsvist
að halda verði látið taka á sig að
hluta kostnað, sem af þeirri dvöl
leiðir.
Aðalfundur Reykjavíkurdeildar
Hjúkrunarfélags Islands mótmæl-
ir harðlega kjaraskerðingu ríkis-
stjórnarinnar. Fundurinn lýsir
furðu sinni á viðbrögðum ríkis-
stjórnarinnar við hógværri kröfu-
gerð BSRB í yfirstandandi kjara-
deilu. Fundurinn krefst þess að
ríkisstjórnin semji nú þegar um
fimmtán þúsund króna lágmarks-
laun.