Morgunblaðið - 16.02.1984, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
minnileg túlkun afkáraskapar.
Hákoni Waage tókst vel upp í
hlutverki trúgjarns stormsveit-
armanns sem verður að athlægi
á Bikarnum. Randver Þorláks-
son var hinn tornæmi varðmað-
ur holdi klæddur og samleikur
hans og Bessa Bjarnasonar á
járnbrautarstöðinni með því
helsta í anda Haseks.
Ástfangið par á Moldárbökk-
um var prýðilega túlkað af þeim
Önnu Kristínu Arngrímsdóttur
og Kristjáni Viggóssyni. Eins
kvað að Lilju Guðrúnu Þor-
valdsdóttur og Tinnu Gunn-
laugsdóttur í hlutverkum vinnu-
konu og vinkonu hennar. Maður
frá þegnskyldunni var í öruggum
höndum Rúriks Haraldssonar.
Þannig mætti reyndar telja
áfram. Ekki verður kvartað yfir
frammistöðu leikara.
En sú túlkun sem án efa kætti
áhorfendur mest, var Hitler Sig-
urðar Sigurjónssonar. Hann
minnti á ógeðslega pöddu þar
sem hann ýmist reikaði eða
skreið um sviðið og barðist við
að tolla á hakakrossinum sínum.
En var sá leikur til dæmis ekki á
kostnað Sveyks?
Félagar Hitlers á efri slóðum,
Himmler, leikinn af Guðjóni P.
Pedersen, Göring, leikinn af
Kjartani Bjargmundssyni, og
Göbbels, leikinn af Guðmundi
Ólafssyni, voru sömuleiðis hinar
merkilegustu fígúrur, ekki síst
Göbbeís.
Þýðing Þorsteins Þorsteins-
sonar er mjög áheyrilegur leik-
texti. Og lagalega orðaðar voru
vísur Þórarins Eldjárns, þýð-
anda bundins máls Brechts.
Sveyk í síðari heimsstyrjöld-
inni er fyrir margra hluta sakir
snotur sýning, búin ýmsum kost-
um sem þó nægja ekki. En falleg
afmælissýning getur hún kall-
ast, frumsýning á afmælisdegi
Bertholts Brechts 10. febrúar.
Jóhann Hjálmarsson
Sveyk Brechts
er ekki
Sveyk Haseks
Þjóðieikhúsið:
SVEYK í SÍÐARI
HEIMSSTYRJÖLDINNI
Leikrit eftir Bertolt Brecht, byggt á
sögu eftir Jaroslav Hasek.
Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson,
laust mál, og Þórarinn Eldjárn,
bundið mál.
Söngvar eftir Hanns Eisler.
Umsjón með tónlist og hljómsveit-
arstjóri: Hjálmar H. Ragnarsson.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Leikmynd og búningar:
Sigurjón Jóhannsson.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdótt-
ir.
Sveyk í síðari heimsstyrjöld-
inni verður varla talinn meðal
meiriháttar leikverka Bertolts
Brechts (1898—1956). Heillaður
af Góða dátanum Sveyk eftir
Tékkann Jaroslav Hasek samdi
Brecht leikrit sitt og dró dám af
þeirri leikgerð sem Erwin Pisc-
ator stjórnaði 1928. Sveyk í síð-
ari heimsstyrjöldinni er fremur
langdregið verk og þrátt fyrir
ágæta söngva Hanns Eislers
skortir þann léttleika sem var
yfir samstarfi Brechts og Kurt
Weills.
Brecht samdi Sveyk 1943.
Leikritið er fyrst og fremst
ádeila á Hitler og nasismann, en
hefur meira en stað- og tíma-
bundið gildi. Það er miskunnar-
laus krufning á hernaðaranda,
spillingu og heimsku valdhafa.
Brecht er málsvari litla manns-
ins, hinna friðsömu borgara sem
koma saman á Bikarnum og fá
sér bjórkollu. Þetta fólk er ein-
falt, en gott. Á Bikarnum unir
Sveyk sér, hreinskilinn um of og
hættir til að tala af sér í návist
þýskra hermanna og útsendara
Hitlers. Hann er í senn fífl og
vitringur, en meiri áhersla er
lögð á visku hans í leikriti
Brechts. Hann kann til dæmis og
fer oftast eftir reglu borgarans á
stríðstímum: „Á tímum eins og
þessum verður maður að skríða.
Það kemst uppí vana.“ Storm-
sveitarforingja ruglar hann í
ríminu með því að lýsa sjálfum
sér sem löggiltum hálfvita, en
verður jafnóðum uppvís að mikl-
um klókindum. Sögur hans eru
þannig að enginn kemst hjá því
að hlusta.
Þórhildur Þorleifsdóttir hefur
það vandasama hlutverk að
gæða Sveyk í síðari heimsstyrj-
öldinni lífi á íslensku leiksviði.
Hún hefur valið þann kost að
Þóra Friðriksdóttir og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum.
sem þeir fara á kostum, Hitler,
Himmler, Göring og Göbbels.
Leikmynd Sigurjóns Jó-
hannssonar er afar kunnáttu-
samleg og eiginlega hið nýstár-
legasta við sýningu Þjóðleik-
hússins. Hakakross myndar
sviðsmyndina og í skugga hans
er Bikarinn. Kölluð er fram hin
rétta stemmning, oftast hörku-
leg, en líka innileiki samastaðar
alþýðunnar. Lýsing Páls Ragn-
arssonar helst í hendur við
leikmyndina og áhrifin verða
sterk.
Það fer vart á milli mála að
túlkun Þóru Friðriksdóttur á
Önnu Kopetsku veitingakonu er
lang heilsteyptasta persónugerð
leiksins. Þóra nýtur sín vel í
söngvunum og er hin mann-
eskjulegasta í allri túlkun sinni.
Það er dálítið erfitt að dæma
leik Bessa Bjarnasonar í hlut-
verki Sveyks. Bessi er ekki sá
Sveyk sem við gerum okkur
hugmyndir um, en túlkun hans
er mjög viðfelldin og hlý. Aftur á
móti þótti mér nokkuð á skorta
til að sögurnar yrðu sannfær-
andi af vörum hans, hið dæmi-
gerða einkennismerki Sveyks.
Leikstjórinn leggur áherslu á að
Sveyk er enginn bjáni.
Getið skal Balóns ljósmyndara
sem Gunnar Eyjólfsson leikur,
sú túlkun er öll í anda hógværð-
ar, en ekki áhrifaminni fyrir
það.
Með þeim fremstu í hópi
skrípaleikara er Gisli Rúnar
Jónsson, einkum í hlutverki
Bullingers stormsveitarforingja.
Baldvin Halldórsson hef ég ekki
fyrr séð geifla sig eins mikið á
sviði og í hinu afkáralega hlut-
verki Brettschneiders gestapó-
manns. Túlkun hans er minnis-
stæð. Drukkinn SS-maður Flosa
Ólafssonar var sömuleiðis eftir-
láta verkið sveiflast stöðugt
milli afkáraskapar og raunsæi-
legrar túlkunar. Verkið gefur
vissulega tilefni til slíkrar með-
ferðar. En skrípaleikurinn er
stundum á kostnað raunsæisins.
Og hið raunsæislega svipmót (til
dæmis flest atriðin á Bikarnum)
stingur í stúf við ýmsar uppá-
komur verksins, ekki síst drep-
fyndin atriði efri slóðanna þar
Gísli Rúnar Jónsson og Bessi Bjarnason í hlutverkum.
mánudaga
þriðjudaga
miðvikudaga
fimmtudaga
II A n 1T ATTT> Skeifunni 15
nAVrliAU r Reykjavík