Morgunblaðið - 16.02.1984, Qupperneq 48
SIAÐFESTIÁNSIRAUST
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Verðlag á ýmsum vörum
gefið frjálst 1. marz nk.
Verðlagsstofnun mun eftir sem áður sjá um ákveðna verðgæzlu
VEKÐLAGSRAÐ samþykkti á fundi
sínum í gærdag, með hliðsjón af
samkeppnisaðstæðum, að fella niður
hámarksálagningu í heildsölu og
smásölu á nokkrum vörutegundum
frá 1. marz nk. Vörutegundirnar eru
Morgunblaðið/ Sigurgeir.
Hængurinn skilinn frá hrygnunni, en aðeins kvenloðnan er fryst.
Loðnufrysting
hafin í Eyjum
Voutitiftnneovnim I fnkninr “
Veatmannaeyjum. 15. febnjar
A l'KSSARI loðnuvertíð er aðeins ráð-
gert að frysta 300 tonn af loðnu, sem
er það magn sem Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna hefur þegar gert sölu-
samning um. Alls er talið óvíst að um
frekari sölumöguleika verði að ræða á
frystri loðnu. I'að eru fjögur frystihús
í Vestmannaeyjum, sem hafa tekið að
sér að frysta þessi 300 tonn, 75 tonn á
hvert hús.
Frysting hófst í gær, þegar Kap
II VE-4 kom með 230 tonn. Kap
landaði aftur í dag 150 tonnum.
Samkvæmt mælingum, sem gerð-
ar voru í gær úr sýnum úr afla Kap
II, var hrognafylling loðnunnar
komin í 17,6%, en þegar hún er
komin yfir 20%, er loðnan talin hæf
til hrognakreistingar. Er jafnvel
búist við því að það verði um eða
eftir næstu helgi. Loðnubræðslurn-
ar hér búa yfir mjög fullkomnum
tækjum ti' hsss að kreista hrogn úr
loðnunni og frystihúsin ætla sér
stóran hlut af þeim 3.000 tonnum af
Liverpool
til íslands
ENSKA knattspyrnufélagið Liv-
erpool kemur hingað til lands í
haust og leikur gegn KR. KR á 80
ára afmæli á þessu ári og er leik-
urinn liður í afmælisdagskrá fé-
lagsins. Leikurinn fer líklega fram
sunnudaginn 12. ágúst.
Sjá nánar á íþróttasíðu.
loðnuhrognum sem Sölumiðstöðin
hefur samið um sölu á til Japans.
Loðnubræðslurnar tvær hafa tekið
við tæplega 30.000 tonnum af loðnu
frá áramótum.
— H.KJ.
matvara, nýlenduvara, hreinlætis- og
hjúkrunarvörur, snyrtivörur, papp-
írsvörur til heimilisnota og plast- og
álfilmur til heimilisnota.
Jafnframt samþykkti Verð-
lagsráð, að fella framleiðsluverð-
lagningu á kaffi, gosdrykkjum, öli
og niðursoðnum fiskbollum og
-búðingi undan verðákvörðun
Verðlagsstofnunar og fella niður
hámarksverð á smjörlíki, brauði
og unnum kjötvörum. Verðákvörð-
un síðastnefndu vörutegundanna
verður þó háð samþykkt Verð-
lagsstofnunar.
„Ábyrgðin verður ekki bara í
höndum verzlunarinnar. Verð-
lagsstofnun mun áfram gegna
þýðingarmiklu hlutverki við að
fylgjast með verðmyndun og verð-
þróun, skýra orsakir verðbreyt-
inga og miðla upplýsingum til
stjórnvalda og almennings," sagði
Matthías Á. Mathiesen, viðskipta-
ráðherra, í samtali við Mbl.
„Þáttur almennings í verðgæzl-
unni verður ekki síztur. Ein af
megin forsendum virkrar sam-
keppni er öflugt verðskyn og að-
hald neytenda. Neytendur mega
því ekki sofa á verðinum, þar sem
opinbert eftirlit getur aldrei kom-
ið í staðinn fyrir árvekni og
dómgreind hins almenna kaup-
anda,“ sagði Matthías Á. Mathie-
sen ennfremur.
Sjá ennfremur viótal við við-
skiptaráðherra og frétt um fram-
kvæmd verðgæzlunnar í miðopnu.
Forsetakosningar:
Vigdís verð-
ur í kjöri
MORGUNBLAÐINIJ barst í gær
yfirlýsing frá forseta íslands þar
sem segir:
„Þeim tilmælum hefur verið
beint til mín að ég gefi kost á
mér við forsetakjör, sem fram
á að fara á komandi sumri,
fyrir kjörtímabilið 1984—1988.
Eg hef ákveðið að verða við
þessum tilmælum."
Reykjavík, 15. febrúar 1984,
Vigdís Finnbogadóttir.
Arnarflug kærir Flugleiðir fyrir ofreiknuð tryggingargjöld:
Krefja Flugleiðir um
sjö milljónir króna
ÁGREININGUR er nú risinn með Arnarflugi og Fiugleiðum um tryggingar-
greiðslur af flugvélum Arnarflugs á árabilinu 1978—1982, en á því árabili höfðu
félögin samvinnu sín á milli um tryggingarmál og sáu Flugleiðir um að inn-
heimta og greiða tryggingargjöldin. Telur stjórn Arnarflugs, að félagið hafi verið
látið greiða mun hærri upphæðir fyrir tryggingar af vélum félagsins en þær
kostuðu. Á stjórnarfundi Arnarflugs í gærdag var síðan tekin ákvörðun um að
skjóta ágreiningsmáli þessu til dómstóla.
Agnar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs, sagði í
samtali við Mbl., að samkvæmt
þeim skjölum, sem Flugleiðir hefðu
látið af hendi varðandi tryggingar á
vélum félagsins síðasta tryggingar-
árið, væri ljóst, að Arnarflug hefði
verið látið greiða um 240 þúsund
dollurum meira fyrir tryggingarnar
en þær kostuðu, eða liðlega 7 millj-
ónum króna á núverandi gengi.
nTryggingarkostnaðurinn hjá
hinu enska tryggingarfyrirtæki á
árinu 1982 var um 150 þúsund doll-
arar, sem svarar til um 4,4 milljóna
króna á núverandi gengi. Hins veg-
ar var Arnarflugi gert að greiða 390
þúsund dollara til Flugleiða, sem
nemur liðlega 11,4 milljónum
króna," sagði Agnar Friðriksson.
Agnar Friðriksson sagði aðspurð-
ur, að Flugleiðir hefðu neitað Arn-
arflugi um skjöl varðandi trygg-
ingar féiagsins á árabilinu 1978-
1981. „Við getum því ekki fullyrt
nákvæmlega hvort eða hversu mik-
ið við höfum þurft að greiða um-
fram það sem tryggingarnar kost-
uðu á því árabili."
„Það hafa staðið yfir samninga-
viðræður milli félaganna á undan-
förnum mánuðum, en í þeim hefur
engin niðurstaða fengizt og því tók
stjórn félagsins ákvörðun í gærdag
um að skjóta málinu til dómstóla,"
sagði Agnar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs, að end-
ingu.
*
Qhappið á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn:
Tölur um bremsuskilyrði ekki
marktækar þegar ég fékk þær
— segir flugstjóri á Langfara Flugleiða
„ÞAÐ Á ekki að vera neinum vandkvæðum bundið að stöðva þotuna á 2.150
metrum jafnvel þó það væri rétt að ég hefði snert brautina innan við 7
þúsund feta merkið. Ég tel að ég hafi snert miklu fyrr og átt um átta þúsund
fet eftir, eða rúmlega 2.600 metra. Og það er ekki rétt, að ég hafi komið of
hátt inn til lendingar, lendingin var fullkomlega eðlileg og eftir þeim geisla,
sem ég hafði ætlað að lenda eftir,“ sagði Daníel Pétursson, flugstjóri hjá
Flugleiðum, í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöld. Daníel var flugstjóri á
l-angfara, flugs FI621, sem fór út af flugbrautinni á Keflavíkurflugvelli sl.
sunnudag.
Daníel sagðist vera hissa á
fréttatilkynningu þeirri um at-
burðinn, sem flugmálastjóri sendi
frá sér í gær. Þar segir m.a.: „Að
sögn margra sjónarvotta lenti
flugvélin við eða innar en 7.000
feta merki flugbrautarinnar, þ.e.
um 900 metra inn á brautinni frá
brautarenda. Til þess að stöðva
flugvélina voru því eftir um 2.150
metrar af flugbrautinni. Nægði
það ekki og fór flugvélin fram af
brautarendanum, yfir 60 metra
öryggissvæðið og um 30 metra út
yfir það ..."
„Skömmu fyrir lendinguna voru
mér gefnar upp tölur um bremsu-
skilyrði á brautinni, 0.30, 0.39 og
0.40. Turninn bætti svo við í fram-
haldi af því að brautin væri að
Daníel Pétursson, flugstjóri á
Langfara: Tel mig hafa átt um
2.600 metra eftir en ekki 2.150
metra...
frjósa, runway is freezing," sagði
Daníel. „Eg taldi víst, að í þessum
tölum — sem merkja sæmileg
bremsuskilyrði, sæmileg til góð og
góð — væri frystingin tekin með í
reikninginn. Það virðist ekki hafa
verið og því voru tölurnar ekki
lengur marktækar þegar ég stað-
festi móttöku þeirra.
Annars tel ég ekki rétt að vera
að tala mikið meira um þetta í bili.
Loftferðaeftirlitið hefur ekki lokið
rannsókn sinni á málinu og á með-
an er ástæðulaust að vera að slá
einhverju föstu um orsakir
óhappsins, eins og þó virðist búið
að gera,“ sagði Daníel Pétursson
flugstjóri.
Fréttatilkynning Flugmála-
stjórnar er birt í heild í
miðopnu blaðsins í dag.