Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 4 SIÐNA IÞROTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 72. tbl. 71. árg. I»RIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Brottför franska friðargæsluliðsins hafin: Leiðtogarnir reyna að draga úr átökum Beirút, 26. mars. Al\ FRANSKA friðargKsluliðið hóf brottfór sína frá Beirút í dag og brá svo við, að eldflaug hafnaði {sjónum rétt við tvo landgöngupramma sem hlaðnir voru frönskum friðargæslu- mönnum og vistum þeirra. Ekki var Ijóst hvort eldflauginni var miðað að Frökkunum eða að hún hafi hafnað þarna fyrir slysni, en barist var víða í Beirút og gat það allt eins hafa gerst. Mannfall var í Beirút. Frakkarnir ætla sér að ljúka brottflutningi liðs síns fyrir mán- aðamótin og deila leiðtogar hinna stríðandi fylkinga í landinu um hvaða aðilar skuli taka upp þráð- inn. Þeir voru hins vegar sammála um að berjast ekki um stöðvar franska liðsins við „grænu lín- una“, heldur tók stjórnarherinn líbanski stöðu þar án átaka. Þá afhentu drúsar stjórnarhernum aðalstöðvar smáfylkingar nokk- urrar sem Líbýumenn styðja vel við og hefur staðið fyrir hryðju- verkum í borginni. Leiðtogar hinna stríðandi fylk- inga unnu sleitulítið í dag að því að reyna að treysta frið í einhverri mynd í Beirút. Það gekk brösulega að vanda og barist var í borginni sem fyrr segir og fóru bardagar harðnandi er að kvöldi leið. Vilja ná sinnepsgas- inu úr Eystrasalti k •unmannthöfn mnrsi AP Kaupmannahöfn, 26. mars. AP. ITMHVERFISMÁLARÁÐHERRA Danmerkur, Christian Christiansen, skip- aði í dag nefnd sem á í snarhasti að athuga möguleika þá sem kunna að vera á því að fiska upp af hafsbotni í Eystrasalti 100.000 tonn af þýsku sinneps- gasi. Rúmlega 30 skip hafa fengið sinnepsgassprengjur um borð á fyrstu mánuðum þessa árs og þótti mönnum nóg komið er sjö færeyskir togarasjómenn hlutu slæma eitrun eftir að gassprengja hafði komið upp í vörpunni. Þar með höfðu tólf sjómenn brunnið illa af sinnepsgasi í sömu vikunni. Ekki gera menn sér þó miklar vonir um að þetta megi takast. Nils Christian Linde major, og einn af sérfræðingum danska hersins í efnavopnum er þeirrar skoðunar að þetta sé óframkvæm- anlegt með öllu. Segir Linde: „Tog- arar hafa fiskað af hafsbotni að jafnaði tvö tonn af gasi á ári hverju síðustu árin. í flestum til- vikum hafa sprengjurnar leystst upp og orðið að engu, en gasið leg- ið eftir í kekkjum á botninum. Um leið og kekkirnir koma upp á yfir- borðið fer gasið að virka og er stórhættulegt. Og í þeim tilvikum þar sem sprengjuhylkið er enn utan um gasið, brotnar hylkið vanalega við hið minnsta um- stang. Ég sé því ekki hvernig menn ætla sér að ná upp 100.000 tonnum af bráðdrepandi efni, sem rýkur stjórnlaust í andrúmsloftið er það kemur upp á yfirborðið. Færeysku sjómennirnir sjö höfðu fengið sjónina á ný síðast er fréttist og þeir voru á batavegi. Þrír voru þó illa brenndir, með þriðja stigs bruna á um 15 prósent af líkamanum og væga eitrun í lungum. Drottning í Jórdaníu s,mamynd AP ELÍSABET Bretadrottning kom til Jórdaníu í dag ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins, og var þeim tekið með virktum. Hussein Jórdaníukonungur tók á móti bresku þjóðarleiðtogunum. ÖryggisgKsla er mikil í Jórdaníu og litlu munaði að þau Elísabet og Filippus hættu við ferð sína, þar sem sprengjur sprungu í höfuðborginni Amman um helgina. Á meðfylgjandi mynd fylgir Hussein drottningu að flugstöðvarbyggingunni á flugvellinum í Amman. t't i., , p . | • , m n ■ í El Salvadorskar konur bíða þess brosandi að kjósa. Urslit í forsetakosnmgunum 1 E1 Salvador: Kristilegir demókratar spáðu sjálfum sér sigri San Salvador, El Salvador. 26. mars. AP. TALNING atkvæða eftir forseta- kosningarnar í El Salvador var í full- um gangi síðast er fréttist og ekki að vænta úrslita fyrr en í nótt. Tafðist talning um hríð meðan rifist var um hlutleysi talningarmanna víða. En könnun sem Kristilegi Demókrata- flokkurinn gekkst fyrir benti til þess að frambjóðandi hans, Jose Napol- eon Duarte, myndi fá eitthvað um 45 prósent atkvæða, en aðrir minna. Verði umræddar tölur ofan á, þarf að kjósa að nýju þar eð frambjóðandi verður að fá helming atkvæða eða meira. Könnun Kristilegra demókrata var byggð á 170.000 atkvæðaseðlum sem skoðaðir voru víðs vegar um landið. Helsti keppinauturinn, hinn hægri sinnaði Alliance-flokkur með Roberto D’Abuisson í farar- broddi fékk samkvæmt könnuninni 27 prósent. Auk þess hafði Kristi- legi demókrataflokkurinn verulega betri stöðu í 12 af 14 kjördæmum landsins. Sem fyrr segir, að reynist þessar tölur haldbærar og réttar í öllum aðalatriðum, verður kosið að nýju og þá aðeins á milli þeirra tveggja flokka sem flest atkvæðin fá. Sjá nánar frétt á blaðsíðu 21. Krókódíll réðst á Sonju prinsessu Osló, 26. mars. Frá Jan Erik Laure, frétUr. Mbl. „ÉG VAR lífhrKdd," sagði Sonja, norska krónprinsessan, eftir að reiður krókódfll hafði freistað að bíta af henni handlegginn. Atvikið átti sér stað í dýragarði í Zimba- bwe þar sem Sonja var á ferð fyrir skemmstu. Hún skoðaði sig um í dýrag- arði og með henni var umhverf- ismálaráðherra Zimbabwe. Henni þótti krókódíll einn sem þar var i prisund hinn gæða- legasti og teygði hendina niður til hans. Brást óargadýrið hið versta við og smellti kjaftinum. Ráðherrann kippti í Sonju, en um leið munaði aðeins fáeinum millimetrum að krókódíllinn næði að gæða sér á handlegg hans. Þau sluppu því með skrekkinn, en krókódíllinn reyndi ítrekað að príla upp brattann vegg sem sniðinn er með það fyrir augum að krókó- dílar komist ekki upp til að blanda geði við gesti safnsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.