Morgunblaðið - 27.03.1984, Side 15
1
1
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984
15
Afínælissýning
Valtýs Péturssonar
Myndlist
Valtýr Pétursson
Á laugardaginn var opnuð
merkileg sýning í Listmuna-
húsinu við Lækjargötu. Til
sýnis eru 66 gvass-myndir eft-
ir Valtý Pétursson er hann
gerði á árunum 1951—’57 er
hann ásamt fleirum innleiddi
flatarmálslistina í íslenzka
myndlist.
Flestar myndirnar eru frá
árinu 1952 og voru á sýningu í
Listvinasalnum, eins og Ás-
mundarsalur nefndist þá, en
sú sýning gekk illa enda mynd-
irnar nýlist þeirra tíma.
Sýningin er m.a. merkileg
fyrir það, að hún kemur rétt á
eftir sýningu á eldri myndum
Þorvaldar Skúlasonar en þess-
ir tveir málarar hafa fylgt
þeirri reglu, að sýna einungis
nýleg verk. Hér er því um
ánægjulega viðhorfsbreytingu
að ræða hjá þessum brautryðj-
endum nýlista og þeim sjálfum
í hag því að framtakið hefur
vakið mikla athygli. Fram
kemur að þessi kafli á listferli
Valtýs var næsta gleymdur og
fólk rekur upp stór augu er það
sér myndirnar og uppgötvar
vísast ný sannindi um sam-
hengið í íslenzkri myndlist.
Sýningin áréttar enn einu
sinni mikilvægi þess að tekin
verði saman bók um þróun ís-
lenzkrar myndlistar frá lokum
seinni heimsstyrjaldarinnar
og fram á daginn í dag. Hér er
það mikilvægt að menn séu
með í ráðum er fylgst hafa
með þróuninni allt tímabilið
og gjörþekkja til hlutanna, því
að það ríkir furðuleg fáfræði
meðal margra um samhengið í
íslenskri myndlist ef marka
má fjölmiðlaviðtöl.
— Það er sterkur heildar-
svipur yfir sýningunni og
myndirnar njóta sín frábær-
lega vel í sölum Listmunahúss-
ins. Sjálfsagt eru þær misjafn-
ar að gæðum en hinar þestu
þeirra og hnitmiðuðustu
standa fyllilega fyrir sínu og
eru mikilvægar í listsögu-
legum skilningi.
Allar eru myndirnar nafn-
lausar og lifa sínu eigin lífi í
formi og lit. Heillegastar þóttu
mér myndir fárra en mark-
vissra forma þar sem list-
amaðurinn leggur áhersluna á
samræmda myndbyggingu og
litrænt ferli. Gott dæmi um
þetta eru myndir nr. 4, 5, 6,11,
17, 19, 25, 34, 55 og 67. Á köfl-
um vinnur Valtýr í fióknari
formum og ferst það vel úr
hendi í myndum eins og nr. 43,
45 og 57.
Það fer ekki hjá því er mað-
ur skoðar þessa sýningu, að
mann undrar ofstækið að baki
myndanna á sínum tíma en
sem kunnugt er þá var þetta
stóri sannleikurinn og það
jaðraði við landráð að leita til
hlutveruleikans um myndefni.
I dag er þetta sárameinlaust
og telst til rannsókna á mögu-
leikum myndflatarins enda
kennt sem formfræði í mynd-
listarskólum.
Áhrifin að baki þessara
mynda eru sótt til Parísar, há-
borgar heimslistarinnar á
þeim árum. Margar myndirnar
urðu til í hótelherbergi en hót-
elherbergi voru jafnframt
vinnustofur hins fjölmenna
hóps íslenzkra myndlistar-
manna er leitaði þangað. Að
sjálfsögðu var þetta á gullald-
artímabili flatarmálsmál-
verksins „geometríunnar" og
helstu sýningarsalir Parísar-
borgar sýndu varla annað.
Á þessum árum gerist það
einnig að Valtýr Pétursson er
ráðinn myndlistargagnrýn-
andi Morgunblaðsins og hefur
gegnt þeirri stöðu í rúma þrjá
áratugi svo sem landsmönnum
er kunnugt. Sem vænta mátti
varð hann ekki síður umdeild-
ur í því starfi en myndlistinni.
Valtýr hefur aldrei verið mað-
ur lognmollunnar, um hann
hafa blásið stríðir vindar úr
öllum áttum á löngum ferli.
Sýningin í Listmunahúsinu er
sett upp í tilefni af 65 ára af-
mæli listamannsins sem er í
dag og um leið og ég sendi hon-
um mínar bestu heillaóskir
þakka ég fyrir fallega sýningu.
Bragi Ásgeirsson
1
Dæmi: Gjafakort sem greitt er fyrir 2000 — er 2.200 virði!!!
Fatnaður er nytsöm gjöf sérstaklega fyrir ungt fólk.
Látið unglingana sem fermast velja sjálfa
með aðstoð þjálfaðs afgreiðslufólks.
FORELDRAR
FERMINGARBARNA
Viö höfum ákveöiö að gefa ykkur
kost á greiöslukjörum vegna fata-
kaupa fyrir ykkur sjálf.
Fermingar- gjaf akortin
meira virði!!!