Morgunblaðið

Date
  • previous monthMarch 1984next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2728291234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 27.03.1984, Page 16

Morgunblaðið - 27.03.1984, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 Teppagerðarmennirnir a ÁLAFOSSI eru atvinnumenn, enda ekki á færi annarra aðvi teppi setn gera ekki upp a n fjárhags og fóta. Jggggj 'JÓRUM ORÐUM SAGT Fyrsta pólska skipið af þremur: Gideon kominn til heima- hafnar í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum 23. mars. í gærkvöldi bættist nýtt og glæsi- legt skip í fiskiskipaflota Vestmann- eyinga þegar Gideon VE 104 sigldi fánum prýtt inn í heimahöfnina. Skipið, sem er smíöaö í Póllandi, var afhent eigendum, Samtogi sf„ 15. mars og lagði skipið strax daginn eftir af stað heim til íslands. Heim- siglingin tók því 6 daga. Skipverjar fengu ágætisveður á heimleiðinni og reyndist skipið hið besta í alla staði að sögn skip- stjórans, Helga Ágústssonar. Ganghraðinn á heimsiglingunni var um 9 mílur. Samtog hf. í Vestmannaeyjum gerði þann 29. okt. 1981 samning um smíði tveggja fiskiskipa við skipasmíðastöðina Northern Shipyard í Gdansk í Póllandi. Smíði á Gideon VE 104 hófst í febrúar 1983 og var skipið afhent eigendum þann 15. mars sl. Síðara skipið, Halkion VE 105, verður af- hent eigendum síðari hluta apríl- mánaðar nk. Gideon VE 104 er smíðaður eftir kröfum Llyods og Siglingamála- stofnunar ríkisins. Kaupverð skipsins heimkomið, fullbúið en án veiðarfæra, er 70 milljónir króna. Lengd skipsins er 32,70 m, breidd 8 m og djúprista 5,40 m Skipið er 222 brúttólestir að stæðr, 76 lestir nettó. Aðalvél skipsins er af gerðinni Sulzer Cegielski, 840 hestöfl, 1000 snún- inga með niðurfærslugír á skrúfu, 1-4, skrúfuhraði 250 snúningar. Ljósavél er af gerðinni Caterpill- ar. Skipið er búið öllum fullkomn- ustu siglingar- og fiskileitartækj- um, s.s. Simrad sonar, Atlas fiski- leitartækjum, Epsco loran með skrifara, sjálfstýringu, veður- kortaritara og ýmsum öðrum tækjum. Gideon VE 104 er útbúinn sem lítill skuttogari og mun strax hefja togveiðar. Skipið er enn- fremur þannig útbúið að það getur stundað netaveiðar og síldveiðar með nót. I skipinu eru þægilegar og vel útbúnar íbúðir fyrir 10 skipverja. Skipstjóri á Gideon VE 104 er Helgi Ágústsson, sem um árabil hefur verið skipstjóri á skuttogar- anum Sindra VE 60. 1. stýrimaður er Óskar Már ólafsson og 1. vél- stjóri Bergvin Fannar Jónsson. Samtog sf. er sameign fjögurra fiskvinnslufyrirtækja í Vest- mannaeyjum sem eru: Fiskimjöls- verksmiðan í Vestm. hf„ Fiskiðjan hf„ ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. Samtog sf. á fyrir þrjá togara: Breka VE 61, Klakk VE 103 og Sindra VE 60. Stjórn Samtogs sf. skipa: Haraldur Gfslason, stjórn- arformaður, Eyjólfur Martinsson, Bjarni Sighvatsson og Sigurður Óskarsson. Framkvæmdastjóri Samtogs sf. er Gísli Jonasson. — hkj. Um borð f Gideon, Ulið frá vinstri: Gfsli Jónasson, útgerðarstjóri, Helgi Ágústsson, skipstjóri, og Haraldur Gfslason, stjórnarformaður Samtogs. Avarp í tilefni alþjóðaleikhúsdagsins: „Leikhúsið höfðar beint til áhorfandans“ Gideon kemur í heimahöfn f fyrsta sinn. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. — eftir Flosa ólafsson Góðir leikhúsgestir! í dag minnumst við leikhúsdags Alþjóðaleikhússtofnunarinnar. í 66 þjóðlöndum um heimsbyggð alla hefur það lengi verið árviss uppákoma, að einhver úr hópi starf- andi leikhúsfólks gangi framfyrir tjald og segi nokkur orð i tilefni Al- þjóðaleikhúsdagsins. Þetta er 23. árið sem slíkt ávarp er flutt og í þúsundum leikhúsa heimsbyggðarinnar. Og hvað skal svo segja við slíkt tækifæri. Lík- lega sem minnst. Gott leikhús er nefnilega og á að vera einfært um að tala sínu máli. Leikhús sem þarfnast sérfræði- legra útskýringa er einfaldlega I I I Þad hefði einhvern tíma \ þótt í frásögur færandi að til væru gólfteppi sem væru álíka f góð við fjárhaginn og fæturna - KRÓNÝTEPPIN, ódýr og mjúk. Er hægt að biðja um meira? Spyrjið fótinn og budduna -eða bara sjálf ykkur^^^^m Staðgreiðsluverð kr.488. -prm?af rúllu. ÁLAFOSSBÚÐIN Ekkert jarm! VESTURGÖTU2/S:22090 ekki nógu gott leikhús. Leikhúsið höfðar beint til áhorfandans án krókaleiða og hann dregur svo sín- ar ályktanir, eða verður að betri manneskju í leikhúsinu, án þess að brjóta heilann mikið um það hvers vegna. Sérfræðilegar málalengingar um þá list, sem leikhúsið hefur á boðstólum jaðrar við að vera móðgun við áhorfendur, likt og út- skýring á brandara sem allir eru búnir að fatta. Skáldið og heimspekingurinn Rainer María Rilke segir einhvers staðar: „Ekkert er fjær því að komast í snertingu við list en um- sagnir um hana. Meira eða minna vel eða illa heppnaður misskiln- ingur er allt og sumt, sem á slíku er hægt að græða." Svo, góðir leikhúsgestir. Notið eigin dómgreind til að vega og meta þær dásemdir, sem ykkur mæta í leikhúsinu og farið í fýlu. þegar ykkur leiðist. En umfram allt. Komið í leikhúsið opnum huga og njótið þess, þegar upp er staðið að vera orðin betri, jákvæð- ari og víðsýnni en áður. Það sem nú brennur öðru frem- ur á jarðarbúum er sú ógn, sem lífinu á jörðinni stafar af umsvif- um vondra og vígreifra manna með helsprehgjuna að vopni. Og hvernig ætti leikhúsið að geta ver- ið ósnortið af lffsvon mannkyns á heljarþröminni? Leikhúsið sem skapað var af manninum til að hefja gleði og fegurð tilverunnar til vegs með sannleika, visku og snilligáfu að veganesti. I ályktun Alþjóðaleikhússtofn- unarinnar segir svo: „List leikhússins er alþjóðleg tjáning mannsins, tjáning, sem er til þess fallin að styrkja vináttu og frið meðal manna með alþjóðleg- um samskiptum, þekkingu og list leikhússins. öll getum við tekið undir þetta og víst er að orð eru til alls fyrst, en koma þó að sáralitlu haldi, þeg- ar á að fara að lýsa galdri leik- hússins. Með orðum verður leikhúsinu ekki lýst, fremur en blómailmi, lækjarniði eða jöklasýn. Og þó er það betur til þess fallið að verða hornsteinn fegurra mannlifs en aðrir gæfuboðar tilverunnar. Þess vegna væri okkur — sem sýnum þann skort á háttvísi að fara mörgum orðum um eðli og tilgang leikhússins — sæmra að drúpa höfði í þögulli auðmýkt og biðja þess að leikhúsið beri gæfu til þess nú sem fyrr og um alla framtíð að kalla fram hið fagra og góða hjá okkur, sem enn erum ekki orðin alvond.

x

Morgunblaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Sprog:
Årgange:
111
Eksemplarer:
55869
Registrerede artikler:
3
Udgivet:
1913-nu
Tilgængelig indtil :
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Udgivelsessted:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-nu)
Haraldur Johannessen (2009-nu)
Udgiver:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-nu)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Tillæg:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 72. tölublað og Íþróttablað (27.03.1984)
https://timarit.is/issue/119585

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

72. tölublað og Íþróttablað (27.03.1984)

Actions: