Morgunblaðið - 27.03.1984, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.03.1984, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 Friðarfræðsla í dagvistarstofnunuin og grunnskólum: Rangt að leggja lýð- frjáls lönd og lög- regluríki að jöfiiu — sagði Halldór Blöndal alþingismaður Þrá mannkyns eftir friði og öryggi er jafngömul því sjálfu, sagði Hall- dór Blöndal alþingismaður, er þings- álvktun um friðarfræðslu í skólum og á dagvistum kom til umræðu á Alþingi. Sú sjálfsbjargarviðleitni að tryggja með öllum tiltækum ráðum frið í bráð og lengd fyrir okkur og niðja okkar. Það er og talið hluti móðurástar að snúast til varnar, jafnvel að hætta lífi sínu, þegar ör- yggi afkomenda er ógnað. Mér kemur á óvart, sagði Hall- dór efnislega, að málshefjandi lagði að jöfnu hinar lýðfrjálsu þjóðir og aðrar, sem búa við ofbeldi og lögregluríki, að sömu hvatir ráði ferð hjá Sovétríkjun- um og Vesturlöndum. í ljósi þess- arar áherzlu hjá málshefjanda hljótum við að bera kvíðboga fyrir því af hvaða rótum þessi tillaga er flutt. Það er líka athyglisvert að í tilgreindum markmiðum friðar- fræðslunnar er hvergi vikið að því, að gera eigi börnum og ungling- um, sem fræðslan á að ná til, grein fyrir ágæti lýðræðisskipulagsins, né þeim mikla árangri, sem náðst hefur í tryggingu friðar hjá þjóð- um sem við lýðræði búa. Fyrir u.þ.b. hálfri öld hefði það þótt með ólíkindum að á næsta leiti væri svo náin samvinna milli landa eins og Þýzkalands, Frakk- lands og Englands, að stórstyrjöld þar á milli væri með öllu óhugs- andi. Með fullri sanngirni er hægt að segja, að „þetta sé langsamlega mesta framlag til friðar í veröld- inni, sem manninum hefur til þessa tekizt að leggja fram“. í þessum ríkjum hefur virðingin fyrir manngildinu verið glædd, landamæri opnuð og hvers konar samstarf, sem brúar þjóðir, styrkt. Það er hinsvegar kvíðvæn- legt, hve seint gengur að koma slíkum samskiptum á í öðrum löndum. Að hafa við orð, að hægt sé að glæða frið, auka öryggi í heiminum, tryggja framtíð mannkyns, án þess að viðurkenna þessa staðreynd og án þess að hafa hana sem útgangspunkt er neitun staðreynda. Það er ekki hægt að ástunda friðarfræðslu án sann- leika, án hreinskilni, án þess að viðurkenna að forsenda friðar sé, að við berum meiri virðingu hver fyrir öðrum. Á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem ég sat fyrir skömmu, sagði þingmaðurinn efnislega eftir haft, vakti það athygli að fulltrúi Khomeinis flutti dýrari óð til frið- ar og mannkærleika en nokkur annar, hóf hverja ræðu sína með guðsorði. Það var líka lífsreynsla að upplifa það að á einni viku vóru samþykktar 79 tillögur í friðarátt í fyrstu nefnd Sameinuðu þjóð- anna. Á þessu þingi tók ekki einn einasti maður til máls án þess að staðhæfa, að það væri æðsta boð- Halldór Blöndal orð lands síns, að stuðla að friði á jörðu. En við sjáum, þegar við lít- um í kringum okkur, hvernig ástandið er. Síðan rakti þingmað- urinn gang mála vítt og breytt um veröld, í Líbanon, Afganistan, ír- ak, íran o.s.frv., o.s.frv. Það er undir engum kringumstæðum hægt að ræða svo um friðarmál, sagði Halldór, að „öll ógn stafi af kjarnavopnum, svo ægileg sem þau annars eru, því aðrir verða að láta sér lynda að falla fyrir ómerkilegri drápstækjum og eru jafndauðir samt“. Síðan vék hann að gagnkvæmri afvopnun og því, hve frjáís upplýs- ingaöflun næði víða skammt, þ.á m. um vopnabúnað og fram- leiðslu. Gagnkvæmt traust væri forsenda afvopnunar og það væri naumast til staðar. 1 þessu sam- bandi væri öll fræðsla, öll upplýs- ing góð. Hinsvegar væru skiptar skoðanir um, hvern veg ætti að standa að slíkri fræðslu. Hann vitnaði til greinargerðar með til- lögunni, þar sem ofbeldi og hern- aður væri sagt „ekki iengur viðun- andi“? Síðan hvenær? Þýðir þetta orðalag að verið sé að réttlæta ójöfnuð fyrri alda? Slíkt hvarflar raunar ekki að mér. Hér er um pennaglöp að ræða. Halldór Blöndal vék síðan að efnisatriðum friðarfræðslu í upp- eldisstofnunum og grunnskólum. Hann kvað fróðlegt að fá um það vitneskju frá framsögumanni (Guðrúnu Agnarsdóttur), „hvort hann teldi rétt að skýra í skólum, og þá hve snemma, tilgang Atl- antshafsbandalagsins og það sem stofnun þess hefur leitt af sér, hið mikla öryggi, sem við þrátt fyrir allt búum við — miðað við aðra heimshluta". Þingmaðurinn vék að starfs- aðstöðu friðarhreyfinga annars- vegar á Vesturlöndum, hinsvegar í A-Evrópu. Ennfremur að hald- leysi hlutleysis og minnti á örlög Eistlands, Lettlands og Litháen. Hann spurði ennfremur, hvað hlutleysi hefði fært Póllandi. í þessum löndum hefði fólk naum- ast frið, a.m.k. ekki sama frið og hér á Islandi, til að láta í ljósi skoöanir, vilja, kröfur eða mót- mæli. Hver er ástæðan til þess, spurði þingmaðurinn, að Noregur stendur nú á öndinni út af Tre- holtmáli?? Hver er ástæðan til þess að Svíar og Norðmenn verja miklum fjármunum og fyrirhöfn gegn njósnakafbátum? Hvað ligg- ur að baki slíkri áreitni Sovétríkj- anna við smáþjóðir?? Ég hef síður en svo á móti því, sagði Halldór í lok máls síns, að sem víðast sé rætt um, hvern veg íslendingar geti bezt tryggt öryggi sitt í bráð og lengd, né hvern veg við getum bezt stuðlað að friðsam- legri sambúð ríkja almennt. Hitt er mér til efs, hvort ekki er full- mikið færzt í fang með þessari til- lögu, að koma því öllu til skila á barnaheimilum og grunnskólum, þó ekki væri nema 5. lið friðar- fræðslunnar, þ.e. um líffræðilega og félagslega þætti, sem hafa áhrif á mannlega hegðan. Jón Baldvin um friðarfræðslu: „Hvernig áttu lýðræðisrík- in að bregðast við Hitler?“ Finnast svör sem henta þroskastigi barna? „Gerska ævintýridM í reynsludómi sögunnar „Það er vandasamt að vera frið- arsinni í þessum heimi," sagði Jón Baldvin Hannibalsson (A) í umræðu á Alþingi um friðarfræðslu. Hann bað menn að setja sig í spor þeirra sem sæta pólitísku og/eða hernað- arlegu ofbcldi í El Salvador, S-Afr- íku, Afganistan, Póllandi og víðar. Hann sagði almenning í Afganistan sæta yfirþyrmandi vélvæddu ofbeldi, sem færi eldi um land þeirra, brenndi þorp og myrti fólk. Þetta fólk hefur tekið sér vopn í hönd, þrátt fyrir vonleysi baráttunn- ar, til að verja það sem því er heilagt, og neitar að sætta sig við að lúta ofbeldinu, jafnvel ekki í nafni „friðarins". Við getum horft til Pólverja, þessarar stoltu, menntuðu, gáfuðu þjóðar með litríka sögu, tilraunir þeirra á undanförnum misserum til þess að beita vopnleysi, frið- samlegri andstöðu til stuðnings kröfum um frumstæðustu mann- réttindi, svo sem eins og að mynda verkalýðsfélög. Baksviðið er að sjálfsögðu krafan um pólskt sjálfsforræði, krafan um að aðrar þjóðir virði rétt Pólverja til full- veldis og þegnréttinda. Við höfum séð hvernig þessi hreyfing er brot- in á bak aftur af leppstjórn í skjóli erlends vopnavalds. Já, það er erf- itt að vera friðarsinni í þessum heimi. Orðrétt sagði Jón Baldvin: „Fjöldamorðinginn Jósef Stalin, mikilvirkasti fjöldamorðingi mannlegrar sögu, arftaki ein- hverra háleitustu hugsjóna, sem settar hafa verið fram í samhengi evrópsks húmanisma. Við getum nú litið yfir þann veg til hvers þetta leiddi. Þjóðfélagið, sem af þessum hugsjónum spratt, er valdbeitingin og ofbeldið holdi klætt, þ.e. í þeim skilningi að þetta þjóðfélag fengi ekki staðist degin- um lengur án ofbeldis. Það byggist á valdaeinokun tiltölulega fá- menns úrvalshóps. Allt vald, efna- hagslegt, pólitískt, menningarlegt, siðferðilegt er í þeirra höndum og þessu valdi hefur verið beitt af svo skefjalausu og hamslausu mann- hatri og óbilgirni að í valnum liggja 50—60 millj. manna; heilu þjóðirnar hafa orðið að sæta nauð- ungarflutningum. Hver sá maður, sem lýst hefur annarri skoðun en valdhafar, hefur mátt finna það, annaðhvort með því að gjalda fyrir með lífi sínu eða frelsi sínu, vissulega allri mannlegri virðingu sinni. Hugsjónin um alþjóðlegt bræðralag verkalýðsins hefur snú- ist upp í þá ömurlegu martröð að verða að alþjóðatugthúsi utan um öreiga heimsins. Hefði verið hægt að fara hina friðsamlegu leið? Jú, jú, vel má vera. En spumingin er Jón Baldvin Hannibalsson kannske betur orðuð, hvernig eiga þeir einstaklingar og þeir hópar, sem unna málstað friðar og gera sér grein fyrir því að eina leiðin til friðsamlegrar lausnar er hugsjón- in um pólitískt lýðræði í venjulegu pólitísku starfi, hvernig eiga þeir að bregðast við ofbeldinu? Hvern- ig áttu menn að bregðast við Hitl- er?“ Jón Baldvin vitnaði í Milovan Djilas, höfun „Hinnar nýju stétt- ar“, en hann lýsti marxisma, sem „hugmyndakerfi handa einföldum sálum, sem vita lítið, en hafi það á tilfinningunni, að þeir geti úrskýrt margt og rnikið". Hann leggur áherzluna á hina hræðilegu ein- földun, hina óendanlegu trúgirni á einfaldar lausnir, sem sagan síðan kennir okkur að snúizt upp í hina ömurlegustu martröð. En hvatinn að þessu hugmyndakerfi var að létta arðráni manns af manni, þjóðar af þjóð, að leysa vandamál örbirgðar og fátæktar og eyða þar með orsökum ósættis og styrjalda. Jón Baldvin vék því næst að „Gerska ævintýrinu" og sagði orð- rétt: „Samt er ekki nokkur vafi á því að þessi bók var skrifuð af þeirri hvöt að útrýma fordómum og fá- fræði um Sovétríkin, að vara ís- lendinga við einfeldningslegum áróðri, Rússagrýlu. Hver er niður- staðan hins vegar, þegar bókin er könnuð? Niðurstaðan er sú, að höfundurinn var, því miður, ginn- ingarfífl sinnar eigin botnlausu fáfræði um Sovefríkin. Það er Ijóst þegar þessi bók er lesin — og var reyndar mörgum samtíma- mönnum ljóst þegar hún var skrif- uð — að hún er byggð á fáfræði, ranghugmyndum. Hún hafði gíf- urleg áhrif ásamt með öðrum bók- um sama höfundar í þá átt að gefa t.d. mjög frómlega þenkjandi mönnum, mönnum sem vildu láta segja sér af draumnum um hið nýja samfélag, alrangar hug- myndir. Rússagrýlan reyndist vera miklu hræðilegri heldur en Hall- dór Kiljan Laxness og samtíma- menn hans nokkurn tíma óraði fyrir. Skáldið hefur um síðar gert upp þessa fortíð og gert tilraun til þess að leiðrétta þau sögulegu mistök sem þarna áttu sér stað, svona eins og það er á mannlegu valdi að gera það.“ Síðan vék Jón Baldvin m.a. að efni þingmálsins, friðarfræðslu í dagvistunarstofnunum, barna- og grunnskólum. „Við erum hér að ræða spurningar og leita svara við spurningum, sem ekki er hægt að gefa svör við sem henta þroska- stigi barna, nema með svo hrika- legri einföldun að hún hlýtur í sjálfri sér að verða fölsun." Hér er um að ræða, sagði Jón efnislega, hluti, sem tengjast félagslegri, stjórnmálalegri og efnahagslegri gerð þjóðfélagsins; einhver flókn- ustu viðfangsefni vísinda eins og spurningar um erfðir og mótun einstaklings, atgervi hans og hegðan, þ.e. undirstöðuatriði í líffræði, sálarfræði, félagsfræði og mannfræði. Þegar talið berst síð- an að gerð þjóðfélagsins er komið út í hagfræði, samanburð hag- kerfa, inntak af stjórnmálafræði og afstöðu til ýmissa hugmynda- kerfa. Hvernig á að kenna slíkt á uppeldisstofnunum? Það mætti kannski bæta við spurningunni, hverjir eiga að kenna kennurun- um?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.