Morgunblaðið - 15.04.1984, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.04.1984, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 Dagskrá friðarviku 1984 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 15.00—22.00 Myndlistarsýning. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna. 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. 20.30 Svör úr austri og vestri: Fulltrúar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna greina frá af- stöðu ríkja sinna til kjarn- orkuvígbúnaðar og friðar- hreyfinga. Þeir sitja síðan fyrir svörum fundargesta um þau mál. Fundarstjóri: Högni Óskars- son. MÁNUDAGUR 16. APRÍL 15.00—22.00 Myndlistarsýning. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna. 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. 15.00 Barnatími. Kórsöngur. Leikrit: Ertu skræfa, Einar Áskell? í flutningi barna af skóladagheimilum. Upplestur: Guðrún Helga- dóttir. 17.00—19.00 Fræðslufundur Erindi: Afvopnunarviðræður: Söguleg og efnisleg umfjöll- un: Gunnar Gunnarsson. Erindi: Hugmyndir um af- vopnun: Þórður Ægir ósk- arsson. Pallborðsumræður: Eiður Guðnason, Vigfús Geirdal, Guðrún Agnarsdóttir og Ingi- björg G. Guðmundsdóttir. Fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri: Helgi Pétursson. 20.30 Halldórs Laxness-kvöld. Úr söngbók Garðars Hólm: Hrönn Hafliðadóttir og Hall- dór Vilhelmsson við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Úr Atómstöðinni: Guðbjörg Thoroddsen, Rúrik Haraldsson, Jón Sigurbjörns- son, Þorsteinn Gunnarsson flytja. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Lesið úr Heimsljósi: Helgi Skúlason. Lög úr Húsi skáldsins: Söngv- arar úr Söngskólanum, stjórn- andi Jón Kristinn Cortes. Ljóðalestur: Bríet Héðins- dóttir. Úr Kristnihaldi undir Jökli: Gísli Halldórsson og Þor- steinn Gunnarsson flytja. Háskólakórinn syngur undir stjórn Árna Harðarsonar. Umsjón og kynnir: Helga Bachmann. PRIDJUDAGUR 17. APRÍL 15.00—22.00 Myndlistarsýning. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna. 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. 15.00—16.00 Barnatími. Leikþáttur í umsjá fóstra. Kór Mýrarhúsaskóla undir stjórn Hlínar Torfadóttnr. Upplestur. 17.00—19.00 Fræðslufundur. Utanríkisstefna íslendinga: framlag til friðar- og afvopn- unarmála. Fulltrúar allra þingflokk- anna flytja stutt erindi. Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Sólveig Ólafs- dóttir. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 15.00—22.00 Myndlistarsýning. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna. 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. 15.00—16.00 Barnatími. Kórsöngur. Söngur og hreyfileikur. 17.00—19.00 Umræðufundur. Erindi: íslenskt friðarfrum- kvæði: Kristín Ástgeirsdóttir. Erindi: Vígbúnaður á norður- slóðum: Árni Hjartarson. Erindi: Varnarviðbúnaður á íslandi: Kjartan Gunnarsson. Erindi: Hugmyndir um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd: Þórður Ingvi Guðmundsson. Björn Bjarnason og Stein- grímur Sigfússon ræða fram- söguerindin og sitja síðan við pallborð ásamt frummælend- um. Almennar umræður og fyrir- spurnir. Fundarstjóri: Magnús Torfi Ólafsson. 20.30 Fjölmiðlar og skoðana- myndun. Erindi: Heimsmynd fréttamiðlanna: Þorbjörn Broddason. Fulltrúar frá fjölmiðlum segja frá og sitja fyrir svör- um. Fundarstjóri: Árni Gunn- arsson. FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 15.00—22.00 Myndiistarsýning. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna. 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. 15.00—16.00 Barnatími Geymdu handa mér heiminn paþbi eftir Karl Ágúst Úlfs- son, lag eftir Björk Guð- mundsdóttur. Hljómsveitin KUKL leikur. Lína langsokkur syngur ásamt féiögum: Sigrún Edda Björnsdóttir. Karíus og Baktus mæta: Við- ar Eggertsson og Edda H. Backmann. Undirleikur: Valgeir Skag- fjörð. Úmsjón og kynning: Guðrún Ásmundsdóttir. Hlé. 16.15—17.15 Endurtekinn barna- tími. 20.30 Tónlistarkvöld. fslenska hljómsveitin undir stjórn Guðmundar Emilsson- ar. Kvintett: Laufey Sigurðar- dóttir, fiðla, Helga Þórarins- dóttir, víóla, Richard Korn, kontrabassi, Kristján Þ. Stephensen, óbó, og óskar Ingólfsson, klarinett. Sigrún Gestsdóttir syngur við undirleik Önnu Norman. FÖSTUDAGURINN LANGI 20. APRÍL 15.00—22.00 Myndlistarsýning. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna. 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. 15.00 Ógnir og áhrif kjarnorku- styrjaldar. Dagskrá á vegum Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá og Samtaka íslenskra eðlisfræð- inga gegn kjarnorkuvá. f dagskránni verður fjallað um uppbyggingu og eðli kjarnorkuvopna, áhrif kjarn- orkusprengingar á mannvirki og mannslíkamann. Rætt verður um ákvarðanatöku við kjarnorkuárás og almanna- varnir fslands. Sálræn áhrif vígbúnaðar- kapphlaupsins og langtíma- áhrif kjarnorkustyrjaldar verða kynnt svo sem kjarn- orkuvetur og áhrif á lífríkið. Ennfremur verður fjallað um efnahagsleg áhrif þess að vígbúnaðarkapphlaupinu yrði hætt. Að lokinni dagskrá gefst kostur á umræðum og fyrir- spurnum svarað. Af hálfu lækna tala: Árni Björnsson, Guðjón Magnús- son, Högni óskarsson, Sig- urður Árnason og Sigurður Björnsson. Af hálfu eðlisfræðinga tala: Gísli Georgsson, Hans Kr. Guðmundsson, Páll Berg- þórsson, Páll Einarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. Fundarstjóri: Ásmundur Brekkan. 18.00 Bláa stúlkan eftir Messíönu Tómasdóttur. Leikbrúðusýning fyrir full- orðna. 20.30 Blönduð dagskrá. Þáttur úr leikriti Nínu Bjark- ar Árnadóttur: Undir teppinu hennar ömmu í flutningi vorkvenna Alþýðuleikhúss- ins. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Frásagnir af friðarmótum: María Jóhanna Lárusdóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir og Ken- eva Kunz. Síðasta blómið: Kristín Á. Ólafsdóttir og fleiri. Undir krossi. Flytjendur. Dómkórinn undir stjórn Martin Hunger Friðriksson- ar; Gunnar Kvaran, Hjörtur Pálsson, Kristinn Sigmunds- son, Sigrún Edda Björnsdótt- ir og Auður Bjarnadóttir. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 15.00—22.00 Myndlistarsýning. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna. 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. 15.00-17.00 Skáldadagskrá. Lesið úr nýjum bókum. Umsjón: Pétur Gunnarsson. 15.00—16.00 Barnatími (endur- tekinn frá skírdegi). 17.00—19.00 Fræðslu- og um- ræðufundur. Konur og fri UUl — fjölbreytt dagskrá um framlag kvenna til friðarmála. Umsjón: María Jóhanna Lár- usdóttir. 20.30 Ungt fólk. Ljóðadagskrá. Drengjakvartett: Mennta- skólinn í Kópavogi. Menntaskólinn við Hamra- hlíð: Hamlet. Magnús Þór leikur og syngur. Sitthvað óvænt — og fleira. Kynnir: Edda Björgvinsdótt- ir. PÁSKADAGUR 15.00—22.00 Myndlistarsýning. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna. 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. 15.00 Friður — réttlæti — von: Páskavaka: Fyrir börn og fullorðna. Flautuleikur: Guðrún Birg- isdóttir. Ljóðalestur: fyrir börn og fullorðna, eftir Nínu Björk Árnadóttur: Sigurjóna Sverr- isdóttir les. Erindi: Svavar Sigmundsson. Dómkórinn undir stjórn Martin Hunger Friðriksson- ar. Erindi: Misskipting lífsgæða í heiminum. Jón Ormur Hall- dórsson. Söngvar og sögur: Halldór Vilhelmsson, Jónas Ingi- mundarsonar og fleiri. Ávarp: Siðferðileg afstaða kristinna manna til stríðs og vopna: Biskup Pétur Sigur- geirsson. Bel Canto-kórinn. Stjórnandi: Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Umsjón: Sr. Bernharður Guð- mundsson. 16.00—17.00 Páskavaka fyrir börn á vegum æskulýðsstarfs kirkjunnar. Umsjón: Sr. Agnes Sigurð- ardóttir og Oddur Alberts- son. _______________________ 20.30 Endurtekið efni frá 14. apríl. Arnþór Helgason og Guðrún Hólmgeirsdóttir leika og syngja. N Leikrit: Ég læt sem ég sofi, eftir Raymond Briggs í þýð- ingu Bergþóru Gísladóttur og Keneva Kunz. Guðrún Steph- ensen og Róbert Arnfinnsson flytja. Leikstjóri: Jill Brook Árnason. MÁNUDAGUR 23. APRÍL ANNAR í PÁSKUM 15.00—22.00 Myndlistarsýning. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna. 15.00 Lokafundur. Hvert stefnir nú? Ávörp: Hvað hefur lífið kennt mér: Hulda Á. Stefánsdóttir og sr. Jakob Jónsson. Umræður um friðarstarf: Hvað sameinar, hvað sundr- ar: Fulltrúar friðarhreyfinga gera grein fyrir stefnumiðum sínum. Almennar umræður og úttekt á friðarvikunni. Málverkasýning Baltasar Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er mikill hraði, kraftur og gerjun í hlutunum þar sem fer myndlistarmaðurinn Baltasar Samper. Á sama tíma og hann er með rosaverkefni við skreytingu Víðistaðakirkju, heldur hann stóra málverkasýningu að Kjar- valsstöðum. Og ekki eru mál- verkin á sýningunni af notalegu stærðinni fyrir ofan pluss-sóf- ana, heldur vel yfir meðalstærð og sum mjög stór. Svo stór, að listamaðurinn hlýtur að vera að hugsa um eitthvað annað en fjárhagslegan hagnað er hann málar þær, því að sala á jafn- stórum málverkum er sjaldgæf hérlendis. Máski hefur Baltasar einhvern boðskap að flytja og máski hefur hann einnig efni á því að leika sér í stórum myndum. Eitt er víst og það er, að sá leikur skilar af sér langsamlega tilþrifamestu myndunum að mínu mati. Á ég hér við myndflokkinn „Goy- eskur" en þar höfðar hann að vissu leyti til landa síns Goya og ádeilumynda þeirra er hann gerði fyrir sjálfan sig og fundust fyrst eftir dauða hans. Svið Balt- asar er hins vegar íslenzkur myndlistarvettvangur og þangað beinir hann skeytum sínum og opinberar háð sitt — hvergi hræddur hjörs í þrjá. Á síðustu árum hefur Baltasar tekið upp á því, að láta vanþókn- un sína á einu og öðru í sam- skiptum listamanna í ljósi með hressilega máluðum myndum. Vafalaust álítur hann sig öllu frekar pensilfæran en pennafær- an og notar því það vopn er hendi er næst og hjartanu tam- ast. — Baltasar hefur lifað og starfað á íslandi í 21 ár svo að hann ætti nú að vera orðinn full- veðja íslendingur þótt hann sé borinn og barnfæddur Katalón- íubúi og beri þess mjög merki í útliti og skapandi list. Þegar Baltasar kom fyrst fram með ádeilumyndir, var í þeim græskulaus kímni, sprell og spé, sem ég hafði mjög gaman af. En myndflokkurinn „Goy- erskur" verður ekki svo létt af- greiddur með slíku mati því að háðið er öllu djúpristara og marktækara um leið og mynd- irnar eru stórum umbrotameiri listaverk. Ég tel, að Baltasar hafi naumast gert áhrifaríkara verk en t.d. myndina „Enginn getur slitið okkar bönd“. Sú mynd þykir mér vera hápunktur sýningarinnar, — bæði fyrir það að vera kröftuglega og vel máluð og svo kemur fram í henni kímni, sem er mjög sjaldgæf í íslenzkri myndlist ef hún er þá til. Baltasar hefur skipt sýningu sinni í 7. myndflokka sem nefn- ast: „Vinir og fjölskylda", „Loft og láð“, „Sólarhringur á vinnu- stofunni", „Félagi hestur", „Þær“, „Sælir eru ... “ og „Goy- eskur“. Af þessum flokkum finnst mér trúarlegi flokkurinn „Sælir eru ..." komast næst Goyeskunum. Þetta eru að vísu einungis frumdrög en þau eru útfærð á einfaldan og léttan hátt er hrífur ásamt því að þær hafa yfir sér sterkt trúarlegt yfir- bragð. Myndflokkurinn „Félagi hest- ur“ er og mjög samfelldur. Hann byggist á beinum og skáldlegum hughrifum í kringum hesta- mennsku en hestamaður er Balt- asar mikill svo sem kunnugt er. Ég held að listamaðurinn hafi ekki áður gert betri slíkar mynd- ir. í myndaflokknum „Þær“ tjáir Baltasar ást sína til konunnar, sem hann virðist vilja hafa fagra og eggjandi — en það er eins og að það vanti í þessar myndir blóð, tár og svita. Það má ekki vanta né svip af þeim holdlega munaði, sem myndirnar gefa til kynna að sé til staðar. I myndaflokknum „Vinir og fjölskylda" voru það einkum tvær myndir er höfðuðu til mín, „Kristín Hall" (1) og „Everyone has the right to love dogs“ (5), — í þeirri síðarnefndu er mikil stemmning. Hinar tvær mynd- raðirnar, „Loft og láð“ og „Sól- arhringur á vinnustofunni", eru landslagsstemmningar, sem gerðar eru af þeirri leikni og þrótti sem einkenna mjög vinnu- brögð Baltasar. Litið á heildina þá er þetta mjög fjörleg sýning, sem rís hæst svo sem áður segir í myndaflokknum „Goyeskur".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.