Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 Einar Ólafur Sveinsson prófessor dr. phil. In memoriam: Einar Ólafur Sveinsson prófess- or, er nú horfinn héðan úr dval- arheimi til eilífs fagnaðar annars heims, þar sem sá sem skapaði sólina hefur nú leyst hann úr lík- amsfjötrum. Einar ólafur er meðal þeirra ís- lendinga, sem þurfa engin eftir- mæli. Hann mælir um ókomin ár eftir sjálfan sig með ritverkum sinum, sem eru óbrotgjarn minn- isvarði samferðamönnum og eftir- komendum um ævistarf hans, bókmenntarannsóknir, útgáfur sagna, þýðingar og listtúlkun. Sannast hér sem oftar orð Sólar- ljóða: Sinna verka nýtur seggja hver, sæll er sá er gott gerir. Saga Einars ólafs er ævintýrið um bóndasoninn úr Mýrdalnum, sem endur fyrir löngu lagði á ókunna stigu með nesti og nýja skó og eignaðist sína kóngsdóttur og ríki í íslenskum menningar- heimi. Hann tók vfða við grýttri jörð og órækt, en breytti í gras- breiður og akurlendi. Að þessum álfum hefur hann arfleitt þjóð sína og nú geta akurkarlar haldið ósleitilega áfram aö erja akurinn, sá og uppskera. Einar Ólafur unni þjóð sinni og íslenskri menningu af heilum hug; henni gaf hann allt sem hann hafði að gefa og öll verk hans eru tengd bókiðju og bókmenntum, einkum miðaldabókmenntum, en ekki skal látið liggja í láginni að hann var býsna vel að sér í klass- ískum ritum heimsbókmenntanna. Smekkur hans var traustur, svo að hann greindi á auðveldan hátt hismið frá kjarnanum. Og löng reynsla kenndi honum að tísku- stefnum í bókmenntarannsóknum skyldi tekið með varúð. „Margir geta fengið hugmyndir, en þær eru jafnan lítils virði, nema unnt sé að færa sönnur á þær.“ Þannig komst meistarinn iðulega að orði. Einar Ólafur var lærður maður, sem tamdi sér í vinnubrögðum sínum að lúta ströngum aga fræðigreinarinnar og því gat hann með réttu krafist slíks hins sama af öðrum. En víða í verkum hans gneistar af andagift, jafnvel skáldlegri viðkvæmni. Hann kappkostaði að glæða þurran fróð- leik lífi og blés lífsanda í stað- reyndir og nöfn. Hið smáa varð stórt í höndum hans. Af lærdómi sinum, skarpskyggni og dóm- greind lýsti hann myrka hluti og þetta ljós lýsir nú upp bautastein hans. Ungur að árum átti Einar Ólaf- ur við sjúkdóm að stríða en í það sinn steig hann yfir dauöann. Sá sigur skildi eftir feigðargrun í brjósti Einari Ólafi. í ljóðabók sinni yrkir hann: Leiðin er stutt, lífið er aðeins spölur, Ijósorpið fótmál; fyrir og eftir er myrkur, og inn i Ijósið vefst skugganna skjálfandi mistur. Þetta, „skugganna skjálfandi mistur" sem var í raun gott vega- nesti fyrir bókmenntamann, vék síðan aldrei frá Einari Ölafi. Feigðargrunurinn jók skyn hans á litbrigði lífsins, dýpkaði mann- skilning hans og skerpti túlkun á listaverkum. Lífið er ekki til án dauða og Einari ólafi varð þessi staðreynd hvatning til frjórra at- hafna. Hann vildi verða eftir- minnilegur, ekki hverfa nafnlaus út í myrkrið. Verk hans eru þrot- laus viðspyrna gegn dauðanum, „fang við ofurstyrkan mann“, eins og hann kemst að orði í ljóðum sínum. Engum var berara en Einari ólafi, að 'lífið er einnar nætur gisting og einmitt af þeim sökum varð honum lífið dýrmætara en ella. Það varð honum yndisheim- ur. Hann sótti unað til ljóssins, sólarinnar, náttúrunnar, alls þess sem lifir og hrærist, grasa, blóma og dýra, enda var skepnan við- fangsefni hans. En Einar Ólafur kunni að meta krásir, fagnað og mannvirðingar. Hann var vissulega af þessum heimi, en unaðsemdir lífsins voru í taumhaldi þeirrar lífsskoðunar sem Hávamál boða og Einar Ólaf- ur hafði mikla elsku á. En víst er, að sá einn sem skilur breiskleika manna fær skýrt og túlkað lista- verk að gagni. Enginn veit með vissu hvað við tekur þegar þessari jarðvist lýkur, en við lifum í tveimur heimum að sögn fróðra manna. Ég sé fyrir mér Einar Ólaf skeggræða við Njál, Shakespeare og Goethe um hulda hluti, undur heims og furðu- lega mannkind. Og er Maríu guðs- móður verður gengið til þeirra, þá fer Einar ólafur með erindi úr kvæöi sínu, Haustvísum til Máríu: Þegar mér sígur svefn á brá síðastur alls í heimi, möttulinn þinn mjúka þá, Móðir, breiddu mig ofan á, svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi. Þá verður Maríu mey að orði: „Vel yrkir þú, Einar Ólafur." Bjarni Guönason. Það hefur verið sagt um slag- hörpuna að hún sé eins og heil hljómsveit. Snillingurinn getur leikið á hana margar raddir j senn, með veikum eða sterkum áslætti, hröðum eða hægum, en allt rennur saman í eina mikla hljómkviðu. Þessi samlíking hefur mér stundum komið í hug er ég renni augum yfir verk fóstra míns, Einars ól. Sveinssonar — eða styðst við þau í mínum eigin störfum, sem oft ber við. Einar Ólafur var Skaftfellingur að ætt og uppvexti, fæddur á Höfðabrekku í Mýrdal, sonur hjónanna Sveins óiafssonar og Vilborgar Einarsdóttur, sem síðan bjuggu lengi í Suður-Hvammi f sömu sveit. Hann bar nöfn afa sinna og vildi ávallt nota þau bæði, ekki gera upp á milli gömlu mannanna. Bræður Einars ólafs voru Karl, sem andaðist á ungum aldri er hann hafði nýlokið prófi í rafmagnsverkfræði, og Gústaf Adólf hæstaréttarlögmaður sem látinn er fyrir nokkrum árum. Sjálfur átti Einar ólafur við mikla vanheilsu að stríða á skóla- árum sínum, og hvað eftir annað var honum ekki hugað líf. Hann sagðist hafa verið búinn að sætta sig fullkomlega við dauðann, og mér fannst sem þessi reynsla hefði gefið honum algjört æðru- leysi, hvað sem að höndum kynni að bera. En „Haraldur hinn ungi reis upp til mikilla verka," segir hann í sögulegu Ijóði um Harald hárfagra. Þegar hann hafði náð heilsu og starfsþreki að nýju var hann gagntekinn af óslökkvandi starfsþrá. Hann hafði sama lag sem sumir kaþólskir klaustra- menn: að skipta deginum í tvennt þannig að hann fengi tvo vinnu- daga á hverjum sólarhring. Fór á fætur fyrir allar aldir á morgnana og vann til hádegis. Hvíldi sig þá í einn til tvo tíma — og sat síðan aftur við skrifborð sitt fram á kvöld. Hann varð ungur stúdent, og eftir sjúkdómstafir lauk hann meistaraprófi í norrænni mál- fræði (nordisk filologi) við háskól- ann í Kaupmannahöfn 1928. Aðal- ritgerð hans fjallaði um tröll í ís- lenskum og norskum þjóðsögum, og um ævintýri fjallaði fyrsta rit hans sem kom út á prenti: Ver- zeichnis islándischer Márchenvari- anten (1929). Það er skrá um minni (mótív eða varíanta) í öllum þorra íslenskra ævintýra, gerð sam- kvæmt alþjóðlegu kerfi þjóð- sagnafræða. Þessi litla bók bar hróður hins unga höfundar vítt um heim, því að þjóðsögur og ævintýri fljúga um öll lönd og eru sameign allra þjóða. Alla ævi hélt hann áfram að sinna þjóðsagna- fræðum, og má þar einkum nefna ritið Um íslenzkar þjóðsögur (1940), en það er enn í dag helsta rit um þetta efni. Skyldar þjóðsagnafræðum eru rannsóknir þjóðhátta og menning- arsögu, og þeim sinnti Einar ólaf- ur einnig af kostgæfni. Ég vil sér- staklega nefna útgáfu hans á ís- lenskum þjóðháttum, sem á titil- blaði eru einvörðungu kenndir við Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Þáttur Einars ólafs í þessu verki er meiri en fram kemur f hinni prentuðu gerð. Drjúgur hluti rits- ins var aðeins til á lausum miðum eða í frumdrögum þegar aðalhöf- undur féll frá, en eftir þessum sundurlausu brotum og öðrum heimildum frumsamdi Einar ólaf- ur marga kafla, en samræmdi aðra, og skóp ritinu það heildar- snið sem síðan birtist i hinni prentuðu útgáfu. Einar ólafur var alinn upp við íslenskar þjóðsögur, en ekki síður við íslendingasögur, eins og fleiri ungmenni á vori þessarar aldar þegar íslendingasagna-útgáfa Sig- urðar Kristjánssonar var ný af nálinni. Og þangað beindist nú hugur fræðimannsins með vax- andi ákefð. Doktorsritgerð hans nefnist Um Njálu og var varin við Háskóla íslands 1933. Á næstu ár- um vann hann mjög að útgáfum á vegum Hins íslenzka fornritafé- lags, sem þá var ungt að árum, og gaf út þrjú bindi sem kennd eru við Laxdæla sögu, Eyrbyggja sögu og Vatnsdæla sögu. (Jtgáfum Forn- ritafélagsins fylgja sem kunnugt er ítarlegir formálar, og er hver formáli í rauninni sjálfstætt fræðirit. í formálum Einars ólafs er það frábært hve vel hann fjall- ar um list sagnanna. Síðar var hann á annan áratug útgáfustjóri Fornritafélagsins. Á þeim árum gaf hann sjálfur út Brcnnu-Njáls sögu (1954) og hafði yfirumsjón með öðrum bindum. Til undirbún- ings Njálu-útgáfunni kannaði hann handrit sögunnar, sem eru fjöldamörg, og gerði um þau sér- staka bók: Studies in the Manu- script Tradition of Njáls saga (1953). í tengslum við hinar strang- fræðilegu Njálurannsóknir samdi hann einnig tvær bækur með létt- ara brag: Sturlungaöld (1940) og Á Njálsbúð (1943). í fyrri bókinni birtist róstutími Sturlunga í nýju ljósi. Þar er sýnt að þrettánda öld- in, sem áður hafði einkum verið kennd við svik og vígaferli og afsal þjóðfrelsis, var jafnframt og ekki síður gullöld bókmennta og þjóð- legrar menningar. Á Njálsbúð er nokkurs konar útrás listamanns- ins undan fargi fræðimennskunn- ar. Þar leiðir snjall bókrýnandi og rithöfundur lesanda við hönd sér og bregður ljósi á persónur og viðburði hins forna listaverks. — Báðar þessar bækur hafa verið þýddar á ensku og fleiri erlend mál, Sturlungaöld auk heldur á kínversku, og sú bók hefur orðið mörgum útlendingum lykill að fornmenningu okkar íslendinga. Segja má að Einar ólafur hafi fjallað meira og minna um allar greinar íslenskra bókmennta, þótt fornritin hafi setið í fyrirrúmi. Við hlið Njálurannsókna ber hæst rit hans um Eddukvæðin: íslenzk- ar bókmenntir í fornöld I (1962). Þetta er geysimikið verk bæði að vöxtum og efni, á sjötta hundrað þéttprentaðar blaðsíður, þræðir dregnir úr öllum áttum og leiddar fram margvíslegar niðurstöður. Eins og titillinn sýnir skyldi þetta verða fyrsta bindi íslenskrar forn- bókmenntasögu, og hygg ég að bindin hafi alls átt að verða fjög- ur: annað bindi um dróttkvæði og síðan tvö bindi um sagnaritunina og aðrar greinar fornra bók- mennta okkar. Einar ólafur tjáði mér að hann hefði verið lítt kunnugur drótt- kvæðunum fornu þegar hann tók að halda fyrirlestra um þau á fyrsta ári sínu sem prófessor við Háskóla íslands. Hvað sem líður sannindum þeirra orða þá er hitt víst að hann gerðist á næstu árum mesti dróttkvæða-fræðingur okkar íslendinga eftir daga Finns Jónssonar. Og hann var líka sá siðasti sem að nokkru marki hefur sinnt þeim hér á landi. Hann unni dróttkvæðunum og naut þeirra sem bókmennta, og hann hafði lesið nálega allt sem um þau hefur verið skrifað, að minnsta kosti á þessari öld. Dróttkvæða-bindið var komið nokkuð áleiðis þegar hann missti heilsu og vinnuþrek fyrir nokkrum árum. Ég vona að það hafi verið komið svo langt að takast megi að gefa það út, þótt það verði auðvitað aldrei algjört úr því að höfundi auðnaðist ekki að ganga frá því að fullu. Þótt bindi Einars Ólafs um fornsögurnar væru aldrei mótuð til útgáfu af hans hálfu, þá er sú bót í máli að hann hafði ritað geysimikið um það efni á ýmsum stöðum, og er sumt af því þegar talið. Um fornaldarsögur Norður- landa ritaði hann besta yfirlit sem til er, en því miður í þröngum stakki (í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder). Ritgerð hans um íslenskar riddarasögur, í inngangi Viktors sögu og Blávus, er brautryðjandaverk þar sem sögum þessum er í fyrsta sinn skipað í samhengi. fslendingasög- ur voru ávallt kærasta hugðarefni hans, þótt áhuginn væri altækur. Ýmsan afrakstur áralangra rann- sókna dró hann saman í bókinni Ritunartími íslendingasagna (1965, áður komin á ensku í styttri gerð: Dating the Icelandic Sagas, 1958). Um bókmenntir síðari alda, inn- lendar og erlendar, hefur hann ritað á víð og dreif. Ekki voru hon- um síst hugleikin verk Jónasar Hallgrímssonar, það sýna mörg erindi og ritgerðir frá ýmsum tím- um, og er það virðingar vert, því að lfkt er sem bókmenntarýnend- ur okkar hiki við að taka til máls um þetta ástsælasta skáld þjóðar- innar. Það var skemmtileg tilvilj- un, og má kallast táknrænt, að einmitt daginn sem hann dó var endurprentuð eftir hann í Morg- unblaðinu gömul ritgerð um Jónas Hallgrímsson. Einar Ólafur var um árabil rit- stjóri Skírnis og birti þar ritsmíð- ar um margvísleg efni, einkum á ritstjórnartíð sinni en einnig bæði fyrr og síðar. Mun hann, ásamt með Guðmundi Finnbogasyni landsbókaverði, eiga mest efni í þessu elsta tímariti Norðurlanda. Hann skrifaði fjölda ritdóma og fjallaði um ýmis menningarefni forn og ný. Hann minntist sam- ferðamanna jafnt sem liðinna meistara. Hann bjó til prentunar ýmis rit sem hér er ekki kostur að telja, í alþýðlegum útgáfum, og fylgdi þeim úr hlaði með hugvekj- andi inngangsorðum. Sérstaklega vil ég nefna tvö slík sem honum voru kær, enda vinsæl með alþjóð manna: Fagrar heyrði ég raddirnar (1942) og Leit ég suður til landa (1944). Fyrri bókin er safn þjóð- kvæða og vísna, en hin síðari úrval úr ýmsum lausamálsritum fornum sem áður voru lítt kunn almenn- ingi. Nú hef ég fjallað nokkuð um rannsóknir og ritstörf Einars ólafs, og þó aðeins nafngreint hin helstu rit. Má undrum sæta að einn maður skyldi koma öllu þessu í verk. Þó verður það enn meira undrunarefni þegar þess er gætt að mestur hluti þessara verka var unninn í tómstundum frá brauðstriti og embættisstörfum. Að loknu háskólaprófi fékkst hann í fyrstu við ýmisleg störf: vann í Landsbókasafni og kenndi við Háskólann í ígripum, sá um bókasafn Heimspekideildar og fleira. Árið 1940 fékk hann loks fast starf er hann varð forstöðu- maður Háskólabókasafns og mót- aði þá stofnun í nýjum húsakynn- um. Fimm árum síðar varð hann prófessor í íslenskum bókmennt- um við Háskólann, þegar Sigurður Nordal fékk lausn frá embættis- skyldu, og gegndi því starfi uns hann var skipaður forstöðumaður hinnar nýju Handritastofnunar íslands — sem nú heitir Stofnun Árna Magnússonar — árið 1962. Því embætti gegndi hann til árs- loka 1970, er hann lét af því fyrir aldurs sakir. Og enginn skyldi halda að hann hafi, með allri sinni aukavinnu, vanrækt þessi skyldustörf. Um það þykist ég vera í besta lagi dómbær, því að ég var fyrst nem- andi hans við Háskólann og síðan starfsmaður hans við Handrita- stofnun. Við Háskólann tók hann fljótlega að halda samfellda fyrir- lestra um íslenskar fornbók- menntir, og er mér sérstaklega minnisstætt hvílíka ást og lotn- ingu fræðarinn bar fyrir hinum fornu bókmenntum. Hann leitaði ávallt að því sem hann taldi vel gert, en hirti minna um smávægi- lega vankanta; og hann dró ekki síður fram þær bókmenntir sem oft eru í skugganum — eins og einnig kom fram í lestrarbókunum tveimur sem ég nefndi fyrr. Næm- leiki og lotning Iærimeistarans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.