Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 Maöurinn minn, B0RGE BILDS0E-HANSEN, Sporðagrunni 6, lést i Landspítalanum á páskadag. Sálumessa fer fram frá Krists kirkju, Landakoti, föstudaginn 27. apnT kl. 13.30. fna Bildsoe-Hansen. t Maöurinn minn og faöir okkar, ÓLAFUROTTÓSSON, Vallholti 18, Selfossí, lést 23. apríl. Elisabet Siguröardóttir og börn. + Hjartkaer eiginmaöur minn, RÓSMUNDUR SIGFÚSSON, Rauöalæk 40, andaöist í Landakotsspítala 24. apríl. Friöbjörg Ebeneserdóttir. + Maöurinn minn, ÁKI KRISTJÁNSSON, Ljósheimum 16, fyrrum bifreiöarstjóri i Akureyri, lést í Landakotsspítala 24. þ.m. Ólöf Jóhannesdóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUOLAUGUR G. JÓNSSON, fyrrverandi pakkhúsmaöur, Vík i Mýrdal, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Selfossi 24. þ.m. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför foreldra okkar og tengdaforeldra, GUÐMUNDAR TÓMASSONAR og STEINUNNAR GÍSLADÓTTUR, Mánageröi 4, Grindavík, veröur gerö frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 27. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast þeirra er bent á Grindavíkurkirkju eöa Styrktarfélag aldraöra í Grindavík. Eyrún Guömundsdóttir, Sigmundur Guömundsson, Tómas Guðmundsson, Margrét Guömundsdóttir, Steinunn Guömundsdóttir. Helgi Jónasson, Þórdís Eggertsdóttir, Inge Guðmundsson, Guömundur Eggertsson, + Ástkær eiginkona min, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, GUDLAUG ELLIDADÓTTIR NORÐDAHL, Brekkubæ 2, veröur jarösungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14.00. Magnús Maanússon, Áróra Tryggvadóttir, Olafur Geir Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Maöurinn minn, faöir okkar og afi, SIGURFINNUR GUÐMUNDSSON, bóndi, Hæöarenda, andaöist á heímili sínu þann 21. apríl. Jaröarförln fer fram frá Stóru Borgarkirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14.00. Blóm afþökkuö en þeir sem vildu minnast hans eru beönir aö láta Samtök gegn astma og ofnæmi njóta þess. Fyrir hönd aöstandenda, Maren Eyvindardóttir, börn og barnabörn. Minning: Guðbjörg (Stella) Stefánsdóttir Hún elskaði lífið. Naut þess að lifa hverja stund og kunni að meta það sem lífið hafði upp á að bjóða. Stella var ekki vön að gefast upp, uppgjöf var ekki til í hennar huga. Hún barðist til dauðadags af óskiljanlegri þrautseigju og dugn- aði við það, sem hún vissi að fyrr eða síðar myndi sigra. Hún gaf aldrei upp alla von. Þess vegna varð baráttan bæði löng og ströng. Nú er henni lokið. Það er oft erfitt að festa á blað, það sem í hjartanu býr. Þegar við lítum yfir farinn veg, sjáum við liðna atburði þjóta framhjá. Svo margs er að minnast, af svo mörgu er að taka, að sú spurning vaknar: „Hvar á að byrja?“ Stella fæddist 18. október 1922 að Hvalskeri við Patreksfjörð. Foreldrar hennar voru Valborg Pétursdóttir og Stefán Ólafsson. Ég kynntist Stellu þegar ég vann á sjúkrahúsinu á Patreks- firði, þar sem hún var matráðs- kona. Alltaf hélt hún uppi glaðleg- um samræðum við matborðið. Um tíma annaðist hún aldraða móður sína með starfinu. Leifur, sonur okkar hjóna, tók snemma miklu ástfóstri við Stellu, og var það gagnkvæmt. Hún tók hann að sér, lítinn, þegar við fór- um í sumarleyfi. Upp frá þeirri stundu rofnuðu aldrei þau vin- áttubönd. Marga ferðina trítluðu litlir fætur upp á sjúkrahúsið til „Stellu ömmu“. Margt lærði hann hjá henni um lífið, hvað væri dýrmætt og hvað einskisvert. Stella var mjög næm fyrir öllu lífi náttúr- unnar, hún elskaði tónlist og átti mikið plötusafn. Þrátt fyrir krefj- andi starf, gaf hún sér ávallt tíma til lestrar, og var mjög víðlesin. í henni bjó svo margt, hún var eins og ótæmandi brunnur visku, lífs- reynslu, kærleika, fórnfýsi og kímnigáfu. Öllu þessu miðlaði hún til annarra. Stella fór ótal ferðir, á litla bílnum sínum, með Leif út um sveitir Barðastrandarsýslu. Þá sýndi hún og kenndi honum um dýralífið, hafið og fósturjörðina. Sjálfsagt fóru fram heimspeki- legar samræður á þessum ferðum, það heyrði ég á drengnum þegar heim var komið. Seinna bættist Anna, systir Leifs, í hópinn. Á hverju vori fóru þau marga ferð- ina út á Sandodda, til að heilsa upp á kríuna og bjóða hana vel- komna. Þegar eitthvað bjátaði á hjá þeim systkinum, lögðu þau ávallt leið sína til „Stellu ömrnu", hún gat alltaf leyst úr öllum vanda, og bætti það iðulega upp með einhverju góðgæti. Þegar heimiliskettirnir dóu, eða þau fundu dauðan fugl, fóru þau hik- laust til hennar. Hún tók þátt í sorg þeirra, hjálpaði þeim að búa til leiði, kross og gróðursetti blóm. Þannig var hún. Þannig gerði hún altaf gott úr öllu, bar smyrsl á sárin. Oft kölluðu börnin mig, óafvitandi, Stellu í stað mömmu. Hjálpsamari manneskju hef ég ekki kynnst. Mér og Sigurði, manni mínum, reyndist Stela sem besta móðir. Iðulega kallaði hún mig dóttur sína. Vandamál, sem við fullorðna fólkið glímdum við, gat hún gert svo einföld og viðráð- anleg á einu augabragði. Stella var afar lagin og allt lék í höndum hennar. Marga flíkina saumaði hún á börnin og allskyns góðgæti bjó hún til, til að gleðja okkur. í veikindum sínum dvaldi Stella, í lengri tíma, hjá systur sinni Pálínu í Kópavogi. Þær syst- ur voru mjög samrýndar og ann- aðist Pálína hana af mikilli um- hyggjusemi og kærleika þennan erfiða tíma. Síðastliðin jól var Stella orðin mjög veikburða, samt gat hún ekki látið hjá líða að senda okkur glaðning. Þannig var Stella. Það er ekki oft á lífsleiðinni að okkur hlotnast að kynnast slíkum persónuleika og mér er ofarlega í huga þakklæti til Guðs, fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast þessari stórbrotnu konu. Nú er hlýja og ötula höndin visnuð og köld, en verkin sem hún vann tala sínu máli. f vor fer Stella ekki út á Sandodda með börnunum sínum. Hún er lögð af stað í lengra ferðalag, með háleit- ara mark og mið. Systkinum og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu sam- úð. Nú er Stella Guði geymd. Fjóla Guöleifsdóttir Hinn 16. apríl sl. lézt í Landspít- alanum elskuleg systir mín Guð- björg (Stella) Stefánsdóttir eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð. Hún var fædd 18. október 1922 að Hvalskeri í Rauðasandshreppi, næstelst fimm barna hjónanna Valborgar Pétursdóttur og Stef- áns Ólafssonar er þar bjuggu og gerðu garðinn frægan fyrir hjálp- semi og gestrisni. Segja mátti að heimilið stæði um þjóðbraut þvera. Þar var látinn í té matur og drykkur við gesti og gangandi af litlum efnum en mikilli rausn. Stella, eins og hún var kölluð, tók snemma þátt í störfum heimilis- ins, við algeng sveitastörf. Faðir Sœmundur Pálsson múrari — Minning Móðurbróðir minn, Sæmundur Pálsson, múrari, er látinn. Hann lést í Reykjavík hinn 16. apríl sl., eftir skamma legu, á 76. aldursári. Sæmundur var fæddur í Reykjavík hinn 28. júlí 1908, sonur hjónanna Sigrúnar Sæmundsdótt- ur og Páls Einarssonar, sjómanns og söðlasmiðs. Þau hjón voru bæði af Víkings- lækjarætt. Sigrún ólst upp á Stokkseyri, en Páll á Loftsstöðum, en foreldrar hans bjuggu á Ferju- nesi í Villingaholtshreppi. Sigrún og Páll hófu búskap sinn á Loftsstöðum, en fluttu til Reykjavíkur 1902 og bjuggu þar síðan. Börn þeirra urðu fimm. Nú er ekkert þeirra á lífi nema tvíbura- systir Sæmundar, Sigurbjörg. Systur Sæmundar, sem látnar eru, voru þær Ingibjörg, móðir þess, sem þetta ritar, Guðrún Ásta og Ágústa Ragnheiður. Sæmundur ólst upp í Revkjavík, sem fyrr sagði. Þá átti fjölskyldan heima í kjallaranum á Grettisgötu 42. Á þeim árum mun oft hafa ver- ið þröngt í búi og þröng á þingi í þeim kjallara. Sæmundur hlaut venjulega barnaskólamenntun, eins og hún gerðist á þeirri tíð, en fór síðan til iðnnáms og nam múrsmíði. Meist- ari hans var Ingvar Þorvaldsson og sveinsprófi lauk Sæmundur 1933. Eftir það vann hann með ýmsum meisturum, svo sem Korn- elíusi Sigmundssyni, Guðjóni Sig- urðssyni og Ólafi Pálssyni, og þá var það að hann byrjaði að vinna á Landspítala. Vann hann þar með- an starfsþrek entist. Hann starf- aði til haustsins 1983, en þá var hann orðinn fullra 75 ára. Ég man fyrst eftir Sæmundi fyrir tæplega 55 árum. Það mun hafa verið á árunum 1929—1930. Þá minnist ég þess að hann kom oft á heimili okkar, enda var ávallt gott samband milli hans og móður minnar. Sæmundur kemur síðar upp í minninguna þegar hann sem ung- ur maður í hópi annarra ók í hlað í Tungu í Gaulverjabæjarhreppi í bifreið, en þá var sjaldséð bifreið á þeim bæ. Þegar ég man betur til er Sæmundur orðinn fjárhagslega sjálfstæður og hafði reist hús að Þorfinnsgötu 14, sem hann átti að hálfu. Síðar bjó hann í þessu húsi um áratugaskeið ásamt fjölskyldu sinni. Ég átti heima í sama húsi og amma Sigrún og afi Páll um ára- bil. Þá sannreyndi ég að Sæmund- ur var hinn fullkomni sonur. Hann lét aldrei undir höfuð leggj- ast að halda góðu sambandi við gömlu hjónin, reyndi að lífga upp á tilveruna í veikindum ömmu og reyndi á allan hátt að gera þeim lífið eins bærilegt og léttbært og hægt var meðan þau lifðu. Sömu skyldurækni og alúð reyndi ég af honum þegar móðir mín var orðin ekkja; enginn heimsótti hana jafn reglulega og Sæmundur. Sæmundur kvæntist 16. október 1937 Guðrúnu Oddsdóttur frá Vestmannaeyjum. Hún var þá starfandi saumakona í Reykjavík. Ég held að hjónaband þeirra hafi alla tíð verið gott og farsælt. Þau eignuðust þrjá syni, Odd, bifreiða- stjóra, sem kvæntur er Unni Sig- urjónsdóttur, Pál, múrara- meistara, sem er ókvæntur og Inga, húsgagnabólstrara, sem er kvæntur Steinunni Bjarnadóttur. Barnabörn þeirra Guðrúnar og Sæmundar eru orðin sex. Eins og fyrr sagði bjuggu þau hjón á Þorfinnsgötu 14 þar til hann seldi Reykjavíkurborg húsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.