Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI STOFNAÐ 1913 94. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líbýskir sendiráðsmenn í London fengu fyrimæli frá Trípólí: Ein af skyttum brezku lögreglunnar vió sendiráó Líbýu við St. James Square í London. Enda þótt skilaboðin frá Trípólí væru numin og dulmálið leyst tókst ekki að koma skilaboðum til ráða- manna í tæka tíð til að afstýra ofbeldinu. Sjónarvottar, sem sáu eldglæringar og byssureyk, segja einn mann hafa verið að verki og hafi hann skotið af vélbyssu út um glugga á annarri hæð sendiráðsins. Hermt er að um 200 Líbýumenn skipi hóp þann, sem rekinn verður frá Bretlandi fyrir miðnætti á sunnudagskvöld, þ.á m. 40, sem innlyksa eru í sendiráðinu. í hópn- um eru 22 diplómatar. Yfirvöld í Trípólí segjast ekki munu leyfa brezkum diplómötum að fara frá Líbýu fyrr en Líbýumennirnir í London hafa yfirgefið Bretland. Daily Mirror hefur í dag eftir leyniþjónustuheimildum að líbýska sendiráðið sé „meiriháttar vopna- búr“, þar sem m.a. sé að finna vél- byssur. Margaret Thatcher forsætisráð- herra freistar þess að ná samstöðu meðal vestrænna þjóða um refsiað- gerðir gegn Líbýu vegna skothríð- arinnar úr sendiráðinu í London. Búizt er við sameiginlegum aðgerð- um ríkja EBE í þessu skyni. Starfsstúlkur í Hickory Farms-nýlenduvöruverzluninni í San José skoða verksummerki í kjölfar snarps jarðskjálfta í norðurhluta Kaliforníu. Álgengt var að vörur hrundu úr hillum í verzlunum, en tjónið í skjálftanum er talið nema tugum milljóna dollara. AP-Simamynd. Var skipað að usla og skjóta I OC ...fl 4 1* W ashington, London, 25. aprfl. Al'. YFIRVÖLD í Líbýu skipuðu sendi- ráðsmönnum í London að skjóta á fólk sem safnaðist fyrir utan sendi- ráðið þar í borg 17. aprfl, með þeirri afleiðingu að lögreglukona týndi lífi og 11 menn særðust, skv. upplýsing- um bandarískra embættismanna. f dulmálsskeyti, sem brezkir leyniþjónustumenn námu og réðu fram úr nokkrum stundum fyrir árás- ina, var líbýsku sendiráðsmönnunum skipað að valda eins miklum usla og hægt væri, meðal annars með spreng- ingum á almannafæri, auk þess að skjóta á fólkið. valda á fólk Rashid Karami Karami út- nefndur for- sætisráðherra Beirút, 25. aprfl. AP. RASHID Karami, fyrrum forsæt- isráðherra, sem styður Sýrlend- inga, ræddi í kvöld við Amin Gemayel, forseta Líbanon, og auð- sýndi vilja til að mynda samsteypustjórn, sem í sætu full- trúar allra stríðandi fylkinga, er hefði því hlutverki að gegna að binda endi á níu ára borgarastríð. Karami er 62 ára súnníti, og hefur níu sinnum verið útnefndur forsætisráðherra á 29 árum. Áður en formleg útnefning á sér stað, sem líklega verður á fimmtudag, mun Gemayel ræða við þingleið- toga. Búist er við að ráðherrastólar í samsteypustjórninni skiptist jafnt milli kristinna manna og múham- eðstrúarmanna í samræmi við samkomulag Gemaeyls og Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, hitti Mitterrand Frakklandsfor- seta að máli i París í dag og sagði fréttamönnum eftir fundinn að hann væri reiðubúinn að taka sæti í einingarstjórn ásamt helztu and- stæðingum sínum. Reagan til Peking í dag Agana, 25. aprfl. AP. REAGAN Bandaríkjaforseti sagði við komuna til Guam, sem er síðasti við- komustaður hans áður en hann heldur til Peking í fyrramálið, að samskipti Bandaríkjanna og Kína væru góð, en gætu og ættu ugglaust eftir aö verða enn betri. Embættismenn sögðu að sam- komulag um samstarf á sviði kjarn- orkuvísinda væri í burðarliðnum og öll ágreiningsatriði í þeim efnum úr sögunni. Með samningnum opnast mikil- vægur og eftirsóknarverður mark- aður fyrir bandarísk fyrirtæki er hyggja kjarnorkuver, og leggi Bandaríkjaþing blessun sína yfir samninginn verður hann talinn til meiriháttar afreka Reagans. íslenzkur námsmaður í San Jose um jarðskjálftann í Kaliforníu: „Skelfíng greip um sig og fólk hljóp úr húsum“ „ÉG VAR í bókasafninu þegar skjálftinn reið yfir og þar, sem annars staðar, greip um sig skelfing, menn hlupu út, jafnvel öskrandi og æpandi. Og ég neita því ekki að hjartslátturinn jókst hjá mér þegar á leið og ég kom mér út,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson námsmaður í San Jose f Kaliforníu í samtali við Morgunblaðið í gær í tilefni jarðskjálfta er olli milljóna dollara tjóni í norðurhluta Kaliforníuríkis í fyrradag. „Þegar kippurinn kom hélt ég fyrst að hér væri aðeins um lít- inn skjálfta að ræða, enda eru þeir algengir, en þegar hann hélt áfram og ljóst að hann væri öfl- ugur, greip um sig órói og menn tóku að hlaupa út. Óttaslegin stúlka var komin hálfa leið út er hún ætlaði að snúa við og ná í bækur sínar, en lét undan hræðslukalli unnusta síns, sem líklega hefur talið þann stóra vera að ríða yfir. Algengt var að fólk hlypi út úr húsum og byggingum í hræðslu- kasti, og er það vel skiljanlegt því hér um slóðir býr það með fólki að mikill eyðileggingar- skjálfti ríði yfir Kaliforníu fyrr en seinna. Það var órói í nem- endum við bókasafnsbygginguna og víðar, og ekki hefur verið um annað rætt frá í gær. Hér eru nokkrir íslenzkir námsmenn og urðu þeir allir varir við skjálftann, og kom smáskrekkur í þá flesta. Tveir sátu utan við íbúð sína og sáu jörðina ganga í bylgjum og vatn gusast úr sundlaug. Einnig sáu þeir fólk æða skelkað út úr hús- um. Talið er að tjónið hér í San Gunnar Páll Jóakimsson Jose nemi 10 milljónum dotlara. Aðkoman í flestum verzlunum var óskemmtileg, þar hrundi flest úr hillum og þeir sem inni voru urðu dauðskelkaðir," sagði Gunnar Páll. Samkvæmt AP-skeytum mæld- ist skjálftinn 6,2 stig á Richter- kvarða, og er það öflugasti skjálfti sem mælzt hefur í norð- urhluta Kaliforníu frá 1911. Milli 15 og 20 smákippir, 3—4 stig hver, mældust næstu sex stundirnar. Einna mest varð tjón í Morgan Hill skammt suð- ur af San Jose, þar sem tugur íbúðarhúsa eyðilagðist og tugir til viðbótar köstuðust af grunni. Eldur brauzt víða út og stórhýsi í San Francisco hristust og skulfu. Rúmlega tuttugu manns slösuðust í skjálftanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.