Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 27
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
• Nanna Leifsdóttir, til hœgri í
keppni í stórsvigi, vann þrenn
gullverólaun á Landsmótinu.
Hún varö einnig bikarmeistari
SKÍ. Morgunblaöið/Skapti
• Þriðji flokkur kvenna ÍBK, íslandsmeistari. Aftari röö frá vinstri:
Anna Gunnarsdóttir, Fjóla Þorkelsdóttir, Anna María Sveinsdóttir,
Guöbjörg Guömundsdóttir, Anna Ósk Kolbeinsdóttir. Fremri röö
frá vinstri: Helga Guöjónsdóttir, Guöný Karlsdóttir, Björg Haf-
steinsdóttir, Bylgja Sverrisdóttir og María Gunnarsdóttir. Þjálfari
stúlknanna er Jón Kr. Gíslason.
• íslandsmeistarar ÍBK í fjóröa flokki karla. Fremri röð frá vinstri:
Eggert Jónsson, Hermann Bauer, Gestur Gylfason, Einar Einarsson,
Kristján Möller, Falur Haröarson. Aftari röó frá vinstri: Egill Viöars-
son, Einvarður Jóhannsson, Magnús Guömundsson, Ólafur Gott-
skálksson, Júlíus Friöriksson, Kristinn Óskarsson, Brad Miley,
þjálfari.
Jón Unndórssoq sigraði
í Skjaldarglímu Ármann:
Venja hefur veriö aó þetta
merka reykvíska íþróttamót færi
fram sem næst 1. febr. árlega, en
var nú 2'h mánuöi seinna á feró-
inni. Skyldi nú keppa um hinn
heföbundna silfurskjöld og var
þessi nýr frá 1982, að Helgi
Bjarnason vann hann, en í fyrra
varö Ólafur H. Ólafsson skjald-
arhafi.
Höröur Gunnarsson setti mót-
ið, afhenti verölaun og sleit því.
Yfirdómari Þorvaldur Þorsteins-
son og meödómarar Gísli Guó-
mundsson og Rögnvaldur Ólafs-
son. Glímustjóri var Ólafur Guö-
laugsson. Keppendur voru 9; einn
frá hverju félaganna: Ármanni,
Umf. Víkverja og íþróttafél. Leikni
en sex frá KR.
Allir voru glímumennirnir snyrti-
lega búnir, nema hvaö enn eru
KR-ingarnir meö hné- og legghlíf-
arnar. Jón Unndórsson var meö
þykka hlíf um hægra hné, sem einu
sinni kom honum að gagni, er
hann lét fallast á hnéö viö sókn
bragös, sem var á mörkum hins
löglega. Allir keppendur luku
keppni. Viöureignir uröu 36. Á
bragöi lauk 27 eða 75%. Á sjálfs
sín bragöi töpuöust 2 en 6 lauk
lotu án sigurs. Ein viðureign vannst
á bragöleysu. Hér er um aö ræða
óvenjulega háa hundraöstölu,
25%, þar sem úrslit fást ekki fram
meö hreinu bragði. Beitt var 5 af 8
höfuöbrögðunum og skiptust niöur
á 10 brögö en þau voru: klofbragð
v. tekiö 5 sinnum, en meö h. tvisv-
ar; lausamjöðm meö v. þrisvar en
meö h. 5 sinnum; krækja á lofti
einu sinni; (hábrögö eöa loft-brögö
16) sniöglima tvisvar; hælkr. h. á h.
3, h. á v. 4, fyrir báöa einu sinni og
hælkr. utanfótar h. á h. einu sinni;
(lágbrögöum beitt til sigurs ellefu
sinnum).
Helgi Bjarnason, sem vann 3
glímur en gerði 3 jaínar, gætti sín
nú vel að fylgja brögöum ekki of
langt. Varö hann í 4.-5. sæti meö
Sigurjóni Leifssyni, sem vann 4 en
geröi 1 jafnglími. Viöureignir Sig-
urjóns viö Halldór Konráösson og
Ólaf H. Ólafsson svo og Halldórs
og Ólafs voru léttar og leitað
margra bragöa og varist af mýkt.
Halldór vann 5 glímur og átti eitt
jafnglími, varð í 3. sæti. Hann var
án efa besti maöur mótsins. Ólafur
H. Ólafsson sem eins og Halldór
vann viöureignir sínar á 5 mismun-
andi brögöum varð í 2. sæti meö
6'Æ vinning. Sigurvegari varö Jón
Unndórsson með 7 unnar glimur
og eitt jafnglími (Helga). Sex viöur-
eignir vann Jón á fernskonar
brögöum en eina viö Sigurjón á
bragðleysu og lét fallast á hægra
hné. í jafnglímunni viö Helga brá
fyrir boli sem og viö Ól. H. Ól. og
þrívegis dæmdu dómarar byltur
geröar Helga af Jóni ólögmætar,
því aö hann sótti of langt, og féll á
hrammana. Áminningu hlaut Jón
aö minnsta kosti í viöureigninni viö
Sigurjón. Framundan er islands-
glíman. Meö siíku glímulagi sækir
Jón ekki Grettisbeltiö noröur. —
Árni Þór Bjarnason hlaut 4 vinn-
inga, Ásgeir Víglundsson 1, Mart-
einn Magnússon 2 og Hjörleifur 'h.
Þessir fjórmenningar þurfa aö
glíma af meira fjöri, ná aukinni
hreyfingu meö því aö læra stígand-
ina og fá vald á bragðhreyfingun-
um meö því aö æfa brögöin út frá
aöstööu þeirri, sem stígandin veit-
ir.
Áhorfendur voru fáir og var þaö
leitt, því aö glímumennirnir áttu
þaö vel skiliö aö þeim væri gaumur
gefinn og íþrótt þeirra.
• Sveit Ólafsfirðinga eftir
nauman sigur í 30 km boö-
göngu. Frá vinstri: Haukur Sig-
urösson, Gottlieb Konráösson
og Jón Konráösson. Þeir halda
á gömlu kempunni Birni Þór
Ólafssyni, skíóafrömuöí frá
Ólafsfirði.
Svipmyndir frá skíðalandsmótí
• Ólafur Valsson, aö neóan, og
Stella Hjaltadóttir, til hægri,
hafa bæði verið mjög sigursæl í
vetur. Ólafur vann 10 km göng-
una á landsmótinu. Stella sigr-
aði í 3,5 og 5 km göngu stúlkna
og göngutvíkeppni. Stella og
Ólafur uröu einnig bikarmeist-
arar SKÍ í vetur í sínum flokki.
Morgunblaöiö/Skapti.
• Haukur Eiríksson, Akureyri, til ins i, si iraöi 5 ki
pilta og í göngutvíkeppni. Hann var > eii nig ikar
SKÍ í göngu, flokki 17—19 ára.
Bikarmeist-
arar SKÍ
GOTTLIEB Konráðsson,
Ólafsfirði, sem sigraði fjórfalt
á Skíöamóti íslands um pásk-
ana, varð bikarmeistari SKÍ í
skíðagöngu með 100 stig.
Eftirtaldir fengu stig í bikarkeppninni í
vetur:
stig
Gottlieb Konráösson, Ó 100
Einar ólafsson, i 90
Jón Konráösson, Ó 61
Haukur Sigurösson, Ó 59
Þröstur Jóhannesson, i 49
Ingþór Eiríksson, A 31
Einar Yngvason, i 27
Ingólfur Jónsson, R 11
Páll Guöbjörnsson, R 8
Þorsteinn Þorvaldsson, Ó 4
Jón Björnsson, A 3
Halldór Matthíasson, R 3
Þorvaldur Jónsson, Ó 2
Björn Þór ólafsson, Ó 1
í flokki kvenna 19 ára og eldri varö
bikarmeistari Guörún Páledóttir, Siglu-
firöi. Stigataflan:
Guörún Pálsdóttir, S 75
Maria Jóhannsdóttir, S 60
Guöbjörg Haraldsdóttir, R 30
Stúlkur 16—18 ára:
Bikarmeistari varö Stella Hjaltadóttir, isa-
firöi:
Stella Hjaltadóttir, í 100
Svanfríöur Jóhannsdóttir, S 76
Svanhildur Garöarsdóttir, í 75
Auöur Ebenesardóttir, í 46
Ósk Ebenesardóttir, i 38
Björg Traustadóttir, Ó 8
Piltar 17—19 ára:
Ðikarmeistari varö Haukur Eiríksson, Ak-
ureyri.
Haukur Eiríksson, A 95
Finnur Gunnarsson, Ó 85
Bjarni Gunnarsson, i 65
Guöm. R. Kristjánsson, í 45
Brynjar Guöbjartsson, i 31
Karl Guölaugsson, S 31
Páll Jónsson, D 26
Ólafur Valsson, S 25
Þorvaldur Jónsson, Ó 15
Sigurgeir Svavarsson, Ó 6
Ólafur Björnsson, Ó 1
Þorvaldur
stigahæstur
ÞORVALDUR Jónsson, Ólafsfiröi, varö
bikarmeistari í skíðastökki 1984. Hann
hlaut 100 stig. Guömundur Konráösaon,
Ólafsfiröi, varö annar meö 70 atig og
þriöji Haukur Hilmarsson, Ólafafiröi,
meö 46 stig.
Þessir fengu einnig stig í keppninni:
Stig
Björn Þór Ólafsson, Ó 43
Björn Stefánsson, S 25
Helgi Hannesson, S 20
Hjalti Hafþórson, S 11
Róbert Gunnarsson, Ó 8
Ásmundur Jónsson, A 6