Morgunblaðið - 26.04.1984, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.04.1984, Qupperneq 2
 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 Vestmanneyingar ósáttir við skipstjórafélagið: Yrði uppi fótur og fit ef Keflavíkur- vegi yrði lokað - Herjólfur hluti af þjóðvegakerfinu „ÞAÐ ER löngu viöurkennt, að Herjólfur er hluti af þjóðvegakerfi landsins og á að taka sem slfkan. Ég er smeykur um að það yrði uppi fót- ur og fit ef Keflavíkurveginum yrði lokað vegna einhverra manna, sem mismiklu ráða,“ segir Georg Þór Kristjánsson, varaforseti bæjar- stjórnar í Vestmannaeyjum, í for- síðugrein í blaðinu Fylki 17. apríl sl. Þar er fjallað um stöðvun Vest- mannaeyjaferjunnar Herjólfs vegna verkfalls Skipstjórafélags íslands á dögunum og greint frá sameiginlegri Borgarstjórn: Albert tekur sæti 1. maí BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur borist bréf frá Albert Guð- mundssyni, fjármálaráðherra, þar sem hann tilkynnir, að hann muni taka sæti sitt í borgarstjórn að nýju frá og með 1. maí nk. Bréf þetta verður formlega iagt fram á fundi borgarstjórnar 3. maí. 29 kr. fyrir grásleppu- ályktun stjórnar Herjólfs hf. og bæj- arráðs Vestmannaeyja. Ályktunin var samþykkt á fundi þessara aðila sunnudagskvöldið 15. apríl, daginn áður en verkfallið skall á. Georg segir í grein sinni, að fundarmenn hafi verið „afar óhressir með gang mála" og þá ekki síður afdráttarlausa synjun samtaka skipstjóra og Farmanna- og fiskimannasambandsins á und- anþágu fyrir Herjólf. í ályktun- inni var meðal annars undirstrik- uð „sérstaða Vestmannaeyja í samgöngumálum, þar sem að- drættir byggjast nær eingöngu á flutningum Herjólfs," eins og sagði orðrétt. Síðan sagði: „Flugferðir eru ótryggar á þess- um árstíma og má benda á, að frá áramótum hefur ekki verið unnt að fljúga í 32 daga. Haldi SKFÍ og FFSÍ fast við ákvörðun sína um neitun á undanþágu fyrir sigling- ar Herjólfs skapast hér neyðar- ástand vegna skorts á mjólk og öðrum neysluvörum. Fundurinn sér ekki að það sé málstað SKFÍ og FFSÍ til framdráttar, að láta boðaðar verkfallsaðgerðir bitna á einu byggðarlagi umfram öðru.“ Ferðir Herjólfs vegna verkfalls Skipstjórafélags íslands féllu niður einn dag, mánudaginn 16. apríl, en síðan tókust samningar með aðilum og var þá verkfallið afboðað, eins og fram kom í frétt- um. Þad dimmdi yfir Reykjavík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þegar mengað Evrópuloft lagðist yfir borgina. Morgunbla8iS/KÖE. "j <h ® ’ á ,*t ,' 1 f * 41 i ’¥~~ * : m »1: *l Wm m 1 TB C |fí fl Jl 1 TT Hlýtt loft frá Evrópu streymir yfír ísland Víða 20 stiga hiti fyrir norðan og austan ÞYKKT mistur lá yfir Suðurlandi og Suðvesturlandi í gær og á það rætur að rekja til meginlands Evr- ópu og Bretlandseyja. Yfir Norður- sjó er hæð, sem stýrir mildum loftstraumum til íslands. Á veð- urstofunni fengust þær fréttir, að búast mætti við að þetta veður héldist næstu 2 til 3 sólarhringa. Milt verður sunnanlands og vest- an, en sól og blíða fyrir austan og norðan. „Hér á Seyðisfirði er nú bezta veður, sól og blíða og um 20 stiga hiti í forsælu," sagði Ólafur Már Sigurðsson, fréttaritari Mbl. á Seyðisfirði. „Fólk gengur létt- klætt um bæinn og nýtur góða veðursins. Sumarið er komið, segja sumir, en aðrir segja að veturinn hafi aldrei gengið í garð. Tré eru farin að laufgast og krían gargar á bryggjusporð- inum,“ sagði Ólafur Már Sig- urðsson. „í Siglufirði er sannkallað Mallorcaveður," sagði Matthías Jóhannsson, fréttaritari Mbl. í Siglufirði. „Sigluvíkin kom inn í dag með 130 tonn af þorski eftir 8 daga úthald og bátarnir hafa fengið 1 '/2 til 2 tonn af rækju í hali. Unnið er á vöktum og hefur fólk um 14 þúsund krónur á viku í rækjunni. Hér eru því allir ánægðir — næga atvinnu er að hafa og blíðskaparveður ríkir,“ sagði Matthías Jóhannsson. hrognin Þingflokkur Framsóknar samþykkir ráðstafanir f ríkisfjármálum: SAMKOMULAG hefur nú náðst í Verðlagsráði sjávarútvegsins um lágmarksverð á grásleppu- hrognum upp úr sjó á yfirstand- andi vertíð. Skal það vera 29 krónur á hvert kíló. Verðið er miðað við að gert sé að grásleppunni fljótlega eftir að hún er veidd og hrognin ásamt þeim vökva, sem í hrognasekkjunum er og þeim vökva, sem umlykur þá í holinu, sé hellt saman í vatnshelt ílát. Hvorki verði reynt að skilja vökvann frá hrognunum né bæta í vökva. Verðið er miðað við að selj- andi afhendi hrognin á flutnings- tæki við skipshlið. Fyrirvari um samþykki allra Þingflokkur Sjálfstæöisflokks nær enn ekki saman um nýjar tekjuöflunarleiðir formlegt ráðherra Þingflokkur Framsóknarfiokksins samþykkti í gær umboð til handa ráðherrum sínum til að ganga end- anlega frá frumvarpi ríkisstjórnar- innar um ráöstafanir í ríkisfjár- málum, þó með fyrirvara varðandi nýjar skattaálögur, ef ákveðnar verða. Fyrirvarinn er í því fólginn að allir ráðherrarnir verði að sam- þykkja þær formlega þannig að ein- Víglundur Þorsteinsson, formaður iónrekenda: Iðnlánasjóður hefur um árabil haft sérstaka stjórn Er að stofni byggður upp af iðnfyrirtækjum og iðnmeisturum „FRAMSÓKNARMÖNNUM til upplýsingar bendi ég á að iðnlánasjóöur hefur um áratugaskeið haft sérstaka stjóm skipaða af iðnaðarráðherra. Sérstök lög gilda um iðnlánasjóð og hefur sjóðurinn að stofni verið byggður upp af framlögum iðnrekenda og iðnmeistara," sagði Víglundur Þorsteins- son, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, í samtali við blm. Mbl. í gær- kvöldi vegna ummæla Páls Péturssonar, formanns þingfiokks Framsóknar- fiokksins, þess efnis að iðnlánasjóöur væri opinber sjóður og setja þyrfti honum sérstaka stjórn ef selja ætti hlutabréf ríkisins í Iðnaóarbankanum. „Eigið fé iðnlánasjóðs í dag er lánasjóður annað. tæplega 360 milljónir króna og 82% eru framlög iðnfyrirtækja og iðnmeistara til sjóðsins og aðeins 18% frá ríkisvaldinu. Áhyggjur af formi og fyrirkomulagi iðnlána- sjóðs eru óþarfar og þurfa ekki að standa í vegi fyrir því að ríkissjóð- ur selji hlutabréf sín í Iðnaðar- bankanum. Bankinn er eitt — iðn- Ástæða væri fyrir framsókn- armenn að huga meira að efni, en minna að formi í þessu máli. Vegna harkalegs niðurskurðar í lánsfjárlögum á lánsfjárbeiðnum iðnlánasjóðs er svo komið að iðn- lánasjóður er févana í dag. Sjóður- inn getur hvergi nærri sinnt eftir- spurn eftir lánum. Það skýtur skökku við, að nú þegar allir eru sammála um byggja þurfi upp iðn- að til þess að bæta lífskjör, þá skuli fjárfestingarvilji og bjart- sýni í iðnaði vera tröðkuð niður með því að skera lánsfjárbeiðnir til iðnaðar við trog. Iðnlánasjóð vantar um 150 milljónir króna miðað við beiðni sjóðsins — til þess að sjóðurinn geti svarað eft- irspurn eftir lánum. í ljós hefur komið að verulegur fjárfest- ingarvilji og bjartsýni er meðal fyrirtækja. Þessa bjartsýni og þennan vilja er verið að kæfa með því að takmarka fé sjóðsins," sagði Víglundur Þorsteinsson. stakir ráðherrar komist ekki upp með að gefa þær yfirlýsingar síðar, að þeir hefðu ætíð veriö á móti nýj- um skattaálögum, en orðið að beygja sig undir meirihlutavilja stjórnar- liðsins. Þingfiokkur Sjálfstæðis- fiokksins lauk ekki umfjöllun um málið í gær, en kemur væntanlega saman á ný síðdegis. Samkvæmt heimildum Mbl. byggist fyrirvari þingflokks Framsóknar á hræðslu framsókn- armanna við að fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, sem marg- lýst hefur því yfir að hann sé and- vígur nýjum skattaálögum, komi fram opinberlega eftir frágang og jafnvel samþykkt væntanlegs frumvarps með fyrrgreindar yfir- lýsingar. Ljóst er að frumvarp rík- isstjórnarinnar, sem gengið hefur undir nafninu Bandormurinn, sér ekki dagsins ljós fyrr en eftir helgi úr þessu. Ríkisstjórnin fjallar um málið árdegis, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins áfram síð- degis, en vegna miðstjornarfundar Framsóknar um helgina og ann- arra fundahalda er ljóst að ekki verður endanlega gengið frá mál- inu fyrr. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins ræddi meginhluta fundartíma síns í gær um niðurskurðartillög- ur ríkisstjórnarinnar og náði sam- komulagi um þann 975 millj. kr. niðurskurð, sem Mbl. gerði grein fyrir í gær. Þá hófust umræður um tekjuöflunarhliðina, þ. e. nýjar skattaálögur. Fyrst var rædd fyrirhuguð skattlagning til vega- mála, en eins og skýrt hefur verið frá er mikil andstaða í þingflokkn- um gegn 2 kr. álagningu á benzín- lítra, sem gæti gefið um 150 millj. kr. fram að áramótum. Ræddar voru hugmyndir um auknar lán- tökur þess í stað, eða jafnvel aðrar skattaálagningarleiðir, en engin niðurstaða fékkst. Tillögur um upptöku söluskatts á þjónustu endurskoðenda, verkfræðinga og lögmanna var lítið rædd, en ljóst af viðtölum við einstaka sjálf- stæðisflokksþingmenn að lítill hljómgrunnur er fyrir þeirri gjaldtöku og reiknað með löngum umræðum um þann þátt málsins í dag. Sjálfstæðismenn ætluðu að halda áfram fundum í gærkvöldi, en ekki tókst að ná öllum þing- flokknum saman á ný eftir kvöld- mat og því var honum frestað þar til síðdegis. Auk framangreindra tillagna ríkisstjórnarinnar um niðurskurð og nýjar álögur leggur hún til skuldbreytingar upp á 240 millj. kr., þ.e. lenging áfallandi lána á ríkissjóð á þessu ári. Þá er reiknað með lántöku vegna Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga upp á 150 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.