Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁPRÍL 1984 r K 40 Minning: Guðmundur Þorkels- son byggingameistari Fædd 29. október 1912 Dáin 14. aprfl 1984 Vinur minn og tengdafaðir dótt- ur minnar, Guðmundur Þorkels- son, byggingameistari, sem hér er kvaddur, var maður vestfirskur að ætt, fæddur að Þúfum í Reykja- fjarðarhreppi við Djúp þ. 29. októ- ber árið 1912. Hann var yngstur 8 barna hjónanna Petrínu J. Bjarnadóttur og Þorkels Guð- mundssonar er þar bjuggu. Guð- mundur kvæntist árið 1936 Karól- ínu Sigríði Olsen, en missti hana frá fjórum börnum þeirra árið 1959. Sambýliskona hans síðar á lífsleiðinni var Magnfríður Dís Eiríksdóttir og gekk hann í föð- urstað tveimur drengjum sem hún á en saman áttu þau eina dóttur barna. Einhvers staðar rakst ég á það, að Beethoven eigi að hafa sagt: „Ég viðurkenni ekki aðra yfirburði en yfirburði góðleikans," og er hollt til íhugunar nú sem þá og andstæða við það barbarí sem sið- blindir menn eru að breyta móður Jörð í. Því er okkur söknuður í huga í hvert sinn er menn góðleik- ans hníga í valinn. Guðmundur Þorkelsson var í mínum huga einn þeirra. Hann var alvörumaður í önn sinni og vandvirkur sem ættmenn hans fleiri, með hendur Styrkiö og fegrið líkamann Dömur og herrar Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinM»lu herratímar í hédaginu. NÝ 4RA VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 2. MAÍ Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sórtím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Armanns Armúla 32. VELGIRT Öflug hlið fyrir allo umferð. Einnig rafknúm Grindverk úr áli eða stáli Skipulagning og stjórnun umferðar Hátt net ásamt V-laga óryggisbúnaði. Vandaður og viðhaldslítill frágangur Allir fylgihlutir frá Adromt Stólgrindur þar sem mikils styrks og öryggis er óskað. Flytjum inn frá Adronit Werk, Þýskalandi, vandað girðingaefry og hlið og allt sem til þarf, Adronft kerfið er mjög umfangsmikið og vekja þrjú atriði mesta ath Fjöldi valmöguleika auðveld ui tæringu itlitið er vissulega við hæfi vel rekins fyrirtækis eða stofnunar r -x. .... . - ■ w . . . . . ■ - — .1 . .... Utfít lóðar ber vitni um starísemina innan dyra SINDRA |\STÁLHE Adronit umboð á íslandi Sindra stál hf. hefur gerst umboðsaðili fyrir vestur-þýsku verksmiðjurnar Adronit — Werk, Hermann Aderholt Gmbh & Co. Helstu framleiðsluvörur Adronit eru: Girðingaefni, staurar, net og rimlar svo og vönduð hlið - einnig rafknúin - úr galvaniseruðu stáli og áli ásamt öllum fylgihlutum. Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein llna: 11711. sem hlýddu rökfastri hugsun svo ekki þurfti um að bæta þegar upp var staðið. Einkennilegt hvað slík- ir völundar eru einatt hlédrægir og hógværir um eigið ágæti og þannig var hann einmitt. Þegar öllu er á botninn hvolft er það kannski ekkert einkennilegt, því að slíkir menn þurfa ekki að berja bumbur til að sanna neitt. Verk þeirra eru nægur vitnisburður. Þær stundir sem hann átti, laus við önn hins rúmhelga dags, þótti honum fyrrum auðnuríkastar í söng með góðum félögum í Karla- kór Reykjavíkur. Rödd hans sjálfs var djúp og blæfögur, og söng unni hann alla tíð af heilum hug. Okkur hinum þótti hann gleðigjafi á góð- vinafundi og æðrulaust karlmenni í stormum lífsins. Kannski lýsir þessi vísa honum best: „Skír var lundin, skapið fast, skoðun tæpast rótað, en hjartað sem að hinstu brast af hreinu gulli mótað “ Atli Már Lífið er ekkert nema tilviljanir. Þau eru svo mörg „efin“ sem engin leið er að krefja lífið svara við. Kynni okkar Guðmundar Þorkels- sonar hófust fyrir tilviljun og mikið er ég og fjölskylda mín þakklát forsjóninni fyrir þá ánægjulegu tilviljun. Við söknum Guðmundar úr þröngum vinahópi en fyrst og fremst ríkir gleðitil- finning í brjóstum okkar, gleði sem tengist minningu hans, gleði sem hann sjálfur vakti með eigin- leikum sem erfitt er að lýsa en sem skilja svo mikið eftir. Aldrei mun ég svo ganga um garða á fæðingarstað mínum, Við- ey, að ekki komi minningin um Guðmund fram í hugann. Þar reisti hann sér minnisvarða sem bera hæfileikum hans sem smiði vitni, auk þess sem útsjónarsemi hans við aðstæður þar sem ekki naut nútímaorku til þess að knýja verkfærin var einstök. Þannig var mál með vexti að sumarið 1974 réðst ég i það að innrétta gamla vatnsgeyminn í Viðey í því skyni að búa Viðeyingafélaginu þar fé- lagsheimili. Þetta var auðvitað að fengnu leyfi borgaryfirvalda í Reykjavík sem sýndu málinu vel- vild og skilning. Vatnsgeymir þessi er eitt fyrsta mannvirkið sem reist var í Viðey þegar hið svonefnda Milljónarfélag nam þar land til fiskverkunar og útgerðar í byrjun aldarinnar. Hann er úr steinsteypu og hringlaga, grafinn að hálfu leyti inn í hól og hefur ekkert látið á sjá þótt senn líði að því að hann verði aldargamall. Það er skemmst frá að segja að þarna leið eitt ánægjulegasta sumar sem ég hefi lifað. Ekki ein- ungis vegna þess að ég var kominn heim á mínar bernskuslóðir held- ur einnig og ekki síður vegna sam- verunnar með Guðmundi, sem var gæddur þeim einstaka hæfileika að draga glaðværðina fram hjá þeim sem með honum voru. Ekki með trúðshætti eða afkáraskap heldur meðfæddri kímni og græskulausri glettni sem lét við fyrstu sýn lítið yfir sér, en sem átakalaust seytlaði inn í vitund samferðamannanna og létti þeim vegferðina. Lengi býr að fyrstu gerð. Sumarstörf Guðmundar í Viðey urðu grundvöllur þess starfs sem félag Viðeyinga hefur síðan byggt á þar í eynni. Aðrir héldu svo áfram með verkið og í dag eiga Viðeyingar eitt sérkennilegasta félagsheimili landsins. Þeir eru minnugir þess manns sem ruddi með þeim brautina og fyrir þeirra hönd og fjölskyldu minnar færi ég fjölskyldu Guðmundar samúð- arkveðjur. Við minnumst gengis vinar með söknuði en jafnframt með þeirri gleði sem hann vakti með okkur og slokknar ekki. Örlygur llálfdanarson Ferming í Hey- dalaprestakalli Á páskadag fór fram fermingar- guðsþjónusta í Stöðvarkirkju. Sókn- arpresturinn sr. Kristinn Hóseasson fermdi þá þessi börn: Drengir. Bjarni Heiðar Sölvason, Skólavegi 74, Búðum. Einar Guðmundur Sturlaugsson, Heyklifi. Eiríkur Már Hansson, Mánatúni. Guðni Brynjar Ársælsson, Laufási. Páll Björgvin Bergþórsson, Einihlíð. Sigurður Fannar ólafsson, Hellulandi. Sigurður Bjartmar Sölvason, Skólavegi 74, Búðum. Valgeir Þór Steinarsson, Skólabraut 16. Stúlkur: Auður Sólmundsdóttir, Árbliki. Elsa Jóna Björnsdóttir, Nausti. Hafey Lind Einarsdóttir, Heiðmörk 11. Jóhanna Margrét Agnarsdóttir, Hólalandi 8. Petra Sveinsdóttir, Varmahlíð. Solveig Friðriksdóttir, Sunnuhvoli. Sæunn Þorleifsdóttir, Fjarðarbraut 49. Valborg Jónsdóttir, Einholti. Ferming í Heydalakirkju á páska- dag. 22. aprfl. Prestur sr. Kristinn Hóseasson. Drengir: Guðlaugur Smári Jóhannsson, Sólbakka. Hallgrímur Stefánsson, Hellubæ. Herbjörn Þórðarson, Snæhvammi. Óðinn Elfar Sigfússon, Ásbrún. Reimar Steinar Ásgeirsson, Ásgarði. Ríkarður Garðarsson, Selnesi. Stúlkur: Arnleif Steinunn Höskuldsdóttir, Gljúfraborg. Ragnheiður Rafnsdóttir, Ásvegi 25. Sigurbjörg Petra Erlendsdóttir, Fellsási. Steinunn Arna Arnardóttir, Sólbakka 10. Metsölub/aó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.