Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
35
Japönsk eignaraðild að járnblendinu:
Markaðs- og
rekstrarstaða
styrkt
— segir iðnaðarrádherra
Svcrrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra ma'lti sl. miðvikudag fyrir
stjórnarfrumvarpi um heimild til
endurskipulagningar á fjárhag ís-
lenzka járnblendifélagsins hf. að
Grundartanga og um samninga við
Elkem A/S í Noregi og Sumitomo
Corporation í Japan um þátttöku
hins síðarnefnda sem eignar- og
samstarfsaðila. Eignaraðild íslenzka
ríkisins verður áfram 55%, eignar-
hluti Sumitomo verður 15% en eign-
arhluti Elkem lækkar úr 45% í 15%.
Eignarhluta Sumitomo fylgir sala til
langs tíma á hluta framleiðslu járn-
blendivcrksmiðjunnar. Hluthafar
leggja fram nýtt hlutafé sem nemur
jafnvirði 120 milljóna norskra
króna, m.a. með yfirtöku skulda sem
nú eru með ábyrgð hluthafa. Til-
gangur breytinganna er að styrkja
markaðs- og fjárhagsstöðu fyrirtæk-
isins til frambúðar.
Gert er ráð fyrir sérstökum
samningi við Landsvirkjun um
viðbótargreiðslur ofan á gildandi
orkuverð þegar tiltekinni arð- og
eiginfjárstöðu járnblendiverk-
smiðjunnar er náð.
Iðnaðarráðherrra mælti fyrir
frumvarpinu í efri deild Alþingis.
Það fékk jákvæðar undirtektir
þingmanna stjórnarliða og Al-
þýðuflokks. Helztu andmælendur
vóru úr Alþýðubandalagi.
Þyrlukaup Landhelgisgæzlunnar:
Þingmenn gagnrýna
vélakaup Gæzlunnar
— Sporin hræða, sagði Garðar Sigurðsson
Stefán Benediktsson (BJ) gagn-
rýndi harðlega á Alþingi í fyrradag
að skýrsla starfshóps um flugrekst-
ur Landhelgisgæzlu, sem „verið
hafi trúnaðarmál í ríkisstjórn í
hart nær tvo mánuði“, skuli fyrst
koma fyrir augu þingmanna í blað-
inu „Flight International“ (9. marz
sl.). Þá hefði komið í Ijós í umræðu
um þyrlukaup gæzlunnar, að hún
„hefði ekki gert upp við sig hvert
hlutverk og starfssvið þyrlunnar á
að vera“. Þingmaðurinn sagði
margt benda til þess að það yrði
vél af gerðinni „Aerospatiale
SA365“. Ég tel það mjög vanhugs-
að, sagði þingmaðurinn, meira að
segja hættulega tilraun, að kaupa
þyrlu sem lítil sem engin reynsla
er fyrir.
Garðar Sigurðsson (Abl.) kvað
enn fastar að orði. Hann gagn-
rýndi fyrri flugvélakaup gæzl-
unnar. Sporin hræddu í því efni.
Kaupin spanni katalínubát, DC
4, tvo Grumman-báta, sem varla
hafi komizt í loftið, 50 manna
Fokkervél, sem verið hafi alltof
dýr í rekstri. Ég treysti gæzlunni
ekki fremur enn fyrri daginn til
að velja vænsta kostinn í þessu
efni. Hér þurfi að kveða sér-
hæfða aðila til.
Jón Helgason, dómsmálaráð-
herra, kvað nauðsynlegt að
leigja þyrlu, vegna langs af-
greiðslufrests. Hann lét f ljósi
furðu sína á ummælum um
starfsmenn Landhelgisgæzlunn-
ar, en tók undir, að vel þurfi að
skoða þessi mál áður en ákvörð-
un verði tekin. Hann kvaðst enga
skýringu geta gefið á ummælum
blaðsins „Flight International".
Lýsa yfir studningi við baráttu
umhverfisyerndarfólks í Eyjafirði
Aðalfundur Landverndarsamtaka
vatnasvæða Blöndu og Héraðsvatna,
haldinn f Varmahlíðarskóla þann 30.
marz 1984, lýsir fullum stuðningi við
baráttu umhverfisverndarfólks í
Eyjafiröi, gegn byggingu álvers við
fjöröinn.
Öll rök heilbrigðrar skynsemi og
rannsóknir sýna, að slík verk-
smiðja yrði öllu lífríki þar hættu-
leg, sökum staðhátta og loft-
strauma, en myndi skapa tiltölu-
lega fáum atvinnu, miðað við stofn-
kostnað og draga fjármagn frá
annarri heppilegri uppbyggingu.
Eyjafjörður á ótæmandi mögu-
leika til landbúnaðar, skógræktar,
fiskeldis, lífefnaiðnaðar og úr-
vinnslu margskonar afurða, auk
annars iðnaðar, sem fyrir hendi er
og efla mætti, og félli betur að
landi, lífríki og lifnaðarháttum
fólks.
Þvf væri það algjörlega óverj-
andi, að velja þann kostinn, sem
áhættusamastur er fjárhagslega,
og sökum óæskilegra áhrifa,
óþjóðhollur á allan hátt.
Fundurinn skorar á ráðamenn að
láta af álversáætlunum og snúa sér
að öðrum ákjósanlegri valkostum.
Samþ. samhljóða með öllum gr.
atkv.
Fundurinn var fjölmennur, um-
ræður líflegar og málefnalegar.
Ellefu nýir félagar létu skrá sig og
4 konur frá Kvennaframboðinu á
Akureyri þáðu boð fundarins um
heimsókn og innlegg f umræðuna.
Fluttu þær mál sitt af rökfestu og
skörungsskap og unnu allra hylli,
enda talað fyrir góðan málstað.
Milli Bakkasels og Sesseljubúðar
á vesturleið, lentu þær í rok-
strengnum illræmda, þar sem bílar
sátu fastir og útaf og seinkuðu för.
En yfir brutust konurnar, með sinn
kvenbílstjóra og mættu í tæka tfð.
Til baka fylgdu þeim góðar óskir
um að öll þeirra störf færu svo far-
sællega, þó á móti blási i bili.
Væntum vér að Húnvetningar,
Skagfirðingar og Eyfirðingar, láti
ekki merki þjóðarstolts Þingeyinga
niður falla, í þeirri hörðu baráttu
sem framundan er, fyrir mann-
helgi, mannréttindum og mann-
eskjulegra umhverfi.
F.h. Landverndarsamtaka vatna-
svæða Blöndu og Héraðsvatna,
Guðríður B. Helgadóttir.
Alþingismönnum afhentar undirskriftir:
Byggingafélag verka-
manna verði lagt niður
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra
Alþingismönnum hafa ver-
ið afhentar undirskriftir 270
eigenda íbúða í Byggingafé-
lagi verkamanna. Þeir fara
þess á leit að þeir njóti sömu
kjara í sambandi við viðhald
húsa og lóða og aðrir verka-
mannabústaðir í Reykjavík
og önnur húsfélög í borginni.
Þess er krafist að Bygginga-
félag verkamanna verði lagt
niður með lögum þar sem það
þjóni ekki lengur þeim til-
gangi sem það var í upphafi
stofnað til. Bent er á að skipu-
lag og reglur húsfélaga valdi
ágreiningi á meðal íbúa inn-.
byrðis og við byggingarfélagið.
Skorað er á alþingismenn að
leyfa frjálsa sölu þeirra íbúð-
arhúsa, sem orðin eru 30 ára
eða eldri. Bent er á að fordæmi
fyrir því sé þegar fyrir hendi,
auk þess sem öll lán af húsinu
hafi þegar verið greidd.
1984 1985
Nýtt happdrættísár
meðQölda stórravinnínga
Bíla-og íbúðavínníngar
Á meðal vinninga næsta happdrættisárs eru 100 bíla-
vinningar á 100 þúsund krónur hver og 11 toppvinn-
ingar til íbúðakaupa á 500 þúsund krónur hver.
Auk þess aðalvinningur ársins, fullgerð vernduð þjón-
ustuíbúð að Boðahlein 15, Garðabæ, að söluverðmæti
2,5 milljónir króna, 480 utanlandsferðir á 35 þúsund
krónur og fjöldi húsbúnaðarvinninga.
Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða
og flokksmiða stendur yfir.
MIÐI ER MÖGULEIKI
Dregið í 1. flokki 3. maí.
Happdrættí 84-85 1