Morgunblaðið - 26.04.1984, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
___________________________________c 1983 Unl»lf»‘ Pf»» s»,lllltl11 -
„Atki/xbi mír gréitt <zf &tubnir\gar Jib
kaupmOi nn i ia* . *
Ást er...
að fjarlægja áhyyyjur
hans.
TM
®i
U S Pal on.-a rights marvad
Los Angeles Tmes Synttcale
Skiptir engu máli þó hún amma
þín hafi prjónaó þá handa þér, úr
þeim á stundinni!
‘tyO’ 5S-7
Kf þú hefur heyrt ’ann syngja þá
skilurðu vegna hvers hann vildi
hraðan rytma!
HÖGNI HREKKVÍSI
K>°c r- O e °
■ KJEHEI ..HÉ/e ez MER.KI SEM Eú) HEFALDRE/
óép FyKR f *
Frakkarnir, ein þeirra hljómsveita sem léku á umræddum tónleikum í Sigtúni.
Tónleikar SATT í Sigtúni í marsmánuði:
Hvers vegna var ekki
skrifað um tónleikana?
7248—9659 skrifar:
„Ágæti popp-skríbent Morgun-
blaðsins.
Hinn 16. dag marsmánaðar voru
haldnir tónleikar á vegum SATT í
Sigtúni. Þar léku hljómsveitirnar
Kikk, Grafík, Frakkarnir og
Vonbrigði. Vissulega ætti ofanrit-
að ekki að koma þér á óvart þar eð
það hlýtur að falla undir verksvið
þitt að skýra frá viðburðum sem
þessum. Tónleikarnir voru og
auglýstir vel og á það við um
Morgunblaðið sem önnur blöð.
Hvernig stendur á því að ekki sést
eitt orð á prenti um tónleika þessa
eftir á?
Svarið getur tæpast verið það,
að hljómsveitirnar sem léku um-
rætt kvöld, séu það lélegar að ekki
sé eyðandi á þær prentsvertu, því
þær hafa allar fengið lof fyrir
tónlist sína og flutning hennar.
Getur það verið að popp-skríp-
ent stærsta dagblaðsins hafi látið
tónleikana fara fram hjá sér, eða
gleymt að jafngóðar hljómsveitir
kæmu fram og raun bar vitni?
Undirrituð hefur ekki gert mik-
ið af því um ævina að sækja tón-
leika fremur en svo margir aðrir.
Popp-skríbentar keppast við að
hvetja fleiri til að láta sjá sig á
slíkum samkomum og er það vel.
Þeim mun furðulegra þykir mér ef
fréttamat skríbentanna reynist
slíkt að hljómsveitir á borð við
Kikk, Grafík, Frakkana og Von-
brigði fá alls enga umfjöllun, þeg-
ar slíkt ætti að vera hverjum
áhugasömum popp-skríbent
kappsmál.
Það er ekki hægt að ætlast til
þess að áhugasamir áheyrendur
Umsjónarmanni Járnsíðunnar
þykir leitt að hafa valdið 7248-
9659 vonbrigðum með því að skrifa
ekki um umrædda tónleika í Sig-
túni. Það var engin mannvonska
sem réði ferðinni í þessu tilviki
heldur einfaldlega sú staðreynd að
umsjónarmaður síðunnar var við
vinnu sína hér á Mbl. fram yfir
miðnætti umrætt kvöld.
Það er rétt að benda 7248-9659
og öðrum á, að Járnsíðan er unnin
af umsjónarmanni hennar að öllu
leyti utan vinnutíma og þegar
þetta tvennt skarast verður Járn-
síðan að víkja. Svo einfalt er það.
fylli tónleikastaði, þegar það virð-
ist svo sem stórtónleikar séu ekki
þess virði að um þá sé ritað. Það er
von undirritaðrar að þú gerir þér
grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þér
hvílir og þeirri skyldu þinni að
skýra frá jafn merkum viðburði og
tónleikar SATT í Sigtúni voru, því
tónleikar þessir voru stórgóðir
þótt mjög fámennir væru.
Með von um skjót og góð svör.“
Hvort umræddir tónleikar voru
jafn merkur viðburður og bréfrit-
ari heldur fram skal ekki sagt hér,
en fjöldi áhorfenda (170) segir
sennilega alla söguna. Úr því
bréfritari var á tónleikunum sjálf-
um á ég erfitt með að skilja reiði
hans. Skiljanlegra væri að hann
hefði viljað lesa um tónleikana
hefði hann ekki séð þá sjálfur.
Þess skal getið í lokin, að tón-
listargagnrýni um allar hljóm-
sveitir sem komu fram í Sigtúni
þetta kvöld, hefur birtst í Járnsíð-
unni á undanförnum mánuðum.
Sigurður Sverrisson
Svar Sigurðar Sverrissonar
Gæsluvöllur vid Kambsveg
verði ekki lagður niður
Faðir skrifar:
„Sá tími er liðinn að nær allar
konur vinni heima og gæti bús og
barna. Breyttir þjóðfélagshættir
krefjast vinnu þeirra á öðrum
vettvangi og jafnrétti til mennt-
unar hefur skapað ný viðhorf.
Barnauppeldi hefur því í auknum
mæli færst inn fyrir veggi stofn-
ana, dagheimila (sem margir líta
miður á sem geymslustaði) og
skóla, sem ríki og sveitarfélög
standa straum af. Jafnframt hef-
ur Reykjavíkurborg veitt heima-
vinnandi fólki nokkra úrlausn, ef
það þarf að bregða sér frá stund-
arkorn, þar sem eru gæsluvellir,
en í nútímasamfélagi er slík þjón-
usta sjálfsögð. Reyndar eru gæslu-
vellirnir nauðsyniegir í eldri
hverfum borgarinnar, því þar er
þéttbyggt og útivistarsvæði fá,
sums staðar engin nema við götur.
Víða eru götur í eldri hverfum
umferðarþungar, svo börnum er
engan veginn óhætt úti við nema í
gæslu fullorðinna. Þannig er hátt-
að í Kleppsholti. Umferð er mikil
um Kleppsveg og Langholtsveg, og
Elliðavogur fjölfarin hraðbraut.
Engin útivistarsvæði eru í grennd-
inni sæmilega örugg, nema túnið
umhverfis Hrafnistu, sem naum-
ast verður talið með slíkum svæð-
um end ekki borgarareign. Þess
vegna er bágt til þess að hugsa að
borgaryfirvöld skuli ætla að
leggja niður í haust gæsluvöllinn
við Kambsveg.
Þau rök eru höfð uppi, að börn-
um hafi fækkað í hverfinu og þess
vegna sé engin þörf þessarar þjón-
ustu, auk þess sem stutt sé að fara
á gæsluvöllinn við Sæviðarsund.
Þetta eru engin rök að mati íbú-
anna. Börnum fækkaði um hríð
fyrir nokkrum árum eins og hlýt-
ur að gerast í öllum hverfum og
eru Vesturbærinn og Þingholtin
nærtækustu dæmin um það. En sú
tíð er liðin. Þegar skaplega viðrar
eru mörg börn í gæslu við Kambs-
veginn, enda starfsfólkið einkar
þægilegt og traust.
Rekstrarkostnaður hlýtur að
vera lítill við gæsluvöllinn. Aðal-
lega launakostnaður til þeirra
IvegKja ágætu kvenna sem þar
vinna, því lítið er borið í húsnæði
og aðra aðstöðu. Þess vegna er það
réttmæt krafa íbúanna að þessi
þjónusta verði veitt áfram. Gildi
hennar felst í þvi hversu nálæg
hún er, fólk getur án mikillar
fyrirhafnar fengið börnum sínum
örugga gæslu stundarkorn. Þess
vegna er það engin lausn fyrir til
dæmis fólk við Kambsveg, að
gæsluvöllurinn skuli vera inn með
Sundum. Borgaryfirvöld hljóta að
endurskoða ákvörðun sína. Annað
væri óréttlátt.”