Morgunblaðið - 26.04.1984, Side 21

Morgunblaðið - 26.04.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 21 'S Danmörk: Samkomulag í efnahagsmálum w_^ o Símamynd AP. Jarðskriöa lokaði vegi í nágrenni Morgan Hill suður af San Jose í Kaliforníu eftir jarðskjálft- ann á þriðjudag. Milljónatjón varð á mannvirkjum í skjálftanum og smærri kippum sem fylgdu í kjölfarið. Tugir manna slösuðust, en flestir lítillega. Verulegur ótti greip um sig víða í Kaliforníu er skjálftinn reið yfir, enda búast menn þar við miklum eyðileggingarskjálfta þá og þegar. Raupmannahöfn, 25. apríl. Frá Ib Björnbak, fréttaritara Mbl. SAMKOMULAG náöist í dag með þeim flokkum, sem standa að dönsku ríkisstjórninni, og Róttæka vinstri- flokknum (Radikale Venstre) og á það að gilda þetta ár og næsta. Vegna þessa hafa skuldabréf og hlutabréf hækkaö mjög í verði. A þessu ári og næsta ætlar ríkis- stjórnin að halda fjárlagatölunni við 185 milljarða dkr. og er þeim fréttum fagnað mjög af talsmönn- um atvinnulífsins. Það þýðir hins vegar, að stjórnin verður að skera niður útgjöld í ár upp á 1,5—2 milljarða dkr. og fjóra milljarða á næsta ári. Að vísu hefur stjórnin staðið fyrir umtalsverðum niður- skurði en ekki nógum til að tak- Afganistan: Mjög harðir bardag- ar um Pansjher-dal Nýju Delhi, 25. apríl. AP. ENN berast fréttir um hörð átök stjórnarhersins í Afganistan og sov- éska hernámsliðsins við frelsis- sveitirnar í landinu, en svo virðist sem stórsókn gegn þeim sé hafin. Útvarpið í Kabúl fullyrti í dag að öll mótspyrna „uppreisnar- manna" í Panjsher-dal hefði verið brotin á bak aftur, en vestrænir stjórnarerindrekar í borginni draga þá staðhæfingu í efa. Eftir einum þeirra, sem ekki er nafn- greindur, er haft að líklega sé enn barist í dalnum. Pansjher-dalur er mikilvæg samgönguleið í Afganistan og tal- ið er mjög mikilvægt fyrir frels- issveitirnar að hafa þar yfirráð. Sovétmenn hafa fram að þessu gert sex tilraunir til að ná dalnum á sitt vald, en þær hafa allar mis- tekist. Einn af leiðtogum frelsissveit- anna, S.M. Maiwand, sem er í út- legð, segir að svo virðist sem sveit- irnar hafi um sinn hörfað til fjalla, en hyggi á stórsókn gegn árásarherjunum innan skamms. Efnahagur Svía batnandi? Simamynd-AP. Páfi kyssir Jóhannes Páll páfi kyssir fót ungs sveins í St. Johns-kap- ellunni á skírdag, en þar var síðasta kvöldmáltíð Krists sett á svið. Stokkhnlmi, 25. apríl. Frá Erik Liden fréttar. Mbl. SÆNSKA ríkisstjórnin lagði í dag fyrir þingið endurskoðuð fjárlög fyrir tímabilið 1984/85 þar sem mun meiri bjartsýni gætir heldur en í fjárlögun- um sem samþykkt voru í janúar síð- astliðnum. 1 hinum endurskoðuðu tillögum er gert ráð fyrir mun minni halla en í janúarlögunum og ívið meiri hagvexti og batnandi efnahag. Var nú gert ráð fyrir 67,2 milljarða •króna halla t stað 80 milljarða í janúar. Þá er nú gert ráð fyrir 7 prósent aukningu í útflutningi Svía og þar með muni hinn mikli við- skiptahalli verða úr sögunni. Verðbólgan veldur stjórninni enn mesta hugarangrinu. Þeir Olof Palme forsætisráðherra og Kjell Olov Feldt fjármálaráðherra lögðu fyrr í mánuðinum fram efnahags- pakka þar sem meðal annars var Hart sigraði í Vermont-ríki Washington, 25. apríl. AP. GARY Hart bar sigurorð úr býtum í forkosningum demókrata um forseta- framhjóðanda flokksins í Vermontríki í gær. Hlaut hann 49% atkvæða, en keppinautar hans, Walter Mondale og Jcs.se Jaekson, fengu 33 og 14 pró- sent. í þessum kosningum var aðeins kosið um 13 fulltrúa á landsþing demókrata í júlí nk. Til að ná út- nefningu þarf frambjóðandi að afla sér stuðnings 1.967 fulltrúa og fyrir kosningar í Vermont hafði Mondale tryggt sér stuöning 1.128 fulltrúa, Hart 626 og Jackson 167. í kvöld áttu að fara fram for- kosningar í Utah, en þar eru kosnir 22 fulltrúar á flokksþingið. Mikil- vægari kosningar verða síðan í Tennessee og Washingtonborg og nágrenni 1. maí nk. kveðið á um verðstöðvun á vörum jafnt sem þjónustu. Sögðu þeir það eiga að stemma stigu við launa- kröfum verkalýðsfélaga sem stofn- uðu í hættu markmiðum stjórnar- innar um 4 prósent verðbólgu á þessu ári, en 3 prósent á næsta ári. Feldt tilkynnti á þinginu í dag, að þrátt fyrir margháttaðar ráðstaf- anir, væri sýnt að verðbólgan yrði 5 prósent á þessu ári. Stjórnarandstaðan sá ekki ástæðu til að hrífast yfir orðum Feldts um batnandi tíð með blóm í haga. Nils Asling, stjórnarand- stöðuþingmaður, sagði um hin end- urskoðuðu fjárlög, „fagurlega dekkað borð með brauðfætur“. ERLENT Eru Skaparinn og Frelsarinn konur? Guöfræðileg kvennabarátta í Bandaríkjunum og Bretlandi Minbor)!, New York, 25. apríl. AH. DEILUR í Bretlandi og Bandaríkjunum um kyn- ferði Skaparans og Jesú Krists hafa vakið nokkra athygli þar yfir páskana. Kvenréttindasinnar hafa dregið hefðbundin viðhorf í þeim efnum í efa. Nefnd á vegum Bisk- upakirkjunnar í Skot- landi hefur sent frá sér álitsgerð þar sem segir að Guð almáttugur sé ekki endilega karlkyns. Þau einkenni hans sem heilög ritning greinir frá sýna, að mati nefndar- innar, allt hið besta í kveneðli manneskjunnar. Greinargerðin var samin af nefnd sem í áttu sæti sjö konur og fjórir karlar, þar af þrír kvenprestar og einn karlprestur, og var frá kvað þau viðbrögð af sama tagi og andúð sumra á því að konur gegndu prestsstörfum. Líkneskið sýnir „Kristu" í krossfest- ingar-stellingum, en eng- inn kross er þó sjáanleg- ur að baki henni. Höf- undur verksins er Ed- wina Sandys, en hún er dótturdóttir Winstons Churchllls, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands. í hópi þeirra sem lýst hafa hneykslan og gremju á því að líkneskið skuli vera til sýnis í dómkirkjunni er séra Walter Dennis, aðstoð- arbiskup í New York. Hann segir að það sé óverjandi hvort sem litið er á málið frá guðfræði- legum eða sögulegum sjónarhól. henni greint á aðalfundi kvenfélagssambands kirkjunnar í gær. Ekki er um að ræða opinbera stefnu skosku biskupa- kirkjunnar, en hugmynd- ir nefndarinnar verða til umræðu á 1600 manna kirkjuþingi 19,—25. maí nk. Nefndin klofnaði í af- stöðu til þess hvort réttmætt væri að ákalla Skaparann „heilaga móð- ur“. Minnihluti nefndar- innar, sem viðurkenndi að Drottinn hefði einnig kvenlega eiginleika, vildi ekki fallast á hina nýju nafngift og taldi föður- heitið ekki þurfa að fela í sér að Guð væri fremur karlkyns en kvenkyns. Nefndin var skipuð af kirkjuþingi árið 1982 og sétt það verkefni að kanna „móðureðli Guðs“, en nokkru áður hafði verið talað um „Guð móður okkar" í bæn á samkomu í kvenfélagi skosku biskupakirkjunn- f New York hefur líkn- eski sem sýnir Jesúm Krist sem konu og til sýnis er í dómkirkju heil- ags Jóhannesar í borg- inni orðið tilefni deilna. Líkneskið sem er úr bronsi er 1,2 m á hæð og vegur 113 kg. Það er nefnt „Krista" og að sögn séra James Park Morton sem er djákni við kirkj- una hafa flestir kirkju- gesta brugðist vel við því. Hann sagði að til væru þeir sem lýstu hneykslan sinni á líkneskinu, en markinu yrði náð. Stjórnin mun að nokkru leyti bæta sér upp niður- skurðinn með hækkunum á víni Qg tóbaki. Aðgerðir stjórnarinnar, sem borgaraflokkarnir hafa nú komið sér saman um, munu m.a. valda því, að kostnaður við íbúðarhús- næði mun minnka um rúmar 15.000 ísl. kr. á ári og hafa því sömu áhrif og vítamínsprauta á húsbyggingar í landinu. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ....... 30/4 Jan ....... 14/5 Jan ....... 28/5 Jan ....... 11/6 ROTTERDAM: Jan ........ 1/5 Jan ...... 15/5 Jan ...... 29/5 Jan ...... 12/6 ANTWERPEN: Jan ....... 2/5 Jan ...... 16/5 Jan ...... 30/5 Jan .......... 13/6 HAMBORG: Jan ............ 4/5 Jan............ 18/5 Jan ............ 1/6 Jan ........... 14/6 HELSINKI/TURKU: Mælifell ...... 30/4 Hvassafell .... 24/5 LARVIK: Francop ........ 7/5 Francop ....... 21/5 Francop ........ 4/6 GAUTABORG: Francop ........ 8/5 Francop ....... 22/5 Francop ........ 5/6 KAUPMANNAHÖFN: Francop ........ 9/5 Francop ....... 23/5 Francop ........ 6/6 SVENDBORG: Francop ....... 26/4 Francop ....... 10/5 Francop ....... 24/5 Francop ........ 7/6 ÁRHUS: Francop ....... 27/4 Francop ....... 11/5 Francop ....... 25/5 Francop ........ 8/6 FALKENBERG: Hvassafell ..... 4/5 Helgafell .... 11/5 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell .... 24/5 HALIFAX, KANADA: Skaftafell .... 25/5 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.