Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 AF INNLENDUM VETTVANGI FRÍÐA PROPPÉ FJÖGURRA ráðhcrra nefnd, forsstis-, fjármála , landbúnaðar- og viðskiptaráðherra, auk fjögurra sérfræðinga, vinnur nú svo til stöðugt að því vandasama verki, að ná sáttum innan stjórnarliðsins vegna kakó-, Mangó- og Jógamjólkurmálsins svonefnda. Deilurnar hófust við þá ákvörðun fjarmálaráðherra að framfylgja lögum og láta innheimta vörugjald og söluskatt af umræddum framleiðsluvörum Mjólkurbús Flóamanna og hafa þingmenn Framsóknar lagt fram tvö frumvörp á Alþingi í þeim tilgangi að hnekkja þessari stjórnvaldsákvörðun ráðherr- ans. Mjólkursamsalan í Reykjavík hefur hætt dreifingu drykkjanna, samkvæmt upplýsingum þaðan í þeirri trú forráðamanna hennar, að Framsókn takist það ætlunarverk sitt. Ríkisstjórnin sá fyrir óyfirstíganleg vandamál, ef deilumálinu yrði „sleppt lausu á Alþingi“, eins og einn ráðherrann orðaði það, enda deilurnar nógu háværar innan ríkisstjórnarinnar fyrir og var því samið við flutningsmenn frumvarpanna að sýna ráðherranefndinni smábiðlund, en þeir ætluðu að láta gamminn geisa strax á fyrstu dögum Alþingis eftir páska. Verðmyndun landbúnaðarvara almennt hefur mjög komið inn í þessa umræðu og fjármálaráðherra hefur fullan hug á að láta gera allsherjarúttekt á henni í því skyni að lækka vöruverð. Þá hefur hollustugildi drykkjarvara einnig mjög komið við sögu. Þrætueplið Kókómjólk Jógi og Mangó-sopi — Sérstætt deilumál sem fjölmenn ráð- herranefnd reynir nú að bjarga í horn Mál þetta hefur verið til um- fjöllunar í fjármálaráðu- neyti og í ríkisstjórn allt frá því á sl. sumri. Fjármálaráðuneytið fékk þá ábendingu um misræmi í álagningu á ýmsum skyldum drykkjarvörum, sem eiga í inn- byrðis samkeppni. Var þar um að ræða hreinan og blandaðan ávaxtasafa, gosdrykki og öl, sem báru 24% vörugjald. Þá var inn- heimtur söluskattur af gos- drykkjum og öli en ekki af ávaxtasafa. Fjármálaráðherra bar mál þetta upp í ríkisstjórn- inni og var þar rætt fram og aft- ur hvernig jafna mætti gjaldtök- una, án þess að það kostaði ríkis- sjóð missi tekna. Meðal annars var stungið upp á að söluskattur yrði lagður á kaffi, te og kakó, en þeirri hugmynd var tekið mjög illa. Eftir margar árangurs- lausar tilraunir til að ná saman um máliö tilkynnti fjármála- ráðherra, að hann hygðist nota lagaheimildir til reglugerðar- breytinga og láta ganga í að jafna gjaldtökur þessar á þann hátt, að ekki kæmi til tekjutaps fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra lét þá bóka fyrirvara fyrir hönd framsóknarmanna varðandi kókómjólkina. Forsætisráðherra lætur bóka mótmæli sín gegn framfylgd laga Fjármálaráðherra lætur síðan sérfræðinga fjármálaráðuneyt- isins reikna dæmið og leggur síð- an reglugerðarbreytingar fyrir ríkisstjórnina til kynningar í lok marzmánaðar sl. í þeim var eins og fram hefur komið í fréttum fellt niður sérstakt 24% vöru- gjald af hreinum og blönduðum ávaxtasafa, gosdrykkjum og öli. í staðinn eiga allar sambæri- legar drykkjarvörur að bera söluskatt og greiða á 17% vöru- gjald og söluskatt af blönduðum ávaxtasafa og drykkjarvörum með bragðefnum. Þá voru tollar á innfluttum drykkjarvörum einnig felldir niður eða lækkaðir til samræmningar. Upplýsti fjármálaráðherra að breytingar þessar ættu ekki að hafa í för með sér tekjutap fyrir ríkissjóð, þá var talið að verðbreytingarn- ar leiddu til 0,1% til 0,2% lækk- unar vísitölu framfærslukostn- aðar. Á þessum ríkisstjórnar- fundi kastaðist verulega í kekki með ráðherrunum. Forsætis- ráðherra og landbúnaðarráð- herra mótmæltu harðlega að til greiðslu vörugjalds og söluskatts kæmi á kakómjólk og aðra drykki Mjólkurbús Flóamanna, en af þessum vörum hefur hvor- ugt verið greitt fram til þessa og því fyrst i stað haldið fram, að þarna væri um landbúnaðarvör- ur að ræða. 1 framhaldi af þessu var skatt- stjóranum í Suðurlandskjör- dæmi tilkynnt að honum bæri að innheimta umrædd gjöld af mjólkurbúinu og sendi hann bréf i framhaldi af því. Þá kom til greina að nýta ákvæði skatta- laga um innheimtu gjaldanna sex ár aftur í tímann. Fjármála- ráðherra ákvað síðar að láta ekki reyna á afturvirkni gjald- tökunnar, en greiða skyldi gjöld- in frá 1. apríl sl. Lagafrumvörp í kjölfar deilna um lagatúlkanir Mjólkursamsalan fékk sér lögfræðing í málið, Guðmund Ingva Sigurðsson, sem gerði til- raun til að leiða rök að því að kakómjólk sé mjólkurafurð. Hann vitnaði þar til gamals dóms Hæstaréttar varðandi það hvort ísframleiðsla Mjólkur- samsölunnar væri aðstöðu- gjaldsskyld, en úrslit þess máls urðu þau að Hæstiréttur dæmdi ísinn mjólkurvarning og Mjólk- ursamsöluna því fría af gjald- skyldu samkvæmt lögum um Mjólkursamsöluna frá því á fjórða áratugnum. Sérfræðingar fjármálaráðuneytisins hröktu fullyrðingar lögmannsins og bentu á að úrslit þessa máls réð- ust í tollskrárlögum, en kakó- mjólk, Jógi og Mangó-Sopi féllu ótvírætt undir tollskrárnúmer 22.02.09. en undir það flokkast límonaði, einnig með bragðefn- um, og aðrar óáfengar drykkj- arvörur, þó ekki ávaxta- og grænmetissafi, sem telst til ann- ars tollskrárnúmers. Hugtakið mjólk og skyldar vörur er í sér- stökum tollskrárflokki og er út- listað þannig; „Til mjólkur telst nýmjólk, undanrenna, áfir, mysa, hleypt mjólk, kefír, jókúrt og önnur gerjuð eða sýrð mjólk." Fyrst í stað var reynt bæði inn- an stjórnkerfisins og opinber- lega að bera brigður á lagatúlk- un fjármálaráðuneytis á fram- angreindri forsendu, en fram- lagning lagafrumvarpa fram- sóknarmanna eru túlkaðar sem viðurkenning þeirra á lagaskyld- unni að baki ákvörðun ráðherr- ans, þó flutningsmenn mótmæli því. Óttast afleiðingar fyrir- séðra deiina á Alþingi Ríkisstjórnin óttast mjög þær hörðu deilur, sem orðið gætu á Alþingi við umfjöllun málsins, og áhrif þeirra á stjórnarsam- starfið. Framsóknarmaðurinn Ingvar Gíslason er forseti neðri deildar, þar sem frumvörpin voru lögð fram. Fyrsti flutnings- maður er framsóknarmaðurinn Páll Pétursson og hann er einnig formaður fjárhags- og viðskipta- nefndar deildarinnar, sem fær málið til meðferðar. í efri deild Alþingis snýr málið aftur á móti þannig við, að forsetinn er sjálfstæðismaður, Salome Þor- kelsdóttir, og formaður fjár- hags- og viðskiptanefndar er sjálfstæðismaðurinn Eyjólfur Konráð Jónsson. Þó framsókn- armenn fái stjórnarandstæðinga í lið með sér, þá gera menn því skóna að fjármálaráðherra hafi þingflokk sinn að baki sér. Það eru forsetar deilda og formenn nefnda sem ráða afgreiðsiuröð mála. Peli af nýmjólk 5.30 kr. - kakómjólk 12.35 kr. - Hvernig? Verðlagning drykkjarvara Flóabúsins hefur mjög komið •inn í umræðu um málið. Einn peli af Svala kostaði 5.75 kr. Við niðurfellingu 24% vörugjaldsins og upptöku 17% gjaldsins lækk- aði Svali í heildsöluverði, en 23,5% söluskatturinn hefði átt að hækka útsöluverðið. Sam- kvæmt fréttum hafa margir kaupmenn þó haldið áfram að selja Svala á 5.75 kr. og lækkað álagningu sína sem því nemur, en hún var hámarksálagning, þ.e. 38%. Peli af kakómjólk kost- aði 12.35 kr. en til samanburðar kostar peli af nýmjólk kr. 5.30 í eins pakkningum og finnst mörgum þarna um nokkuð mikla hækkun við blöndun að ræða. Ekki hefur reynt á viðbrögð framleiðenda og seljenda þess- ara vara, því dreifing hefur verið stöðvuð frá Mjólkursamsölunni. Ekkert vörugjald var á kakó- mjólk, Jóga og Sopa og því kem- ur 17% vörugjaldið og 23,5% söluskatturinn sem hrein viðbót. Þá má geta þess að smásalar hafa aðeins lagt 20% á þessa drykki, samkvæmt leiðbeining- um Mjólkursamsölunnar. Peli af Jóga kostaði 11.65 kr. og Mangó-Sopa 8.60. Pelaumbúðir þessara drykkja allra eru sams- konar. Gosdrykkir lækkuðu nokkuð í verði og má sem dæmi nefna að innihald af Coca-Cola í millistærð af flösku kostaði áður kr. 11.20 en kostar nú 9.50 kr. miðað við óbreytta álagningu smásala. Forsætisráðherra og landbún- aðarráðherra hafa lagt mikið upp úr hollustugildi drykkjar- vara í opinberri umræðu um málið. Forsætisráðherra sagði m.a. í viðtali við blm. Mbl. að hann vildi fremur að börn sín drykkju kakómjólk í skólum en Coca-Cola. Landbúnaðarráð- herra vitnar til mikilvægi mjólk- ur vegna kalkinnihalds og segist vilja hafa kakómjólkina eins ódýra og hægt sé. Fjármálaráð- herra hefur á móti sagt að vegna hins háa heildsöluverðs ætti framleiðandi að geta tekið á sig umrædd gjöld, án þess að það hafi áhrif á útsöluverðið til al- mennings. „Gleypi ekki við reiknings- færslum Mjólkurbúsins“ Verðmyndun kakómjólkur var fyrir nokkru lauslega athuguð af Verðlagsstofnun samkvæmt til- mælum fjármálaráðuneytis til viðskiptaráðuneytis. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Verðlags- stofnun að í fyrstu tilraun hefði stofnuninni borist handskrifað blað frá mjólkurbúinu þar sem fjölmargir liðir í verðmyndun kakómjókur hefðu verið tíndir til, án nokkurra talna. í fram- haldi af því hefði starfsmaður stofnunarinnar verið sendur austur yfir fjall. Niðurstaða þeirrar ferðar hefði orðið sam- antekt á tölulegum upplýsingum Flóabúsins, og Verðlagsstofnun hefði þótt ástæða til að setja fyrirvara við ýmsa vaxtaliði. Yf- irmenn Verðlagsstofnunar tjáðu undirritaðri, að nánari og sjálfstæðari könnun þessarar verðmyndunar þyrfti að fara fram, ef hún ætti að teljast raunhæf út frá þeim fullyrðing- um sem fram hefðu komið, en engin formleg beiðni hefði enn borist stofnuninni. Fyrsta verk forsætisráðherra eftir skipun fjögurra ráðherranefndarinnar, sem ríkisstjórnin gerði sl. þriðjudag, var að æskja sundur- liðunar verðmyndunar drykkj- anna frá mjólkurbúinu og hefur mjólkurbúið því nú í þriðja sinn sett á blað sína reikningsfærslu. Fjármálaráðherra sagði í gær, að hann gleypti ekki við þessum reikningsfærslum mjólkurbús- ins og sérfræðingum nefndar- innar væri ætlað að kafa sjálf- stætt ofan í það mál. Þá sagði hann athugunarefni, að ætíð þegar verðmyndun landbúnað- arvara ætti í hlut væri framleið- andinn eini marktæki aðilinn. Hið sama ætti ekki við um aðra framleiðendur og það mál ætlaði hann að taka til sérstakrar at- hugunar, eins og hann hefði margsinnis áður lýst yfir. „Óraunhæft að bera saman hollustugildi mjólkur- drykkja og ávaxtadrykkja" Vegna umræðna um hollustu- gildi má geta þeirrar staðreynd- ar að hérlendis hafa engar vís- indalegar athuganir varðandi hollustugildi verið lagðar til grundvallar við álagningu gjalda til ríkissjóðs, ef frá er talin hin nýja aðferð fjármálaráðuneytis við verðákvörðun áfengis eftir alkóhólmagni. Við gefum því Öldu Möller matvælafræðingi orðið hér í lokin, en hún var spurð álits á hollustu þessara umdeildu drykkja. „í fyrsta lagi finnst mér ekki raunhæft að bera saman holl- ustugildi mjólkurdrykkja annars vegar og ávaxtadrykkja hins vegar vegna þess hversu þessir drykkir eru ólíkir að allri sam- setningu. Því má líkja við að bera saman hollustugildi fisks og grænmetis, sem eru mjög ólík matvæli. Af mjólkurdrykkjun- um er kakómjólk að mörgu leyti hollustuvara. Hún er fituskert en hins vegar er hún sykruð. Sykur í kókómjólk mun vera um 5%, en það er helmingur þess sem er í gosi og appelsínudrykkj- um. Þess má geta að merking á umbúðum kakómjólkur er óskýr að þessu leyti. Kakómjólk er að sjálfsögðu síðri en nýmjólk að hollustugildi vegna þessarar sykrunar. Ef við tökum síðan Jógadrykkina þá eru þeir heldur sætari en kakómjólkin en að öðru leyti sambærilegir, en þó síðri að hollustugildi. Mangó- Sopinn er unninn úr mysu og sömuleiðis of sætur til að teljast mikil hollustuvara. Ávaxtadrykkjum vil ég skipta í tvennt, annars vegar hreina ávaxtasafa og hins vegar bland- aða ávaxtadrykki. Hreinir ávaxtasafnar undir merkjum eins og Floridana, Tropicana og Blanda, auk innfluttra tegunda, hafa tvímælalaust mikið holl- ustugildi með sínum upphaflegu vítamínum og sykrum. Blandað- ir ávaxtadrykkir, sem í daglegu tali eru nefndir djúsar, hafa lítið hollustugildi. Þeir eru víta- mínsnauðir og innihalda ekki hin náttúrulegu næringarefni ávaxtasafa. Það er röng og víta- verð merking þegar þeir eru kallaðir safar. Svalinn frá Sól hf. er millistig á milli ávaxtasafa og blandaðra ávaxtadrykkja. Hann er blanda af safa og drykk. í honum er um 12% af hreinum ávaxtasafa og hann er C-vítamínbættur og í honum eru náttúrulegt litarefni. Hann er síðri ávaxtasöfunum að næringargildi en sem svala- drykkur hollari en aðrir bland- aðir ávaxtadrykkir á markaðn- um. Gosdrykkir eru að sjálf- sögðu lægstir í þessari upptaln- ingu hvað næringarefnafræðina snertir. Þeir eru aðeins orku- gjafi, þaðem felst í sykrinum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.