Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
39
félk í
fréttum
+ Við höfum áður sagt frá nýrri tegund af baðfötum, sem eru þeirrar náttúru, að þau hleypa sólarljós-
inu í gegn þannig að fólk getur orðið sólbrúnt á öllum skrokknum jafnt. Hér getur að líta nokkur
sýnishorn af þessum baðfötum ásamt hönnuðum þeirra.
Michael Jack-
son-dúkkur
+ Michael Jackson-dúkkur rjúka
nú út eins og heitar lummur
vestur í Bandaríkjunum og virð-
ast ætla að verða ekki síður
vinsælar en kálhausadúkkurnar
á sínum tíma. Michael var raun-
ar ekki ánægður með dúkkurnar
í fyrstu, fannst andlitið og nefið
of stórt, og voru framleiðend-
urnir þá ekki seinir á sér að
kippa því í lag.
Cher með „Gullna hnöttinn", sem
erlendir kvikmyndafréttamenn í
Bandarfkjunum veittu henni fyrir
góðan leik.
Oskarstilnefning-
in hækkaði verðið
+ Söng- og leikkonan Cher var til-
nefnd til Óskarsverðlauna fyrir
leik sinni í myndinni „Silkwood“
eins og kunnugt er, og má segja,
að samdægurs hafi hún heldur
betur „hækkað í verði“. Áður
„kostaði" hún bara 250.000 dollara
en nú er hún ekki föl fyrir minna
en eina milljón dollara, um 30
milljónir íslenskra króna. Sá
fyrsti, sem „keypti" Cher á þessu
verði, var leikstjórinn Peter Bogd-
anovitch en hann ætlar henni
stórt hlutverk í sinni næstu mynd.
Á að sjá um að
Andrew haldi
sér á mottunni
+ Andrew prins er nú í Banda-
ríkjunum og hefur gert þar víð-
reist. Sjálfur er hann mjög
ánægður með ferðina en ljós-
myndarar í Los Angeles eru hins
vegar ekki eins hrifnir. Á blaða-
mannafundi, sem þar var hald-
inn, gerðust þeir dálítið að-
gangsharðir og skipti þá engum
togum, að Andrew makaði hvít-
um lit á ljósmyndavél eins þeirra
og um leið og hann sagði við hann
nokkur vel valin orð, að honum
fannst a.m.k.
Ljósmyndarar og blaðamenn
vestra segjast vera mjög hneyksl-
aðir á þessu framferði prinsins
og segja um hann, að hann sé
„spilltur af auði og eftirlæti".
Fjölskyldu Andrews heima í
Englandi finnst þetta náttúru-
lega mjög leitt og þess vegna hef-
ur verið skipaður sérstakur eftir-
litsmaður til að sjá um að hann
haldi sér á mottunni.
COSPER
— Hví skyldirðu hafa áhyggjur af framtíðinni, nú
þegar við erum loksins komin í eigin íbúð.
TOLVU
Applewriter
Wordstar
Ritvinnslukerfin APPLEWRITER og WORDSTAR eru
tvímælalaust útbreiddustu ritvinnslukertin sem fram hafa
komiö. Hérlendis er WORSTAR notað á m.a. Teletideo
tölvur og APPLEWRITER notað á Applctölvur.
Námskeiðin eru að langmestu leiti í formi verklegra æfinga
þar sem farið er í allar helstu skipanir kerfanna og þær
útskýröar. Að námskeiöinu loknu eiga þátttakendur að
vera færir um aö nota WORDSTAR og APPELWRITER
við ritvinnslu.
LEIÐBEINANDI:
Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen.
TÍMI:
APPLEWRITER 2—4 maí. kl. 13.30—17.30
WORDSTAR 7-8 maí. kl. 13.30-17.30.
ATH: VR og SFR styrkja félagsmenn sína til þátttöku á
þessum námskeiðum. Vinsamlegast hafið samband við við-
komandi skrifstofur.
HAGSÝ' I m
Betri þjonusta — Lægri kostnaóur ^
Arðsemismat
í opinberum
rekstri
Markniið: Tilgangur nám-
skejðsins er að kynna helstu
aðferðir, sem að gagni koma við
arðsemismat og forgangsröðun
opinherra fjárfestinga>alkosta.
Efni: M.a. verður fjallað um
helstu aðferðir og forsendur við:
- mat og val opinberar fjár-
festingavalkosta.
- forgangsröðun verklegra
framkvæmda.
- ákvörðun framkvæmdahraða.
- ákvörðun um endurnýjun
eldri mannvirkja.
- ákvörðun um gangsetningu
nýrra mannvirkja og niðurrif
eldri mannvirkja.
Þátttakendur: Námskeið þetta
er einkum ætlað starfsmönnum
sveitarfélaga. ríkisfyrirtækja og
annarra aðila. er' hafa með
höndum skipulagningu og/eða
ákvöröun um verklegar frani
kvæmdir. (Æskilegt er að þátt
takendur kunni skil á undir-
stöðuatriðum í rekstrarhag
fræði).
Leiðbeinandi: Kristján Jóhanns-
son. cand. merc. Lauk H.A.-
prófi og cand. merc.-prófi frá
Viðskipaháskólanum i Kaup-
mannahöfn. Starfar nú sem for
stjóri Almcnna Bókafclagsins
auk þess sem hann er stuncla
kennari í rekstrarhagfræði við
viöskiptadeild Háskóla islands.
Tími: 1084. 2,-
samt. 12 klst.
1. maí kl. 14-1S.
Starfsmenntunarsjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar
og Starfsmenntunnarsjóöur starfsmanna tíkisstofnanna
styrkir félagsmenn sína á þetta námskeið.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
STJÓRNUNARFÉIAG
ÍSLANDS ilST*3