Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 15

Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 15 Rómantíska stefti- an og múkkinn Samtal við Jónas Guðmundsson Um páskana sýndi Jónas Guðmundsson, rithöfundur og listmálari, málverk í Eden í Hveragerði, en það hefur hann gjört um hverja páska undanfarin ár. Við höfðum tal af Jónasi eftir páskana um sýninguna, en henni lýkur núna eftir helgina eða nánar tiltekið að kvöldi 1. maí. Fórust honum orð á þessa leið: — Ég opnaði á sumardaginn fyrsta og í snjókomu og snjó- kornin voru stór eins og sjö krónu frímerkin, þessi með hestunum, þannig að það voru ekki nema vöskustu menn á ferli. Það bjargaði þó miklu, að fremur milt var í veðri, þannig að enginn hlaut teljandi vand- ræði af því að sækja þessa sýn- ingu. í fyrra voru páskarnir heldur fyrr á ferðinni, mig minnir að páskadag hafi þá borið upp á 2. apríl og þá var Hellisheiði ófær í nokkra daga. — Hvernig er að sýna í Eden? — Það er afar merkileg reynsla. Á góðviðrisdögum koma þangað þúsundir manna, að ég held, og þetta minnir helst á stóra flugstöð, eða járnbrautarstöðina í Kaup- mannahöfn, þegar þúsundirnar koma og fara. Þarna ríkir sér- stakt andrúmsloft, og það und- arlega er, að í Eden hittir þú fólk, oft æskuvinu, sem þú hef- ur ekki séð áratugum saman. Og það einkennilega er, að þeg- ar maður spyr hvar þeir eigi núna heima, þá búa þeir í Reykjavík. Reykjavík virðist þannig geta falið mikið af fólki. Og mér kemur í huga, það sem Hjörtur heitinn Kristmunds- son, skólastjóri, sagði einu sinni: — Það voru bílarnir sem eyðilögðu þessa borg. Allir eru á bílum og þú hittir engan mann á götu. Það er því dálítið einkenni- legt að fara austurfyrir fja.ll til þess að hitta vini sína, sem halda að maður sé búinn að vera dauður. — En nú ert þú viðloðandi þarna fyrir austan. Já við hjón- in eigum hús niður við suður- ströndina. Erum þar um hverja helgi með börnin til þess að hlusta á brimið og sjá fuglana fljúga. Það er bráðnauðsynlegt fyrir þá semr fást við listir að skipta um umhverfi. Við horf- um á fugla og krossgrasið og gaddablómin bærast visnuð fyrir köldum vindinum. Útifyr- ir gnauðar svo brimið og ham- ast á Þjórsárhrauninu, sem stirðnaði þarna fyrir um það bil 6000 árum. Sérstaklega er skemmtilegt að sjá fuglana, en þeir eiga frí um helgar eins og við, því þá er ekki unnið í frystihúsum, og þá eiga þeir frí. — Lífríkið tekur töluvert mið af atvinnulífinu og þúspnd- ir fugla stunda nú fiskvinnslu á sömu stöðum og útgerðin. Meira að segja höfum við feng- ið nýjar tegundir eða fuglateg- undir. Múkkinn er til dæmis togarafugl. Hann fylgir togur- unum. Hámar í sig allt sem þar fer út um lensportin, lifrina, innvolsið og kóðið. Togaraút- gerðin gengur víst meira að segja mun betur hjá honum, en hjá mannfólkinu. Múkkinn var áður sjaldséður fugl við ísland, hafa menn sagt mér, en kom hingað til lands með erlendum togurum fyrir og eftir aldamót, hefur verið hér síðan. Já og svo er það Hljóðið. Þessar einkennilegu drunur frá haföldunni, sem er alltaf að berja landið, sem síðan ber það í andlitið á móti. Það er ólýs- anlegt, og það verður til við sér- stakar aðstæður. Við héldum fyrst að þotur væru á flugi í grenndinni, að það stæði yfir loftbardagi. En þá var það Hljóðið eins og þeir nefna brimhljóðið hér við ströndina. Voldugur niður knúinn af millj- ón hestöflum, eða milljónum tonna af þykkum haföldum, sem brotna á skerjum og flúð- um. Páll ísólfsson bjó til lög úr þessum brimrassi. Kompóner- aði þennan voðasöng, undan maris og allan tónstigann upp úr. Annað gagn er nú ekki af þessu brimi, nema að það hefur góð áhrif á mannlífið. — En sýningin í Eden? — Hún á að vissu leyti rætur að rekja á sömu slóðir; í hið eilífa hús hins fátæka manns, Kofótt, járnvarin hús, sem hafa utan á sér þykka saltskán og sandbarða glugga. Já og svo má ekki gleyma skipunum. Skipi heiðríkjunnar, sem nú er rétt einu sinni orðið að þjáningu, fyrst og fremst, því skipin geta ekki lengur staðið skil á grundvallarverði til bænda, hvað þá annað. Samt eru þetta mikil skip, þótt þau séu ekki malerísk, ekki þau nýjustu. Rómantíska stefn- an er nefnilega enn í gildi sem myndefni, fyren það er orðið partur af þjáningunni, já eða hamingjunni eftir því hvað við á. Nú hús eru eins g sparibúinn erfiðismaður, sem íklæðist þjáningunni miklu fremur en fatnaði. sunnudaQ^ apn\ & 13' * * t\ ®Cc 13 U k^4 i\ •) oaen da a syng\a v'ð ■'Q" „ *aka 'ag'0- íAalse ,V,eW's^u( VÁÚSÍÖ jpnaö K\ öúa\d ,\ós\ns A9.00- jAuncW porQe'r uröur ís\e9a K\ 20.00- \dsson V\ÖfPuS' á\aHóW ööa\ss^' W\a9n usson \e\\<-ur Kffi* KoeU< WrVf dans\ \W H\\onv W\\öa; svert 09 po röap^ nianyL síma Feröamá\aaa iswA/esW1 \ands-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.