Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
Liverpool og Roma
mætast í úrslitum
• Undanúrslitin í Evrópukeppnunum í knattspyrnu fóru
fram í gærkvöldi. í keppni meistaraliða leika Liverpool og
Roma til úrslita. í UEFA-keppninni mætast Anderlecht og
Tottenham og í keppni bikarhafa leika Juventus og Porto.
Sjá bls. 25.
Anderlecht áfram
Brussel. AP.
LIÐ Anderlecht er komíð í úrslit í
UEFA-keppninni í knattspyrnu.
Tottenham
í úrslit
TOTTENHAM sigraði lið Hajduk
Split í gærkvöldi, 1—0. Leikur liö-
anna fór fram i London. Fyrri leik
liðanna í Split lauk með sigri Haj-
duk, 2—1. Tottenham komst því í
úrslítin gegn Anderlecht á marki
skoruðu á útivelli.
Það var Mike Hazard sem skor-
aöi mark Tottenham beint úr auka-
spyrnu í gærkvöldi strax á sjöundu
mínútu leiksins. Eftir þaö lögöu
leikmenn mesta áherzlu á að halda
fengnum hlut og þaö tókst þeim
meö mikilli baráttu og vel útfærö-
um varnarleik.
Það kom vel fram í leik Totten-
ham í gær aö mikið vantar á miöj-
una þegar Glenn Hoddle og Ardil-
es eru ekki meö. Þetta er í fyrsta
skipti í 10 ár sem Tottenham
kemst í úrslit í Evrópukeppni i
knattspyrnu. Liö Tottenham í gær
var þannig skipaö:
Parks, Tomas, Roberts, Miller,
Hughton, Perryman, Stevens, Haz-
ard, Galvin, Archibald, Falco.
Anderlecht sigraði Nottingham
Forest, 3—0, í gærkvöldi í Bruss-
el. Anderlecht sýndi algjöran
stórleik og átti Forest aldrei
neina möguleika í leiknum. For-
est hafði sigrað í fyrri leik lið-
anna, 2—0, og því varð Ander-
lecht að sigra 3—0 til aö komast
áfram. Eftir gangi leiksins heföi
Anderlecht átt að geta skorað
enn fleiri mörk.
Staöan í hálfleik í gær var aö-
eins 1—0 þrátt fyrir góöan leik
Anderlecht. Einn besti maöur liös-
ins, Scifo, skoraöi fyrsta mark
leiksins. Snemma í síöari hálfleik
var Daninn Brylle felldur inn í víta-
teig og fékk dæmt víti. Hann tók
þaö sjálfur og skoraði örugglega.
Vandenberg skoraöi þriðja mark
Anderlecht og markið sem kom
liöinu í úrslit á 86. mínútu.
Skömmu áöur haföi besti maður
Forest, markvöröurinn Brekukel-
en, variö á ótrúlegan hátt. Liöin í
gær voru þannig skipuö:
Anderlecht: Munaron, Grun, De
Greef, Czerniatynski, De Groote,
Scifo, Vandereycken, Hofkens
(Uercauteren), Vandenbergh,
Olsen, Andersen.
Nottingham Forest: Van Breuk-
elen, Anderson, Swain, Fairclough,
Hart, Bowyer, Wigley, Mills, Dau-
enport, Hodge (Birtles), Walsh.
• Miðherji ítalska liðsins Roma, Roberto Pruzzo, umkringdur þremur leíkmönnum Dundee Utd. skorar sitt
annaö mark í leik liðanna í gærkvöldi. Liöin léku í Rómaborg og sigraöi Roma Dundee 3—0 og leikur því
gegn Liverpool í úrslitum í Evrópukeppni meistaraliða. Úrslitaleikurinn fer fram í Rómaborg á heimavelli
Roma. Morgunblaðið/Símamynd frá Rómaborg AP.
• Siguröur P. Sigmundsson, FH, kemur í mark sem sigurvegari í 69.
Víðavangshlaupi IR, sem fram fór á sumardaginn fyrsta. Eins og sjá
má er nokkuö langt í næsta hlaupara sem er Hafsteinn Óskarsson, ÍR.
Morgunblaöiö/Þórarinn Ragnarsson.
„Erfitt hlaup“
„ÞETTA var frekar erfitt hlaup,
það var kalt og vindur var mikill.
Ég átti von á meiri keppni en
raun bar vitni, en ég er ánægður
því þetta er minn fyrsti sigur í
Víðavangshlaupi IR,“ sagöi
FH-ingurinn Sigurður P. Sig-
mundsson, er hann hafði sigrað.
„Ég er aö æfa af kappi undir
London-maraþon, sem fer fram
eftir mánuö. Því hef ég ekki mjög
mikinn hraöa eins og er og ég átti
von á því aö Hafsteinn og Sighvat-
ur Dýri myndu veita mér meiri
keppni,“ sagöi Siguröur.
Sjá frásögn af hlaupinu á síöu 24.
Arnór Guðjohnsen:
„Stórkostlegur leikur“
— ÞETTA var rosalega skemmti-
legur leikur á að horfa og stór-
kostlegt aö Anderlecht skyldi
sigra 3—0. Leikmenn liðsins náöu
allir sem einn að sýna stórleik.
Liðið lék sem ein sterk heild, allir
skiluðu sínu hlutverki eins og
best verður á kosiö. Enda útkom-
an sú aö lið Nottingham Forest
átti aldrei neina möguleika í
leiknum. Anderlecht náöi strax
undirtökunum og liöið heföi allt
eins getað sigraö 6—0 eins og
3—0, sagði Arnór Guöjohnsen í
gærkvöldi er Mbl. hafði samband
viö hann í Belgíu.
Arnór kom ekki inn á í leiknum í
gær, en hann var á bekknum sem
varamaöur. Arnór er enn ekki orö-
inn nægilega góöur af meiöslunum
til aö geta leikiö á fullu.
— Þaö var uppselt á leikvöll
okkar í gær en hann rúmar 40 þús-
und manns. Stemmningin var æö-
isleg allan leikinn út í gegn. Ander-
lecht náöi aö skora snemma í
leiknum, en fyrir leikinn haföi veriö
lagt upp aö leggja höfuöáhersluna
á aö ná marki snemma. Ungur pilt-
ur i liöinu, Scifo, skoraöi glæsi-
mark. Lék á tvo leikmenn og skaut
síöan lúmsku skoti í bláhorn
marksins. Skot hans kom utan
vítateigs en vel var til þess vandað.
— Brylle skoraöi síöan úr víti
sem hann fiskaði sjálfur, og loks
innsiglaði Van DenBerg sigurinn.
Leikmenn Anderlecht óöu í mark-
tækifærum en fóru illa meö þau.
Yfirburöir liösins voru ótviræöir og
sigurinn glæsilegur. Þaö veröur
gaman aö eiga viö Tottenham-liöiö
í úrslitunum, sagði Arnór.
— ÞR.
Trúnaðarlæknir
lyfjanefndar ÍSÍ
farinn til Bandaríkjanna
— allt frjálsíþróttafólkið verður lyfjaprófað
PÁLL Eiríksson, trúnaðarlæknir
lyfjanefndar ÍSÍ, fór utan til
Bandaríkjanna í fyrradag í þeim
erindagjöröum að lyfjaprófa það
frjálsíþróttafólk sem stundar nám
í Texas og Alabama.
Frjálsíþróttafólkiö í Texas mun
keppa á móti í lowa um næstu
helgi og þar mun Páll taka þvag-
prufur af hópnum og halda síöan
til Alabama og taka þvagprufur af
þeim frjálsíþróttamönnum sem
stunda nám og æfingar í Austin.
Ferö Páls Eiríkssonar mun vera
farin í fullu samráöi viö frjáls-
íþróttafólkiö i Bandaríkjunum og á
fyrst og fremst aö vera til þess aö
staöfesta aö enginn lyfjanotkun
eigi sér staö hjá því frjálsíþrótta-
fólki íslensku sem dvelur viö æf-
ingar og keppni ytra.
Þvagsýni þau sem Páll tekur
ytra veröa síöan send til rannsókn-
ar til Svíþjóöar, og þar fæst end-
anlega úrskuröur í málinu. Þaö er
yfirlýst stefna Lyfjanefndar ISÍ aö
enginn íslenskur íþróttamaður taki
þátt í Ólympíuleikunum í Los Ang-
eles nema að hafa fyrst gengið
undir lyfjapróf hjá nefndinni. Þess
má geta aö íslenska skíöafólkiö
sem keppti á Ólympíuleikunum í
Sarajevo fór í lyfjapróf hér heima
áöur en það hélt utan.
— ÞR.