Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 37 okkar dó 1942 en móðir okkar hélt áfram búskap og fjölskyldan stóð saman. Um langskólagöngu var ekki að ræða sakir fjárskorts, því þjóðin hafði þá ekki rétt úr kútn- um eftir kreppuárin. Stella stundaði nám einn vetur við Kvennaskólann í Reykjavík, því næst fór hún í eldri deild Hér- aðsskólans á Laugarvatni og lauk þaðan prófi með góðum árangri. Að því loknu vann hún ýmis störf bæði heima og heiman. Á miðju ári 1957 tók hún við starfi mat- ráðskonu Sjúkrahússins á Pat- reksfirði, sem varð hennar aðal- starfsvettvangur upp frá því á meðan heilsa entist. Hún stundaði starf sitt af mikilli samvizkusemi og vildi hag stofnunarinnar sem allra mestan og hirti þá lítt um að reikna nákvæmlega vinnutíma sinn. Hún var félagslynd og um- gengnisgóð við samstarfsfólk sitt, alltaf tilbúin að rétta hjálpar- hönd. Fjölskyldu sinni var hún góður vinur, alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd. Þegar heilsu móður okkar fór að hraka annað- ist hún hana eins og hún gat og það ber að þakka. Stella giftist ekki og átti ekki börn, en systkina- börnum sínum var hún góð og elskuleg frænka, alltaf tilbúin að hjálpa og styðja á allan hátt. Þá má ekki gleyma börnum apótek- arahjónanna á Patreksfirði, Leifi og Önnu, sem hún tók sérstöku ástfóstri við, eins og þau væru hennar eigin barnabörn, hygg ég að það samband hafi gefið lífi hennar mikla fyllingu og gagn- kvæmt. Stella hafði þá eiginleika í rík- um mæli að gleðjast með glöðum og finna til með þeim sem bágt áttu og vilja verða þeim að liði. Stella hafði yndi af músík, átti góð hljómflutningstæki og gott plötu- safn, hún átti og gott bókasafn og las mikið, hún las blöðin og fylgd- ist með þjóðmálum og dró álykt- anir. Ég furðaði mig oft á því hvað hún komst yfir í þeim efnum, með allri sinni vinnu. Árið 1975 kenndi hún fyrst þess sjúkdóms sem nú hefir lagt hana að velli. Hún gekk undir aðgerð sem virtist í fyrstu hafa tekizt og gekk hún að sinni vinnu sem áður. Fyrir fjórum ár- um tók sjúkdómurinn sig upp aft- ur og var hún í meðferð og reyndi hún að vinna á milli, en ekkert gat stöðvað framgang hans. Síðastlið- ið ár dvaldi hún á heimili mínu, ár sem mér verður ómetanleg gjöf. Hún barðist æðrulaus meðan hægt var, reyndi alltaf að verða mér og fjölskyldu minni að liði, meðan hún gat nokkuð. Eitt sinn sagði hún við mig: „Það vildi ég að ég hresstist, svo ég gæti hent mér út í lífsbaráttuna á ný.“ Hún hafði svo mikinn áhuga á lífinu. Menn- irnir, dýrin og gróðurinn voru vin- ir hennar og áhugamál. Ég held að hún hafi átt drjúgan þátt í ræktun garðsins við sjúkrahúsið, það var líka skógarreitur í hlíðinni fyrir ofan það sem hún hafði mikinn áhuga fyrir. En allt þetta varð að kveðja, því „þegar kallið kemur kaupir sér enginn frí“. Þegar hún var komin á sjúkra- húsið og komst ekki fram úr rúm- inu lengur sagði hún eitt sinn við mig: „Stundum óska ég þess að geta sprottið upp og gengið heim.“ „En bara stundum," bætti hún svo við af hógværð. Þá óskaði maður að vera sterkur og geta sagt „tak sæng þína og gakk“. En eigi má sköpum renna. Mér fannst það lengi óbærileg tilhugs- un að Stella okkar þyrfti að fara frá okkur, og dauðinn vera óvinur sem biði þarna. En það fór svo að lokum að þegar ég sá hvernig lík- aminn varð sífellt veikari þá kom hann eins og vinur, hægt og hljótt og frelsaði sál hennar. Ég vona að hann hafi borið hana til þlómanna í birtu og yl. Ég og fjölskylda mín þökkum samfylgdina og biðjum henni allr- ar blessunar á ókunnum stigum. Á páskadag 1984, Pálína Stefánsdóttir Hún Stella frænka er dáin. Þetta er skrítin tilhugsun, því mér hefur alltaf fundist Stella ódauð- leg. Jafnvel þegar hinn ógurlegi sjúkdómur var svo greinilega bú- inn að taka öll völd í sínar hendur fannst manni hún hljóta að geta sigrast á veikindunum eins og öllu öðru. Sjálfsagt hefur hún gert það, bara flutt um leið á annað tilveru- stig. Þegar náinn ástvinur eða vin- ur fellur frá rifjast liðnar sam- verustundir upp. Alla mína æfi hafa leiðir okkar Stellu legið sam- an. Hún starfaði í 26 ár á Sjúkra- húsi Patreksfjarðar, ég átti heima þar skammt frá og það var stutt að fara í heimsókn til hennar enda var það óspart gert. Stella var með afbrigðum gjafmild og greiðvikin. Mörgum sinnum forðaði hún mér frá Jólakettinum", saumaði og gaf mér jólakjólinn og iðulega þarnaballskjólinn líka. Það yrði of langt mál að fara að rekja allar hennar velgjörðir í annarra garð, það vita líka þeir sem til hennar þekktu að allt hennar líf gekk út á að hjálpa og gleðja, bæði menn og málleysingja. Hún unni öllu sem greri, hvort sem það var rótföst jurt eða gekk laust á jörðinni. Stella var einlægur friðarsinni og fylgdist vel með slíkum málum, ekki bara hér heima, heldur líka út um allan heim. Þeir sem minna máttu sín í Grikklandi, Chile, Argentínu og víðar áttu eldheitan málsvara þar sem hún var. Hún hafði ríka samúð með Pólverjum og öllum sem mannréttindi voru brotin á, enda hafði hún frábæran hæfileika til samhygðar hvort heldur var í sorg eða gleði, hvort heldur áttu í hlút ungir eða aldnir. Þótt hún væri 35 árum eldri en ég fann ég aldrei fyrir þeim mun. Ég átti því láni að fagna að fara með henni í hennar einu utanlandsferð sem var ógleymanlegt ferðalag til Grikklands. Sú ferð varð okkur til mikillar ánægju og oft rifjuðum við upp þær minningar og oft spil- aði þún lögin hans Theodorakis sem hún dáði bæði sem mannvin og listamann. Það væri efni í stóra bók að gera lífsmunstri Stellu sæmileg skil svo margar og háleit- ar voru hugsjónir hennar um betri og fegurri heim og engan hefi ég þekkt sem betur þefur lifað sam- kvæmt hugsjón sinni. Viða til þess vott ég fann þótt vendist tíðar hinu, að Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Hún Stella var svo sannarlega gimsteinn í mannsorpinu. Svo skær gimsteinn að orð eru í raun og veru allsendis óþörf og van- megnug til að bæta þar um. Stella giftist ekki og eignaðist ekki börn, en henni var einkar lag- ið að umgangast börn, enda hænd- ust þau að og stórum hópi þeirra var hún sem bezta móðir. Okkur systkinabörnum sínum var hún sem önnur móðir og varla gætum við heiðrað minningu hennar með öðru betur en reyna að lifa í anda hennar og breyta eins og hún. Megi minningin um elskaða frænku milda söknuðinn. Sólveig + MAGNÚS JENSSON, fyrrum loftskeytamaöur, Skálageröi 3, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. april kl. 10.30. Sœvar Magnússon, Viggó Magnússon, Karl Magnússon, Leifur Magnússon. t Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, MARTEINN GUÐBERG ÞORLAKSSON, járnsmiöur fró Veiöileysu, Köldukinn 16, Hafnarfiröi, sem andaöist 18. apríl, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 27. apríl kl. 15.00. Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Marteinsson, María Hjartardóttir, Ólöf Marteinsdóttir, Vilhjálmur Ragnarsson, Þorlákur Marteinsson, Unnur Bjarnþórsdóttir og barnabörn. + Öllum þeim er vottuöu mór samúö sina viö fráfall félaga minna er fórust meö mb. Hellisey og sendu mér hlýjar kveöjur meö bréfum, skeytum, blómum og gjöfum þakka ég af alhug og bið landi og þjóö Guös blessunar. Guölaugur Fríðþórsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda hluttekningu viö andlát og jaröarför móöur okkar, KRISTÍNAR HAFLIDADÓTTUR. Hafliöi Magnússon, Jóhann Magnússon, Gunnar Magnússon, Ólafur K. Magnússon + Við þökkum öllum innilega fyrir auösýnda hluttekningu vegna and- láts og útfarar GUDRÚNAR SVEINSDÓTTUR frá Borg. Brynjólfur Jónsson, dætur, tengdasynir og barnabörn. 1971. Þá keypti hann hús í smíðum að Byggðarenda 16 og þar bjuggu þau síðan. Ég kynntist Sæmundi sennilega best á árunum 1963 og 1964, er ég var að byggja. Þá henti það að ég hafði engan múrara til að fínpússa. Ég leitaði þá til Sæ- mundar. Hann hafði að sjálfsögðu nóg að gera og hafði ekki beint áhuga á verkinu. Hann tók það þó að sér ásamt Þorsteini vini sínum, en þá unnu þeir saman. Það er skemmst frá því að segja að þessi samvinna við Sæmund varð hin ánægjulegasta. Þeir félagar skil- uðu verkinu fljótt og vel af hendi, svo sem þeirra var von og vísa. Á þessum mánuðum hitti ég Sæmund nær daglega og kynntist dagfari hans. Þá sannreyndi ég það sem ég raunar vissi áður, en þó meira af afspurn, að hann var nokkuð á annan veg skapi farinn en yfirleitt er regla í þessari ætt. Hann var alltaf léttlyndur og glaðvær og aldrei að því er ég varð var við fúll eða önugur, en það vill oft verða einkenni í þessari ætt. Sæmundur var meðalmaður á hæð, þykkur undir hönd og áreið- anlega vel sterkur, ef á það reyndi, enda ekki á færi annarra að vinna sem múrari í yfir hálfa öld. Hann var eins og fyrr segir glaðlyndur og glettinn og oftast með spaugsyrði á vör. Nú þegar Sæmundur veiktist og að var gáð, kom í ljós að hann hafði aldrei farið á sjúkrahús fyrr, og dvöl hans þar varð ekki lengri en fjórir dagar. Við Guðrún vottum Guðrúnu og fjölskyldunni samúð okkar og við biðjum þeim blessunar Guðs. Páll Sigurðsson + Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KARÓLÍNU SIGFRÍDAR STEFÁNSDÓTTUR, Njálsgötu 6, Reykjavík, verður gerð föstudaginn 27. april kl. 13.30 frá nýju kapellunni Fossvogi. Konráö Ó. Sævaldsson, Alice Sævaldsson, Stefán Stefánsson, Björg Bogadóttir, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. 1 Eiginmaður minn, h ERIC C. GREENFIELD, lést 21. april sl. á heimill okkar föstudaginn 27. apríl. i London og veröur jarösunginn Svava Zoöga Greenfield. + Útför móöur okkar, DAGBJARGARSÆMUNDSDÓTTUR frá Siglufiröi, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. apríl kl. 15.00. Jarösett veröur í Keflavík. Egill Jóhannsson, Helga Jóhannsdóttir, Jón Dagsson Jóhannsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför fööur míns og stjúpfööur okkar, GESTS GUNNLAUGSSONAR, bónda í Meltungu. Jóhann Gestsson og stjúpdætur. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarkveöjur viö andlát og jarðarför JÓNS GUNNLAUGSSONAR, bifreíöastjóra, Stekkjarholti 15, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi Akraness og Kirkju- kórs Akraness. María Friöbjörn G. Jónsson, Hreinn Jónsson, Pétur Örn Jónsson, Guöný Þóröardóttir, Njálsdóttir, Sólveig Hannesdóttir, Camilla Jónsdóttír, Sigrún Skarphéöinsdóttir, Grétar Guðbergsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.