Morgunblaðið - 26.04.1984, Side 47

Morgunblaðið - 26.04.1984, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 47 Fellaskóli sigraði í skákmóti grunnskóla — Keppt í fleiri greinum á morgun nýstofnaður og hefur þegar haldið nokkra tónleika og er óhætt að fullyrða að hér er í sköpun góður kór. Söngur kórsins var einkum góður í fimmradda mótettu eftir Kuhnau og lagi Róberts við text- ann Krossferli að fylgja þínum, einnig í sálminum Ó, höfuð dreyra drifið. I mótettunni eftir Poulenc, var kórinn ekki eins viss og er verkið auk þess á köflum nokkuð glannalegt. Tvær raddsetningar, er kórinn flutti ágætlega, eru eftir söngstjórann: á því fræga lagi Víst ertu, Jesús, kóngur klár og Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst. Raddsetningar þessar eru vel gerðar, einkum seinni radd- setningin. Tónleikunum lauk svo með eins konar tónrænni upplifun á 25. passíusálmi Hallgríms Pét- urssonar. Sem forspil lék Hörður af fingrum fram og nokkrum sinn- um millispil. Sálmalagið var tekið úr gamalli sálmabók og ýmist flutt af kór eða einsöngvara, sem í þessu verki var Katrín Sigurðard- óttir. í heild var flutningurinn áhrifamikill en hefði mátt vera með stækkandi tónbálki fyrir kór, er hefði eðlilega náð hámarki er kór og einsöngvarar sungu með fullum hljómi Son guðs ertu með sanni. Þessi tónhugmynd er vel þess verð að vinna hana í fastskip- að form og skemmtilegt til að vita, að hinn ungi kantor Hallgríms- kirkju er liðtækur tónhöfundur og ætti að geta auðgað íslenska kirkjutónlist með frumsköpun tónverka. að hún hefur sterka tilfinningu fyrir lagferli, blæbrigðum og leikrænum tiltektum og var verkið í heild, þrátt fyrir látleysi, á köfl- um áhrifamikið og umfram allt gætt hugþekkri fegurð. Síðasta verkið var svo afmælisverk Wagn- ers til Cosímu sinnar og er verkið að mestu unnið upp úr stefjum þriðju óperunnar í Nyflunga- hringnum, Siegfried, auk þess sem hann notar alþýðulag, sem eins- konar vöggulag fyrir son sinn Siegfried. Verkið er mjög fallegt og var þokkalega leikið. Vert væri að fjalla um starfsemi íslensku hljómsveitarinnar, en það er eins og með viðkvæman gróðurinn á þessu kalda landi okkar, að þar verður að sýna gát og tillitssemi. Hvað sem líður þeim þáttum er liggja að baki slíkri starfsemi, allri þeirri vinnu sem áhugasamir menn hafa gefið, skipulagningu efnisskrár, er eitt víst, að áheyrendur hafa hlýtt kalli og hefur á fáum tónleikum verið eins margt um manninn og á tónleikum Islensku hljómsveitar- innar. og þegar leikara fipast og hann grípur upp síðustu hendinguna. Hindemith-sónatan er ekki mjög skemmtilegt verk og tvístígandi frá hendi höfundar. Síðasta verkið var svo Kodaly-sónatan, sem er mikið og margslungið verk, en því miður réð hinn ungi sellóleikari ekki við verkið. Sem innskot frá auglýstri efnisskrá, þá lék Austin verk eftir Snorra Sigfús Birgisson er hann nefnir Dans og hvernig sú nafngift er tilkomin, er ekki ljóst af gerð verksins, nema ef hér væri átt við kyrrðardans svonefnda. stimpilinn" sem liggur á plöt- unni eins og mara. Oft á tíðum kemur Wilder mér fyrir eyru sem annar Billy Joel. Sá er þó öllu betri þótt plötur hans undanfarin ár séu nú kannski ekki beint til þess að hrópa húrra fyrir. Eins og sjá má af framangreindu er Matt- hew Wilder mér ekki sérlega að skapi né heldur er dæmigert skallapopp. Það verður þó alltaf að virða það sem vel er gert, og vissulega er allur hljóðfæraleik- ur á plötunni svo og „pródúsjón" með ágætum. Þessi plata á þó örugglega eftir að rykfalla á mettíma í mínu safni. Dagana 1., 7. og 8. aprfl fór fram sveitakeppni grunnskóla í skák. 27 sveitir mættu til leiks með á annað hundrað þátttakendur. Sigurvegari varð A-sveit Fellaskóla með 27'/2 vinning en hana skipuðu Hannes Hlífar Stefánsson, Sveinn Stefáns- son, Jóhann Sigurbjörnsson, Sigurð- ur B. Halldórsson og varamaður Ey- þór B. Sigurbjörnsson. í öðru sæti varð A-sveit Hvassaleitisskóla með 27 vinninga og í þriðja sæti Breið- holtsskóli með 26 vinninga. Föstudaginn 27. apríl kl. 13.30 verður grunnskólamótinu fram- haldið í Breiðholtsskóla, þar verð- ur keppt í borðtennis, ljósmyndun Frá skákmótinu og kvikmynda- og myndbandagerð og í bridge, ennfremur fer fram leiklistarmót grunnskólanna í Reykjavík. Þátttöku er hægt að tilkynna á skrifstofu Æskulýðsráðs Reykja- víkur til og með 26. apríl. Öllum er heimill aðgangur að mótinu sem haldið verður í Breiðholtsskóla eins og áður sagði. Samhliða grunnskólamóti verð- ur í fyrsta skipti hér á landi efnt til samkeppni um gerð forrita í tölvumálinu Basic. Þátttakendur fá ákveðinn tíma til að semja for- rit eftir eigin hugmyndum. Dóm- nefnd mun dæma bestu forritin. ÞÚ..HEFUR TVQTROMP AHENDI NOTAÐU ÞAU INNLANSSKÍRTEINI ÚTVEGSBANKANS RAÐGJAFINN í UTVEGSBANKANUM Þeir eru reyndar fleiri en einn, enda á hverjum afgreiðslustað bankans. RÁÐGJAFANN í (JTVEGSBAMKAMGM hittir þú á þeim afgreiðslustað bankans sem þú kýst að skipta við. Hann er reyndur og traustur bankamaður með örugga yfirsýn yfir hvers konar Qármálaumsvif. Hann getur manna best útskýrt fýrir þér hin ýmsu innlánsform, t.d. kosti hinna nýju Innlánsskírteina Útvegsbankans. INNLÁNSSKÍRTEINl (JTVEGSBANKANS ber hæstu innlánsvexti sem bjóðast. Það er útgefið til 6 mánaða. Skírteinið er framseljanlegt og vextir af því skattfrjálsir. Enginn kostnaður fylgir þessu skírteini. Gpphæð þess ræður þú, allt frá kr. 1.000,-. Að liðnum sex mánuðum frá útgáfudegi getur þú innleyst skírteinið ásamt fullum vöxtum, eða stofnað annað sem þá gefur þér ennþá hærri ávöxtun. * Ráðgjafinn í Gtvegsbankanum getur reyndar útskýrt allt þetta enn betur. Komdu því og spyrðu eftir honum. ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.