Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 33 Minning: Hjörtur R. Jóns- son skipstjóri virðingu og sérstakri góðvild, blandaðri léttri gamansemi. Enda var hún elskuð og virt af sjúkling- um og samstarfsfólki. Oft hefi ég heyrt fólk minnast þess hversu hún hafi létt þeim jafnvel erfið veikindi. Ásrún hafði næmt fegurðarskyn fyrir hvers konar listum, og nútt- úrudýrkandi var hún, unni land- inu sínu og óspilltri náttúru þess og tók nærri sér ef illa var gengið um eða framin spellvirki sem særðu Móður Jörð. En sérstaklega var hún mikill tónlistarunnandi og naut þess innilega að fara á góða tónleika. Við vorum saman í Tónlistarféiaginu hin síðari ár. Það var gaman að vera með henni á tónleikum. Jafnvel þegar heilsan var tekin að bila og hún átti bágt með að koma á tónleikana, varð hún gagntekin þegar góðir flytj- endur hófu leik sinn. Ásrún átti gott með að setja saman brag sem oft var þá létt kveðinn og gamansamur en hún flíkaði því ekki. Æskustöðvarnar, Reykjadalur- inn,. voru hennar gróðurreitur. Þangað leitaði hugur hennar og hún fór þangað á hverju sumri og heimsótti ættfólk sitt sem búið hefur um sig á þessum fallega reit Litlu-Lauga og nágrennis. Þar hafa risið skólar, enda gaf faðir hennar land undir héraðsskólann og bróðir hennar gaf land undir barnaskólann. Ég og maðurinn minn vorum oft samtímis Ásrúnu á Litlu-Laugum enda voru börn okkar þar í sumardvöl. Þetta eru ógleymanlegar stundir, þar sem saman fór hlýlegt viðmót fólksins og skjólsælt og hlýtt umhverfi með fagra liti heiðanna í baksýn og Kinnarfjöllin í norðri. Ásrún giftist ekki og eignaðist ekki börn. En hún lét sér annt um börn og öll börnin í fjölskyldunni áttu þar góða frænku, sem skildi þau ótrúlega vel. Þeim þótti því vænt um hana. En nú er ævistarfi Ásrúnar lok- ið hér á jörð. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst henni og fengið að njóta vináttu hennar og hjálpsemi. Blessuð sé minning hennar. Kristín S. Björnsdóttir Ásrún Sigurjónsdóttir fæddist á Einarsstöðum í Reykjadal 16. júlí 1908. Hún var næstyngst barna hjónanna Sigurjóhs Friðjónssonar skáldbónda frá Sandi í Aðaldal og Kristínar Jónsdóttur frá Rif- kelsstöðum í Eyjafirði. Á fimmta aldursári fluttist Ásrún með for- eldrum sinum að Litlulaugum í Reykjadal. Þar ólst hún upp í stór- um systkinahópi, en alls komust 10 börn á legg. „Þú ert eins og grundin græn sem gulli mörgu leynir ætíð munt þú verða væn og vænst þegar mest á reynir." Þannig orti Sigurjón um dóttur sína unga. Mannkostum og eðlis- fari Ásrúnar verður varla betur lýst. Við vonuðum að Ásrún vaknaði í vor eins og blómin sem hún var vön að bera í bæinn alla minn- ingardaga sem hún mundi betur en við. En sú von brást og því ber- um við nú fölnað blóm í barmi. Það er víst brot á jafnréttislög- um að upplýsa að Ásrún var hjúkrunarkona og þurfti ekki sér- fræðiheiti í símaskrá. Bráðum verður bannað að taka sér orðið ljósmóðir í munn. En hjúkrunar- ljósið hennar mun lifa í hugskoti allra þeirra sem hana þekktu. Það var ekki sanngjarnt að hún skyldi deyja í meiri þraut en margur sem hún helgaði allt sitt líf að líkna. Ásrún átti aldrei að vera ein- sömul en samt varð það hlutskipti hennar. Hún þurfti heldur ekki að vera einmana svo mikilsverð sem návist hennar var. Samt varð sú raunin meiri en við vildum eða skildum. Ásrún Sigurjónsdóttir kvaddi þennan heim eins og hún kom í hann: Vammi.firrt. Nú verður langur vegur á Víði- mel. Stórt skarð er nú höggvið í þann hóp manna sem útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum vorið 1982. Hjörtur R. Jónsson fórst er mb. Hellisey VE hvolfdi og sökk skammt frá Heimaey þann 11. mars sl. Ég held að enginn okkar félaganna hafi leitt hugann að því er leiðir skildu að svo stutt gæti orðið í það að einhver okkar félli frá. En slys gera engin boð á und- an sér. Sjómaður sem fer í róður að morgni getur aldrei verið viss um að koma aftur heim að kveldi. Hjörtur var góður félagi og vinsæll meðal bekkjarbræðra, ein- stakur dugnaðarforkur og ham- hleypa til allra verka. Það hefðu ekki allir lagt á sig að vera í skóla og standa í íbúðarkaupum jafn- framt. Þetta gerði Hjörtur og stóð sig með sóma á báðum stöðum, enda var það stundum þreyttur maður sem settist við skólaborðið að morgni mánudags eftir að hafa farið í lausaróður á einhverjum bátnum, eða staðið við beitningu, nema hvor tveggja væri. Við tveir stunduðum nokkuð köfun saman, þar komu allir bestu eiginleikar Hjartar berlega í ijós. Að skera úr skrúfu við erfiðar að- stæður er ekki létt verk, en þar var hann svo sannarlega í essinu sínu. Oft var ég bijinti að dást að honum er við vorum tveir saman niðri í hinum „þögla heimi", eins og stundum er sagt. Hjörtur hafði allt það til að bera er prýtt gæti góðan skip- stjóra, enda fór það svo að fljót- lega var honum falin skipsstjórn. Það er kaldhæðni örlaganna að skip hans skyldi ekki vera búið hinum fullkomna Sigmunds- björgunarbúnaði. Oft höfðum við félagarnir rætt um kosti hans og fylgst með og tekið þátt í prófun- um á honum fyrir tilstilli hins öt- ula baráttumanns fyrir björgun- armálum sjómanna, Friðriks •- Ásmundssonar, skólastjóra Stýri- mannaskólans. Viljinn til að sigrast á erfiðleik- um var Hirti í blóð borinn og dæmi um það er að ef hann sá einhvers staðar klett eða drang var hann ekki ánægður fyrr en hann hafði klifið hann. Við bekkjarfélagarnir söknum góðs félaga. Ég vil votta aðstand- endum innilega samúð mína. Minningin um góðan dreng lifir. Eiríkur Sigurðsson ÐSLA Fyrstir á Islandi meö WORD ritvinnslunámskeið Námskeiö fyrir þá sem vilja læra á Word-ritvinnslukerfiö frá Microsoft. Word er án efa öflugusta og þægilegasta ritvinnslukerfiö sem til er á smátölvur í dag. Leiðbeinandi: Páll Smith, Skrifstofuvélar hf. Tími: 28. og 29. apríl kl. 13—17. Tölvunámskeið fyrir fullorðna Þetta er 8 klst. byrjendanámskeiö og ætlað þeim sem ekki hafa átt þess kost aö læra um tölvur í skóla. Kennd eru undirstöðuatriði í notkun tölva og forritun i basic. Engrar sérstakrar undirstöðu- þekkingar er krafist. Basic Basic er útbreiddasta forritunarmálið. Kostirnir eru: Einfalt en jafnframt öflugt forritunarmál. Basic hentar vel við alls kyns útreikninga og töflu- gerð. Basic er innbyggt í allar smátölvur í dag. Þetta er 8 klst. byrjendanámskeið. 4 kvöld í viku og gerir þátttakendum kleift aö skrifa eigin forrit. Tölvunámskeið fyrir unglinga Tölvubyltingin er í fullum gangi hér á landi, sífellt koma fram fullkomnari, betri og ódýrari tölvur. Til aö fylgjast með þessari öru þróun er bara ein leið — góð menntun. Tölvufræðslan sf. heldur 10 klst. kvöldnámskeið fyrir unglinga. Tími: 30. apríi — 6. maí kl. 17—19.30. Tölvufræðsla er okkar sérgrein Viö bjóðum uppá vönduð tölvunámskeið fyrir byrj- endur og þá sem lengra eru komnir. — Ennfremur er Poðið uppá námskeið fyrir fyrir- tæki, stofnanir og starfshópa. — Hringdu til okkar og kynntu þér verö og efni námskeiða. Fjárfestið í menntun, það borgar sig! DSLANS Ármúla 36, Reykjavik. i Innritun í símum: 687590 og 86790 Þórunn og Björn Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.