Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 29 Frá æfingu á leikritinu Hunangsilmi í uppfærslu Leikfélags Fljótsdalshéraos. Egilsstaðir: Hunangsilmur í Valaskjálf Kgils.sl<WVum, 24. apríl. LEIKFÉLAG Fljótsdalshér- aðs hefur að undanförnu æft af kappi leikritið Hunangs- ilm eftir Sheilagh Delanev í þýðingu Ásgeirs Hjartarson- ar undir stjórn Hjalta Rögn- valdssonar. Leikritið mun verða frumsýnt í Valaskjálf föstudaginn 27. þ.m. kl. 21.00 og önnur sýning verður sunnudaginn 29. apríl kl. 17.00 í Valaskjálf. Að sögn forvígismanna Leik- félags F'ljótsdalshéraðs er áætl- að að sýna leikritið víðar en í heimahéraði þó að endanlegar ákvarðanir í þeim efnum hafi eigi enn verið teknar. Eins og kunnugt er var leikrit þetta sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir hartnær 16 árum og leiksviðið er Manchester sjöunda áratug- arins. Leikendur í uppfærslu Leikfé- lags Fljótsdalshéraðs eru: Hall- dóra Sveinsdóttir, Karl Sigurðs- son, Þórhallur Borgarsson, Vig- fús Már Vigfússon og Kristrún Jónsdóttir. Formaður Leikfélags Fljóts- dalshéraðs er Kristrún Jóns- dóttir. — Ólafur Fóstbræður halda tónleika Karlakórinn Fóstbræður heldur árlega tónleika fyrir styrktarfélaga sína í Háskólabíói fimmtudaginn 26. aprí) kl. 19.00. og laugardaginn 28. apríl kl. 15.00. Söngstjóri kórsins er Ragnar Björnsson. Píanóleikari er Jónas Ingimundarson. Einsöngvarar með kórnum eru Akureyri: Tvö umferðaróhöpp Akureyri, 24. upríl. „MIÐAÐ við þaö að hér var haldið landsmót á skíöum og búist var við verulegum fjölda ferðamanna í bæinn um páska, þá verð ég að segja, að helg- in var með rólegasta móti,“ sagði varð- stjóri lögreglunnar á Akureyri, þegar blm. Mbl. ræddi við hann i dag. Þó urðu tvö umferðaróhöpp sem lögreglan hafði afskipti af. Það fyrra varð aðfaranótt föstudags, þegar ungur piltur á bifhjóli lenti í árekstri við bifreið á Glerárgötu. Slasaðist hann töluvert og var flutt- ur á sjúkrahús, en reyndist óbrotinn. Síðara óhappið varð í Breiðholti, hesthúsahverfi við Miðhúsaklappir. Var það um klukkan 1 aðfaranótt laugardags, að fimm ungmenni í gamalli Cortina-bifreið óku á ljósa- staur í hverfinu. Öll voru þau flutt á sjúkrahús og reyndist einn þeirra höfuðkúbubrotinn en hin fengu að fara heim af sjúkrahúsinu fljótlega. Bíllinn er talinn ónýtur og grunur leikur á að ökumaður hafi verið und- ir áhrifum áfengis. GBerg. 3 bílar á mfnútu um Borgarfjarðarbrúna Borgarm.si, 24. apríl. MIKIL umferð var um héraðið fyrir og um páskana. Umferðin stefndi norður og vestur um land og í sumarbústaði héraðsins fyrir helg- ina, en til baka í gær, annan í pásk- um. Þegar umferðin var mest, síð- dcgis í gær, mældi lögreglan umferð- ina um Borgarfjarðarbrúna og reyndist hún vera 3 bílar á mínútu. Samkvæmt þessari mælingu ættu hátt á annað þúsund bílar að hafa farið um héraðið í gær. Þrátt fyrir þessa gífurlegu umferð urðu að sögn lögreglunnar engin telj- andi óhöpp í umferðinni. Eina óhappið sem skráð var í bækur lögreglunnar varð á laugardag. Þá fótbrotnaði kona illa er hún steig út úr fólksflutningabifreið fyrir utan Hótel Borgarnes, þannig að flytja varð hana í skyndi á Borg- arspítalann í Reykjavík. — HBj. Innritun að hefjast í sum- arbúðir Þjóðkirkjunnar Sumarbúðir þjóðkirkjunnar verða starfræktar í Laugagerðisskóla á Snæfelisnesi í sumar. Þar verða 12 daga flokkar fyrir telpur og drengi samtímis og hefst tímabilið 18. júní. Til að byrja með fyrir 7—9 ára börn en hins vegar verða hinir flokkarnir fyrir 10—12 ára börn. Við Laugagerðisskóla er sund- laug og góð aðstaða til leikja, en í sumarbúðunum verða einnig helgistundir og uppfræðsla í krist- inni trú. Lögð verður áhersla á að hvert barn njóti sín og þroskist í öruggu umhverfi. Innritun hefst fimmtudaginn 26. apríl og fer fram hjá æsku- lýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, Klapparstíg 27, þar sem allar frekari upplýsingar eru veittar. Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari og Björn Emilsson. Á tónleikunum koma fram í boði kórsins nokkrir nemendur tónlist- arskóla í Reykjavík og syngja ein- söng. Þeir eru: Frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík: Anders Thor- sten Josepsson, frá Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar: Jó- hanna Sveinsdóttir, frá Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík: Björn Björnsson og Sigríður Ell- iðadóttir. Á efnisskránni verður tónlist víðsvegar að úr heiminum, mörg vinsæl og þekkt lög. DELLT UM BJÓR úvngi Agnesar Bragadottu og HaUdors fra Kirkjuboli Stadur: GAFl.-INN, Dalshntunl í HafnarfirAi. Stund: Flmmtudagurlnn 26. apríl. kl. 20-22. Páll V. DunídMon andsta*öingur bjorelns. Jón Magnúsaon lögfneAlngur og flutnlngsmaöur l>(órfrumvarpslns á þlngi. Fundarstjori: Oddur H. Oddsson. Opnar umræóur ,tö loknum frainsoguerindum. Allir velKomnir rncAai. husrúm lcylir. Aögangur okcyp,». ^3 STEFNIR Agnes og Halldór á bjórfundinn í FRÉTT Mbl. í gær um fund Stefnis um bjórmálið, sem haldinn verður í Gaflinum í Hafnarfirði í kvöld kl. 20, féll niður að frummælendur væru Agnes Bragadóttir blaðamaður og Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli. Frummælendur auk þeirra verða Páll Daníelsson, andstæð- ingur bjórsins, og Jón Magnússon, lögfræðingur, flutningsmaður bjórfrumvarpsins á þingi. Fundar- stjóri verður Oddur H. Oddsson, en að loknum framsöguerindum verða frjálsar umræður. 75 ára í dag: Oddur Ólafsson fv. yfírlæknir Vinur minn og foringi Oddur Ólafsson, fyrrv. yfirlæknir á Reykjalundi, er 75 ára í dag. Fleiri hafði Oddur titlana fyrir störf sín, þó þessi verði mér hugleiknastur og efstur í huga þegar ég nú sest niður við þennan áfangastein á hans farsælu göngu og leiðsögn fyrir mig og fleiri samferðamenn úr hópi berklasjúklinga þegar leit- að var ráða um úrlausn vanda- mála. Það kann að hljóma undarlega þegar talað er um lán í sambandi við veikindi einstaklings. Lán var það mikið fyrir alla berklasjúkl- inga, sem veikir voru eða veiktust eftir 1938, þegar Oddur Ólafsson veiktist af þessum banvæna sjúk- dómi, sem engin lyf unnu þá á og fáir læknuðust til varanlegs bata. Oddur var nýbyrjaður í lækn- isnámi þegar hann veiktist af berklum og varð að leggjast inn á Vífilsstaðahæli. Ekki lét Oddur veikindin stöðva nám sitt, heldur hélt hann áfram námi á Vífilsstöðum. Lauk hann þar námi með berklalækningar sem sérgrein. Flutti Oddur um set á Vífils- stöðum, úr sjúkrarúminu til lækn- isstarfa; sinna eigin meina og samferðamannanna, félaganna á hælinu. Kemur þar að láni félagsskapar berklasjúklinga, að eignast slíkan foringja og brautryðjanda sem Oddur var. Oddur sat stofnfund SÍBS á Víf- ilsstöðum í október 1938, þar sem hann var þá orðinn starfandi læknir. Skömmu eftir stofnþingið fór Oddur til Bandaríkjanna til að kynna sér rækilega eftirmeðferð berklasjúklinga að lokinni hælis- vist og endurhæfingu sjúkra manna almennt. Heimkominn gerðist hann að- stoðarlæknir á Vífilsstöðum og verður jafnframt virkur félagi í samtökum berklasjúklinga, SÍBS. Má segja að sigurganga samtak- anna og forysta Odds séu svo sam- tvinnaðir þættir að ekki verði á milli greint. Starfssaga Odds og saga SÍBS eru ein og sama sagan. Hugsjón, framsýni og hagsýni Odds lyfta Grettistaki þegar Reykjalundur var byggður sem fyrsta og reyndar eina heilbrigð- isstofnun sinnar tegundar á Norð- urlöndum. Barst hróður SÍBS og Reykja- lundar vítt um lönd, svo að á fyrstu starfsárum Reykjalundar var talið nauðsynlegt við skipulag á opinberum móttökum höfðingja og fyrirmanna til landsins að setja í ferðaáætlun samhliða Gullfossi og Geysi skoðunarferð að Reykjalundi. Slíkur var hróður staðarins og yfirlæknisins, sem skipulagt hafði stofnunina og veitt henni forstöðu frá upphafi. Eftir 25 ára starfsemi Reykja- lundar, í júlí 1970, lét Oddur af störfum sem yfirlæknir staðarins. Ekki var það nú til að setjast í helgan stein að vel unnu dagsverki eins og margur hefði kosið, en ekki hann Oddur. Að hans mati voru mál Reykja- lundar komin í góða höfn og i hendur góðra manna, en fleiri voru verkefnin og vandamálin, sem leysa þurfti fyrir öryrkjana í landinu. Oddur var aðalhvatamaður að stofnun Öryrkjabandalags íslands 1961 og fyrsti formaður þess. Átti hann hugmyndina og fram- takið aðð byggingu háhýsa banda- lagsins við Hátún 10. Enginn nema Oddur hefði þorað að hefja byggingarframkvæmdir að svo stóru verkefni án sjáan- legrar fjárhagsgetu. Sagan endurtók sig frá ævintýr- inu á Reykjalundi til stórbygg- inganna við Hátúnið. Oft þurfti Oddur að leita til stjórnvalda um lausn vandamála öryrkja. Alltaf var honum vel tek- ið, en hægur var stundum gangur- inn á efndunum. Eina ráðið virtist því vera að taka sér sæti á bekk stjórnvalda og fylgja áhugamálum sínum fram til lausnar. Það gerði Oddur og settist á Al- þingi og kom þar fram mörgum nytjamálum öryrkja, enda hafði hann þekkingu og reynslu umfram marga er þar sátu. Sama er hvar borið er niður við upprifjun á störfum Odds, öll bera þau vitni um framsýni, gáfur og kjark til að hefjast handa við kostnaðarsamar framkvæmdir án þess að peningar væru fyrir hendi við upphaf verks. En slíkur var Oddur gæfumaður að allt heppnaðist er í var ráðist og var það hamingjan stóra, sem samtök okkar og skjólstæðingar SÍBS munu njóta um ókomna framtíð. 1 þessum fáu línum mínum hef ég aðeins stiklað á stóru um af- reksverk Odds í félagsmálum ör- yrkja og störfum tengdum SÍBS en minna um samferðamanninn, ferðafélagann og vininn, Odd ólafsson, en þær eru ótaldar ferð- irnar sem við hjónin höfum farið með þeim hjónum Oddi og hans ágætu konu, Ragnheiði Jóhannes- dóttur. Er það ósk okkar að margar séu enn ófarnar. Enn gegnir Oddur ýmsum trún- aðarstörfum fyrir SÍBS og Ör- yrkjabandalagið. Er hann formað- ur stjórnar Reykjalundar, í stjórn Öryrkjabandalagsins og fulltrúi öryrkja í ýmsum aiþjóðasamtök- um er starfa að málefnum ör- yrkja, svo eitthvað sé nefnt. Er það von mín að samtök berklasjúklinga og öryrkja megi enn um langt skeið njóta starfs- krafta hans og reynslu. Flyt ég að lokum vini mínum, Oddi Ólafssyni, og hans stóru og myndarlegu fjölskyldu innilegustu hamingjuóskir með 75 ára afmæl- ið og þakkir frá SÍBS fyrir frábær forystustörf með von um fram- hald sem lengst. Kjartan Guónason formaóur SÍBíS í dag mun Oddur Ólafsson taka á móti gestum í Hlégarði, Mos- fellssveit, frá kl. 17.00—19.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.