Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
Brasilíæ
Hnakkrifist um
forsetakosningar
_:i * ■» 1
Brasilíu, 25. apríl. AP.
MIKLAR DEILIIR voru á brasilíska
þinginu í dag vegna umdeildrar
þingsályktunartillögu um forseta-
kosningar á næstunni. Umræðurnar
voru í óþökk hinnar hægri sinnudu
herstjórnar. I>á virti mikill fjöldi
fólks aó vettugi bann stjórnvalda við
útifundum vegna þessa máls.
Svo hart var deilt á þinginu, að
þingforseti varð hvað eftir annað
að rísa úr sæti sínu, lemja fund-
arhamri sinum í borð og skipa
mönnum að setjast niður og ræða
málið eins og siðað fólk. Langlínu-
símasamband var rofið við þing-
húsið meðan á deilunum stóð og
sögðu stjórnarandstæðingar það
vera „grófan þrýsting" af hálfu
stjórnvalda.
Úti fyrir dyrum þinghússins og
á grasbletti fyrir utan var mikill
fjöldi manns saman kominn til að
mótmæla herstjórninni og ljá
stjórnarandstöðunni stuðning.
Lagðist fólkið á jörðina og mynd-
aði með líkömum sínum orðið
„frelsi" á portúgölsku. Herstjórn-
in hefur lofað kosningum, en sam-
kvæmt eigin tímatöflu. Landslýð-
ur vill kosningarnar mun fyrr.
Meina Búlgörum
að lenda í Evenes
Hermaður otar riffli að mótmælanda sem handtekinn var í óeirðunum í
Santo Domingo. Ljósmyndarinn sem tók myndina sá bæði hermanninn og
lögreglumann, sem er með skammbyssu í hönd, berja manninn áður en hann
var færður inn í lögreglubfl. Sfmamynd AP.
Rólegt á ný í
Santo Domingo
Santo Domingo, 25. npríl. AF.
Osló. 25. apríl. Frá Jan Erik Laure, fréttar. Mbl.
NORSKA ríkisstjórnin hefur neitað
búlgarska flugfélaginu Balkanair um
leyfi til að lenda á flugvellinum í Ev-
enes nærri Tromsö, á þeim forsend-
um að þannig gætu Búlgarir duibúið
njósnir í Norður-Noregi.
Talsmenn Balkanair eru æfir
vegna þessa, þeir höfðu komið á fót
Dino bjargaði
fjölskyldunni
Osló, 25. apríl. Frá Jan Krik Laure,
fréttaritara Mbl.
DINO er nú mikil hetja í Noregi
en fyrir nokkrum dögum bjargaði
hann fjögurra manna fjölskyldu
frá því að hrenna inni.
Það er nágranni fjölskyldunn-
ar sem á hundinn, en þegar hann
þurfti að vera að heiman eina
nótt skaut hún yfir hann
skjólshúsi. Aðeins tveimur tím-
um eftir að fólkið gekk til náöa
braust út eldur í húsinu og er
talið fullvíst, að það hefði allt
beðið bana ef Dino hefði ekki
komið til skjalanna. Hann vakti
húsmóðurina og gekk það ekki
átakalaust fyrir sig því að hún
var þá hætt komin vegna reykj-
arins. Vaknaði hún ekki fyrr en
Dino beit hana í fótinn og þá
tókst henni að vekja hitt fólkið
og koma því út rétt í það mund
er þakið hrundi.
David Kennedy
fannst látinn
Palm Bearh, 25. aprfl Al>.
David Anthony Kennedy, 28 ára
gamall sonur Roberts heitins Kenn-
edys fyrrum dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, fannst látinn í
hótelherbergi sínu í Palm Beach í
Flórída í dag.
Ekki hefur verið skýrt frá dánar-
orsökinni, en vitað er að hann hafði
neytt eiturlyfja ótæpilega um nokk-
urt skeið. Að sögn lögreglu fundust
engin merki um áverka á líkinu.
David Kennedy dvaldi einn á hót-
elinu í orlofi sínu, en fór nokkrar
ferðir í heimsókn til Rose ömmu
sinnar.sem býr þar í nágrenninu á
veturna.
Ákveðið hefur verið að loka flug-
vellinum í Meistaravík á austur-
strönd Grænlands í upphafi næsta
árs. Er lokunin liður í sparnaðar-
ráðstöfunum dönsku stjórnarinnar,
sem á ári hverju hefur orðið að verja
10 milljónum danskra króna til þess
að halda honum opnum.
arðbærum viðskiptum sem fólust í
því að ferja „vetrarþreytta"
Norður-Norðmenn til sólskinspara-
dísarinnar á Svartahafsströndum.
Búið var að ákveða margar ferðir
og 1300 Norðmenn höfðu skráð sig.
Búigarska flugfélagið ætlar í mál
við norsku stjórnina og krefja hana
skaðabóta. Talsmenn stjórnvalda
hafa boðið þeim byrginn, ekki komi
til greina að þeir fái lendingarleyfi,
því fjöldi hernaðarmannvirkja er
nærri Evenes. Segja stjórnvöld að
Búlgarirnir hefðu betur sótt um
leyfið fyrr, það hefði sparað þeim
fé og fyrirhöfn.
AranUpralhet, Bangkok, Bonn, 25. apríl. AP.
VÍETNAMAR hafa sakað Kínverja
um að hafa vegið 30 óbreytta borg-
ara og sært um 50 til viðbótar, auk
þess að hafa valdið miklu tjóni á
byggingum og ræktarlandi á mörk-
um ríkjanna, með fallbyssuskotum
og árásarferðum fyrstu þrjár vikur
aprflmánaðar.
Hanoi-útvarpið sagði að meðal
hinna föllnu og særðu væri „margt
eldra fólk, börn, konur, kennarar
og nemendur".
Víetnamar hafa lýst sig fúsa til
Alþjóðadómstóllinn í Haag tók
fyrir í dag kæru Nicaragua á hendur
Bandaríkjunum, m.a. fyrir að leggja
tundurdufl í hafnarmynnum í Nicar-
agua og fleira, sem miðaði að því að
steypa ríkisstjórn sandinista.
Sendinefnd Nicaragua flutti
mál sitt í dag og voru Bandaríkin
Önnur ástæða fyrir lokuninni er
sú að ef halda ætti honum opnum
áfram yrði að ráðast í viðgerðar
framkvæmdir sem kosta mundu
um 20 milljónir danskra króna.
Áður en ákvörðun um lokun
vallarins var tekin átti Tom Höy-
ALLT var með kyrrum kjörum í
Santo Domingo, höfuðborg Dómin-
íkanska lýðveldisins, í dag eftir
óeirðirnar þar undanfarna tvo daga,
en þá lét 31 lifíð og hundruð manna
særðust.
Kveikja óeirðanna var hækkun
viðræðna við Kínverja um landa-
mæradeilur rikjanna, en hinir síð-
arnefndu vilja ekki setjast að
samningaborði fyrr en Víetnamar
hafa farið með hernámslið sitt,
sem telur um 160 þúsund manns,
frá Kambódíu. Stjórnin i Peking
hefur útvegað skæruliðum Rauðra
khmera vopn, en þeir fóru með
stjórn Kambódiu áður en Víet-
namar réðust inn í landið.
Fréttir bárust um það í dag að
herlið Víetnama hefði frá því um
helgina haldið uppi skotárásum á
borin þungum sökum, þau hefðu
gerst sek um „hryllileg, rudda-
fengin brot gegn sjálfstæðu ríki“.
Báðu sandinistarnir dómstólinn
að taka málið föstum tökum og
vernda sjálfstæði landsins eftir
því sem þess væri kostur á vett-
vangi dómstólsins.
em Grænlandsmálaráðherra við-
ræður við varnarmálaráðherra
Danmerkur, en danski herinn
taldi sig ekki þurfa á vellinum að
halda og vildi ekki veita fé til
framkvæmda þar. „Þar með var
síðasta hálmstráið farið," er haft
eftir Tom Höyen.
á vöruverði, þ.á m. matvælum, en
stjórn Jorge Blanco greip til
þeirra í síðustu viku að kröfu Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins. Flestar
innfluttar vörur þrefölduðust í
verði eftir hækkunina og innlend-
ar matvörur hækkuðu um allt að
80%.
yfirráðasvæði Rauðra khmera við
landamæri Thailands og hefði
einn skæruliði fallið og sex særst.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, sem í dag átti viðræð-
ur við Prem Tinsulanonda forsæt-
isráðherra Thailands, hefur ítrek-
að stuðning sambandsstjórnarinn-
ar í Bonn við kröfur um að herlið
Víetnama fari frá Kambódíu.
Hann hefur jafnframt fordæmt
árásir Víetnama á búðir flótta-
fólks frá Kambódíu í Thailandi.
Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt
að hún viðurkenni ekki alþjóða-
dómstólinn, sem yfirvald í þessu
máli og muni ekki hlíta úrskurði
hans. Segja háttsettir bandarískir
embættismenn að Bandaríkja-
stjórn hafi tilkynnt dómstólnum
að hún álíti að sandinistarnir
væru að nota dómstólinn í áróð-
ursskyni og vildi ekki taka þátt í
slíkum skrípaleik. Þó hefur
Bandaríkjastjórn skipað lögfræð-
ing til að túlka viðhorf sín fyrir
dómstólnum.
Það eru ekki einungis tundur-
duflin sandinistarnir saka Banda-
ríkin um að vinna að þvi leynt og
ljóst að kollvarpa stjórninni með
stuðningi sinum við hina svoköll-
uðu „Contra“-skæruliða. Þá segja
þeir að Bandaríkin hafi itrekað
ráðist á Nicaragua úr lofti og af
legi; drepið, sært og rænt saklausa
borgara og því beri að dæma
Bandaríkin til að greiða miklar
skaðabætur.
Flugvellinum í Meistara-
yfk lokað í upphafi næsta árs
Kaupmannahofn. 25. aprfl, frá Nkla Jiirecn Bruun, Ciranlandsfréttaritara Mbl.
Kínverjar sakaðir
um árás á Víetnama
Bandaríkjamenn bornir
þungum sökum í Haag
Haag, 25. apríl. AF.
Loftárásir
Iraka
Nikósíu, 25. aprfl. AP.
IRNA, hin opinbera fréttastofa
stjórnvalda í Teheran í fran,
greindi frá því í dag, að sprengju-
þotur íraka hefðu gert árásir á
borgina Piranshar í norðvest-
urhluta landsins. Sögðu þeir að
17 óbreyttir borgarar hefðu fall-
ið.
íranir fordæmdu árásirnar ,
sögðu þær ekki hafa haft hern-
aðarlegt gildi, einungis hefði
vakað fyrir írökum að drepa
óbreytta borgara. Að öðru leyti
var fremur hljótt á vígstöðvun-
um.
Koivisto til
Sovét
Helsinki, 25. aprll. AP.
MAUNO Koivisto, forseti
Finnlands, hélt í dag áleiðis yf-
ir austurlandamærin til Sov-
étríkjanna. Er um óopinbera
ferð að ræða, en hann mun
ræða við æðstu ráðamenn Sov-
étríkjanna, m.a. Chernenko að-
alritara og forseta. Er Koivisto
fyrsti þjóðhöfðingi frá Vestur-
löndum, sem heimsækir Sovét-
ríkin eftir að Chernenko tók
við forsetaembættinu. Þetta er
sjöunda ferð Koivistos til Sov-
étríkjanna síðan hann varð
forseti Finnlands árið 1982.
Dozier fær
nýja
stjörnu
Fort Hood, Texas. 25. sprfl. AP.
JAMES L. Dozier, hershöfð-
ingi, sem var 42 daga í gíslingu
hjá hryðjuverkamönnum úr
rauðu herdeildunum ítölsku
árið 1982, var hækkaður í tign í
dag. Hann var einnar stjörnu
hershöfðingi, en fær nú aðra
stjörnu. Hann er nú yfirmaður
3. herdeildar Bandaríkjahers,
sem hefur aðsetur í Texas.
Skógar-
eldur
Faderbom, Ventur l»ýskalandi, 25. aprfl. AF.
BRUNALIÐAR börðust í dag
ákaft við skógarelda allmikla
skammt frá þýska smábænum
Paderborn. Orsök eldsins var
sú, að breskir hermenn sem
voru á æfingum skammt frá,
skutu alvörusprengikúlum í
ógáti á skóginn. 100 hektarar
af skóglendi skemmdust, en þó
glímdu 220 brunaliðar með 20
brunabílum við eldhafið. Um
hríð var óttast að eldurinn
myndi læsa sig í skriðdreka-
geymslu breska hersins, sem
þarna er eigi langt undan.
Rússi
til Kína
IVAN Arkhipov, formaður sov-
ésku ráðherranefndarinnar,
mun koma í opinbera heim-
sókn til Kína 10. mai næstkom-
andi og dvelja þar í nokkra
daga. Er heimsóknin liður í
viðræðum stórveldanna
tveggja um batnandi sambúð,
en nokkrum lotum er þegar
lokið með sæmilegum árangri
að sögn stjórna landanna. í
fréttatilkynningu, sem kín-
versk stjórnvöld sendu frá sér,
kemur fram að einkum verði
rætt um viðskiptasamband
þjóðanna og leiðir til að efla
það.