Morgunblaðið - 16.05.1984, Síða 1

Morgunblaðið - 16.05.1984, Síða 1
80 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 110. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Árásum á íbúða- hverfi verði hætt Beirút, 15. maí, AP. ÞRJÚ börn á aldrinum 8 til 12 ára létu lífið í vesturhluta Beirút í dag þegar fallhyssukúla sem þau voru að leika sér að, sprakk í höndum eins þeirra. Bömin héldu að sprengjan væri óvirk. Kennsla var felld niður í öllum skólum Beirút í dag til að lýsa hryggð yfir dauða 12 ára gamals pilts, sem lést í gær þegar byssukúl- um rigndi óvænt yfir leiksvæði nem- enda í skóla á vegum grísku rétt- trúnaðarkirkjunnar i vesturhluta borgarinnar. 21 nemandi til viðbótar slasaðist. f framhaldi af þessum atvikum hafa leiðtogar stríðandi fylkinga í Beirút hvatt til þess að hætt verði árásum á hverfi óbreyttra borgara í báðum borgarhlutunum. Útvarps- stöðvar og dagblöð í borginni hafa gert þessum hvatningum góð skil, en jafnframt spurt hverjir standi á bak við árásirnar á íbúðahverfin ef allir deiluaðilar eru sammála um að þær séu fordæmanlegar. Mynd þessa af Arthur Scargill, leiðtoga breskra námuverkamanna, sem nú eru í verkfalli, ætlaði Lundúnablaðið The Sun að birta á forsíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Mein Fiihrer“, en prentarar sem starfa við blaðið komu í veg fyrir það. Gerist það æ oftar að prentarar og aðrir félagar í verkalýðsfélögum í Bretlandi skipti sér af efni blaða þar í landi. Sjá nánar á bls. 23. Stjórnarandstæðingar í Makati á Filippseyjum efna til bálkösts í gær til að mótmæla meintum kosningasvikum Marcosar forseta. Frambjóðandi stjórnarandstæðinga þar var frú Aurora Pijuan-Manotoc, sem árið 1970 var kosin Ungfrú alheimur. Marcos fullviss um sigur stjórnarinnar Manila, New York, 15. maí. AP. Stjórnarandstæðingar á Filippseyj- um virðast hafa aukið mjög fylgi sitt i þingkosningunum, sem þar fóru fram á mánudag. Úrslit þeirra höfðu ekki verið opinberlega kunngjörð þegar Mbl. fór í prentun í nótt, en óopinber- ar tölur bentu til þess að mjög hefði saxast á meirihluta þann sem stjórn- arflokkurinn hefur á þjóðþingi lands- ins. Tölurnar benda til þess að stjórnarandstaðan hafi náð meiri- hluta í 90 af 183 kjördæmum, og að stjórnarflokkurinn hafi beðið mik- ið afhroð i Manila, höfuðborg landsins. Ferdinand Marcos, forseti Fil- Duarte hittir Reagan forseta San Salvador, 15. maí. AP. JÓSE Napoleon Duarte, hinn ný- kjörni forseti El Salvador, fer til við- ræðna við Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta og leiðtoga beggja deilda Bandaríkjaþings um næstu helgi. Það var talsmaður kristilegra demókrata sem greindi frá þessu í San Salvador í dag. Talsmaðurinn sagði að boð þessa efnis hefði komið frá Reagan forseta og færi Duarte til Washington annað hvort á laugardag eða sunnudag. Hann kvað í ráði að Duarte ávarp- aði Bandaríkjaþing, en nákvæm áætlun um ferðina væri enn ekki fyrir hendi. Aflakvóti EBE þrengir kosti grænlenskra útgerðarmanna Kaupmannahöfn, 15. maí. Frá N. J. Hruun, Gra'nlandsfrcttaritera Mbl. FYRSTA útgerðarfyrirtækið á Aust- ur-Grænlandi hefur verið stofnað i Angmagssalik og er að því stefnt að gera þaðan út stóran rækjutogara til veiða á miðunum fyrir Austur- Grænlandi. Á þessu máli eru hins vegar pólitískar hliöar því að lands- stjórnin hefur afhent EBE svo stóran aflakvóta, að ekki er nóg aflögu fyrir útgerö nýja skipsins. Grænlenska útvarpið sagði frá því, að nýja fyrirtækið, sem heitir Niiniarteq Tasiilaq, hafi gengið inn í smíðasamning um rækjutog- ara, sem útgerðarmaður á Borg- undarhólmi hafi haft við skipa- smiðastöð í Danmörku. Verður þar um að ræða stærsta, grænlenska rækjutogarann, 70 metra langan, og lestarrými fyrir 700 tonn af fullunninni vöru. Verður togaran- um hleypt af stokkunum um næstu áramót en smíðaverðið er áætlað um 80 millj. dkr. Eigendur fyrirtækisins eru ýms- ir aðilar i Angmagssalik og ná- grenni, fyrirtækið Polar Shipping í Holsteinsborg á vesturströndinni og útgerðarmaðurinn fyrrnefndi á Borgundarhólmi. Er ætlunin eins og fyrr segir að gera út á rækju- miðin úti fyrir austurströndinni, einkum henni norðanverðri, fyrir norðan tsland. í skipinu verður út- búin rannsókna- og kennslustofa fyrir nemendur í sjávarútvegs- fræðum. Hægt er að vinna 72 tonn á dag í skipinu. Þessi nýja útgerð er nú að verða dálitiö hitamál á grænlenska landsþinginu. Þannig er, að á næsta ári má útgerðin veiða 1600 tonn af rækju við austurströndina en það er ekki nóg til að hún geti borið sig. Þess vegna hafa forsvarsmenn fyrirtækisins séð sig tilneydda til að leita á náðir Kanadamanna um veiðileyfi innan þeirra lögsögu. Peter Osterman, talsmaður At- assut, sem er í stjórnarandstöðu, segir, að þetta mál sýni vel hvernig komið sé fyrir grænlenskum fiski- mönnum. Þeir fái ekki lengur að veiða á sínum eigin miðum vegna þess, að Siumut, stjórnarflokkur- inn, sé búinn að selja Efnahags- bandalaginu allan aflann. Oster- man segir einnig, að nú sé alveg ljóst, að Grænlendingar séu full- færir um að nýta sjálfir fiskimiðin við landið. ippseyja, kvaðst í dag fullviss um að stjórnarflokkurinn mundi áfram hafa drjúgan meirihluta þingmanna á bak við sig. Hann sagði að hin mikla fylgisaukning stjórnarandstæðinga stafaði af efnahagsástandinu í landinu og einnig kyrni morðið á Benigno Aquino, leiðtoga stjórnarandstæð- inga, að hafa haft áhrif á viðhorf kjósenda. Marcos sagði að kosningarnar sýndu umheiminum að lýðræði rikti á Filippseyjum og að kosn- ingar þar væru frjálsar og heiðar- legar. Margir andstæðingar stjórnar- innar fullyrða að svik séu höfð í frammi við talningu atkvæða, en stjórnvöld neita því. Afganistan: Sprengjuregn í Panjsher-dal Nýju Delhí, 15. maí, SOVÉSKAR herþotur af MIG-gerð og þyrlur vörpuðu í dag sprengjum í mynni Panjsher-dals í Afganistan í því skyni að reyna að hrekja liðsmenn frelsissveitanna í landinu á brott þaðan. Þá hafa borist fregnir af því að sovéskt herlið hafi sótt fram í And- rab-dal, sem liggur norð-vestur af Panjsher-dal og er eins konar „bak- dyr“ í dalinn. Margir sovéskir her- menn munu hafa fallið í bardögum þar og fjöldi hergagna tapast. Vestrænir stjórnarerindrekar á Indlandi og í Pakistan hafa fengið fréttir um, að 7. maí sl. hafi það atvik orðið í Taimani-héraði í Afg- anistan, að sovéskur herflokkur hóf skyndilega vélbyssuskothríð á hóp fólks sem var að bíða eftir strætis- vagni. Þeir drápu sjö manns og særðu a.m.k. 12 aðra. Talið er að her- mennirnir hafi verið drukknir. Hugsanlegt er, að hermdarverkið í Taimani hafi verið hefndarráðstöfun fyrir sprengjuárás frelsisliða á sov- éska hermenn i héraðinu daginn áð- ur, en þá létu sjö hermenn lífið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.