Morgunblaðið - 16.05.1984, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. MAl 1984
17
sáttmálanum hefur í för með sér,
hefur nú þegar verið samþykkt í
neðri deild Alþingis og verður af-
greitt sem lög fyrir þinglok, ef að
líkum lætur.
Hljóðritað efni
Þótt tollfrelsi vísindatækja sé
mikilvægasta breytingin sem að-
ildin að sáttmálanum hefur í för
með sér skal hér einnig á það
minnt að í honum er jafnframt
ráð fyrir því gert að aðflutn-
ingsgjöld verði felld niður á sýn-
ingarefni og hvers kyns hljóðrit-
uðu efni sem menningarlegt og
vísindalegt gildi hefur.
Hér er fyrst og fremst um að
ræða hvers kyns fræðsluefni á
kvikmyndum, myndsegulböndum,
plötum, glærum og snældum, sem
í vaxandi mæli er notað í skólum
landsins og einnig í almennings-
bókasöfnum.
Þessar stofnanir hafa á undan-
förnum árum ekki getað aflað sér
jafn umfangsmikils efnis á þessu
sviði sem áætlanir þeirra og óskir
hafa gert ráð fyrir. Við þá breyt-
ingu. á tollskrárlögunum sem
fylgja mun í kjölfar aðildar að
sáttmálanum á að geta orðið hér á
breyting til batnaðar og ný við-
horf að skapast í þessum efnum.
Mun frumvarp um þetta efni
verða lagt fyrir Alþingi á næst-
unni þannig að framgangur þessa
máls ætti að vera tryggður um
svipað leyti og formleg aðild ís-
lands að sáttmálanum verður að
veruleika.
Á þessijm tveimur sviðum sem
nefnd hafa verið mun aðildin að
sáttmálanum því hafa verulegar
breytingar í för með sér. Að því er
varðar önnur atriði sem hann nær
til, bækur, listaverk, safngripi og
vörur fyrir blinda, er ekki um
sambærilegar kvaðir að ræða, þar
sem tollar og önnur aðflutnings-
gjöld hafa þegar verið felld niður
á þeim vettvangi.
Dr. Gunnar G. Schram er einn aí
alþingismönnum SjálfsUeóis-
flokksins.
400 börn með
áfengisskaða
fæðast á
hverju ári í
Svíþjóð
Frá Magnúsi Brynjólfssyni, frétta-
ritara Mbl. í l'ppsölum.
„Það ætti að spyrja alla verð-
andi foreldra um áfengisvenjur."
Þetta er tillaga frá sænsku
mæðraskrifstofunni, sem gengur
út á að bjóða öllum verðandi
mæðrum upp á viðtal hjá félags-
ráðgjafa.
í umræddum 400 tilvikum hafa
mæðurnar neytt áfengis og þ.a.l.
hefur verið með vissu hægt að sjá
samband milli barnaskaðans og
áfengisneyslunnar.
Ekki er vitað hvar mörkin liggja
niður á við og er öllum ófrískum
konum því ráðlagt algjört bind-
indi.
I Alvsborgsléni voru 45 verð-
andi mæður með áfengisvandamál
uppgötvaðar við mæðraskoðun.
Engin þeirra nema ein neytti
áfengis á meðgöngutímanum. All-
ar fæddu þær heilbrigð börn.
Fyrirspurnir þessar við mæðra-
skoðun hafa mætt góðum viðtök-
um hjá flestum ófrískum konum.
Margar höfðu neytt áfengis áður
en þær vissu um að þær væru með
barni og báru því kvíðboga fyrir
þessu nýja ástandi sínu. Sumar
þeirra þorðu því ekki að spyrja.
Þess vegna var það léttir fyrir
þessar konur er þær voru spurðar
um þetta viðkvæma umræðuefni.
Ekki síst var það flestum gleðiefni
að vita að ekki væri nein hætta á
ferðum vegna áfengisneyslu
fyrstu sex vikurnar.
i
i
i
i
i
i
i
I
<
i
i
'
i
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
(
i
♦
♦
Kertastjakar úr hreinum og tærum
kristal frá Kosta.
Sendum í póstkröfu
Bankastræti 10, sími 13122
^^llar sendíngar af SKODA '84 híngað
tíl eru uppseldar.Verksmíðjumar hafa varla
undan að framleíða bílana, vegna metsölu
víða um heím. Þrátt fyrír það tókst okkur
að fá aukasendíngu af SKODA '84 og það á
sama lága verðínu: 139 þúsund krónur.
Tryggðu þér eínn, áður en þessí sendíng
klárast líka.