Morgunblaðið - 16.05.1984, Side 48
Opió alla daga frá
kl. 11.45-23.30.
AUSTURSTRÆTI22.
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633.
Opiö öU fímmtudags-. föstudags-.
laugardags- og sunnudagsk völd
AUSTURSTRÆTI 22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11340
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
íslenskir
tómatar
komnir á
markað
ÍSLENSKIK tómatar eru nú
komnir í allar búðir á höfuðborg-
arsvæðinu. Nokkuð er síðan fyrstu
tómatarnir skiptu litum í gróður-
húsum en það var ekki fyrr en í
lok síðustu viku að þeir komu á
markaðinn.
Fyrsta vérðið á tómötunum er
135 kr. kílóið í heildsölu sem er
35% hærra en fyrsta verð í fyrra
og nokkrum krónum hærra verð
en á þeim erlendu tómötum sem
síðast voru fluttir inn, að sögn
Níelsar Marteinssonar söl-
ustjóra Sölufélags garðyrkju-
manna. Smásöluálagning er
frjáls á tómötum en Níels sagði
að smásöluverðið væri yfirleitt
180 til 185 kr. kílóið. Bjóst hann
við að tómatarnir myndu lækka
fljótlega þegar framboðið yrði
meira. Níels sagði að útlitið með
uppskeruna væri ekkert sér-
staklega gott, plönturnar væru
heldur veikburða eftir sólarleys-
ið undanfarnar vikur. íslenskar
gúrkur eru búnar að vera á
markaðnum síðan um miðjan
mars. Einnig eru komin salat,
steinselja, radísur, kínakál, ís-
salat og grænkál, að sögn Níels-
ar, og grænar paprikur að byrja
að koma.
Uppskerustörfin eru hafin af fullum krafti hjá garðyrkjubændum. Gúrku-
uppskeran hófst um miðjan mars og nú eru tómatarnir farnir að roðna
hver á fætur öðrum, enda ekki að furða þegar borgfirsku blómarósirnar
brosa til þeirra. Þessi mynd var tekin í garðyrkjustöðinni á Laugalandi í
Borgarfirði fyrir helgina. Morgunbla«i«/Helgi Bjarnason.
Verkfalli flug-
manna afstýrt
með lögum?
Samgönguráðherra mun væntanlega
síðdegis í dag mæla fyrir frumvarpi
sem komi í veg fyrir verkfall flug-
manna hjá Flugleiðum sem boðað
hefur verið á föstudag laugardag og
sunnudag. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur þetta frum-
varp verið í undirbúningi á vegum
samgönguráðuneytisins að undan-
förnu og mun það vera ætlan ríkis-
stjórnarinnar að koma frumvarpinu í
gegn fyrir föstudagskvöld. Sátta-
fundur var haldinn í deilu flug-
manna og Flugleiða í gær en honum
lauk án nokkurs árangurs eftir lið-
lega þrjár klukkustundir.
Flugmenn, einkum flugmenn á
Fokkervélum félagsins í innan-
landsfluginu hafa farið sér hægt
við störf sín að undanförnu og það
svo mikið að allt innanlandsflug
Flugleiða hefur farið úr skorðum.
Talið er næsta víst að þeir muni
halda uppteknum hætti, ef til
lagasetningar kemur, og því munu
Flugleiðamenn ekki vera ýkja
hrifnir af lagasetningu, þó að þeir
viðurkenni hana sem illa nauðsyn,
eins og málum nú er komið.
Morgunblaðið snéri sér til
Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra í gærkveldi og
spurði hann hvort frumvarp það
sem ofangreinir yrði lagt fram á
þingi í dag og sagðist forsætis- ’
ráðherra ekkert um málið geta
Geir skrifar Schultz bréf um Rainbow:
íslendingar krefjast jafn-
réttis í öllum flutningum
Sérstakur fundur Geirs og Schultz um máliö í Washington
GEIR Hallgrímsson, utanrík-
isráðherra, hefur skrifaö
Schultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, bréf, varö-
andi væntanlegar siglingar
bandaríska skipafélagsins
Alþingi:
Fjórir um-
sækjendur
FJÓRIR hafa sótt um embætti
skrifstofustjóra Alþingis, en Friðjón
Sigurðsson sem gegnt hefur stöð-
unni lætur af störfum á þessu ári
sökum aldurs.
Umsækjendur eru: Friðrik
Ólafsson lögfræðingur og ritstjóri
Lagasafnsins, Bauganesi 24,
Reykjavík; ólafur Ólafsson deild-
arstjóri í skrifstofu Alþingis,
Hjálmholti 6, Reykjavík; Sig-
mundur Stefánsson skrifstofu-
stjóri hjá Skattstjóraembætti
Reykjaness og einn umsækjandi,
sem æskir nafnleyndar.
Rainbow Navigation til ís-
lands og er bréf þetta sent í
framhaldi af viðræðum utan-
ríkisráðherra hér heima við
bandaríska sendiherrann og
viðræðum Hans G. Ander-
sen, sendiherra íslands í
Washington, við stjórnvöld
þar.
Geir Hallgrímsson mun inn-
an skamms eiga fund með
Schultz í Washington um þetta
mál og önnur og er sá fundur í
tengslum við sérstakan fund
utanríkisráðherra Atlants-
hafsbandalagsríkjanna þar.
Utanríkisráðherra staðfesti í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að hann hefði sent Schultz bréf
vegna siglinga Rainbow skipa-
félagsins og kvaðst hann hafa
lagt áherzlu á, að hið banda-
ríska félag mætti ekki draga til
sína alla flutninga til varnar-
liðsins hér í skjóli úreltra ein-
okunarlaga. Það væri sameigin-
legt hagsmunamál þessara
tveggja ríka að halda uppi
traustum og öruggum sigling-
um og það hefðu Eimskipafélag
íslands og Hafskip gert undan-
farin ár. íslendingar krefðust
þess, að jafnrétti ríkti í flutn-
ingum á þessari leið.
sagt á þessu stigi, en hann sagði
að málið yrði rætt árdegis í dag í
ríkisstjórninni. Steingrímur sagði
um stöðuna í þessari kjaradeilu:
„Ég lít þessa stöðu mjög alvarleg-
um augum, og ég fyrir mitt leyti,
tel það algjörlega ófært að þessir
menn, sem eru með þeim hæst-
launuðu í landinu, skuli ekki sætta
sig við þær launahækkanir sem
láglaunafólk hefur þurft að sætta
sig við.“
Þjófaflokkur
stöðvaður
ÚTLIT er fyrir að upp sé að
komast um starfsemi þjófa-
flokks í Reykjavík. Sitja nú tveir
menn, 20 og 25 ára, í haldi
vegna þessa máls. Var í gær-
kvöld sett fram krafa um gæslu-
varðhaldsúrskurð yfir öðrum
þeirra, vegna gruns um að hann
sé valdur að þjófnuðum og
skjalafalsi. Reiknað var með að
krafist yrði gæsluvarðhalds yfir
hinum í dag, skv. upplýsingum
Mbl. í gærkvöld.
Lögreglan komst á sporið þeg-
ar handtekinn var og úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald sl. föstudag
maður á þrítugsaldri, grunaður
um innbrot og þjófnaði. Við yf-
irheyrslur yfir honum vaknaði
grunur um aðild hans að fleiri
brotum og í framhaldi af því var
handtekinn maður í fyrrakvöld
og gerð húsleit í íbúð í Reykja-
vík í gærmorgun. Tveir menn
voru svo handteknir í gær en
öðrum þeirra var sleppt síðdeg-
is.
Grunur leikur á að menn
þessir hafi haft ofan af fyrir sér
með innbrotum og þjófnuðum
um alllangt skeið enda hafa þeir
ekki stundað aðra vinnu. Brot
þeirra eru talin vera allmörg en
að auki eru þeir taldir hafa
valdið umtalsverðum skemmd-
um á húsum og öðrum mann-
virkjum, m.a. Hólabrekkuskóla í
apríl sl.
Sjávarútvegsbraut
væntanleg við HÍ
ÁKVEÐIÐ hefur verið aö við gerð fjárlaga næsta fjárlagaárs, veröi tekið
tillit til þess að bætt verði inn sérstakri námsbraut í sjávarútvegsfræðum við
Háskóla íslands, og verður braut þessi að líkindum kennd á síðari námsár-
um viðskiptafræöi, allt að 30 námseiningar. Þetta kom fram í máli Ragnhild-
ar Helgadóttur, menntamálaráðherra er hún flutti ræðu á aðalfundi VSÍ í
gær um atvinnulíf og menntamál.
Menntamálaráðherra greindi
frá því að nefnd sem unnið hefði
að undirbúningi þessa máls, hefði
nú skilað tillögum í þessa veru, og
sagði hún að nefndin teldi að nám
í sjávarútvegsfræðum félli vel að
námi i viðskiptadeild H.í. og að
hluta til væri einnig heppilegt að
taka upp kennslu í öðrum grein-
um sjávarútvegsfræða við verk-
fræðideild H.L Sagði hún að
nefndin væri sammáia um að ekki
væri raunhæft að stofna sérstaka
braut sem kenndi sjávarútvegs-
fræði — raunhæfara væri að
námið í þessum fræðum legðist
ofan á grunnnám í öðrum deildum
Háskóla íslands.
Þá greindi menntamálaráð-
herra frá því að ný námsbraut við
Tækniskóla Islands, námsbraut í
stjórnunartækni, myndi hefjast í
ársbyrjun 1985. Hún sagði jafn-
framt að nefnd sem unnið hefði að
endurskoðun á starfi og rekstri
Tækniskólans hefði komist að
þeirri niðurstöðu að ákjósanlegt
væri að í framtíðinni yrði Tækni-
skólinn einkum rekinn sem fram-
haldsmenntastofnun fyrir iðnað-