Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innaniands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Horft um öxl viö þinglausnir Alþingi er í senn æðsta stofnun íslenzka lýðveldis- ins og elzta löggjafarþing heims. Þjóðin á að standa trú- an vörð um veg þess og virð- ingu — til langrar framtíðar. Þetta þýðir þó ekki að þing- menn eða þinghald eigi að vera hafið yfir málefnalega gagn- rýni. Þvert á móti. Lýðræðis- legt aðhald, sem hvarvetna er nauðsynlegt, á fyrst og síðast að beinast að þessari stofnun, sem svo miklu ræður um fram- vindu mála og almanna hag. Hún á að vera lifandi í huga hvers þjóðfélagsþegns. Þetta var fyrsta þing nýrrar ríkisstjórnar. Hún tók við þjóð- arþrotabúi: 130% verðbólgu, sem sigldi, án mótaðgerða, hraðbyri upp annað hundraðið; hættulega miklum viðskipta- halla við útlönd, sem speglaði þjóðareyðslu umfram þjóðar- tekjur; erlendum skuldum, sem fjármögnuðu þessa umfram- eyðslu, og kosta í greiðslubyrði tæpan fjórðung útflutnings- tekna okkar; hækkandi fjár- magnskostnaði og viðvarandi taprekstri undirstöðuatvinnu- vega, sem stóðu á stöðvunar- þrepskildi fjölda fyrirtækja; viðblasandi víðtæku atvinnu- leysi — og samdrætti í þjóðar- framleiðslu og þjóðartekjum, sem rýrðu lífskjör í landinu umtalsvert. Ríkisstjórnin greip til fljót- virkra mótaðgerða, sem skilað hafa miklum árangri í hjöðnun verðbólgu, stöðugu gengi og verðlagi, lækkun viðskipta- halla, frjálsræði í viðskiptum og atvinnuöryggi. Hún hefur og dregið úr ríkisútgjöldum sem hlutfalli af þjóðartekjum. Næstu skref þurfa að vera kerfisbreytingar (stjórnkerfi og peningamál), nýsköpun at- vinnulífs til að treysta framtíð- aratvinnuöryggi og framtíðar- lífskjör, samhliða lækkun er- lendra skulda, sem ógna efna- hagslegu sjálfstæði og rýra skiptahlut þjóðarinnar — lífskjör — meir en góðu hófi gegnir. Meðal þingmála, sem efst eru í huga við þinglausnir, eru stjórnarskrár- og kosningalög, sem fela í sér áfangajöfnun á vægi atkvæða. Kosningalögin verða áfram í endurskoðun milli þinga og koma til nýrrar umfjöllunar á haustþingi. — Þá má nefna samdrátt í ríkis- umsvifum, en ríkissjóðstekjur 1984 eru 3.500 m.kr. lægri en orðið hefði að óbreyttum þjóð- artekjum og skattheimtu árs- ins 1982. — Sparnaður, sem fólk vill verja sem áhættufé í atvinnurekstur, þ.e. til nýrra starfa og nýrrar verðmæta- sköpunar, hefur verið gerður skattalega jafnrétthár og ann- ar sparnaður. — Viðskipta- og gjaldeyrismálum hefur verið þokað í frjálsræðisátt og stjórnarflokkarnir báðir hafa undirgengizt í bindandi rök- semdum fyrir málvísun til rík- isstjórnar, að afnema einokun í tiltekinni búvöruverzlun. Framgangur þess samkomu- lags er mikið hagsmunaatriði heimilanna í landinu. — Ný lög hafa verið sett um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit og fleiri þætti heilbrigðismála. — Stefna hefur verið mörkuð um sölu ríkisfyrirtækja á verksvið- um sem betur henta einka- rekstri. — Á sviði menntamála vóru sett höfundalög, lög um kvikmyndamál og lög um nám fullorðinna í menntaskólum og fjölbrautaskólum. Þá sam- þykkti Alþingi stefnumarkandi þingsályktun um framburðar- kennslu móðurmáls og mál- vernd. — Sett var löggjöf um veiðisókn, vegna stofnstöðu helztu nytjafiska, einkum þorsks, og lög um ríkismat sjávarafurða. — Þá vóru sett lög um Húsnæðisstofnun ríkis- ins, erfðafjárskatt, jafna stöðu kvenna og karla, skógrækt og m.fl. 106. löggjafarþing íslendinga var um margt athyglisvert. Það speglaði einnig, ekkert síð- ur en áður, ýmsa agnúa í starfsskipulagi. Fjölgun þing- flokka hefur heldur ekki létt starfsróðurinn. Nauðsynlegt er að jafna störfum mun betur á þingtímann í heild, þann veg, að hann nýtist betur og mál safnist ekki fyrir í hrönnum, óafgreidd, í þingnefndum, á síðustu vikum þinghalds. Það er ekki kappsmál í sjálfu sér að afgreiða fleiri lög eða þings- ályktanir, en Alþingi á að hafa þor og þrek til að taka afstöðu til mála eftir hæfilega skoðun; fella þau ef svo ber undir. Þingskaparlög eru í endur- skoðun. Það er vel. Setja þarf umræðum utan dagskrár, fyr- irspurnum og tillögum til þing- sályktunar skýrari mörk. Um- fang þessara þingþátta hefur vaxið mjög á kostnað löggjafar. Þingmenn mega og hafa í huga, að þingdeildarfundir, sem þeir móta í viðveru, orðum og hegð- an, eru sýnigluggi Alþingis út í þjóðfélagið. Og töluð orð verða ekki tekin aftur. Lýðræði og þingræði eru hornsteinar þegnréttinda. Þessa hornsteina þarf að styrkja og fegra, bæði af þingi og þjóð. „Harma þá skammsýni sem birtist í ákvörðuninni segir Gfsli V. Einarsson framkvæmdastjóri „Ég harma þá skammsýni, sem birtist í þessari ákvörðun landbúnaö- arráðuneytisins, en ég bjóst svo sem ekki við öðru úr þeim hcrbúðum," sagði Gísli V. Einarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Eggerti Kristjáns- syni hf., í samtali við blm. Morgun- blaðsins, þegar álits hans var leitað á þeirri ákvörðun landbúnaðarráðu- neytisins að hafna kröfu innflytjenda um frjálsan innflutning á kartöflum. „Það er talað um að veita frjáls- um innflutningsaðilum leyfi til inn- flutnings á 150 tonnum af kartöfl- um til 15. júní nk. Eðlileg neyzla á kartöflum hér á landi til 15. júní er varlega áætluð 1300—1500 tonn, ef neytendur fá ætar kartöflur. Það sem ráðuneytið ætlar því frjálsum innflutningsaðilum er um það bil 10 af hundraði af þeirri neyslu. Ráðuneytið ber fram sem ástæð- ur að til séu birgðir af kartöflum í landinu, þ.e. finnskar kartöflur, því aðrar eru borðaðar jafnóðum og þær koma á markað. í öðru lagi tel- ur ráðuneytið sig þurfa að gæta hagsmuna innlendra kartöflufram- leiðenda, en islenskar kartöflur í einhverju magni koma venjulega ekki á markað fyr en í ágústmán- uði. í þriðja lagi ber ráðuneytið fyrir sig að tryggja þurfi vandlega sjúkdómavarnir, en slíkt er þegar framkvæmt með prýði í dag að mér sýnist auk þess sem þær nýju kart- öflur, sem fluttar eru inn yfir sumarmánuðina, fara ekki ofan f jörðina til ræktunar heldur til neyslu og þar af leiðandi er engin sýkingarhætta af þeim. Það er því deginum ljósara að þær ástæður sem tilgreindar eru í béfi landbún- aðarráðuneytisins eru hreinar tylli- ástæður. Hinar raunverulegu ástæður eru aðrar. Hugsanlega eru hinar raunveru- legu ástæður þær að landbúnaðar- ráðuneytið vilji fyrir hvern mun vernda einokunarfyrirtækið Græn- metisverslun Landbúnaðarins og allt það apparat, sem i kringum þá stofnun hefur skipað sér, og jafn- framt því að þær tfttnefndu og ill- ræmdu finnsku kartöflur, sem til eru í birgðum hjá fyrirtækinu, Stjómstöð Almannavarna: Örugg í 14 daga frá kjarnorkusprengingu BÚNAÐUR hinnar nýju stjórnstöðv- ar Almannavarna í lögreglustöðinni við Hverfisgötu mun gera mönnum kleift að dveljast þar í um 14 daga eftir kjarnorkusprengingu í ákveð- inni fjarlægð, þegar endanlegum frágangi verður lokið. Að sögn Guðjóns Petersen, framkvæmdastjóra Almanna- varna, á hreinsibúnaður stjórn- stöðvarinnar að ráða við geisla- virkt ryk og eiturgas vegna hern- aðar. Stjórnstöðin hefur tæplega tvö þúsundfalda skýlingu gegn geislavirku útfalli utan dyra og er styrkt þannig, að hún á að þola, að byggingin hrynji yfir hana. Guðjón sagði ennfremur, að þegar stjórnstöðin yrði endanlega frágengin ættu menn að geta hafzt við i henni í 14 daga eftir kjarnorkusprengingu f ákveðinm fjarlægð. Hún væri byggð til að standa af sér eins megatonns sprengju f 3 til 4 kilómetra fjar- lægð og langtimaafleiðingar slfkr- ar sprengingar. Nú væri aðeins eftir að ganga frá vatnstanki og matvælageymslu stjórnstöðvar- innar, allur annar búnaður væri til staðar. Ráðuneytið svarar kartöfluinnflytjendum: „Ekki tök á að gefa innflutning frjálsan" Landbúnaðarráðuneytið hefur með bréfi til 9 umsækjenda um innflutn- ingsleyfi á kartöflum hafnað kröfu sex þeirra um að innflutningur verði gefinn frjáls. Segir ráðuneytið að nýir innflytjendur megi búast við að geta fengið leyfi fyrir 150 tonna innflutningi fyrir 14. júní og að heimild þurfi að vera fengin fyrir innflutningi áður en varan er keypt erlendis. Umdeilda svæðið við Jan Mayen Gísli V. Einarsson skulu ofan f landsmenn með góðu eða illu. Ég tel að með þessari ákvörðun sé landbúnaðarráðherra að gefa þeim neytendum, sem tóku þátt í undir- skriftasöfnun Neytendasamtak- anna á dögunum, svo og öðrum, langt nef og ætli sér að virða rétt- mætar óskir þeirra í þessu efni að vettugi. Ég vænti þess að þeir aðilar sem sótt hafa um heimild til frjáls inn- flutnings á kartöflum og grænmeti muni ræða þessi sfðustu tíðindi í kartöflumálinu, en ég vil taka það mjög skýrt fram, að þessi ákvörðun | snýr ekki að okkur nema að mjög litlu leyti. Hún snýr fyrst og siðast að öllum neytendum i landinu og mér sýnist að það séu neytendur og fyrir þeirra hönd ef til vill Neyt- endasamtökin, sem eigi vantalað við ráðherra í þessum efnum en ekki frjálsir innflytjendur og dreif- ingaraðilar. Að lokum vil ég láta í ljós vonir um að landbúnaðarráðherra sjái sr fært að endurskoða ákvörðun sina í þessu máli og breyta henni f sam- ræmi við mjög ákveðnar óskir frá öllum þorra neytenda," sagði Gísli V. Einarsson. Orðrétt segir svo í bréfinu sem Guðmundur Sigþórsson skrif- stofustjóri skrifar fyrir hönd ráð- herra: „Fara verður með mál þetta innan þeirra marka, sem lög ákveða og tök eru ekki á að gefa innflutning frjálsan að því marki, sem óskað er í bréfi yðar. Nauðsyn ber til, vegna sjúkdómavarna og hagsmuna innlendra framleið- enda, að hafa yfirsýn yfir innflutt magn á hverjum tíma og hvaðan það kemur. Innflutningur þarf að vera með sem jöfnustu millibili, þannig að góðar kartöflur séu jafnan fáanlegar fyrir neytendur, en án þess að birgðir hlaðist upp. Með tilliti til birgða kartaflna i landinu og innflutningsbeiðna, virðist mega reikna með 150 tonna BÆJARÚTGERÐ Reykjavíkur hef- ur nú ákveðið, að undirbúa breyt- ingu á einum af „Spánartogurum" sínum í rækjutogara með fullvinnslu um borð. Ennfremur er unnið að þvi, að leigja Snorra Sturluson, einn tog- ara BÚR, fram á næsta haust. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Baejarútgerð- arinnar, verður unnið að því í sumar, að kanna nákvæmlega þá möguleika, sem eru á þvi að innflutningi fyrir 14. júní, sem ný- ir kartöfluinnflytjendur annast. Ráðuneytið telur við núverandi aðstæður að innflutningi verði að haga á þann hátt, sem að framan greinir, og samvinnu við innflytj- endur nauðsynlega. Vitneskja um áformað innflutningsmagn þyrfti því að berast ráðuneytinu hið allra fyrsta og heimild að vera fengin fyrir innflutningi, áður en varan er keypt erlendis, þar sem leyfi umfram það magn, sem að framan greinir, verður ekki gefið að óbreyttum aðstæðum." Þá kom fram í bréfi ráðuneytis- ins að umsækjendur eru orðnir níu talsins, við hafa bæst: Mat- kaup hf. og SÍS, innflutningsdeild. breyta einum „Spánartogaranna" í rækjutogara. Sagði hann, að að mörgu þyrfti að hyggja og yrði tíminn til hausts notaður til að reikna dæmið til hlítar. Bjarni Benediktsson væri nú í leigu til hausts og stefnt væri að því að leigja Snorra Sturluson til svipaðs tíma. Að leigutíma loknum yrði svo hafizt handa við breytingarn- ar, ef endanleg niðurstaða yrði að svo skyldi gert. Efnahagsbandalagið hefur fyrir nokkru lýst því yfir, að það hyggist senda skip til loðnuveiða á hafsvæð- ið norður af íslandi í sumar. Full- trúar EBE telja bandalagið eiga veiðirétt á umdeildu svæði milli Grænlands og Jan Mayen og munu veiðar þeirra væntanlega fara þar fram svo og Grænlandsmegin við miðlínuna milli íslands og Græn- lands, verði af þeim. Á meðfylgjandi korti sést skipt- ing lögsöguTslands, Grænlands og Jan Mayen og er umdeilda svæðið skyggt. Að sögn Hjálmars Vil- hjálmssonar, fiskifræðings, er ekki á vísan að róa hvað varðar loðnuveiði Grænlandsmegin mið- línunnar, mjög misjafnt sé hvern- ig loðnugöngum á þessum svæðum sé háttað og þá hafi ís einnig mik- ið að segja um það, hvort veiðar þarna séu mögulegar. Taldar eru meiri líkur á loðnu á umdeilda svæðinu, en loðnan gengur gjarn- an norður að Jan Mayen og jafnvel norður og austur fyrir eyjuna. BÚR-togara breytt? Forsætisráðherra á EFTA-fundi í Visby: Tollurinn gengur gegn hug- myndum um frjáls viðskipti Fyrirmenn EFTA-ríkjanna að kvöldi fundar þeirra í Visby á Gotlandi í gærkvöldi. Á myndinni eru (f.v.) hans Brunhart, forsætisráðherra Liechtenstein, Kurt Furgler sem fer með embætti forsætisráðherra Sviss, Fred Sinowatz, forsætisráðherra Austurríkis, Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, Svenn Stray, utanríkisráðherra Noregs, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, Per Kleppe, framkvæmdastjóri EFTA, og Mario Soares, forsætis- ráðherra Portúgals. AP-sfmamrnd. STEINGRÍMUR Hermannsson for- sætisráðherra, sem nú situr EFTA- fund í Visby á Gotlandi flutti ræðu á fundinum í gær, þar sem hann m.a. gerði að umtalsefni 12% innflutnings- toll á óverkaðan saltfisk til Portúgal. Ræða forsætisráðherra fer hér á eftir: Herra fundarstjóri. Leyfist mér í upphafi máls míns að þakka yður að hafa stofnað til þessa fundar. Þótt víða um lönd megi nú sjá velkomin batamerki, er efnahagsbatinn enn heldur hæg- fara. Mér virðist þessvegna vel til fundið, ef ekki beinlínis nauðsyn- legt, að EFTA-ríkin komi saman til þess að meta þróun og horfur í hverju aðildarríki, og móta sameig- inlega stefnu, sem komið geti i veg fyrir annan afturkipp í efnahags- málum og stuðlað geti að varanleg- um hagvexti. Það er ljóst, að markmiðin, sem sett voru í Stokkhólmssáttmálanum um stofnun EFTA fyrir 24 árum — og endurtekinn í þeim drögum að ályktun, sem liggja fyrir þessum fundi — eru enn jafnmikilvæg og þau voru þá. Hagvöxtur, full at- vinna, aukin framleiðni og skyn- samleg nýting auðlinda, stöðugleiki í fjármálum, efling alþjóðaviðskipta og markvisst afnám viðskiptatálm- ana eru enn grundvallaratriði fyrir traustan efnahag og forsenda bættra lífskjara. öll EFTA-ríkin ættu að stefna að þessum markmið- um, hvert fyrir sig og í sameiningu. Éfling frjálsra viðskipta milli ríkja er sameiginlegt áhugamál okkar enda forsenda varanlegs efnahags- bata í heiminum. Einn jákvæðasti þáttur hag- þróunarinnar að undanförnu er, að veruleg lækkun verðbólgu hefur fylgt efnahagsbatanum. Jafnvel i ríkjum, sem hingað til hafa átt við mikla og þráláta verðbólgu að etja, hefur tekist að draga úr henni. Is- land er í þessum hópi. Tekist hefur að lækka verðbólguna á íslandi úr rúmum 130% á fyrri helmingi árs- ins 1983 niður í um 10—15%. Sam- tímis hefur tekist að minnka hall- ann á viðskiptajöfnuði úr 10% af þjóðarframleiðslu í 2% samkvæmt spám fyrir 1984. Þessi mikilvæga breyting í átt til betra jafnvægis á íslenska þjóðarbúinu hefur orðið án þess að atvinnuleysi hafi aukist að marki, en það er nú um 1% af mannafla. Þessi árangur í efna- hagsmálum hefur hins vegar ekki náðst án fórna. Lífskjör hafa rýrnað verulega. Hjá því varð ekki komist, þar sem þjóðarframleiðsla minnk- aði mjög mikið í kjölfar aflabrests, en íslenska þjóðarbúið er mjög háð aflabrögðum. Talið er að þjóðar- framleiðslan muni dragast saman á árinu 1984, sem yrði þá þriðja sam- dráttarárið í röð. Ýmislegt bendir þó til að botni hagsveiflunnar sé nú náð. Útflutningsframleiðslan fer nú vaxandi eftir tvö mikil erfiðleikaár i sjávarútvegi og ný iðnaðarverkefni eru í bígerð. Fyrsti áfangi þeirrar efnahags- stefnu, sem stuðlaði að þessum góða árangri, var mjög hörð tekjustefna, sem m.a. fólst í afnámi vísitölubind- ingar launa, hámarki á launahækk- unum, gengisfellingu krónunnar f maí en gengisfestu eftir það. Hin harða tekjustefna rann sitt skeið um siðustu áramót og í öðrum áfanga er áherslan lögð á að skapa stöðuga umgjörð fyrir efnahags- ákvarðanir fyrirtækja, einstaklinga og aðila vinnumarkaðarins með að- haldi í ríkisfjármálum og pen- ingamálum og festu í gengismálum. Þessi stefna hefur hingað til reynst árangursrík. Kjarasamn- ingar fyrir árið 1984 og fyrsta árs- fjórðung 1985 eru fremur hóflegir og ættu að geta samrýmst þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að koma verðbólgunni niður fyrir 10% á næsta ári. Enn er þó við vanda að glfma í ríkisfjármálum og peningamálum. Halli myndaðist á fjárlögum á sam- dráttarskeiðinu og þrátt fyrir all- mikla hækkun raunvaxta, er enn skortur á jafnvægi á lánamarkaði. Þetta eru aðlögunarvandamál, sem ríkisstjórnin reynir um þessar mundir að leysa með aðgerðum á sviði rfkisfjármála og peningamála. Frumskilyrði þess að takast megi að staðfesta þann árangur, sem náðst hefur á undanförnum tólf mánuð- um, er að jafnvægi náist í ríkis- fjármálum og innlendur sparnaður glæðist. Að þessu er stefnt í þriðja áfanga efnahagsstefnunnar, en hann miðar að því að leggja grunninn að varanlegum og jöfnum hagvexti á næstu árum. Nauðsyn ber til að skapa stöðugri efnahagsskilyrði og koma á sveigjanlegra og traustara skipulagi í efnahagsmálum, til að fást við þær breytingar sem hag- vöxtur felur í sér. Frumforsenda stöðugra efna- hagsskilyrða er að verðbólgu sé haldið í skefjum. Markmið efna- hagsstefnunnar hlýtur því að vera að miða að stöðugum og fyrirsjáan- legum breytingum peningatekna frá ári til árs innan raunhæfra marka. Raunhæf gengisstefna, sem felur f sér ákveðna festu, er lykilatriði efnahagsstefnunnar f litlum, opnum hagkerfum. Slfkri gengisstefnu verður jafnframt að fylgja eftir með jafnvægisstefnu í peninga- og ríkis- fjármálum. Meðal mikilvægra að- gerða má nefna aukna samkeppni f atvinnulífinu, bætt starfsskilyrði atvinnuveganna og meira frjálsræði í verslun og viðskiptum innanlands og utan. Það er ennfremur afar mikilvægt fyrir íslendinga að unnt verði að glæða hagvöxt með þróun nýrra at- vinnugreina, einungis þannig verð- ur bjartsýni vakin á ný. Ég tek því mjög undir það sem þér sögðuð um mikilvægi samvinnu Evrópuríkja á sviði rannsókna og þróunar. Þetta er vitaskuld frumskilyrði hagvaxt- ar. Sá árangur sem náðst hefur á ís- landi er þó unninn fyrir gíg ef ekki tekst að ná þjóðarsátt um efna- hagsstefnuna. Skilyrði þess er að kostnaðinum, sem oft er samfara breytingum sé skipt á réttlátan hátt. Ég er sannfærður um, að sá árangur sem náðst hefur á fslandi á síðasta ári, sérstaklega hjöðnun verðbólgu samfara fullri atvinnu, náðist vegna þess að þjóðin sætti sig fremur við almenna lækkun lífs- kjara en víðtækt atvinnuleysi. Til þess að þetta haldist þarf að glæða bjartsýni með því að endurvekja hagvöxt og bætt lffskjör á traustum grunni. Sveigjanleiki raunlauna og aðlög- un einstakra ríkja að breyttum ytri skilyrðum eru ákaflega mikilvæg atriði, en ein sér eru þau ekki nægj- anleg. Ef efnahagsleg aðlögun á að skila árangri verða að vera fyrir hendi skilyrði f heimsbúskapnum fyrir vexti útflutnings. Afnám þeirra viðskiptatálmana, sem komið hefur verið á undanfarin ár, er ákaflega brýnt verkefni í þessu sambandi. Aukin tollvernd og ófyr- irsjáanlegar ráðstafanir einstakra ríkja í viðskiptamálum kunna að hafa orðið þrándur f götu nýfjár- festingar í þeim atvinnugreinum, sem byggja á útflutningi. Af þess- um sökum ættu EFTA-ríkin að veita öllum tilraunum til að afnema verndaraðgerðir fullan stuðning. Þá er einnig mikilvægt, að þær breyt- ingar á aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, sem nú eiga sér stað, eða standa fyrir dyrum, hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á fríverslun. Þann aðgang, sem aðildarrfki EFTA hafa að öllum mörkuðum í Vestur- Evrópu, verður að varðveita og auka á komandi árum. Sú röskun á alþjóðaviðskiptum, sem leitt hefur af atvinnustefnu innan ríkja, svo sem styrkjum til víkjandi atvinnugreina eða byggð- arlaga, er ef til vill mikilvægasta milliríkjaviðskiptamálið um þessar mundir. Lftil, opin hagkerfi eiga undir högg að sækja í samkeppni á útflutningsmarkaði við ríki, sem beita framleiðslustyrkjum, útflutn- ingsstyrkjum og öðrum aðgerðum, sem gjörbreyta samkeppnisstöðu. Þá má á það benda, að óbein áhrif stuðningsaðgerða á markaði í þriðja landi eru oft sérstaklega skaðleg hagsmunum þróunarríkja, sem EFTA-ríkin lýsa þó einatt réttilega stuðningi við. Vegna stærðar þeirra og mikilla áhrifa á heimaverslun hlýtur ábyrgðin á að viðhalda og efla fríverslun á grundvelli heil- brigðrar samkeppni að hvíla þyngst á ríkjum Efnahagsbandalags Evr- ópu, Norður-Ameríkuríkjunum og Japan. En þessi ábyrgð hvílir vita- skuld á öllum ríkjum, þar á meðal EFTA-ríkjunum. Þvf miður verður það að segjast eins og er, að styrk- veitingar og önnur ríkisafskipti af sjávarútvegi hafa haft í för með sér verulega röskun á mörkuðum, sem eru geysilega mikilvægir fyrir ís- land. Þótt skiljanlegar ástæður séu fyrir því, að aðstoð er veitt til byggðarlaga og atvinnuvega, sem standa höllum fæti í þessum lönd- um, verður að veita hana þannig, að ekki hafi alvarleg áhrif á millirfkja- viðskipti. Það er ákaflega mikil- vægt, að sá mikli kostnaður, sem fylgir hvers konar verndarstefnu, bæöi fyrir innflutnings- og útflutn- ingsríki, verði almennt viðurkennd- ur. Þá er þess enn að gæta, að út- flutningsstyrkir og annar rfkis- stuðningur við atvinnurekstur valda ekki aðeins röskun í milliríkjavið- skiptum, heldur eru slfkar ráðstaf- anir einnig víða um lönd þung fjár- hagsbyrði fyrir ríkissjóð og veldur oft fjárlagahalla, sem stofnað getur efnahagsbatanum f hættu. Árangursrfkra aðgerða er því þörf til að stuðla að afnámi eða minnkun útflutningsstyrkja og stuðnings við atvinnuvegina, sem raska eðlilegum alþjóðaviðskipta- háttum. Aðildarríki EFTA ættu í sameiningu að vinna að þessu innan sinna vébanda, f samskiptum sfnum við EBE og annars staðar á alþjóða- vettvangi. Slíkar verndarráðstafanir fela í sér alvarlegt brot á grundvallar- hugsjónum EFTA og varða því okkur alla. Hr. fundarstjóri. Áður en ég lýk máli mínu vil ég skýra frá því, að rétt áður en ég kom til þessa fundar, bárust mér þær fregnir, að ríkisstjórn Portúgals áformaði að leggja 12% innflutn- ingstoll á óverkaðan saltfisk frá þeim löndum, sem ekki hafa veitt Portúgölum fiskveiðiheimildir, samanborið við 3% toll á saltfisk frá löndum, sem hafa veitt þeim fiskveiðiheimildir, ef fiskinum er landað úr portúgölskum veiðiskip- um. Af íslands hálfu kemur ekki til greina að veita erlendum þjóðum fiskveiðiréttindi. Slíkar heimildir græfu beinlínis undan tilveru- grundvelli okkar. íslendingar hljóta að mótmæla þeirri mismunun, sem felst í hinum fyrirhugaða saltfisktolli í Portúgal. Þessi tollur er í andstöðu við sam- þykktina, sem liggur fyrir þessum fundi. Þar segir í þriðju grein: „Barist skal gegn verndarstefnu á öllum stigum. Engar nýjar vernd- arráðstafanir ætti að taka upp.“ Saltfisktollurinn fer að sjálfsögðu einnig í bága við 19. grein í drögum að fundarsamþykkt, þar sem sér- staða íslendinga hvað varðar sam- setningu útflutnings er viðurkennd. Saltfiskútflutningur íslendinga til Portúgals hefur að undanförnu ver- ið nálægt 50% af heildarútflutningi íslands til EFTA-ríkja. Öllum, sem hér eru staddir, hlýtur að vera ljóst, hversu alvarlegur hinn ráðgerði tollur er fyrir íslendinga og sú mis- munun, sem í honum felst. Ég vil einnig minna á 8. kaflann i verkefnaskrá EFTA, sem viðskipta- ráðherrarnir samþykktu í gær, og sem viðskiptaráðherra lslands, Matthias Á. Mathiesen, lagði sér- staka áherslu á, á þeim fundi. Mönnum hlýtur að koma í hug, hvort yfirlýsingar okkar um frí- verslun, séu aðeins orðin tóm. Mér þykir það mjög miður að þurfa að vekja athygli á þessu máli, sem snertir gott viðskiptaland okkar, sem við höfum lengi mikils metið. Ég hlýt að hvetja Portúgali til þess að endurskoða þessi áform, sem ganga gegn hugsjónum okkar um frjáls viðskipti. Hr. fundarstjóri, ég endurtek þakkir mínar til yðar, fyrir að hafa haft frumkvæði að þessum fundi. Ég vona að hann verði árangursríkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.