Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 32
ot* 32 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 V5þoöÍ SheBtox Anti-Roach Í^CS Vapona og Shelltox: Lyktarlausar f lugnafælur Lyktatlausu flugnafælurnar fást á afgreiðslustöðum Shell Þær eru til í tveimur stærðum og endast í að minnsta kosti fjóra mánuði. Skeljungur h.f. Tveir glæsivagnar til sölu Buick Electra Limited Árgerö 1981. Ekinn 111.000 km Oldsmobile 98 Regency Árgerö 1981. Ekinn 113.000 km f i^ij.^iM.'Jii.in'.i^i^i.'MKai KARTOFLUR - eftir dr. Jón Öttar Ragnarsson Þau fáheyrðu tíðindi hafa nú gerst að Samband íslenskra samvinnufélaga í skjóli ríkisein- okunar hefur flutt inn skemmd- ar kartöflur og fengið gott fyrir sinn snúð. Þessi atburður væri etv. ekki í frásögur færandi ef hann væri ekki sá dropi sem fyllir mælinn í samskiptum neytenda og óbil- gjarns ríkisvalds sem hundsar þá með öllu. Þetta atvik undirstrikar i eitt skipti fyrir öll þá staðreynd — sem Islendingar ættu að þekkja allra þjóða best — að einokun, í hvaða mynd sem hún birtist, er af hinu illa. Það sem nú ríður á er að neyt- endur láti ekki af andófi sínu fyrr en einokun á sölu garð- ávaxta á íslandi hefur verið lögð af í eitt skipti fyrir öll. Landbúnaður og neytendur Ef það er eitthvað sem getur orðið íslenskum landbúnaði að fjörtjóni þá eru það ítrekuð at- vik af því tagi sem hér hafa gerst. Það er óþolandi með óllu að einn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar þurfi að verða fyrir áfalli í hvert sinn sem eitthvert óvandað fyrirtæki reynir að hagnast á annarra kostnað. Það sorglega er að innflutn- ingur á kartöflum til landsins er málefni sem á að vera íslenskum landbúnaði með öllu óviðkom- andi nema með óbeinum hætti. Ef einhver óprúttinn aðili hyggst flytja til landsins gallaða vöru, þótt úr landbúnaði sé, á það að vera hans einkamál, óvið- komandi íslenskum landbúnaði á allan hátt. Það er einmitt eitt helsta hagsmunamál íslenskra bænda að sú vara sem er flutt til lands- ins þann tíma sem þeir anna ekki eftirspurn sé sambærileg að verði og gæðum. Það sem bændur eiga að gera öðru fremur er að losa sig úr slagtogi við einokun og auð- hringa sem óhreinka þann orð- stír sem af þeim fer og fram- leiðslu þeirra. Það er t.d. staðreynd, þótt ekki fari hún hátt, að íslenskir neyt- endur vilja margfalt heldur ís- lenskt grænmeti en erlent þegar þeir eiga þess kost að velja á milli. Nýja landbúnaðarstefnu En Róm var ekki byggð á ein- um degi. Það er margt að gerast í íslenskum landbúnaði og það mun taka talsverðan tíma að móta þá stefnu sem er í takt við tímann. Það sem er um að ræða er fyrst og fremst það að losa um höft og einokun, auka rannsókn- ir og gæðaeftirlit og ýta undir þá - síðari grein bændur sem hafa dug og frum- kvæði til átaka. Persónulega tel ég ólíklegt að þróunin verði á þann veg að hér í landinu verði aðeins fáein stórbú áður en yfir lýkur og allir bændur aðrir flosni upp. Reynsla annarra þjóða er ein- mitt á þann veg að það er einka- framtak og lítil fyrirtæki, litlar einingar, fjölskyldurekstur og smáiðja sem lifir þegar annað deyr. Um allan heim er það hið frjálsa einkaframtak litla mannsins í landbúnaði jafnt sem iðnaði sem borgar brúsann fyrir gjaldþrota ríkisfyrirtæki og blæðandi auðhringa. Og hvergi á þetta betur við en hér. íslendingar eru litlir færi- bandamenn og það mun ekki breytast. Þeir vilja svigrúm til athafna, frelsi til dáða, frelsi til að hugsa. Það er ekki ólíklegt að einokun og auðhringar verði lífseigari en við bjartsýnismennirnir von- umst til, en að lokum munum við þó reisa þeim verðugan bauta- stein. Hlutverk ríkisvaldsins Með þessu er ekki sagt að ríkið sé óalandi og óferjandi. Það hef- ur einfaldlega öðru hlutverki að gegna en að vasast í atvinnu- __ i_fk Sterkurog hagkvæmur auglýsingamióill! Alltaf á fóstudögum Sumabúöir/Reiönámskeid Á hestbaki í sveitinni Þúfa í Kjós, 45 km vegalengd frá Reykjavík. Einnar viku dvöl, lengri möguleg, fyrir 8—12 ára. Matur og gisting á staönum. Útreiöatúr á hverjum degi og undirstöouatriöi kennd, veiöiferö- ir, kvöldvökur og fl. skemmtílegt. Hestar og bunaour á staönum en dvalargestir geta komiö meö sitt eigio Hefst laugardaginn 2. júní og lýkur laugardaginn 1. september. Nánari uppl. í síma 22997 alla virka daga. Ódýr dvöl, greiöslukjör. Geymiö auglýsinguna. Vegna fjölda áskorana framlengjum við tilboöinu til laugardagsins 26. maí nk. 30% staðgreiðsluafsláttur af ollum vörum verslunarinnar OPID: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 26.5. frá kl. 10—3 e.h. ath, K.M. Húsgögn Tilboðlö veröur ekki endurtekiö Langholtsvegur 111 - Símar 37010 - 37144 - Reykjavík. „Of húmorslaus til aö fara í lögregluna" Rætt viö Magnús Tómasson myndlistarmann. í kröppum dansi Glaumur og gleöi á skemmtistöö- um í Reykjavík. Kramarhúsiö Fyrsta leik- og danssmiöjan tekin til starfa. jltogittlftllflftifr Föstudagsblaðið er gott forskot á hetgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.