Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 + Eiginkona mín, LILJA SALVÖR TRYGGVADÓTTIR, andaöist í Borgarspítalanum mánudaginn 21. mai. Guömundur Einarsson, Baldurshsimi, Stokkseyri. t Eiginmaöur minn, faöir okkar. tengdafaöir og afi, GUNNAR EINARSSON, Miöbœ, Haukadal, Dýrafiröi, ■ andaöist i Borgarspítalanum miövikudaginn 23. maí. Unnur Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Otför eiginmanns míns, SIGURJÓNS VALDASONAR, Vallargötu 8, Vestmannaeyjum, verður gerö frá Landakirkju laugardaginn 26. maí kl. 14.00. I Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Mínerfa Kristinsdóttir. + i Útför BJÖRNS HÓLM JÓNSSONAR, Olvaldsstöóum í Borgarhreppí, í‘ sem andaöist 16. maí sl., fer fram frá Borgarneskirkju laugardag- inn 26. maí kl. 14.00. i Bílferö verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 11.00. Blóm og kransar afbeönir. Þeim sem vildu minnast hins látna er | bent á Borgarkirkju eöa Slysavarnafélag fslands. Fyrir mina hönd, sona, tengdadóttur og barnabarna, Sigrún Jónsdóttir. + Útför fööur míns, tengdaföður og afa, ÁGÚSTS SIGURÐSSONAR, Dalbraut 27, verður gerö frá Áskirkju föstudaginn 25. maí kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hins látna láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Óskar Tómas Ágústsson, Sigríöur Guörún Jónsdóttir, Lára Guóm. Óskarsdóttir, Vilhelmína Óskarsdóttir, Ágúst Jón Óskarsson. + Útför GUÐLAUGS ÁSMUNDSSONAR, Neóra-Apavatni, sem lézt 21. maí, veröur gerö frá Mosfellskirkju laugardaginn 26. maí kl. 14.00. Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúö vegna andláts og útfarar SÉRA GARDARS SVAVARSSONAR, fyrrv. sóknarprests í Laugarnesi. Fyrir hönd þarna, stjúpbarna, barnabarna og systkina hins látna, Vivan Svavarsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, MARTEINS GUÐBERGS ÞORLÁKSSONAR frá Veiöileysu. Halldóra Guöbjörg Jónsdóttir, Jón Kristinn Marteinsson, María Hjartardóttir, Ólöf Marteinsdóttir, Vilhjálmur Ragnarsson, Þorlákur Marteinsson, Unnur Bjarnþórsdóttir. + Þökkum innilega samúö og vináttu vegna andláts og útfarar STEINVARAR SÍMONARDÓTTUR frá Austurkoti, Vatnsleysuströnd. Aöalsteinn Sigursteinsson, Guóbergur Sigursteinsson, Óskar Guömundsson. Tómas Asgeirs- son — Minning Fæddur 26. október 1929 Dáinn 16. maí 1984 f dag kveðjum við með söknuði góðan vin og frænda, Tómas Ás- geirsson. Tómas fæddist 26. októ- ber 1929 og voru foreldrar hans Theodóra Tómasdóttir og Ásgeir Árnason, vélstjóri. Þau höfðu búið í Reykjavík en fluttu norður til Akureyrar árið 1942. Tómas var alinn upp á einstak- lega ástríku og menningarlegu heimili. Ásgeir var löngum vél- stjóri á skipum Landhelgisgæsl- unnar, þar til hann stofnaði vélsmiðjuna Odda á Akureyri árið 1942 ásamt fleirum, en réðst nokkru síðar til Skipadeildar Sambandsins og var þar vélstjóri til dauðadags. Þrátt fyrir fjarvistir föðurins frá heimilinu naut Tómas góðrar handleiðslu beggja foreldranna. Sagði hann oft síðar, að hann væri ætíð þakklátur föður sinum fyrir það að halda að sér góðum bók- menntum á meðan þeir voru sam- tíða. Það var síðan ætíð aðals- merki Tómasar að lesa góðar bókmenntir og hlusta á sígilda tónlist. f þeim efnum var hann vandlátur, smekkmaður og fag- urkeri í hvívetna. Hann hafði mik- ið yndi af lestri leikrita og nam um tíma leikiist án þess þó að ganga út á þá braut. Á þeim tíma kynntist hann ýmsum leikurum, sem hann taldi til sinna bestu vina og fylgdist grannt með starfi þeirra. Tómas fór ungur á sjóinn og þá í fyrstu á skip með föður sínum. Hann nam loftskeytafræði en undi ekki í því starfi. Nam hann þá matreiðslu, sem varð hans aðal- starf til lands og sjávar. Tómas fór víða um heim í starfi sínu og gáfust því ýmis tækifæri til þess að kynnast nánar heimsmenning- unni. Hann starfaði lengst af í Bandaríkjunum. Hann kom við og við heim til íslands og urðu þá ætíð fagnaðar- fundir við systur og börn þeirra og aðra ættingja, því Tómas var frændrækinn í meira lagi. Tómas dvaldi hér á landi mestallt síðast- liðið ár en sneri aftur til Banda- ríkjanna í desember sl. Það kom því nokkuð á óvart, þegar hann kom aftur til landsins um miðjan janúar sl. Heilsu hans hafði þá hrakað mjög og lagðist hann strax inn á sjúkrahús, en var fyrir nokkru útskrifaður þaðan, þegar hann andaðist á heimili sínu á Bjargarstíg 2 þann 16. maí sl. Tómas hafði búið um nokkurn tíma á síðastliðnu ári á Bjargar- stíg 2 hjá frú Guðrúnu Vigfús- dóttur, sem reyndist honum mikill vinur. Leitaði hann til hennar, þegar hann kom aftur til landsins og reyndist hún honum stoð og stytta í veikindum hans, þar til yfir lauk. Verður hjálp hennar við Tómas seint fullþökkuð. Við sendum systrum Tómasar, Ernu, Svanhildi og Ásgerði, börn- um þeirra og mágum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Theodór, Sigurður og Árni Jón. Kristján Jens- son — Minning Þegar við vinnufélagar Krist- jáns Jenssonar á Bæjarleiðum kveðjum hann hinstu kveðju er okkur efst í hug minning um góð- an dreng og glaðbeittan sem í dagsins önn átti ævinlega tíma fyrir sína félaga og ræddi um landsins gagn og nauðsynjar af hispursleysi og lifandi áhuga. Þegar Kristján kom til starfa á Bæjarleiðum hafði hann þegar skilað drjúgu dagsverki til sjós og lands í sinni æskubyggð í Ólafsvík, þar sem hann var virtur borgari og um tíma formaður verkalýðsfé- lagsins Jökuls og mun á þeim tíma hafa tekið drjúgan þátt í félags- og framfaramálum síns byggðar- lags. Eftir að Kristján kom til starfa á Bæjarleiðum gaf hann sig ekki mjög að félagsmálum en hafði þó á þeim gott vit og lagði góðum málum lið. Kristján var aldrei neitt smá- menni í sínu lífi, hafði yndi af því sem lífið hefur best að bjóða og naut þess ríkulega. Það þarf því engum að koma á óvart þótt hann hefði ekki skap til að finna lífsþrótt sinn fjara út og ekkert hefði verið fjær hans skaplyndi en verða bjargarlaus kararmaður. Um leið og við þökkum sam- fylgdina á liðnum árum hér á Bæjarleiðum, sendum við eftirlif- andi konu hans og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. F.h. Starfsmannafélags Bæjarleiða, Rósant Hjörleifsson. Fræðsludagur um rafbíla Verkfræðistofnun Háskóla fs- lands heldur fræðsludag um rafbíla, laugardaginn 26. maí nk., í Borgar- túni 6, 4. hæð. Tilgangur fræðsludagsins er að gefa öllum þeim, sem áhuga hafa á rafbílum, jafnt tæknimönnum sem og hinum almenna borgara, tækifæri til að kynnast sögu raf- bílsins, uppbyggingu hans, stöðu hans í dag og framtíðarhorfum. Gerð verður grein fyrir niðurstöð- um prófana með rafbíl Háskóla ís- lands og fá þátttakendur eintak af skýrslu um bílinn, sem kemur út daginn sem fræðsludagurinn verð- ur haldinn. Á fræðsludeginum flytur L. Roy Leembruggen, framkvæmdastjóri ástralska verkfræðifyrirtækisins Elroy Engineering Ltd., erindi um rafknúinn strætisvagn, Town- obile, sem fyrirtækið hefur ha- nnað. Fræðsludagurinn er við það miðaður, að allir þeir, sem áhuga hafa, geti sótt hann, fræðst um rafbíla, kynnst niðurstöðum þeirra rannsókna sem fram hafa Leiðrétting í frétt í Mbl. sl. þriðjudag, um andlát Eyjólfs Ástgeirssonar af slysförum, misritaðist heimilis- fang hins unga látna manns, en hann átti heima að Mávahlíð 22 í Reykjavík. farið við Háskóla íslands og lagt fram fyrirspurnir. Með þetta í huga hefur þátttökugjaldi verið stillt í hóf. L. Roy Leembruggen mun við heimsókn sína til Islands ræða hugsanlegt samstarf um fram- leiðslu á Townobile-strætisvögn- um hér á landi, reynist þeir áhugaverðir. Er því hugmyndin, að vagnarnir yrðu byggðir frá grunni og mundi það skapa um- talsverða atvinnumöguleika hjá bifreiðasmiðum, segir í frétt frá Verkfræðistofnun Háskóla Is- lands. Endurfundir í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga bandarísku kvikmyndina Endur- fundi (The Big Chill). Mynd þessi var tilnefnd til Óskarsverðaluna sem bezta kvikmynd ársins 1983. Glenn Close var tilnefnd sem bezta leik- konan og sömuleiðis hlutu Kasdan og Benedek tilnefningu fyrir frum- samið kvikmyndahandrit, segir í kynningu kvikmyndahússins. í aðal- hlutverkum eni Tom Berenger, Glenn Close, Jeff Goldblum, Willliam Hurt og Kevin Kline. í kynningu segir að þetta sé saga ungs fólks í leit að brostnum vonum, en það eina, sem þau hafi þarfnast, hafi verið vinátta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.