Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 45 Skammsýni Nú er lag að leggja Græn- metið niður Húsmóðir í Vesturbænum hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Nú væri lag að leggja einokun Grænmetisverslunar ríkisins niður. Gremja almennings er svo mikil yfir kartöfluinnflutningi þessarar stofnunar síðastliðinn vetur. En hvað gera sjálfstæðismenn í ríkisstjórn? Þeir svæfa málið! Ekki er víst að þeir vilji leggja þetta ófremdarástand niður en nú er full ástæða til þess. Menn fá ekki séð annað en að framsókn- armenn ráði full miklu f þessari ríkisstjórn. Fyllsta hlutleys- is er ekki gætt Flugmaður hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Nú hefur verið skipaður gerð- ardómur í deilumáli flugmanna og einn meðlima hans er Bárður Daníelsson sem er fyrrverandi stjórnarformaður og eigandi flug- félagsins Vængja. Bárður átti í útistöðum við félag atvinnuflug- manna fyrir nokkrum árum og finnst mér sem ekki sé fyllsta hlutleysis gætt. Ég vil líka minnast á þessa samningataktík sem nú virðist viðhöfð en það er að stjórnarfor- maður og forstjóri hafi samband sín á milli tvisvar á dag í gegnum síma og það í jafn veigamiklu máli og þessu. Kannski að ASÍ menn verði á Kanaríeyjum og Vinnu- veitendasambandið á Miami og hafi símasamband sín á milli næst þegar þessir aðilar fara að semja og svo verði einhverjir pótintátar hér heima sem ræði málin af kappi allan daginn. Ég vil hins vegar ekki að svona verði staðið að samningamálum og ekki gæfuleg aðferð við að leysa stærri vanda- mál. K.S. skrifar: Þeir hafa verið skammsýnir, frammámenn í landbúnaði á und- anförnum árum, framsóknar- menn, sem eru búnir að vasast með mál bænda frá upphafi. Fyrir einum tuttugu árum, hefði átt að skipuleggja landbúnaðinn, með framsýni og fyrirhyggju. Fyrr á árum þegar talað var um að ráðunautar ættu að hafa hönd í bagga með hvar framleiða ætti hverja afurð fyrir sig var svarað að bændur ættu að ráða því sjálf- ir. Þar lá hundurinn grafinn, þeir vildu ekki og gátu ekki stjórnað. Nú aftur á móti, löngu síðar, eru þeir að ráðskast með tekjur bænda. Þeir sjá sína sæng upp- reidda, kaupfélögin, mjólkursam- lögin, starfsfólk Búnaðarfélags ís- lands, ráðunautar og síðast en ekki síst allur sá fjöldi fólks sem vinnur ljóst og leynt við þennan atvinnurekstur. Hvar verður at- vinnu fyrir allt þetta fólka að fá og okkur bændadruslurnar í ofan- álag? Það er hætt við það syrti í álinn fyrir fleirum en bændum, ef stór- felldur samdráttur verður í land- búnaði sem allar horfur eru á þessa dagana. Hvern fjandan var verið að framleiða svona mikið fram yfir innanlandsþörfina, til að gefa með því. Fyrst þeir ekki treystu sér til að koma afurðunum í sæmilegt verð erlendis, (það sjá allir að það er vonlaust núna) þá er spurning- in hvort þeir hefðu ekki getað gert betur í þeim efnum hér áður fyrr. Nú er svo komið að góðir menn skammast sín fyrir að vera bænd- ur, jafnvel þótt þeir hafi gert sitt besta í gegnum árin og litið á búskapinn sem atvinnurekstur sem starfrækja þyrfti með mikilli hagsýni og dugnaði og borgað háa skatta og skyldur. Það er líkt með landbúnaðinn og sjávarútveginum að það vilja velj- ast misjafnir menn í þessar at- vinnugreinar, menn sem ekki eiga þar heima og eyðileggja bæði fyrir stéttinni og landinu, svo kvarta þessir menn og emja þar til hlaup- ið er undir bagga með þeim. Þeir bændur sem ekki hafa komist af efnahagslega eiga að hætta á stundinni, hefðu átt að vera hæfir fyrir löngu. Það er verið að hvetja bændur að fara út í svonefndar hliðarbú- greinar. En þarf enga menntun til að kunna að hirða og fóðra loðdýr svo vel fari? Getur það ekki orðið of dýru verði keypt að læra ein- ungis af reynslunni? Maður hefur heyrt það að þeir bændur sem gefast upp á að hirða kýr og kindur hafi ekkert í það að gera að hirða loðdýr. Þetta sel ég ekki dýrar en ég keypti það. Aftur tekur ragur maður rasgjöf sína 0885-8756 skrifar: Margt er skrifað í blöðunum og ekki allt merkilegt. En alveg ofbýð- ur mér að lesa þessi skrif um mál- verk sem Jóhannesi Nordal hefur verið gefið í afmælisgjöf. Ég veit ekki betur en góðborgurum þessa lands hafi verið gefin málverk á stórafmælum svo lengi sem ég man, sem betur fer fyrir málarana, því oft er keypt beint af þeim og margir leggja saman. Aldrei hef ég heyrt að slíkar gjafir væru skattskyldar, hvað þá að það kæmi í blöðunum hvað þær kostuðu borið saman við laun verkamanna. Fólk er farið að missa áttanna í útreikningum á einu og öllu. Má ekki líka fara að skattleggja brúðar- og fermingargjafir? Hver ræður því að sltkar gjafir hafa farið svona uppúr öllu valdi í verði? Áreiðanlega ekki Jóhannes Nordal. Fáein orð um ær og kýr Ingjaldur Tómasson skrifar: I þættinum Daglegt mál var fyrir nokkru talað um ær og kýr og um óvirðingarheitin rollur og beljur. Þegar ég var ungur maður í Flóanum var ég ráðinn ásamt fleiri mönnum til að hlaða flóð- garða á mýrlendi til að jafna áveituvatnið svo að spretta yrði sem best. Þessir samverkamenn voru mjög skemmtilegir og bar margt skemmtilegt á góma, bæði í vinnuhléum og á kvöldin að loknu dagsverki. Bóndinn á bænum hafði flust frá Norðurlandi fyrir nokkru. Fullorðin kona var á bænum sem líka var að norðan, mjög greind og skemmtileg og ræddum við við hana um ýmis málefni. Einhvern- tíma minntist einn vinnufélagi minn á það við hana hvað Norð- lendingar litu stórt á sig og væru rígmontnir, og það stóð ekki á svörunum hjá konunni, sem hefur eflaust gramist þessi aðför að Norðlendingum. Hún svaraði því samstundis að Sunnlendingar kynnu ekkert nema að slá og róa og þeir kölluðu húsdýr sín, sem þeir lifðu á, rollur og beljur og kettina fress og læður, en Norð- lendingar kölluðu þessar lífsnauð- synlegu skepnur sinar ær og kýr og kettina högna og bleyður. Það var ekki laust við að áheyrendur kímdu að þessu og félagi minn niðraði ekki Norðlendinginn oftar. Einhverntíma þegar þurfti að smala til rúnings og til að marka lömbin vorum við garðhleðslu- mennirnir beðnir að hjálpa til, bæði við smölun og innrekstur fjárins. Ég hálfkveið fyrir þessu verki, því nær alltaf þegar ég þurfti að reka inn kindur, upp- hófst mikill eltingaleikur með hundagelti og allskyns látum þar til allt féð var komið í réttina. En nú brá öðruvísi við. Þegar féð var komið að réttinni, tóku allir upp net, sem lagt hafði verið á jörðina nokkuð frá og svo var þrengt að fénu og ekki slapp ein einasta kind. Mér blöskraði oft meðferðin á lömbunum um fráfærurnar. Þau voru tekin frá ánum og rekin til fjalls sama daginn. Þetta hafa verið mikil viðbrigði fyrir lömbin og þegar var verið að reka þau af stað vildu þau taka sig útúr hópn- um og var þá hundunum óspart beitt. Á Norðurlandi (og e.t.v. víð- ar) tíðkaðist það að lömbin voru tekin undan ánum á kvöldin og látin hlaupa um stekk yfir nóttina og ærnar mjólkaðar á morgnana. Þetta var gert í nokkra daga og viðbrigðin hjá lömbunum ekki orðin eins mikil og þegar þau voru tekin undan mæðrunum samdæg- urs og rekin langan veg til fjalls. Ég þekkti konu fyrir austan fjall sem var oft með mér í smala- mennsku á vorin. Hún var með vel vaninn hund, sem hlýddi öllu sem hún skipaði honum. Þótt mikið hundagelt og læti væri við inn- reksturinn, þá gekk hann á eftir henni og lét ekkert í sér heyra. Ég held ég hefði ekki trúað þessu hefði ég ekki séð það. Þessi kona var að norðan. Ég held ég verði að draga þá ályktun af þessu, að Norðlend- ingar beri meiri virðingu fyrir húsdýrunum, sem segja má að hafi verið lífsförunautar okkar ggnum aldirnar. Rollu- og belju- heitið er líka frekar ljótur blettur á íslensku máli. Ær og kýr ætti að vera sjálfsagt mál eins og margt fleira, sem mér finnst fegurra á norðlensku máli. Ég held líka að Norðlendingar venji betur fjár- hunda sína eins og framansögð dæmi virðast sanna. S2P StG&A V/öGA í A/LVtRAU HVRQ KOM TIL W ÞÚ 9ENGDIR ÞÉP S0RP19, LÓR'7 EG VRR BUIN RP FR NÓ6 RF iSKÖMMUNÖH 6VENDI x EITTHVRO ÞVKIST É6 NU KRNNRST VID ÞESSI HLJÓe, Góöir greiösluskilmálar Hagstætt verö Bláskógar ÁmmÚIÍ fi oími fiCHfili Armúli 8, sími 86080. Garðhúsgögn í fjölbreyttu úrvali Eitt mikilvægasta atriöi varðandi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til þess að hámarksgæði verði á suðu er nauðsyn- legt að vírinn sé valinn með tilliti til allra aðstæðna Með þessa staðreynd í huga eigum við til á lager mikið úrval af rafsuðuvír auk tækja og fylgihluta. T æknimenn okkar veita fúslega allar upplýsingar og eru þér innan handar um valið. Hafið samband við söludeild. FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆDUM OG GÓÐRI ÞJÓNUSTU HEÐINN VÉLAVERZLUN -SlM 1: 24260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.