Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLADIÐ, FIHMTUDAGUR 24. MAl 1984 27 Myndaframköllun á 2 klukkustundum Á undaníornum misserum hefur færst mikil samkeppni í framköllun Ijósmynda hér á landi. Þetta er bæöi eðlileg og sjálfsðgö þróun, enda hefur tækni við framköllun litmynda fleygt mjög fram hin síðari ár, segir í fréttatilkynningu fri Ljósmyndaþjónustunni hf. Þar segir ennf remur: „Erlendis hefur svokölluð hraðþjónusta náð nokkrum vin- sældum. Hún hefur farið fram eftir ýmsum leiðum. Að vísu hef- ur sú þjónusta stundum komið niður á gæðum myndanna, en viðskiptavinir kjósa oft hraðann fremur en gæðin. Nú hefur Ljósmyndaþjónust- an í samvinnu við Litsýn ákveðið að veita svonefnda „tveggja tíma þjónustu". Hún er fólgin í því, að viðskiptavinurinn fær myndirn- ar tilbúnar í hendur tveimur tímum eftir að hann kemur með filmurnar. Tækjakostur framköllunarfyr- irtækisins Litsýn er einhver sá fullkomnasti og hraðvirkasti sem til er í heiminum i dag. Þar eru ávallt mjög hæfir starfs- menn, m.a. tveir ljósmyndarar sem stöðugt fylgjast með gæð- um. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem framköllunarfyrir- tæki af þessari stærð býður upp á tveggja tíma afgreiðslu en áð- ur hafa einungis svokölluð „Mini Labs" séð um svo fljóta þjón- ustu. Miðstöð þessarar þjónustu verður í nýja húsinu við Lækj- artorg. Þangað verða filmurnar sóttar reglulega og myndunum skilað aftur tilbúnum eftir tvær klukkustundir. Margir gætu ályktað sem svo, að þessi þjónusta yrði dýrari en sú, sem nú er veitt. Það er ekki, heldur mun verðið lækka. Ljósmyndaþjónustan vill bjóða þessa þjónustu, jafnhliða fyrri þjónustu, sem þegar nýtur mikilla vinsælda vegna gæða, valkosta milli stærða mynda og áferðar. Nýja þjónustan hófst þriðjudaginn 22. maí. Hún mun nefnast „Filmuþjónusta með feiknarhraða"." Rallökumenn spretta úr spori Rallökumenn munu um áttaleytið í kvöld keppa í svokölluðu „sprett- ralli" á tveim leiðum, stuttum sér- leiðum, við Keflavíkurveginn, sunn- an Straumsvíkur við Hvassahraun. Verða þessar leiðir eknar fram og til baka, en einstakir keppend- ur geta skipst á að aka sömu keppnisbílum, ef svo ber undir. Er „sprett-rallið" viðleitni Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur í þá átt að halda rallökumönnum í æfingu ásamt því að kynna áhuga- mönnum rallakstur í einföldu formi. Hefur verið rætt um að bjóða þeim sem áhuga hafa að si- tja í með keppendum, en aðeins einn keppandi er í hverjum bíl. Er þar með komið kjörið tækifæri fyrir þá að kynnast þessum mál- um betur án tilkostnaðar. Ætlun- in er að halda „sprett-rallkeppni" með jöfnu millibili á fimmtudags- kvöldum í sumar. Leiðrétting f frétt um Sparisjóð Kópavogs í gær, var sagt að Jósafat J. Líndal hefði verið sparisjóðsstjóri frá upphafi. Það er ekki rétt, Hrólfur Ásvaldsson var sparisjóðsstjóri fyrstu starfsár Sparisjóðs Kópa- vogs. Elín Bruusgaard gestur Friðarhreyfingar kvenna ELÍN Bruusgaard frá Noregi er væntanleg til íslands í boði Frið- arhreyfingar íslenskra kvenna og Norræna hússins og flytur erindi á aðalfundi hreyfingarinnar í Nor- ræna húsinu á aðalfundi samtak- anna á laugardag. Elín Bruusgaard er þekkt kona í sínu heimalandi og víðar fyrir störf sín í kvennahreyfingum, að þróunarhjálp og sem fulltrúi í norsku sendinefndinni á allsherj- arþingi SÞ.' Hún hefur verið formaður Húsmæðrasamtakanna í Noregi og Alþjóðasambandi húsmæðra. Bók sem hún skrifaði um reynslu sína á þessum vett- vangi kom í vetur út í íslenskri þýðingu Sigriðar Thorlacius und- ir nafninu Augliti til auglitis. Segir þar á bókarkápu að þetta sé fyrst og fremst bók um það þegar konur hittast. Og íslenskar konur mun hún einmitt hitta á aðal- fundinum á laugardaginn. Friðarsamtök kvanna hafa starfað í eitt ár og er þetta fyrsti aðalfundurinn. Verða þar almenn aðalfundarstörf, rætt um skipu- lag og framtíðarverkefni í starfshópum. En fundurinn er opinn öllum konum sem áhuga hafa á friðarmálum. Elín Bruusgaard Knattspyrnuskóli Knattspyrnufélagiö Valur veröur í sumar meö knattspyrnuskóla á félagssvæöi sínu aö Hlíö- arenda. Skólinn veröur í formi tveggja vikna námskeiöa og hefst þaö fyrsta mánudag 28. maí nk. og síöan 12. júní, 25. júní, 9. júlí, 23. júlí, 7. ágúst, 20. ágúst. Fariö veröur í helztu undirstööuatriöi knattspyrnunnar, en einnig veröur boöiö upp á knattspyrnumyndir af myndbönd- um og ýmislegt fleira. Allir krakkar á aldrinum 6 til 12 ára eru velkomnir. Þátttöku- gjald er kr. 500 fyrir hvert nám- skeið. Leiöbeínendur veröa lan Ross, fyrrum leikmaöur Liverpool, Aston Villa o.fl., og Jóhann Þorvarðarson, kennari og leik- maöur 1. deildarliðs Vals. Innritun á fyrstu námskeiöin veröur nú á fimmtudag og föstudag í síma 687704 milli kl. 11 og 13.30, og í íþróttahúsi Vals, s. 11134, kl. 17—18. Heimilisverslunin Habitat gengst fyrir fjórum tveggja kvölda nám- skeiðum í austurlenskri matar- gerð nú í byrjun júní. Kennd veröur einföld matargerö í hm- um kínversku Wok pottum, sem farið hafa eins og eldur ísinu um landiö. Kennari verður thailensk kona, Kesara Jónsson, sem búsett er hér á landi og rómuðer fyrir snilld sína ímatargerð. ¦ III I Verð fyrir tveggja kvölda nám- skeið er kr. 950.- Námskeiðin fara fram dagana: 4. og 5. júni, 6. og 7. júní, 11. og 12. júni og 13. og 14. júní. habitat Laugavegi 13, s. 25808.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.