Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 44
*Í4 MORGUNBLÁDIÍ), FlMMTUDAGUR 24. MÁÍ 1&4 ¦ 1983 Unlvirnl Prtll Synaicilt H-'S (H'itt'ir ekkj) Ast er ... að vona aö hún gangi fram- hjá. TM Rag. U.S. Pat Off.-all rtghts resarved e 1981 Los Anjeles Times Syndlcate Þetta eru hjónin sem unnu í get- raununum á dögunum! Það fer ekki milli mála að sótið hefur verið búið að stífla reyk- háfinn? HÖGNI HREKKVÍSI „EM FINIi, HÖffNl HEFUf? 5ÓTTXvAXWÍASS* 1 " Þessír hringdu ... Er þörf á f leiri bensín- sölustöðum? Borgarbúi hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: Það hefur vakið athygli að ver- ið er að byggja bensínstöð á ein- um fegursta stað borgarinnar, við hina rómuðu sólarströnd í Ána- naustum. Þetta leiðir hugann að því hvort þðrf sé á fleiri bensínsölu- stöðum í borginni. Á seinni árum hafa bensínstöðvar sprottið upp eins og gorkúlur á haug á ólíkleg- ustu stöðum. Óþarfa íburður hefur vaxið á undanförnum árum en ekki hefur örlað á því hjá olíufélögunum að þjónusta við viðskiptavini hafi verið bætt. Enn þann dag í dag láta þessi einokunarfélög sér sæma að hafa lokað heilu dagana að ekki sé talað um að kvöld- og næturþjónusta er nánast engin. Það er furðulegt að borgaryf- irvöld skuli endalaust láta undan kröfum þessara félaga um lóðir og byggingarleyfi á bestu stöðun- um í borginni án þess að á móti komi betri þjónusta við borgar- ana. Táknrænt fyrir tillitsleysi olíu- furstanna er bensínstöð SÍS við Kalkofnsveg í hjarta borgarinnar og beint á móti Stjórnarráði ís- lands. Undanfarið hafa verslanir stórbætt þjónustu sína við borg- arbúa með lengingu opnunartíma og meira að segja bankarnir hafa hafið samkeppni. En hvenær skyldu olíufélögin hætta þeirri einu samkeppni sem á milli þeirra er, það er bensínstöðva- byggingunum og snúa sér í stað- inn að því að auka þjónustu við almenning. Dæmigert fyrir bruðl olíufélag- anna er oliusending SÍS til ísa- fjarðar í togarann Hafþór sem fræg var að endemum. Stundum dettur manni í hug að álit fyrirmanna á dómgreind al- mennings sé ekki upp á marga fiska. „Verið þér því fullkomnir" Sr. Árelíus Níelsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Hjartanlega þakka ég vökumann- inum mikla séra Bjartmari Krist- jánssyni fyrir orð hans um „hlut- verk kirkjunnar" (Mbl. 12.5. '84). Auðvitað er það æðsta hlutverk kirkjunnar að kenna mönnum að varðveita guðsmynd sína að fyrirmynd Jesú, sem var æðsta hugsjón mannlegrar viðleitni. Trú Jesú á þroska og gerð mannssálar, þ.e. guðsandann og orkuna í manninum sjálfum, og það takmark sem mannkyn allt, og um leið hver einstaklingur, þarf að keppa að kemur best fram í orðum hans, er hann segir í fjallræðu sinni: „Verið þér þvf fullkomnir eins og yðar himneski faðir er fullkominn." Það er hvorki meira né minna sem hann ætlar manninum að geta orðið. Guð hans og faðir er kærleikur- inn. Og um samfélög og innlifun mannsandans við sig og sínar hugsjónir segir hann: „Verið í mér, eins og ég verð í yður." Þar birtist hinn sanni kristindómur ofar öllum játningum, trúfræði og helgisiðum. Eftirdæmi Jesú er því hið æðsta í viðleitni í verki og hvíld hversdags. Sú innlifð, sílifð og eilífð hlýtur að vera æðsta viðfangsefni kirkju hans hvern einasta dag. Það við- fangsefni eitt mun bjarga jarðlífi mannsins frá eyðingu. Andinn sigri efnið. Gefum gætur hver að öðrum Yasmín B.N. Björnsdóttir skrif- „Ágæti Velvakandi. Mig langar að spyrja hvort að það sé bannað að tala um Guð (Guð með stóru G) í þessu þjóð- félagi sem kennir sig við Biblí- una og kristna trú. Því að í hvert sinn sem við nefnum Guð eða lof- um Guð fyrir það sem hann hef- ur gert fyrir okkur eða aðra, eða tðlum t.d. um það, að við höldum sunnudaginn heilagan, erum við spurð hvort við séum í einhverj- um sértrúarflokki! Eins og að þá væri tal okkar um Guð afsakan- legt. Og það er yfirleitt fólk, sem les ekki i Biblíunni og hefur þess vegna ekki hugmynd um í hverju trú á Guð og Jesúm er fólgin. Þau segja, að tal okkar um Guð, Jes- úm og Biblíuna sé átroðningur inn á einkamál þeirra. „Ég læt þig í friði, og þú lætur mig í friði." Ég vil ekki þennan hugs- unarhátt hjá fólki sem segist vera kristið. Eigum við þá að bera trú okkar í hljóði í þessu landi af því að hinum finnst það / 5 4£r / k OXO.ao.qO.rtnn larvqi óþægilegt eða væmið eða hvim- leitt að minnist sé á það? Eigum við sem kristin börn, konur og menn, lærisveinar Jesú, að setja ljós okkar undir mæliker? Er þetta það sem Jesús kenndi okkur, við sem eigum að vera salt jarðarinnar? Hann sagði ein- mitt: „Þannig lýsir ljós ykkar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk ykkar, og vegsama himn- eskan föður ykkar." Kannski getur biskup íslands svarað þessum spurningum: Er bannað að tala um Guð og trú sina í daglegu tali á meðal krist- inna manna? (Því að hér erum við jú ekki á meðal múslíma.) Og hafa aðeins útskrifaðir prestar leyfi til þess? Eru orð Guðs kannski söluvara sem aðeins vellaunaðir menn úr prestastétt- inni mega selja á sunnudögum? „Bræður mínir, gefum gætur hver að öðrum, til þess að hvetja okkur til kærleika og góðra verka," segir í Hebreabréfinu 10:24. Og í Jakobsbréfi 5,19-20 stendur: „Ef einhver meðal ykkar villist frá sannleikanum, og ein- hver snýr honum, þá viti hann, að hver sem snýr syndara frá villu vegar hans, mun frelsa sálu frá dauða — dauða í helvíti."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.