Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 165. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólverjar flýja í pílagrímsferð Traiskirchen, Austurríki, 20. júlí. AP. EITTHUNDRAÐ og tuttugu grísk-kaþólskir Pólverjar báðust hælis í Austur- ríki í dag er þeir voru á leið í pflagrímsfor til Rómaborgar. Sögðust þeir hafa verið beittir misrétti sakir þess að þeir eru af úkraínskum ættum. Er þetta mesti flótti pólskra á einu bretti frá því 1982 er um 500 Pólverjar sneru ekki heim að af- lokinni heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu á Spáni. Flóttamenn- irnir eru á aldrinum 20—30 ára, 60 karlar og 60 konur. Fluga laumu- farþegi Moskvu, 20. uprfl. AP. SOVÉZKU geimfararnir um borð í Salyut-7 geimvísindastöðinni hafa sér til undrunar uppgötvað að þar um borð er fluga, sem virðist hafa tekið sér far með Soyuz T-12, er því var skotið á loft á þriðjudag, með þremur geimförum innanborös. Geimfararnir fylgjast nú af athygli með því hvernig laumufarþeginn lagar sig að hinu nýja umhverfi og þyngd- arleysi. Auk flugunnar eru sex geimfarar um borð í Salyut-7, þar af ein kona, sem dvaldist þar einnig í ágúst 1982. Fór hún aðra ferð sína með Soyuz-12. Þrír geimfaranna hafa verið í Salyut-7 í hálft ár. Pólverjarnir voru á leið í fjórum rútum til Vatikansins er höfð var viðkoma í flóttamannabúðunum í Traiskirchen, þar sem 120 af 180 ferðalöngum urðu eftir. Héldu 60 áfram á tveimur rútum en hinar sneru heim. Að sögn forstöðumanns flótt- amannabúðanna kjósa flestir Pólverjanna að flytjast til Kan- ada, en þar er fólk af úkraínskum ættum fjölmennt. Einnig kváðust Pólverjarnir búnir að fá sig full- sadda af „félagskerfi kommún- ista,“ og kjósi að komast til Vest- urlanda. Talið er að í Póllandi séu um 50 þúsund grísk-kaþólskir menn. Þótt kirkjusiðir þeirra séu ólíkir helgisiðum rómversk-kaþólskra líta þeir á páfa sem andlegan leið- toga sinn. Yfir 100 metra í spjótkasti AP/Símamynd Austur-Þjóðverjinn Uwe Hohn við tilkynningatöfluna á íþróttaleikvanginum 'Á-Berlín eftir að hafa sett nýtt heimsmet í spjótkasti, 104,80 metra. Hohn varð þar með fyrstur manna til að kasta spjóti yfir 100 metra. Á töflunni stendur aðeins 04,80 þar sem ekki var gert ráð fyrir 100 metra kasti. Áfrekið vann Hohn með bandarísku spjóti sem félagi hans keypti þar í landi í fyrra. Sjá nánar um heimsmet Hohn og heimsmet búlgörsku stúlkunnar Ludmilu Andonovu í hástökki á Berlínarmótinu á íþróttasíðu. Lausn hafnardeilunnar sigur stjórnar Thatcher London, 20. júlí. AP. Hafnarverkamenn og verkalýös- leiótogar náðu í dag samkomulagi um að létta 10 daga hafnarverkfalli, sem lamað hafði alla flutninga á sjó til og frá Bretlandi. Lausn deilunnar kemur sér vel fyrir stjórn Margaretar Thatcher, sem stendur vel að baki Verka- mannaflokkinum að vinsældum, samkvæmt skoðanakönnun Guardian. Nýtur stjórnin minnstu vinsælda frá 1982 er stríð við Arg- entínu út af Falklandseyjum jók á vinsældir hennar. Samkvæmt könnuninni styðja 34,5% kjósenda stjórn íhalds- flokksins meðan 39% styðja Verkamannaflokkinn. Lausn deilu hafnarverkamanna er sagður sig- ur fyrir Thatcher, á sama tíma og engin lausn virðist I sjónmáli í rúmlega fjögurra mánaða deilu kolanámumanna. Sagði Thatcher leiðtoga þeirra „hinn innri óvin“ og líkti þeim við herforingja- stjórnina sem bar ábyrgð á inn- rásinni á Falklandseyjar. Umferð um breskar hafnar- borgir og sex borgir á meginlandi Evrópu komust í samt lag í dag, en hundruð skipa og flutningabif- reiða voru innlyksa vegna verk- fallanna. Ekki var skýrt frá í hverju samkomulag verkamanna og vinnuveitenda fólst, en báðir aðilar kváðu það „viðunandi". Einnig er það skoðað sem sigur fyrir Thatcher að sjómannasam- tökin aflýstu aðgerðum gagnvart skipum Sealink Ferries, sem selt var einkaaðilum nýverið. Fundað án Chernenkos Moekvu, 20. júli. AP. Stjórnmálanefnd sovézka komm- únistaflokksins kom saman til fund- ar í vikunni í fjarveru Konstantins Chcrnenko flokksleiðtoga, sem var í sumarleyfi, að sögn Prövdu. Chernenko fór í frí á sunnudag, og svo virðist. sem Dmitri Ustinov varnarmálaráðherra hafi einnig verið fjarverandi. Meðal mála á fundinum voru væntanlegar kosningar í verka- lýðsfélögum og nýafstaðnar við- ræður Chernenkos og Andrei Gromykos utanríkisráðherra við Javier Perez de Cuellar fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- Kampakátir keppinautar AP/Símamynd Walter Mondale frambjóðandi Demókrataflokksins við forsetakosningarnar í haust ásamt helztu keppinautum sínum um hnossið, Jesse Jackson og Gary Hart, við lok landsfundar demókrata, þar sem eining var allsráðandi í lokin. Sjá „Mondale vill mæta Reagan í kappræðu" á bls. 22. Dollar setur met í París London, 20. júlí. AP. Bandarfkjadollar setti nýtt met gagnvart franska frankanum í dag, auk þess sem hann hefur ekki verið hærra skráður gagnvart þýzka mark- inu í áratug. Gagnvart öðrum helztu gjaldmiðlum breyttist gengi dalsins óverulega. Hins vegar stórféll gullverð í dag, eða um 10,50 dollara únsan í London og 8 dollara í Zurich, kost- aði 340,75 dollara í London og 342,50 dollara í Zurich. Staða dollars á gjaldeyrismörk- uðum var sterkari í dag gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum nema sterlingspundinu en fyrir viku. Sérfræðingar sögðu stöðu dollar- ans styrka, og varð það til að styrkja hann enn frekar að allt bendir til að þjóðarframleiðsla annars ársfjórðungs í Bandaríkj- unum hafi verið enn meiri en spáð hefur verið. Sterlingspundið sótti í sig veðr- ið gagnvart öllum helztu gjald- miðlum þar sem deilu hafnar- verkamanna er lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.