Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 Mjólkurferð um Borgarfjörð: Kúm hefur ekki fjölgaö en mjólkurmagn aukist um 10% Tilraunareitur fyrir matjurtarækt i Hvanneyri. Akranesi, í júlí. Fyrir skömmu efndi Mjólkurdags- nefnd til kynnisferðar um Borgar- fjörð fyrir fulltrúa fjölmiðla til að kynnast framleiðslu á mjólkurvörum en það er markmið nefndarinnar að sameina krafta innan mjólkuriðnað- arins um kynningar- og auglýs- ingastarfsemi á mjólk og mjólkur- vörum. Mjólkurdagsnefnd var stofn- uð árið 1972 að frumkvæði Mjólk- urtæknifélagsins og hefur starfað nær óslitið síðan. Segja má að nefndin leggi meiri áherslu á fræðslu um hollustu mjólkur og mjólkurvara en auglýsingar. Gefnir hafa verið út fræðslubæklingar sem dreift hefur verið í alla grunnskóla landsins. Þá hefur á vegum nefndar- innar verið gerð kvikmynd og á síð- asta ári tvö myndbönd. Fastur árlegur liður í starfsemi Mjólkurdagsnefndar hefur verið að efna til mjólkurdaga, það hefur verið gert með því að halda sýn- ingu á helstu mjólkurvörum og selja þær á hagstæðu verði. Næstu mjólkurdagar verða nokkuð marg- ir, því Mjólkurdagsnefnd mun taka þátt í Búvörusýningunni ’84, dagana 21.—30. september nk. Þá verður tjaldað því sem hægt er og er ekki að efa að sýningin verður glæsilegur vitnisburður um þær framfarir sem orðið hafa í mjólkuriðnaði okkar á allra síð- ustu árum. Annað stórt verkefni Mjólkurdagsnefndar á þessu ári er útgáfa á bæklingi um mjólkina og kalkið. Handrit er eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson. Þessi bækling- ur mun koma út í september nk. í Mjólkurdagsnefnd eiga sæti eftirtaldir menn: óskar H. Gunn- arsson formaður, Brynjólfur Sveinbergsson, Gísli Andrésson, varð mikil breyting á öllum svið- um framleiðslunnar. Framleiðslu- svæði samlagsins er mjög stórt og er um 120 km keyrsla úr Borgar- nesi á lengsta áfangastaðinn. Flutningskostnaður er því mjög mikill því hver flutningabíll fer aðeins eina ferð á dag en til sam- anburðar má geta þess að i Dan- mörku og öðrum þéttbýlum lönd- um eru framleiðslustaðirnir yfir- leitt innan við 30 km radíus frá mjólkurbúinu og geta þau því nýtt bifreiðir og mannafla mun betur. Þetta er mjög stórt atriði í rekstri mjólkurbúa á Islandi. Mjólkursamlagið seldi um 300 tonn af pökkuðu skyri á sl. ári og varð um 20% söluaukning eftir að byrjað var að pakka skyrinu. Hjá Mjólkursamlagi Borgar- fjarðar starfa að jafnaði um 45 manns þar af 10—12 bílstjórar. 30% af vinnu mjólkurbúanna eru þrif á vélum, verkfærum og hús- næði að lokinni notkun dag hvern. Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga er æðsta yfirstjórn Mjólkursam- lagsins en dagleg stjórn er í hönd- um samlagsráðs. Mjólkursamlagið er eitt af þeim samlögum sem er aðili að Mjólkursamsölunni í mjólkurframleiðslu frá fyrra ári og þess vegna hefur þurft að reyna meiri útflutning á framleiðslunni, aðallega á ostum. Á sl. ári voru flutt á erlendan markað milli 8—900 tonn af osti, bæði til Bandaríkjanna og Evrópu. Verðið sem fæst fyrir ostinn í Bandaríkj- unum er 40—50% hærra en í Evr- ópu. Áætlað er að mjólkurfram- leiðsla á þessu ári verði 110 millj. lítrar og talið er að sú áætlun standist. En hvað veldur því að fram- leiðsla eykst þegar draga á úr henni og hvers vegna þurfum við að byggja svona stór mjólkurbú ef ekki er til markaður fyrir alla framleiðsluna? Mjólkurbúin voru byggð á sín- um tíma miðað við þær aðstæður sem þá vóru fyrir hendi og þróun- in í uppbyggingunni hefur verið mjög hröð. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar í landbúnaðin- um til að draga úr framleiðslunni. Má þar nefna kjarnfóðurgjaldið sem sett var á. Eins brugðu marg- ir bændur hart við og framleiðsla datt mikið niður og niðurgreiðslur minnkuðu. Það sem á móti kemur í dag er meiri bjartsýni manna á rekstur kúabúanna þó svo það eigi ekki við allstaðar. T.d. í Borgar- firði hefur kúm ekki fjölgað en mjólkurmagn hefur aukist um 10%. Hér kemur til betra árferði og fleira. Þrátt fyrir ýmis vandræði voru forráðamenn mjólkursamlaganna almennt bjartsýnir á framtíðina og bentu á að margt stórt væri að ske í framleiðslumálum á næst- unni. Það væri almenn stefna mjólkurbúanna að auka fjöl- breytni í framleiðslunni. Neyslu- venjur almennings væru lika mik- ið að breytast. Nýtt fjós skoðað á Bóndhóli Að loknum málsverði í Borgar- nesi var haldið sem leið lá að bæn- um Bóndhóli í Borgarhreppi en þar hefur bóndinn, Jón Guð- mundsson, nýlokið við að reisa nýtt fjós með ýmsum nýjungum. Jón bóndi sagðist hafa um 30 kýr, 100 kindur, nokkra hesta og ali- gæsir. Þetta er nú ekki stórt bú sagði Jón og aðspurður um kostn- að við gerð fjóssins sagðist hann ekki vita það. I fjósinu eru nokkr- ar nýjungar og skýrði Jón Finns- son mjólkureftirlitsmaður þær fyrir viðstöddum. Helstu nýjung- arnar eru fólgnar í því að geym- arnir sem mjólkin er geymd í eru þannig gerðir að varminn í mjólk- inni er notaður til að hita upp vatn til ræstinga í fjósinu og ef geymarnir eru enn stærri væri jafnvel hægt að hita upp íbúðar- húsnæði. Þó sum fjósin nú til dags séu enn fullkomnari er þetta fjós nokkuð dæmigert nýtískufjós. Önnur nýjung sem er í fjósinu er búnaður sem aðvarar bóndann ef eitthvað bilar í kælingu mjólkur- innar. Þetta er mjög mikið örygg- isatriði. Heimsókn aö Hvanneyri Á Hvanneyri tóku á móti ferða- mönnum Magnús B. Jónsson skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, Magnús óskarsson sem hefur umsjón með matjurta- Úr tnjólkursamlaginu í Borgarnesi. Guðmundur Stefánsson og Oddur Helgason. Agnar Guðnason blaða- fulltrúi landbúnaðarins er fram- kvæmdastjóri nefndarinnar. Glæsilegt mjólkurbú í Borgarnesi Fyrsti áfangastaður í ferðinni um Borgarfjörðinn var Mjólkur- samlag Borgfirðinga í Borgarnesi. Þar tók Indriði Albertsson mjólk- ursamlagsstjóri á móti hópnum og kynnti starfsemi fyrirtækis síns ásamt Birgi Gíslasyni verkstjóra. Mjólkursamlagið tók til starfa ár- ið 1932 og var starfsemin lengst af í sama húsnæðinu en árið 1981 var tekið í notkun nýtt og giæsilegt mannvirki og með tilkomu þess Mjólkursamlag Borgarfjarðar tók á móti um 10 millj. lítra af mjólk á sl. ári. Um 20% af því er pakkað í fernur og dreift á heima- svæðið, að auki eru framleiddir ostar, skyr, sýrður rjómi, ídýfur, sósur og ekki má gleyma smjör- inu. Það nýjasta ( framleiðslu samlagsins eru grautar. „Við ger- um það til að auka fjölbreytnina og eins til að nýta vélar og fólk betur,“ sagði Indriði Albertsson og einnig pökkum við mysu fyrir Reykjavíkurmarkaðinn. Við seld- um á sl. ári um 300.000 lítra af mysu og nú í haust munum við taka í notkun nýjar 1 lítra umbúð- ir. Þessi mysudrykkur er mjög hollur og vonumst við til að auka söluna á honum." Reykjavík en hin eru Mjólkurbú Flóamanna Selfossi, Mjólkursam- lag Reykjavíkur og Mjólkursam- lagið í Búðardal. Um 200 mjólkur- framleiðendur eru á Borgarnes- svæðinu og óhætt er að segja að um 750 manns hafi lifibrauð af mjólkurframleiðslunni í héraðinu þegar allt er talið. Mjólkurframleiðsla hefur aukist í landinu á sama tíma og draga átti úr henni Fram kom hjá forráðamönnum Mjólkursamlaganna að reiknað væri með töluverðri aukningu á Jón Guðmundsson bóndi í Bóndhól í Borgarhreppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.