Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JtJLÍ 1984 35 Nýr súrheysturn í Belgsholti í Melasveit. tilraunum og Rikharð Brynjólfs- son sem stjórnar jarðræktarrann- sóknum. Kynntu þeir ýmislegt í starfi Bændaskólans fyrir við- stöddum. Kom þar margt mjög áhugavert fram og vakti mikla at- hygli hvernig hinar ýmsu áburð- artegundir hafa áhrif á grasvöxt og eins hvernig margskonar yfir- breiðslur hafa áhrif á vöxt mat- jurta. Síðan voru nautaræktar- stöðin og fjósið skoðuð og að því loknu kynnti skólastjórinn, Magn- ús B. Jónsson, starfsemi Bænda- skólans. Starfsemi skólans er i megin- dráttum þríþætt, kennsla, rann- sóknarstarfsemi og búrekstur. Skólastarfið er umfangsmest en tilraunastarfsemi fer sifellt vax- andi. Rekstur bús og mötuneytis er einnig stór liður. Framkvæmdir eru allmiklar á hverju ári. Er bæði um ný verkefni að ræða, einnig viðhald eldri mannvirkja. Rekstur skólans og umsvif fóru nokkuð fram úr áætlunum árið 1983 og voru það einkum viðhaldsverkefni sem voru mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. Við skólann eru starfandi 11 kennarar auk skóla- stjóra. Alls starfa við skólann nærri 50 manns ýmist í fullu starfi eða hlutastörfum. Alls stunduðu 122 nemendur nám við skólann siðastliðinn vetur. Aðsókn að bændadeild var mun meiri en unnt er að sinna. Hinsvegar eru mjög fáir nemendur í búvísinda- deild. Nemendur eru úr öllum landshlutum og bæði úr þéttbýli og dreifbýli. Flestir nemendur sækja um skólavist við bænda- deild fljótlega að loknu grunn- skólaprófi. Þó eru allmargir sem gert hafa lengra hlé á skólagöngu sinni þegar þeir hefja nám í bændaskóla. Á fyrra námsári eru nemendur í skóla eina námsönn og síðan sendir til námsdvalar á bændabýli næstu námsönn. Þar er þeim gert að skila 520 vinnustundum i verk- legu námi, afla gagna um búrekst- ur í verknámsbýlinu og færa dagbók um meginviðfangsefni hvers dags. Aðsókn að skólanum virðist ætla að verða svipuð í haust og var sl. ár. Sýnilegt er nú þegar að ekki verður unnt að sinna öllum beiðn- um um skólavist. Aðsókn að búvís- indadeild er aftur á uppleið. Nú liggja fyrir 12 umsóknir og all- margir stúdentar sækja um bændadeild með framhaldsnám í huga. Helstu framkvæmdir sem unnið er að á Hvanneyri er bygging nýs rannsóknarhúss. Hér er um að ræða húsnæði sem er 460m2 að grunnfleti. Húsið er fokhelt um þessar mundir. Ráðgert er að full- klára húsið f byrjun árs 1986. í ár verður hafist handa um byggingu loðdýrahúss. f húsinu verður kennslu- og rannsóknaraðstaða í loðdýrarækt. Gert er ráð fyrir rými fyrir 50 tófur og 250 minka- læður. Verklok eru áætluð í árs- byrjun 1986. Nýjung í geymslu á heyi Síðasti áfangi þessarar kynnis- ferðar var að Belgsholti í Mela- sveit en þar búa félagsbúi feðg- arnir Magnús ólafsson og Har- aldur Magnússon. Þeir feðgar hafa að undanförnu unnið að því að setja upp heygeymsluturn. Þessi turn er mikið mannvirki og getur tekið 2200 hestburði af heyi. Heyið sem geymt er i turninum er forþurrkað millistig á milli vot- heys og þurrheys. Aðeins eru þrír svona turnar komnir upp á land- inu og er hér um gífurlega fjár- festingu að ræða. Allur þessi út- búnaður kostar um 2 millj. kr. og með tilkomu þessa turns þarf að breyta ýmsum öðrum húsum t.d. fjósi. Sett verða upp færibönd sem flytja heyið inn til skepnanna og breytingar verða gerðar í hlöðunni til að betra sé að geyma upprúllað hey. Þegar heyið kemur í heyturn- inn er því blásið inn f hann að ofan og þar saxast heyið niður. Geymirinn er þannig gerður að ekkert loft á að komast í hann og heyið á þess vegna að geymast mun betur. JG Frá Rannsóknaráði ríkisins: Svör við gagnrýni formanns FÍI í tilefni af tölum yfir saman- burð á fjármagni til rannsókna og þróunarstarfsemi í iðnaði á Norð- urlöndum, sem nýlega voru birtar í fréttabréfi Nordforsk, hefur Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, full- yrt í fjölmiðlum, að engar opin- berar tölur hafi birst um fjár- magn til rannsókna og þróunar- starfsemi hjá fyrirtækjum hér á landi. Ber hann jafnframt brigður á forsendur þessara talna. Vill Rannsóknaráð rikisins f þessu sambandi koma á framfæri eftir- farandi athugasemdum: Kannanir um stöðu rannsókna og þróunarstarfsemi hafa verið framkvæmdar hjá Rannsóknaráði ríkisins síðan 1960 og ná nú orðið frá tímabilinu 1950 til 1981. Siðan 1971 hafa athuganir á stöðu rann- sókna verið framkvæmdar annað hvort ár, samhliða sams konar at- hugunum á öðrum aðildarlöndum OECD. Niðurstöður þessara at- hugana hafa jafnan birst hérlend- is í ársskýrslum Rannsóknaráðs, ásamt öðrum útgáfum þess, svo sem Langtímaáætlun ráðsins. Kynning hefur jafnframt farið fram um stöðu rannsókna á árs- fundum ráðsins, sem haldnir eru annað hvert ár og sagt hefúr verið frá niðurstöðum í fslenskum fjöl- miðlum. Erlendis hafa þessar niðurstöður birst víða í alþjóðleg- um ritum, m.a. á vegum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar- innar f París, og ritum UNESCO. í niðurstöðum þessum hefur nánast alltaf komið fram að þáttur ís- lenskra atvinnufyrirtækja í rann- sóknum og þróunarstarfsemi er óeðlilega lítill í samanburði við það sem gerist í öðrum löndum. Ástæða er til að benda sérstak- lega á, að tölur Rannsóknaráðs eru samanburðarhæfar við sam- bærilegar tölur frá OECD-löndun- um og er safnað i samræmi við staðal, sem OECD hefur gefið út í sérstakri handbók („Frascati ManuaP), sem skilgreinir helstu hugtök rannsókna og þróunar- starfsemi og fjallar um hvernig standa skuli að slikum könnunum. öll aðildarlönd OECD hafa um langt árabil stuðst við þessa hand- bók og til að tryggja enn frekar samanburðarhæfni talna um rannsóknir eru haldnir reglu- bundnir fundir þeirra sérfræð- inga, sem safna tölum þessum f hverju landi. Norðurlönd hafa auk þess með sér sérstakt samband um athuganir þessar. Gunnar Björn Jónsson, skrifstofstjóri Rannsóknaráðs, tekur þátt f þessu samstarfi fyrir hönd ráðsins og sér um könnunina hér á landi. Við túlkun þessara talna ber að hafa í huga að orðið rannsóknir er mikið „í Langtímaáætlun Rannsóknaráðs 1982—87 er eitt af aðal- stefnuatriðunum að hvetja fyrirtæki til auk- innar þátttöku í fram- kvæmd og fjármögnun rannsókna og samstarf fyrirtækja og opinberra rannsóknastofnana verði aukið.“ notað daglega og leggja menn mis- munandi mat á þýðingu þess. Á vegum OECD er eftirfarandi skil- greining notuð: Rannsóknir (undirstöðu og hag- nýtar) er skipulagt starf byggt á vísindalegri og tæknilegri undir- stöðuþekkingu til öflunar nýrrar þekkingar. Þróunarstarfsemi er hagnýting þekktrar tækni til þróunar nýrra vörutegunda og efna, tækja, að- ferða og kerfa til framleiðslustarf- semi og til bættrar þjónustu, svo og til umbóta á þeim vörutegund- um, efnum, vélum, aðferðum og þjónustu, sem þegar er til. Um- bætur þurfa að vera umtalsverðar. I þessu máli verður að gæta þess að rannsóknir og þróunarstarf- semi er hér einskorðað við skap- andi vinnu, sem byggð er á vfsinda- og tækniþekkingu og beitt er með skipulegum hætti. Ýmsir aðrir þættir nýsköpunarferilsins, eins og markaðsrannsóknir, útlits- eða formhönnun (tískuhönnun), hag- ræðing og alls kyns framleiðslu- og gæðaeftirlit, ásamt öðrum al- mennum endurbótum innan fyrir- tækja, teljast ekki til rannsókna í þessum skilningi. Oft getur verið erfitt að greina rannsóknaþáttinn frá öðrum þáttum nýsköpunar- keðjunnar. Miðað við þessar skil- greiningar hefur það í öllum at- hugunum ráðsins komið i ljós, að mjög fá íslensk fyrirtæki stunda rannsóknir og þróunarstarfsemi. Rétt er þó að geta þess, að hlut- deild atvinnufyrirtækja í rann- sóknum hefur farið vaxandi, sér- staklega eftir 1975. Árið 1971 var talið að eigin tekjur væru um 7% af heildarfjármögnun rannsókna. í dag er þessi hlutdeild talin vera um 20%. Hins vegar verja fyrir- tæki einungis um 10% af heild- arfjármagni til rannsókna á eigin vegum. Á þessu tímabili frá 1971—1981 hefur fyrirtækjum, sem framkvæma rannsóknir fjölg- að úr 4 í 29 og vitað er að þeim fjölgar nú ört. 1 Langtímaáætlun Rannsókna- ráðsins 1982—87 er eitt af aðal- stefnuatriðunum að hvetja fyrir- tæki til aukinnar þátttöku í fram- kvæmd og fjármögnun rannsókna- og samstarf fyrirtækja og opin- berra rannsóknastofnana verði aukið. Jafnframt er lagt til að um- bótasjóðir atvinnuveganna verði efldir til að styðja og hvetja fyrir- tæki í þessu efni og að veittar verði skattaívilnanir í þessu skyni. Úttektir Rannsóknaráðs á stöðu atvinnufyrirtækja í rannsóknum byggjast á sambandi við fjölmörg fyrirtæki í landinu. Rannsóknaráð hefur yfir árin komið sér upp lista yfir öll helstu fyrirtækin, sem til greina koma. Þessi listi hefur orð- ið til með margvíslegum hætti. í byrjun var leitað til allra stærstu fyrirtækja í landinu og þeirra sem að mati kunnugra stóðu fremst i hverri grein iðnaðar. Þeir sem þekkja til íslensks atvinnulífs vita að ennþá er hægt að hafa allgóða yfirsýn yfir þau fyrirtæki sem skara fram úr og koma fram með nýjungar. Ekki er bót að úrtaks- könnunum, því ekki er unnt að al- hæfa út frá reynslu hjá einu eða tveimur fyrirtækjum í hverri grein. Haft var samband við fyrir- tækin og spurt hvort þau teldu sig stunda rannsóknir. Leitað hefur verið til samtaka atvinnuvegann^. um ábendingar varðandi rann- sóknastarfsemi á vegum aðildar- fyrirtækja. Rannsóknaráðið hefur að sjálfsögðu sérstaklega leitað eftir upplýsingum frá fyrirtækj- um í greinum, sem krefjast mik- illa rannsókna og þróunarstarf- semi, svo sem rafiðnaðarsviðið. Það skal viðurkennt að aðferð þessi er líkleg til að gefa fremur of lága heildarniðurstöðu en of háa, þar sem ekki öll fyrirtækin, sem leitað er til, gefa svör. Hins vegar getur ekki skeikað mjög miklu, þar sem þau fyrirtæki eru ekki mörg né stór sem ekki svara. Að sjálfsögðu er Rannsóknaráð reiðu- búið að taka ábendingum FÍI og^ annarra samtaka atvinnulífsins um leiðir til að beita upplýsinga- öflun á þessu sviði og mun án efa leita liðsinnis þeirra við athugun fyrir árið 1983, sem nú er að hefj- ast. Að lokum skal lýst ánægju yfir þeim áhuga sem formaður FÍI hef- ur sýnt frétt þessari um stöðu rannsókna og þróunarstarfsemi í islensku atvinnulífi, sem lýsir metnaði fyrir hönd fslensks iðnað- ar. FÍI hefur reyndar frá 1976 lagt áherslu á rannsóknir og þróun- arstarfsemi í stefnuskrá sinni og hafa kannanir Rannsóknaráðs raunar gefið vísbendingu um árangur af því. Maður, kona og barn sýnd í Stjörnubíoi Stjörnubíó sýnir nú myndina Maður, kona og barn (Man, Woman and Child). Leikstjóri myndarinnar er Dick Richards en með aðal- hlutverk fara Martin Sheen, Blythe Denner og Sebastían Dungan. i Myndin fjallar um hjón sem hafa verið hamingjusamlega gift þegar upp kemur að mað- urinn á níu ára son utan hjónabands. (tJr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.