Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 Verzlunarráð Islands leggur fram nýjar tillögur: Næstu skref í efnahagsmálum Verzlunarráð íslands hefur sent frá sér tillögur um næstu skref í efnahagsmálum. Birtust þær í nýju tölublaði Fréttabréfs Verzlunarráðs íslands. Tillögur þessar eru athyglisverðar og birtir Morgunblaðið þær því ( heild ásamt inngangi og greinargerð. 1. Inngangur Á einu ári hefur náðst mikil- vægur árangur í efnahagsmálum, sem fyrst og fremst birtist svo um munar í minni verðbólgu og minni viðskiptahalla. Eins og Verzlun- arráð íslands hélt fram í efna- hagstillögum sínum „Frá orðum til athafna" vorið 1983 var hægt að ná verðbólgunni niður á skömmum tíma. (Sjá línurit að framan.) Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar fyrir ári voru neyðarráðstafanir. Lífskjarabatinn, sem átti sér stað á seinasta áratug og var afleiðing hagstæðra ytri skilyrða, gat ekki haldið áfram þegar aflabrögð brugðust. Reynt hafði verið að halda uppi óbreyttum lífskjörum með því að taka erlend lán, en ljóst var að slíkt gat ekki gengið til lengdar. Nú hefur verið horfst í augu við vandann að einhverju leyti, en mikið skortir á að við sé- um undir það búin að sækja fram til bættra lífskjara. Næstu skref í efnahagsmálum hljóta að beinast að þeim innri skilyrðum, sem við búum okkur, og losa þarf um þær viðjar, sem atvinnulífið er enn I. Sitthvað hef- ur áunnist í þessum efnum sl. ár, t.d. hvað snertir skatta-, gjaldeyr- is- og verðlagsmál, en betur má ef duga skal. Við þurfum enn að auka frjálsræði og minnka ríkisafskipti og skapa þannig skilyrði til batn- andi lífskjara. Enda þótt árangur hafi náðst í efnahagsmálum er jafnvægið valt og brugðið getur til beggja vona. Ef unnið verður að úrbótum og tekið á vanda sjávarútvegs og landbúnaðar og friður helst á vinnumarkaðnum, mun þjóðin uppskera bætt lífskjör. Ef slakað verður á aðhalds- og uppbygg- ingarstarfi mun verðbólgan blossa upp á ný og eyðileggja þann ár- angur, sem náðst hefur. 2. Næstu skref íslensk þjóð stendur nú á vega- mótum í efnahags- og atvinnumál- um. Markmið næstu missera hlýt- ur að vera að varðveita þann ár- angur, sem náðst hefur og nýta hann til frekari ávinnings til þess að komast upp úr öldudalnum. Verzlunarráð Islands hefur af því tilefni sett fram ákveðnar til- lögur um leiðir að þessum mark- miðum. Hér eins og oftast áður skiptir máli að markvisst sé unn- ið. Töf er tími glataðra tækifæra. Tillögur Verzlunarráðsins miða að því að nauðsynlegum breytingum verði hrint í framkvæmd á næstu 12 mánuðum. 1 fyrsta skrefi eru aðgerðir, sem grípa þarf til strax í sumar. I öðru skrefi eru aðgerðir, sem framkvæma þarf í haust eftir að þing kemur saman og loks í þriðja skrefi eru breytingar, sem þarf að ljúka fyrir þinglok vorið 1985. Helstu tillögur ráðsins eru: Fyrsta skref (Sumarið 1984) ★ Vanskilaskuldum við Fisk- veiðasjóð og aðra opinbera sjóði verði komið í skil. Að því marki sem nauðsynlegt er til að svo verði, taki Fiskveiðasjóður skip upp í skuldir. Ný hagkvæm skip verði endurseld, en einungis ef óhagkvæmari skip verði tekin upp i og þeim lagt eða þau seld úr landi. ★ Með breytingu á vaxtatilkynn- ingu Seðlabankans verði bönkum og sparisjóðum heimilað að ákveða vexti af inn- og útlánum. ★ Verðmyndun verði almennt gef- in frjáls, svo að nýta megi kosti samkeppninnar á fleiri sviðum, en þegar er orðið. ★ Leitað verði samninga við nýja stórkaupendur á raforku, en það er forsenda virkjana á næstu ár- um. Annað skref (Haustið 1984) ★ Sett verði almenn lög um vexti, en núverandi takmarkanir af- numdar, þannig að ákvörðun vaxta verði frjáls, sem eflir sparn- að og framboð á lánsfé innan- lands, en það tryggir jafnframt að fjármagn leiti til arðbærra verk- efna og að erlendri skuldasöfnun linni. ★ Viðskipti með gjaldeyri verði frjals og fyrirtæki fái rúmar heimildir til erlendrar lántöku án ríkisábyrgðar. ★ Aðflutningsgjöld verði aðeins tvö, verðtollur og vörugjald, og tollskráin samræmd, þannig að sami tollur verði á skyldum vör- um. Þessi lagabreyting taki gildi í síðasta lagi í árslok 1984. ★ Við nýtingu fiskimiðanna verði frjáls sala á aflakvótum heimiluð og undirbúið að koma á sölu veiði- leyfa í þeirra stað. ★ Sölu ríkisfyrirtækja verði hald- ið áfram af krafti, hætt verði óþarfa afskiptum ríkisvaldsins af atvinnurekstri og einokun ríkisins afnumin. ★ Útgjöld ríkisins verði skorin niður, m.a. með niðurfellingu út- flutningsbóta og niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum og styrkja til starfsemi, sem ætti að geta gengið án stuðnings ríkisins. ★ Fjárlög ársins 1985 verði halla- laus. ★ Komið verði á formlegum markaði með hlutabréf þeirra fyrirtækja, sem fullnægja tiltekn- um skilyrðum. Þriðja skref (Vetur, ?or 1984) ★ Skattakerfið verði einfaldað og skattar, sem gera upp á milli fyrirtækja, atvinnuvega eða rekstrarforma samræmdir eða felldir niður. Jafnframt verði lögboðnum launatengdum gjöld- um fækkað. ★ Opinberir sjóðir verði samein- aðir í þrjá sjóði og þeim breytt í hlutafélög, sem starfi á grundvelli arðsemi. ★ Húsnæðislánakerfið verði ein- faldað og því breytt á þann veg, að húsnæðislán verði endurkeypt af bönkum og sparisjóðum eftir ákveðnum reglum. ★ Frjáls verslun og frjáls verð- myndun verði tekin upp á land- búnaðarvörum á vinnslu- og dreif- ingarstigi. Frjáls viðskipti verði með það nýtt grænmeti sem nauð- synlegt reynist að flytja til lands- ins. ★ Sett verði ítarlegri ákvæði í nú- verandi löggjöf um samkeppnis- hamlandi viðskiptahætti og frjáls verðmyndun lögfest sem aðalregla í viðskiptum. 3. Áhrif Tillögur Verzlunarráðs miða að öflugra atvinnulífi og bættum lífskjörum. Erfitt er að leggja tölulegt mat á hvað vinnst, verði farið eftir þessum tillögum, en benda má á eftirfarandi atriði sem dæmi um ávinning: 1. Á síðastliðnum árum höfum við fjárfest i dýrum fiskiskipum, án þess að hugað hafi verið að því, hvort arðbær verkefni hafi verið fyrir hendi. Með því að selja eða leggja togurum, sem of dýrt er að halda úti, sparast óhóflegur rekstrarkostnaður, en jafnframt kemur frelsi í vaxtaákvörðunum ásamt séreignarréttarfyrirkomu- lagi á fiskveiðum í veg fyrir að sömu mistök hendi á ný. 2. Frelsi í verðákvörðunum í verzlun með landbúnaðarvörur leiðir til rekstrarhagkvæmni sem skilar sér í lægra kostnaðarverði og meira vöruúrvali. Og með niðurfellingu niðurgreiðslna og útflutningsbóta, sem náðu um 25.000 krónum á hvert meðalheim- ili 1983, aukast ráðstöfunartekjur heimilanna til muna. 3. Með sölu ríkisfyrirtækja vinnst tvennt. Möguleiki skapast á því að grynnka á erlendum skuldum rík- issjóðs, sem ógna jafnvægi í verð- lagsmálum, og rekstrarhag- kvæmni samkeppnisgreinanna, sem við tækju mun birtast neyt- endum og skattgreiðendum í formi betri vara og þjónustu og lægri skatta. 4. Tillögur VÍ um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem miða að því að afnema óskynsamleg ríkisaf- skipti, skapa atvinnulífinu almenn skilyrði til að auka kaupmátt launa, og jafnframt auka ráð- stöfunartekjur fólks vegna minni ríkisútgjalda og þar með minni þörf fyrir háa skatta. 4. Greinargerð Tillögum Verzlunarráðsins má gróflega skipta í fernt eftir efni. í fyrsta lagi þær, er snerta skatta-, tolla-, gjaldeyris- og verðlagsmál. 1 öðru lagi fjalla þær um lánamál. í þriðja lagi verða þær skipu- lagsbreytingar á frumatvinnuveg- unum, landbúnaði og sjávarútvegi og nýtingu auðlinda. Og að síðustu taka þær til rikisfjármála og beinnar þátttöku ríkisins í at- vinnurekstri. 4.1. Skatta-, tolla-, gjald- eyris- og verðlagsmál Talsvert hefur áunnist í flestum þessara málaflokka. Ný lög um tekju- og eignarskatt gera ráð fyrir ýmsum breytingum, sem hniga að því að örva þátttöku al- mennings í atvinnulífinu. Á hinn bóginn eru enn við lýði ýmsar álögur á atvinnurekstri, sem tor- velda aðlögunarhæfni hans og getu til að borga hærri laun. Skattur á skrifstofu- og verslun- arhúsnæði, aðstöðugjald, launa- skattur og stimpilgjald eru nokk- ur dæmi um þessar álögur, sem brýnt er að losna við. f heild ætti að stefna að mikilli einföldun skattkerfisins, sem miði að því að ráðstöfun fjármagns og skatt- heimta verði í meira samhengi. Neikvæður tekjuskattur og aukn- ar sértekjur ríkisstofnana eru í þessa veru. Mikilvægt er að tollalögin verði einfölduð, tollafgreiðslustöðum verði fjölgað, bankastimplun af- numin, verðtollar verði samræmd- ir og sama prósenta verði á skyld- um vörum, en aðflutningsgjöld verði aðeins tvö, þ.e. verðtollur og vörugjald. Ennfremur er nauð- synlegt að innleiða gjaldfrest á aðflutningsgjöldum til þess að auka hagræði við innflutning. Gjaldeyrismál hafa að ýmsu leyti færst til betri vegar, en margt er enn ógert. Æskilegt væri að veita innlendum fyrirtækjum og al- menningi heimild til að hafa ávis- anareikninga í innlendum bönkum á erlendan gjaldeyri; að fyrirtækj- um verði heimilað að nýta sér gjaldfrest við vörukaup og verði frjálst að taka lán erlendis; að rýmkaðar verði reglur um fjár- magnsflutninga og fjárfestingu; unnið verði að því að fyrirtækjum gefist kostur á fyrirframkaupum á gjaldeyri; að skilaskyldu megi al- mennt fullnægja með innleggi á gj aldeyrisreikning. Að undanförnu hefur verðlagn- ing verið gefin frjáls á vissum vörutegundum. Mikilvægt er að stíga sporið í átt til frjálsrar verð- myndunar til fulls sem fyrst, svo að kostir hennar, aukin hagræðing og lægra vöruverð komi ótvírætt í ljós. 4.2. Lánamál Eitt af mikilvægustu verkefnum framundan til að treysta grunninn að bættum lífskjörum eru skipu- lagsbreytingar á sviði lánamála. Reynslan sýnir að miðstýrð vaxta- stefna og mistök í fjárfestingum í kjölfar hennar hafa leitt til lakari lífskjara. Raunvextir eru um þessar mundir jákvæðir, sem helst má þakka hægari verðlagsbreytingum á seinasta ári fremur en mark- vissri stefnu stjórnvalda. Besta leiðin þess vegna til að tryggja jákvæða raunvexti og þar með sparnað og skynsamlega nýtingu fjármágns er að gefa vaxtamynd- un frjálsa. Við þá ákvörðun má einnig búast við meiri almennri samkeppni milli lánastofnana. Stærstu bankar og lánasjóðir landsins eru í eigu ríkisins. Engin haldbær rök hafa komið fram til að viðhalda því fyrirkomulagi og eðlilegast að viðskiptabönkum i eigu ríkisins verði breytt í hluta- félög og þeir seldir í fyllingu tím- ans. Nauðsynlegt er að ríkið afsali sér yfirráðum opinberra sjóða og framlögum ríkissjóðs og skatt- lagningu til þeirra verði þar með hætt. I staðinn verði núverandi sjóðir sameinaðir í þrjá sjóði í hlutafélagsformi í eigu þeirra sem til þeirra hafa greitt. Sjóðirnir láni síðan til atvinnulífsins al- mennt á grundvelli arðsemi og trygginga. Framkvæmdasjóð, sem er miligönguaðili um erlendar lántökur, ætti jafnframt að leggja niður, en Seðlabankinn gæti ann- ast skuldaskil hans. Húsnæðismálalánakerfið er enn eitt dæmið um það hvernig lána- mál þróast í höndum rlkisins. Húsnæðismálastofnunin er orðin að miklu og óhagkvæmu bákni. Þetta kerfi ætti að einfalda, m.a. með því að breyta því í sjóð sem endurkeypti skuldabréf af bönk- um og sparisjóðum eftir ákveðn- um reglum. Jafnframt ætti að leggja niður tæknideild Hús- næðismálastofnunar, en sú þjón- usta sem hún veitir er þegar fyrir hendi á almennum markaði. 4.3. Auðlindanýting I landbúnaði hafa skapast vandamál, fyrst og fremst vegna þess að verðmyndun er miðstýrð og miðast ekki við þarfir neyt- enda, heldur ímyndaðar þarfir framleiðenda. Landbúnaðarkerfið er dæmigert fyrir það hvað gerist, þegar gripið er inn 1 frjálsa verð- myndun. Vegna afskiptanna, sem eru ærið kostnaðarsöm í sjálfu sér, þurfum við að glíma við offramleiðslu, en einnig sjá á eftir glötuðum tækifærum til hag- ræðingar og fjölbreyttari verð- mætasköpunar. Lykillinn að lausn þess vanda er frjálst verðmyndunarkerfi og frjáls verslun með landbúnðarvör- ur. Mikil bót væri þó strax að því ef lágmarksverð væri ákveðið til bænda frá vinnslustöðvum en að verðmyndunin væri gefin frjáls á seinni stigum og jafnframt ef horfið væri frá styrkjum, útflutn- ingsbótum og niðurgreiðslum á vaxtakostnaði. Verzlunarráðið telur fyrir- sjáanlegt að innlendur landbúnað- ur getur ekki keppt við innflutn- ing landbúnaðarvara að óbreyttu styrkjakerfi í nágrannalöndum. Hins vegar ætti innanlandsfram- leiðslan ekki að vera meiri en svo að hún fullnægi innlendri eftir- spurn í góðu árferði, og ekki komi til útflutnings heldur verði sveifl- ur í árferði jafnaðar með innflutn- ingi þegar svo árar. Einnig á innflutningur á kart- öflum og nýju grænmeti ávallt að vera frjáls á þeim tfma, sem inn- lend framleiðsla er ekki á boðstól- um. Sjávarútvegurinn á við þann vanda að glíma, að fiskiskipastóll- inn ef of stór miðað við þann afla Nóv 81 Febr 82 Mai '82 Agúsl '82 Nóv 82 Febr '83 Mai 83 Agusl 83 Nóv '83 Febr 84 Mai 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.