Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 Ástir frænd- systkina Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á fnimmáli: Five Day.s One Summer Leikstjóri: Fred Zinnemann. Handrit samkvæmt sögunni „Maid- en, Maiden“ eftir Kay Boyle, samið af Michel Austin. Tónlist: Elmer Bernstein. Sýningarstaður: Austurbæjarbíó. í mynd þeirri er Austurbæjarbíó sýnir þessa stundina f sal I Five Days One Summer eða eins og hún nefnist á móðurmáli voru: í hengi- flugi, greinir frá afar sérstæðu ást- arævintýri. Svo er mál með vexti að maður einn verður ástfanginn af bróðurdóttur sinni, en stúlkan sú hafði ... frá blautu barnsbeini ..., eins og stendur orðrétt i pró- grammi, verið skotin í frænda. Er ekki að orðlengja, að þá stúlkan nær kynþroska fellur hún óðfús í faðm frænda síns, og lýsir myndin með myndhvarfi eða bakskotum (flash- backs), hvernig það tildragelsi á sér stað. Annars fer mestur hluti film- unnar í að lýsa ferð þeirra skötu- hjúa uppí háfjöllin í Sviss, þar sem karlinn hyggst kenna bróðurdóttur- inni fjallgöngu. Ræður hann í þessu skyni leiðsögumann sem auðvitað verður skotinn í stelpunni og allt fer í háaloft. Ég rek ekki frekar söguþráð þess- arar myndar, enda er hann fremur rýr, þvf býsna langir filmubútar greina frá fjallgöngustriði fyrr- greinds ástarþríhyrnings. Persónu- lega leið mér þægilega þessa kvöld- stund, í svissnesku ölpunum, enda áhugamaður um fjallgöngur. Þó var ég rifinn all hressilega uppúr kyrr- látum draumaheimi heiðblárra Alp- anna, smástund eftir hlé, en þá var ekki vært í bióinu fyrir óþverra- orðbragði nokkurra óuppdreginna slána. Slánarnir léku til allrar ham- ingju, ekki ýkja lengi lausum hala í bíósalnum, þvi fljótlega birtist vik- ingasveit snöfurlegra kvenpersóna, er vippaði þeim orðalaust á dyr. Slánarnir hafa síðan væntanlega slagrað útá einhverja videóleiguna, Astarþríhyrningurinn sem um ræðir í myndinni. þar sem nýjustu myndir kvik- myndahúsanna, eru þegar ryk- fallnar í hiiium — sumra hverjra. Kæmi mér ekki á óvart þótt lögregl- an keyrði þá frftt heim með þýfið, því stolnar kvikmyndir á mynd- böndum eru nánast lögverndað þýfi, í voru siðmenntaða landi, er státar af elsta löggjafarþingi Evrópu. Afsakið að ég skuli hafa sokkið niður í þjófamarkað Reykjavíkur- borgar, frá blátæru fjallaloftinu í Sviss. En eins og ég sagði, gekk nýj- asta kvikmynd Austurbæjarbiós: í bengifiugi, mest útá fjallgöngur um hin fögru fjöll þess lands, og um leið var lýst inní afar sérstæðan ástar- þríhyrning. Til allrar hamingju lék sá ágæti leikari Sean Connery höf- uðpaurinn . í ástarþrfhyrningnum, læknirinn Dr. Douglas Meredith og lyfti þar með myndinni, frá litlausri frásögn af skemmtiferð, f að verða dálítið áleitið drama um samband náinna skyldmenna. En það er ekki oft að maður sér á hvfta tjaldinu, jafnnáin samskipti eiga sér stað, milli tveggja kynslóða úr sömu fjöl- skyldu. Vekur myndin upp ýmsar spurningar er varða siðrænt lifsmat Dr. Douglas Meredith. Lét læknir þessi alfarið stjórnast af dýrslegri fýsn, eða hefði hann getað látið stelpuna í friði, hefði viljinn verið fyrir hendi? Eða lágu kannski aðrar dýpri ástæður að baki þessa ástar- sambands frændsystkinanna. Ekki veit ég það svo gjörla þvi myndin gefur engar frekari skýringar á þessu furðulega háttalagi læknisins, og skilur þvi áhorfandann f álíka lausu lofti og fjallgöngufólkið, þá það missti fótanna og dinglaði á lifsnúrunni einni saman, utan i hengifluginu. Fjör á götum Friskó Óborganleg tvenna. Nolte og Murphy í 48 stundir, sem er allt í senn: gamanmynd, lögreglumynd, þriller og farsi, í skínandi girnilegri kássu! Kvíkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: 48 stundir („48 Hours“) ★★★'/2 Leikstjóri: Walter Hill. Handrit: Hill, Roger Spottiswood o.fl. Kvikmyndataka: Ric Waite. Tón- list: James Horner. Bandarísk, frumsýnd 1983. Frá Paramount. Sýningartími: 96 mín. Aðaihlut- verk: Nick Nolte, Eddie Murphy, Annette OToole, Frank McRae. Myndir Walters Hill mótast af ' óvenjulega persónulegu hand- bragði. Fjalla löngum um glimu karlmanna við umhverfi sitt og hvor aðra. Mjög svo macho. Stílhreinar, einkar áferðarfal- legar. Undantekningarlaust áhugaverðar og vel yfir meðal- lagi. Hill kom þegar á óvart með sinni fyrstu mynd, The Street- fighter, einni bestu rullu Bronson gamla. Síðan hefur hver prýð- ismyndin rekið aðra; The Driver (?), The Warriors, Southern Comfort, The Long Riders. 48 stundir er einna líkust The Warriors af fyrri myndum leik- stjórans, en þær eru allar ólíkar — og nýjasta mynd hans (frum- sýnd í síðasta mán.), Streets of Fire, er t.d. tónlistarmynd í ætt við Footloose og co. En hér slær Hill á nýja strengi, því 48 stundir er ekki aðeins þrælspennandi af- þreying heldur bráðfyndin og skemmtileg i ofanálag. En fyrri myndir Hills hafa ekki beinlínis gengið framaf hláturtaugunum. Efnið er ekki ýkja flókið né frumlegt, minnir á meðalþátt í leynilögregluseríu á skjánum. Leynilögreglumaðurinn Nick Nolte lendir óvænt i skotbardaga við tvo glæpahunda sem komast undan með hjálp gísls, eftir að hafa kálað tveim samstarfs- mönnum hans. Nolte vill fá að hafa uppá hundingjunum sjálfur og fær sér til fulltingis fyrrverandi félaga óbótamannanna, smákrimmann Murphy. Er hann að ljúka við að sitja af sér nokkurra ára fang- elsisdóm en Nolte fær hann laus- an í tvo sólarhringa til að að- stoða sig við að leiða málið til lykta. Næstu 48 stundirnar verða með þeim líflegri sem um getur i myndum af þessu sauðahúsi. Það er aldrei dautt augnablik, (ef undan er skilið hið hábölvaða, en ómissandi sökum slikkeriissölu, hlé, sem drepur niður tempóið í myndinni um stundarbið). Hér hjálpast allt að. Fyrst og fremst hröð og lífleg leikstjórn snjalls atvinnumanns; eðlilegt, bráð- skemmtilegt, reyndar all-klúrt handrit; hröð klipping, vönduð og kunnáttusamleg kvikmynda- taka og ómissandi, trekkjandi tónlist. Og þá er leiksins ógetið. Nolte, sá ágæti og ábúðarmikli leikari, sómir sér vel sem ölkært rusta- menni í leynilögreglu San Franc- isco. En Eddie Murphy, þeldökk upprennandi stjórstjarna, stelur myndinni í sínu fyrsta kvik- myndahlutverki. Murphy, sem er einn hinna fjölmörgu gaman- leikara sem eiga frama sinn að þakka hinum vinsælu sjónvarps- þáttum Saturday Night Live (af öðrum má nefna Bill Murray, Dan Aykroyd, John Belushi, Chevy Chase og Gildu Radner), fær hér ári skemmtilegt og vel skrifað hlutverk smáglæpa- manns sem gefur skít í tilver- una, hress og kjaftaglaður og þjáist alvarlega af langvarandi kvenmannsleysi! Þeir félagar skapa bráðskemmtilegar and- stæður, en færast nær hvor öðr- um eftir þvi sem á myndina líð- ur. Það er full ástaða til að hvetja þá sem gaman hafa að afþrey- ingarmyndum í hæsta gæða- flokki að sjá 48 stundir. Gróf- kryddað orðbragð getur þó farið fyrir brjóstið á viðkvæmum sál- um. Friðarfræðsla? Bókmenntir Guömundur Heiöar Frímannsson Peace Studies: A Critical Survey eftir Caroline Cox og Roger Scruton Institute for European Defence & Strategic Studies Á sl. vetri vakti töluverða at- hygli tillaga til þingsályktunar, sem lögð var fram á alþingi, og fjallaði um friðarfræðslu. Um hana spunnust töluverðar umræð- ur á þingi og í fjölmiðlum. Hestu rökin með tillögunni voru þau, að nú væri sérlega brýnt að efla frið milli manna og þjóða og íslend- ingar þyrftu að leggja sitt af mörkum. Þeir, sem andmæltu, töldu flestir ekki ástæðu til að flytja svo pólitískt mál eins og friðarfræðslu inn í skólana. Auk þess töldu þeir, að ekki gengi ljóst fram af tillögunni, hvað verið væri að fara fram á. Það væri ekki ljóst, hvað friðarfræðsla er. Af til- lögunni mætti skilja, að hún væri allt og ekki neitt. Það verður að segjast eins og er að þessi tillaga er gersamlega marklaust plagg. Það er vegna þess að hún er illa hugsuð, óskýrt orðuð og uppfull af ruglandi. Bezta leiðin til að lesendur átti sig á þessu, er náttúrulega að lesa til- löguna sjálfa nú, þegar stjórn- málaðróanum kringum hana ér lokið. En til að auka lesendum leti er rétt að nefna dæmi. I skýrsl- unni er vitnað til stofnskrár UN- ESCO af öllum hlutum. Þar segir: »Þar sem stríð eiga upptök sín í hugum manna þá er það I mannshuganum sem við þurfum að treysta varnir friðarins." Það fyrsta, sem ástæða er til að taka eftir, er, að ekki nokkur marxisti eða sósíalisti með sjálfsvirðingu getur skrifað undir annað eins og þetta. En það segir náttúrulega ekkert um sanngildi setningarinn- ar. Til að átt sig á, að hún er markleysa, er rétt að spyrja sig, hvaða athafnir manna unnar af ásetningi eiga ekki uppruna sinn i hugum manna. Engar. Hvað er þá verið að segja í þessari setningu? Ekkert. Hún er merkingarlaus uppskafning. Þetta eiga að vera rök fyrir friðarfræðslu. Annað atriði, sem gerir þessa tillögu marklausa, er lýsingin á markmiðunum, sem er í níu liðum og nær yfir flest ef ekki öll atriði í sambandi manns og heims. Samt á friðarfræðslan ekki að vera sér- stök námsgrein heldur eiga mál- efni friðar stöðugt að vera til um- ræðu I kennslustundum. Ekki er ljóst, hvernig kennarar eiga að geta kennt nokkurn skapaðan hlut meðfram friðarfræðsluni. Það væri ekki nokkur friður til þess. Það er ástæða til að nefna enn eitt atriði úr þessari tillögu. í henni segir að markmið friðar- fræðslu eigi að vera að „rækta hæfileika til þess að leysa vanda- mál án ofbeldis og leita friðar i samskiptum einstaklinga, hópa og þjóða." Það, sem ástæða er til að taka eftir, er sú skoðun, sem virð- ist liggja í þessum orðum, að það sé sami hæfileikinn, sem geri mönnum kleift að lifa í friði við sitt nánasta fólk og það sem geri einni þjóð kleift að lifa í friði við aðra. Ég get ekki betur séð en að hér séu tveir ólíkir hlutir á ferð- inni, og að samband þeirra sé alls ekki ljóst. En þetta skýrir hins vegar hvernig talsmenn tillögunn- ar gátu í öðru orðinu talað um mannasiði og í hinu um alþjóða- stjórnmál. Það var alþingi til happs að þessi tilaga var ekki afgreidd það- an í vor. Þótt þessi tillaga sé marklaus, þá þarf ekki að vera að friðar- fræðsla sé það. Aðrar þjóðir hafa stundað friðarfræðslu um nokkurt skeið. Bretar eru dæmi um það. Nýlega gáfu Roger Scruton, sem er heimspekingur, og Caroline Cox, sem var yfirmaður rann- sóknadeildar Hjúkrunarskólans við Lundúnaháskólann, út bækl- ing, þar sem þau skoða vandlega friðarfræðslu í brezka skólakerf- inu. Niðurstaða þeirra er í stuttu máli sú, að friðarfræðsla sé ekkert annað en dulinn áróður gegn varn- arviðbúnaði Vesturlanda. Henni er komið á undir því yfirskyni, að sérstaklega sé brýnt að upplýsa börn og unglinga um málefni frið- arins, en námsefnið, kennslan og viðhorf kennara hníga öll f þá átt, að einhliða afvopnun Vesturlanda sé skynsamlegasta skrefið 1 átt til friðar. Höfundarnir telja að friðar- fræðsla geti ekki með neinum rétti talizt fræðigrein i sama skilningi og lögfræði eða hagfræði eða eðl- isfræði. Hvorki sé um að ræða að- ferðir, sem hægt sé að kenna nem- endum til að beita við að ná tökum á og skilja viðfangsefnið né er viðfangsefni friðarfræðslu sam- hangandi heild. Þetta veldur því að sómasamleg skilgreining á greininni er ómöguleg. Þær til- raunir, sem nefndar eru á þessum blöðum, eru í bezta falli broslegar og þær eru svo margvíslegar, að það er engum ljóst, hvað verið er að tala um. Sú skilgreining, sem hvað flestir hafa fallizt á og notað, er kennd við Stefanie Duczek og David Lawson hefur orðað. Þessi skilgreining var þýdd orðrétt f til- lögu til þingsályktunar, f greinar- gerð, án þess að getið væri um heimildina. Þýðingin hljóðar svo: „Friðarfræðsla leitast við að dýpka vitund, vitneskju og skiln- ing á deilum milli einstaklinga, innan þjóðfélaga og milli þjóða. Hún rannsakar orsakir deilna og átaka sem má finna samofnar skynjunum, verðmætamati og viðhorfum einstaklinga. Enn fremur má finna orsakir þeirra í félagslegri, stjórnmálalegri og efnahagslegri gerð þjóðfélagsins. Friðarfræðsla hvetur til að leita annarra leiða sem fela í sér lausn- ir á deilum án ofbeldis og hvetur jafnframt til þróunar þeirra hæfi- leika sem nauðsynlegir eru til að beita slfkum lausnum." (Bls. 27 í Scruton og Cox.) Það fyrsta, sem mönnum dettur í hug, þegar svona skilgreining er sett fram, er, hvað fellur ekki und- ir friðarfræðslu. Hún er svo þoku- kennd, að varla sér handa sinna skil. Scruton og Cox segja, að þessi skilgreining sé mikið notuð til að þrýsta á um það f Bretlandi að koma friðarfræðslu inn f skólana. Þegar einhver hreyfi efasemdum, setja menn upp furðusvip, enginn geti verið á móti fræðaiðkun af þessu tæi. Það sem þau benda á og er hættulegt við þessa skilgrein- ingu er andstæðan, sem sett er upp á milli ofbeldis annars vegar og friðar hins vegar. Þá er eðlilegt að spurt sé, hvað átt sé við með orðunum friður og ofbeldi. Skil- greiningin á ofbeldi, sem oftast er stuðzt við sýnir, hversu saklaus skilgreiningin er. Ofbeldi er skilgreint mjög vftt, þannig að næstum hvað sem er, sem hefur áhrif á annað fólk, telst vera ofbeldi. Duczek, sú er áður er nefnd, skilgreinir ofbeldi til dæm- is þannig, að það sé „athafnir eða þættir, sem valdi mismun á þvf, sem er, og því, sem gæti verið." Og hún tilgreinir eitt og annað, sem er „samofið skynjunum, verð- mætamati, félagslegri og efna- hagslegri gerð samfélagsins." Dæmi um þetta gæti verið ritdóm- ur, sem sannfærir lesendur um, að bók sé góð eða slæm. Dæmi, sem Duczek nefnir, eru slæmur húsa- kostur, slæm læknisþjónusta, mikið atvinnuleysi og alþjóða pen-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.