Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 Íþróttahátíð vinnuskólans á Melavellinum Íþróttahátíð Vinnuskóla Reykjavíkur var haldin á þriðjudag á Melavellinum. Þar voru samankomnir ungl- ingar alls staðar af Stór-Reykjavíkursvæðinu, en nemar vinnuskólans eru nú um 1.100. Þeir skiptast á 38 bæki- stöðvar hér í bænum og næsta nágrenni. Á hátíðinni fóru fram úrslita- leikir í handbolta, knattspyrnu, hlaupi, langstökki og kúluvarpi, en keppendur voru sigurvegarar úr hverfiskeppnum sem haldnar voru fyrr í sumar. Þær voru einnig skipulagðar af Vinnuskól- anum og æskulýðsráði. Keppt var í mörgu fleira, m.a. reiptogi. Þar sigraði lið Breiðholtsskóla sem keppti til úrslita við hóp úr Vesturbænum. Einnig voru hjólböruþrautir, sexfótungur, kerruakstur og pokaboðhlaup. Þrjár stöllur úr Árbænum báru þar sigur úr býtum, þær Elsa Hlín Magnúsdóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Sólveig Sveinbjarnardóttir, allar 13 ára gamlar. Vegna tafa tókst ekki að ljúka við allar þær greinar sem fyrirhugaðar voru. Einnig féll niður fallhlífastökk, vegna óheppilegrar vindáttar og skýja- fars. Kynnir á hátíðinni var Hermann Gunnarsson frétta- maður og var hann sumarglaður að vanda. Að lokinni hátíðinni fór hópurinn yfir í Háskólabíó, þar sem sýnd var teikni- poppmyndin „Rock and Roll“. „Reynum að breyta til frá arfanum“ Ragnar Jónasson bar hita og þunga af undirbúningi hátíðar- innar á Melavelli. Hann er annar af starfsmönnum sem vinnu- skólinn og æskulýðsráð réðu í sameiningu til að annast félags- og tómstundastarf hjá vinnu- skólanum. Að sögn Ragnars var skipulagi skólans breytt nú í vor. „Krakk- arnir voru orðnir þreyttir á rusli, drasli og arfa og þess vegna reyndum við að leggja meiri áherslu á nýbyggingar- Ragnar Jónasson starfsmaður vinnuskólans og æskulýðsráðs, annast skipulagningu tómstunda- starfs með unglingunum. Hafdís Sigurðardóttir bar sigur úr býtum í 100 metra hlaupi stúlkna. Ljósmyndir Mbl. KEE. í tilefni dagsins var vígð ný mini-golfbraut sem krakkarnir smíðuðu. Finnur Óskarsson sigraði (langstökki pilta. verkefni. Sem dæmi mætti nefna að nú vinna Árbæjarhóparnir að leiksvæði sem á að koma upp í Seláshverfi, lagðir eru gangstíg- ar við Áskirkju og unnið er að gerð hljóðmanar við Kringlu- mýrarbraut. Auðvitað verður líka að sinna öörum verkefnum en við vildum reyna að breyta eitthvað til,“ sagði hann m.a. Utan vinnutíma hefur verið efnt til grill- eða kökuveislu hjá hópunum, og skoðunarferða i Sædýrasafnið. Nemendunum hefur einnig verið kynnt sigl- ingastarfið í Nauthólsvík og gef- inn kostur á veiðiferðum í Ell- iðavatn. Þessar ferðir hafa mælst vel fyrir og stúlkurnar sem vinna við Tjörnina safna möðkum í gríð og erg til ferð- anna. Margir njóta þjónustu vinnu- skólans. M.a. starfa fjölmennir flokkar við trjárækt og stígagerð við Rauðavatn, Elliðavatn og Heiðmörk. Golfvöllur Golffélags Reykjavíkur og Skeiðvöllur Fáks eru hirtir af unglingunum og þeir aðstoða á leik- og gæsluvöll- um, í skólagörðum og á starfs- völlum. Krakkarnir tóku þátt í undir- búningi að hátíðinni og til að mynda voru vígðar nýjar mini- gólfbrautir sem einn vinnuhóp- urinn smíðaði sérstaklega vegna atburðarins. Um mótið sagði Ragnar að vonandi mæltist þessi nýbreytni vel fyrir hjá öllum aðilum. Sér sýndist mikill áhugi hjá unga fólkinu og ef allir hefðu skemmt sér vel og fundið eitthvað við sitt hæfi væri tilgangi iþróttahátíð- arinnar náð sem og öðru tóm- stundastarfi. Þær roru ánægðar með sigurinn í pokaboóhlaupinu. Frá vinstri: Elsa Hlín Magnúndóttir, Sólveig Sveinbjarnardóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir. „Skokka ekki í kringum tjörnina“ Sigurvegari í 100 metra hlaupi stúlkna varð Hafdís Sigurðar- dóttir, 15 ára snót. Aðspurð sagðist hún hafa æft frjálsar íþróttir hjá Ármanni í sex mán- uði og keppt nokkuð fyrir félagið á ýmsum mótum. Hafdís vinnur í hópnum sem sér um að fegra og halda við gróðrinum umhverfis Tjörnina og líkar stórvel að eigin sögn. Þótt svæðið væri notað til að liðka stirða nema Menntaskól- ans sagðist Hafdís ekki hlaupa í kringum Tjörnina sér til hress- ingar og heilsubótar 1 kaffitím- um. „Æfði á Ólafsfirði“ Meðal keppnisgreina á hátíð- inni var langstökk pilta og þar sigraði ungur ólafsfirðingur, Finnur óskarsson. Hann er fjórtán ára, og stökk 4,97 metra. Að sögn Finns æfði hann lang- stökk á ólafsfirði um tíma, en flutti til Reykjavíkur fyrir hálfu ári og lagði þá frekari æfingar á hilluna. Þegar hverfishátíðin við ölduselsskóla var haldin í sumar, en Finnur vinnur 1 þeim hópi, keppti hann aftur og sigr- aði. Aðspurður svaraði Finnur að mikið fjör væri í unglingavinn- unni og krakkarnir hressir. Ekki spillti heldur tómstundastarfið sem væri í miklum blóma I sín- um hóp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.