Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 Bæjarstjóm Neskaupstaðan Skorar á stjórnvöld aö tryggja sjávarútvegi eðli- legan rekstrargrundvöll MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá bæjar- stjórn Neskaupstaðar: Bæjarstjórn Neskaupstaðar vekur athygli stjórnvalda á því, að sá dagur nálgast óðfluga er Aust- firðingar treysta sér ekki lengur til að halda skipum sínum úti vegna þess hvernig búið er að sjávarútveginum. Skipunum hefur þegar verið haldið lengur úti en hægt er að krefjast og frestur sá sem sjávarútvegsráðherra fékk styttist óðum og enn bólar ekki á aðgerðum hans til að bæta rekstr- argrundvðll sjávarútvegsins. Verði ekkert gert á næstu vikum stöðvast skipin með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir sjávar- plássin á Austurlandi og þjóðar- búið allt. Bæjarstjórn Neskaupstaðar vís- ar á bug þeim neikvæða áróðri og aðdróttunum sem beitt er gegn sjávarútveginum og beinir því til fólks að það kynni sér þau kjör sem sjávarútvegurinn, meginund- irstaða atvinnulífs í landinu, býr við áður en það myndar sér skoð- un um málið. Bæjarstjórn mótmælir þeim til- flutningi fjármagns, sem átt hefur sér stað frá sjávarútvegi til fjár- festingar í öðrum greinum á sama tíma og afli minnkar og verð á sjávarafurðum lækkar. Þessi fjár- magnstilfærsla á stærstan þátt í vanda sjávarútvegsins og þar geta stjórnvöld ein gripið inn í gang mála. Minnug þess, að sjávarútvegur- inn stendur undir 75% gjaldeyris- öflunar þjóðarinnar og því varla einkamál fámennra sjávarplássa, skorar Bæjarstjórn Neskaupstað- ar á stjórnvöld að stöðva þessa gegndarlausu mjólkun og tryggja islenskum sjávarútvegi eðlilegan rekstrargrundvöll svo að blómleg byggð megi áfram haldast um landið. Danmörk: Sýning Áma Garðars í Þrastalundi: Framlengd um viku Árni Garðar Kristinsson myndlistarmaður heldur nú sína þriðju mál- verkasýningu að Þrastarlundi við Sog. Á sýningunni eru 15 olíu-, pastel- og vatnslitamyndir. Sýningunni itti að Ijúka á morgun, sunnudag, en hún verður framlengd um viku, eða til sunnudagsins 29. júlí. Skóarinn á Grettisgötu Ný listvinnustofa opnuð Þráinn Jóhannsson skómeistari hefur opnað skóvinnustofu að Grett- isgötu 3 í Reykjavík og nefnist hún Skóarinn. í Skóaranum er fullkominn tækjakostur til skó- og töskuvið- gerða og allar fáanlegar tegundir af skóáburði, skólitum og hægt er að fá yfir 100 tegundir skóreima. Gert er við minniháttar við- gerðir meðan staldrað er við og er biðin um 5% 15 minútur en meðan getur maður sötrað kaffi, því veit- ingar eru á boðstólum allan dag- inn. Sem fyrr segir er Þráinn Jó- hannsson, meistari í iðngreininni, eigandi stofunnar en þar vinna tveir starfsmenn. Opið er alla virka daga frá kl. 8.30—18.00 og einnig í hádeginu. ÍSLENSK listakona, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, málari, hefur fengið úthhitað tveggja mánaða vinnuað- stöðu á Hald-Hovedgaard við Viborg á Jótlandi, þar sem opnuð befur ver- ið vinnustofa fyrir listamenn og er Rut Rebekka fyrsti málarinn, sem fær vinnustofuna ti) afnota á vegum Nordisk kunstcentrum, sem úthlutar dvalarleyfum til listamanna í Vi- borg. Hald-Hovedgaard í Viborg. Deilur um vegskilti sem vísar á gististað fyrir ferðamenn: Vegagerðin tók skiltin niður — sem þó voru sett upp með leyfi viðkomandi landeigenda Jón A. Guðmundsson bóndi á Bæ í Reykhólasveit hefur ásamt konu sinni, Elsu Engilbertsdóttur, verið með ferðamannaþjónustu ásamt búskapnum undanfarin sex ár. Jón sem hefur bensínsölu og býður upp á svefnpokagistingu, á nú í deilum við vegagerð ríkisins og náttúruverndaráð vegna vega- skilta sem hann setti upp og vega- gerðin hefur látið taka niður. Jón sagði, er blaðamaöur Mbl. ræddi við hann fyrr í vikunni, að hann hefði verið með þessa ferðamannaþjónustu undanfarin sex ár og í upphafi hafi hann látið hanna tvö vegskilti til að visa vegfarendum á umrædda þjónustu. Kvað hann skiltin lát- laus og ekki til óprýði á neinn hátt. Skiltin setti Jón svo upp í Gilsfirði og Þorskafirði með leyfi viðkomandi landeigenda. Sagði hann annað skiltanna hafa verið eyðilagt skömmu eftir upp- setningu þess, en hann hefði gert við það og komið þvf aftur fyrir á sama stað. „Haustið ’83 fékk ég svo bréf, þar sem mér var skipað að taka skiltin niður," segir Jón. „Ég skrifaði náttúruverndarráði strax svarbréf þar sem ég færði rök fyrir mínu máli og fyrir því að skiltin stæðu þarna áfram. Þetta eru, eins og ég sagði áðan, látlaus skilti sem eingöngu eru til þess ætluð að vfsa ferða- mönnum á þá þjónustu sem ég býð uppá. Það næsta sem gerðist i málinu var að í mai sfðastliðn- um fékk ég annað bréf þar sem sama skipun var itrekuð. Ég skrifaði svarbréf aftur, en í byrj- un júlí kom þriggja manna vinnuflokkur frá Reykjavfk og tók min skilti niður en lét önnur á svæðinu, frá Eddu-hótelinu og Kaupfélagi Króksfjarðar, óáreitt. Þetta fannst mér órétt- látt og setti skiltin aftur upp. Þá voru þau aftur tekin niður af starfsmönnum vegagerðarinnar hér, sem að sjálfsögðu voru ein- göngu að framfylgja skipunum yfirmanna sinna, og í leiðinni voru tekin niður skilti frá kaup- félaginu. Verkstjóri vegagerðar- innar hér hafði samband við mig nú fyrir skömmu og sagði mér að hann hefði fengið fyrirskipun frá Reykjavik um að láta taka þessi skilti niður. Þannig er staðan i dag. Einu skiltin sem eru óáreitt á þessu svæði eru skiltin frá Edduhótelinu. For- svarsmönnum kaupfélagsins voru afhent þeirra skilti, en ég fékk min ekki aftur. Lög- fræðingur minn er nú að athuga hver réttarstaða mín er i þessu máli.“ Jón sagði að menn í náttúru- verndarráði hefðu bent sér á að setja upp skilti með alþjóðlegum táknum, en hann hefur ekki áhuga á því. „Viðskiptavinir mínir eru langflestir íslend- ingar, um 95% og ég miða þessa starfsemi fyrst og fremst við is- lenska ferðamenn," segir Jón og kveðst takmarkaðan áhuga hafa á því að fjölga erlendum við- skiptavinum. „Þeir sem miða sína þjónustu aðallega við er- lenda ferðamenn geta að sjálf- sögðu sett upp skilti með alþjóð- legum táknum, en ég reikna með því að mínir viðskiptavinir geti lesið og hafi enga þörf fyrir al- þjóðlegt táknmál til að komast að því að ég býð upp & svefn- pokagistingu. Ef við fslendingar eigum fyrst og fremst að merkja þjóðvegi okkar fyrir útlendinga, er stutt í að þeir verði eingöngu ætlaðir útlendingum. Ég er alls ekki að segja að það eigi ekki að setja upp þessi alþjóðamerki, þau mega vera þarna lfka, en það á ekki að banna íslenskuna og ég set hvorki upp merkingar á er- lendu tungumáli né heldur táknmáli fyrir þá sem vilja svefnpokagistingu hjá mér.“ Vegagerðin tekur sér vald sem hún hefur ekki — segir Jóhann Þórðar- son lögmaður Jóns í Bæ „Ég hef hjá mér bréf frá Vega- gerð ríkisins og Náttúruvernd- arráði, þar sem þessir aðilar lýsa sig ábyrga fyrir því að taka niður umrædd vegskilti," sagði Jóhann Þórðarson lögmaður Jóns A. Guðmundssonar er blaðamaður Mbl. ræddi við hann vegna þessa máls. „Þessir aðilar hafa ekkert vald til að fara út i þessar aðgerðir, heldur er það í verkahring lögreglustjóra í við- komandi umdæmi að taka ákvörðun um hvort vegskilti eru tekin niður. Hið eðlilega ( þessu máli hefði verið aö vegagerð og Náttúruverndarráð hefðu kært staðsetningu viðkomandi skilta til yfirvalda i umdæminu, sem síðan tækju ákvörðun um hvaö gert yrði i málinu. Að minu mati eru þessar aðgerðir algjörlega ólöglegar." En á hvaða forsendum voru skiltin tekin niður? „f bréfi sem Jón fékk frá vega- gerðinni og Náttúruverndarráði er visað til ákvæða vegalaga frá árinu 1977, þar sem kveðið er á um uppsetningu mannvirkja í nágrenni vega. Samkvæmt túlk- un þessara aðila eru leiðbein- ingamerki við vegi orðin að mannvirkjum. Einnig var visað i lög um náttúruvernd frá árinu 1971, en 19. grein þeirra laga fjallar um auglýsingaskilti i nágrenni vega. Þar segir að óheimilt sé að setja upp auglýs- ingaskilti meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis, þó sé heimilt að setja upp látlausa auglýsingu um atvinnurekstur eða vörur á eign þar sem slik starfsemi eða framleiðsla fer fram. Síðari hluta þessarar laga- greinar var ekki getið í áður- nefndu bréfi, en þar stendur að minu mati skýrum orðum að heimilt sé að setja upp skilti þar sem getið er um atvinnurekstur eins og þann sem Jón stundar. Jón hefur sína starfsemi i gangi allan ársins hring og er allt árið og á hvaða tima sólar- hrings sem er reiðubúinn að taka á móti ferðamönnum sem æskja gistingar. Á haustin og veturna er langt á milli gisti- staða sem eru opnir og þessi þjónusta hefur mikið gildi fyrir ferðamenn á þessum slóðum. Því er það vægast sagt undarlegt að með þessu móti sé verið að gera manni erfitt fyrir, sem eingöngu vill vísa vegfarendum á að á heimili sínu geti þeir fengið svefnpokagistingu,“ sagði Jó- hann Þórðarson að lokum. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið, að hér væri um nýtt fyrirbæri að ræða. Hald-herragarðurinn væri sjálfseignarstofnun og væri hlut- verk hennar að vinna að menning- armálum. Á staðnum er bókasafn og ennfremur fara námskeið um ýmislegt fram á staðnum. Vinnu- stofan er innréttuð í litilli kapellu. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir verður ytra frá 1. ágúst og til loka september. Miquel Brown kemur til Islands DAGANA 27. júlí til 5. ágúst mun bandaríska söngkonan, dansarinn og leikkonan Miquel Brown skemmta gestum Hollywood og Broadway. Miquel Brown er fædd i Detroit í Michigan í Bandaríkjunum. Hún fluttist til London í maí 1973, þar sem hún hóf feril sinn sem söng- kona, dansari og leikkona. Hún hefur leikið i mörgum kvikmynd- um, svo sem Hair, Superman I og II, The Best Little Whorehouse in Texas o.fl. í lok ársins 1983 sló hún veru- lega í gegn sem söngkona þegar hún sendi frá sér lagið „So Many Men, So Little Time“. Það lag hafnaði í efsta og efstu sætum vinsældalista viðsvegar um heim- inn. Á íslandi var það eitt vinsæl- asta lagið á dansstöðum borgar- innar i byrjun þessa árs. Eftir það hafa mörg topplög komið frá henni, t.d. lögin „Manpower“, „He’s a Saint, He’s a Sinner“ og nýjasta lag hennar „Beeline", en það rýkur nú upp Billboard- danslistann í Bandaríkjunum. (í'r frftutilkynninKu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.