Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLl 1984 31 Sjötugur: Guðlaugur Guðmunds son kaupmaður verslun og viðskipti. Ég bankaði uppá fyrir hádegi og þá var lista- maðurinn að sjóða ýsu handa sér og kettlingnum. — Hvað um önnur áhugamál en myndlistina? — Ég er opinn fyrir listum og lífinu yfirleitt. Hef mjög gaman af tónlist og gutla svolítið á píanó, mest fyrir sjálfan mig. — Þú ert mikið að fást við að mála kvenlíkamann og einnig and- litsmyndir af konum. Á trönunum ertu með rauðkrítarmynd af kvenmannslíkama. Konan er þér greinilega hugleikin. — Það má segja að ég fylgi vissri arfleifð í sambandi við portretgerð og kvenmannsímynd- ina. Algengasta myndefni listmálara í gegnum tfðina hefur verið konan og betjur. Ég hef alltaf lagt sér- staka rækt við anatómíuna. — Hvað er anatómía? — Það er fyrst og fremst vöðva- bygging líkamans. í myndum af mannslíkama reyni ég að draga fram þessi greinilegu einkenni hvors kynsins, frá vöggu til graf- ar. Ég nota mikið svokallaða list- ræna anatómfu. — Hvað er framundan? — Ég hef nóg verkefni og þarf ekki að láta mér leiðast. Ég mála nú eins og fyrr portretmyndir, andlitsmyndir og er aðallega við það núna. í framtiðinni vonast ég til að geta haldið áfram að helga mig myndlistinni eins og hingað til. Kettlingurinn var kominn uppi rúm og sofnaður þegar viðtalinu lauk. Hann hafði fylgst með hverri hreyfingu okkar, elt okkur um íbúðina og stökk einu sinni á pennann þannig að ég missti hann á gólfið. Kannski að hann hafi ekki verið vanur svona Iöngu við- tali við eiganda sinn og vin. Rétt áður en ég kvaddi listamanninn kom ungur piltur f heimsókn og keypti teikningu eftir Sigurð Ey- þórsson. Mér sýnist vera bjartir tímar framundan hjá listamann- inum, hann er að taka að sér stór verkefni fyrir athafnamann í borginni og fleira í bígerð sem ekki verður sagt frá í þessu viðtali. Það er áhætta að lifa af myndlist- inni, Sigurður er ákveðinn að þrauka, hvað sem það kostar, hann hefur kynnst baslinu af eigin raun. Við tókumst í hendur við útidyrahurð og það var sumar í garðinum við húsið ... koma, á sinni tíð, þó að annað réð- ist. Og víst er um það, að mikill fengur hefði það orðið kirkju vorri að fá slikan mann til boðunar fagnaðarerindisins, svo vel viti- borinn, frjálslyndan og víðsýnan, en þó sterk-trúaðan. En „víðar dyr og verkmiklar" opnuðust honum með því starfi, sem hann um ára- tugi hefir gegnt og rækt með sóma og prýði. Og er það vafalaust fullt ígildi hvaða prestsembættis sem er. Prestar eru auðvitað „góðir og nauðsynlegir". En fyrst og fremst þörfnumst vér þess að sem allra flestir, hvar sem í stétt eða stöðu þeir eru, starfi af alefli í kristi- legum anda. Svo kveð ég vin minn, Sverri Pálsson, að sinni og bið hann vel- kominn í samfélag sextugra. „Sjá, sannarlega er þar Israelíti, sem ekki eru svik í.“ Heill og heiður fylgi honum og fjölskyldu hans allri, í bráð og lengd. Bjartmar Kristjánsson Merkismaðurinn Guðlaugur Guðmundsson kaupmaður og rit- höfundur er sjötugur í dag. Það er nú varla að því verði trúað, svo sprækur er maðurinn og léttur á fæti. Guðlaugur er Húnvetningur, fæddur í Vatnsdalnum og þar ólst hann upp. Á yngri árum fékkst Guðlaugur við ýmislegt, stundaði sveitastörf, var á síld og eftir að til Reykjavíkur kom var hann í vinnu hjá setuliðinu, var í „Breta- vinnunni" eins og talað var um. Árið 1942 hefur hann störf sem leigubifreiðastjóri og stundar þá vinnu allt til ársins 1961, en þá setur hann á stofn kjötverslun við Ásvallagötu en algengt var þá að þannig verslanir væru starfrækt- ar við hlið annarra matvöruversl- ana. Þessa verslun rak Guðlaugur í fjölda ára uns hann reisir í félagi við annan stórhýsi við Tindasel fyrir matvöruverslun. í dag starf- rækir hann söluturn i þessu húsi en leigir út húsnæðið fyrir versl- unina. Á þeim árum sem Guðlaugur starfaði við leiguakstur vann hann ötullega að félagsmálum stéttar sinnar. Á tímabili var hann í stjórn Skáksambands íslands enda snjall skákmaður. Eftir að hann hóf verslunar- störf gerðist hann virkur þáttak- andi í félagsmálum kaupmanna innan Félags kjötverslana. Var hann lengi fulltrúi félagsins varð- andi verðlagsmál. Á þeim vett- vangi kom hann mörgu góðu til leiðar sem bætti hag kaupmanna og neytenda og hægt er að rekja til þess sem í dag er orðið að veru- leika, þ.e. frjálsræði verslunarinn- ar varðandi verðlagningu á kjöti. Guðlaugur er snjall ræðumaður, stígur oft í ræðustól á fundum, enda verið kosinn af kaupmönnum til margháttaðra trúnaðarstarfa. Hann hefur verið formaður stjórnar Matkaups hf. og Búrfells hf. Eftir að hann hætti rekstri kjötverslunarinnar gekk hann í Félag Matvörukaupmanna og er mjög virkur félagi þar. Hann er f ritnefnd Verslunartíðinda, mál- gagns KÍ. Guðlaugur er vel ritfær maður og eftir hann liggja nokkrar bæk- ur sem hann hefur gefið út auk fjölda blaða- og tímaritagreina. Meðal bóka Guðlaugs er bókin Reynistaðabræður, bókin Enginn má undan líta, sem er sagnfræði- legt skáldrit um morðmálin í Húnaþingi, en síðasta bók hans er bókin Ástir í aftursæti, einskonar endurminningar leigubifreiða- stjórans frá stríðsárunum, en þar hefur Guðlaugur frá mörgu að segja. Allar bækur Guðlaugs eru afburðavel skrifaðar og skemmti- legar aflestrar. Undirritaður vill fyrir hönd stjórnar og félaga í Félagi mat- vörukaupmanna og Kaupmanna- samtaka íslands færa Guðlaugi hugheilar árnaðaróskir á þessum tímamótum með von um áfram- haldandi samstarf. Persónulega vil ég og kona mín þakka honum fyrir löng og góð kynni. Sérstaklega langar okkur til að þakka fyrir afar skemmti- legar stundir með þeim hjónum, Lillý og honum, á ferðum okkar erlendis. Það er samstilltur og góður hópur sem myndar „Heims- reisuklúbb Útsýnar" og víða hefur farið. Þar er Guðlaugur hrókur alls fagnaðar, heldur ræður í veislum og ritar greinar og eftir- þanka í „Vitann“, blað klúbbsins. Ég veit að hópurinn sendir þeim hjónum hlýjar óskir og góðar í da£- Ólafur Björnsson form. Félags matvörukaupmanna Guðlaugur Guðmundsson kaup- maður, Barmahlíð 54, er 70 ára í dag. Hann er fæddur í Sunnuhlíð í Vatnsdal, 21. júlí 1914, sonur hjón- anna Guðrúnar Guðbrandsdóttur og Guðmundar Magnússonar, er þar bjuggu. Faðir Guðlaugs lést langt um aldur fram; varð úti í aftaka hríð- arbyl haustið 1934. Vetur gekk óvenju snemma í garð. Það segir sig sjálft, að þungur harmur var borinn í þögn hjá ekkjunni og börnunum, sem allt í einu voru svipt vernd og styrk frá eigin- manni og föður. Börnin voru sjö. Guðlaugur, sem var næstelstur af sex bræðrum, var tvítugur, en yngst var einkadóttirin, Rannveig, aðeins 11 ára gömul. Ég kynntist Guðrúnu móður Guðlaugs er ég tengdist Hauka- gilsfjölskyldunni, því okkur hjón- unum þótti sjálfsagt að koma á nágrannabæina í Vatnsdalnum og heilsa upp á fólkið, er við vorum á ferðinni. Ég á margs að minnast frá þessum ferðum okkar í hinum fagra dal, og öll sú gestrisni og hlýja látleysið var þessu fólki svo áskapað, að því er ekki hægt að gleyma. Eg dáðist að Guðrúnu; mér fannst hún búa yfir svo mikilli hetjulund og „lífsviti". Hún sagði mér, hvernig hún hefði brugðist við, er henni var færð sorgarfrétt- in um lát eiginmanns sins. Allt í einu varð hún að vera sterkust í forsjá heimilisins og barna sinna. Snjór hafði komið svo snemma, eins og fyrr getur, að kartöflur voru óuppteknar. Hún tók það ráð til að láta ekki bugast, að hún bað börnin að hjálpa sér við að taka upp kartöflurnar úr garðinum. Þetta var kalt og erfitt verk, en hún sagði, að systkinin hafi verið svo dugleg að hjálpa sér, að það hafi gefið sér það þrek, sem öllu hafi bjargað. Én fram í myrkur hélt hún þeim að verki þennan dag. Fyrst, þegar ég kom að Sunnu- hlíð, hét þessi bær Torfustaðakot, en nefnt Kot í daglegu tali, því algenga nafni í mörgum sveitum landsins. Það sagði sögu síns tíma. En elja og bjartsýni Guðrúnar og barna hennar breyttu þessari jörð og bæjarhúsum í það mat, að Sunnuhlíð hlaut það að heita — kot var það ekki lengur. Þótt flest systkinin færu að heiman eftir að þau komust upp, voru þau móður sinni hjálpleg, hvenær sem heimili hennar þurfti þess með. En Gestur bjó lengst af með móður sinni, og mat hún það sambýli mikils. Guðlaugur stundaði nám í Reykjaskóla í Hrútafirði, og kom þá í ljós, að hugur hans stóð til meiri lærdóms, en á þessum árum var ekki auðvelt að láta slíka drauma rætast. Hann lagði af stað út í lífið með léttan mal, en það hefur komið á daginn, að forsjónin hefur verið honum hliðholl, án þess þó að dekra við hann. Árið 1937 tekur Guðlaugur sér ferð á hendur til Danmerkur og Noregs, ásamt sýslunga sínum og vini, Jóni Pálssyni frá Sauðanesi. Þeir hugðust kynna sér landbúnaðar- störf og loðdýrarækt. Fékk Guð- laugur starf við þetta eftir heim- komuna, aðallega í Þingeyjarsýsl- um, um árabil. Eftir að Guðlaugur fluttist til Reykjavíkur var hann leigubíl- stjóri í mörg ár. Lengst af hefur hann þó, ásamt konu sinni, stund- að verslunarrekstur, eða allt fram á þennan dag, og lítur frekar á þau umskipti í starfi sem tímamót til hátíðabrigða en kyrrstöðu í at- höfnum. Ymsum trúnaðarstörfum hefur Guðlaugur gegnt fyrir stétt- arfélög leigubílstjóra og kaup- manna. En þótt hann hafi gert verslunarstörf að sínu aðal við- fangsefni hin siðari ár, nýtir hann vel næðisstundir er gefast. Hann er mjög vel ritfær, og er mér ekki grunlaust, að helst hefði hann kos- ið að mega loka sig af frá öllu veraldarvafstri og skrifa um lífið og tilveruna. Eftir hann hafa komið út fjórar bækur, sú fyrsta, „Vinir dýranna", hefur verið endurprentuð. ALLSHERJARÞING Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar var haldiA í Genf dagana 6. til 26. júní sl. Var þetta í sjötugasta sinn sem þingið var haldið og alls sátu það 1.850 fulltrúar ríkis- stjórna, atvinnurekenda og launa- fólks frá 139 aðildaríkjum, en þau eru nú 151. Af íslands hálfu sátu þingið Hannes Hafstein sendiherra og Jón S. Ólafsson skrifstofustjóri sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar. Fyrir hönd atvinnurekenda sat Kristján Þorbergsson lögfræðingur þingið og fulltrúi launafólks var Lára Júlí- usdóttir lögfræðingur. Forseti þingsins var kjörin Anna-Greta Leijon vinnumálaráð- herra Svíþjóðar, en hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti. Á þinginu fór fram sfðari um- ræða um stefnu í atvinnumálum og gerð var samþykkt um það efni, sem miðar að því að koma á fullri arðbærri atvinnu, sem menn kjósi sér af frjálsum vilja og með því sé rétturinn til vinnu tryggður í reynd. Ennfremur fór fram fyrri um- ræða um heilbrigðisþjónustu í at- vinnu, bættan aðbúnað og umhverfi á vinnustað og endurskoðuð voru drög að samþykktum um þessi efni, en þau verða tekin til síðari um- ræðu og afgreiðslu á næsta þingi Fleira er Guðlaugi til lista lagt. Hann er snjall skákmaður og hef- ur tekið þátt í skákmótum hér heima og erlendis. Ýmsa gripi má «- sjá á heimili hans, sem bera hæfi- leika hans vitni á þessu sviði. Og þegar ég lít á þetta, þá er ég fyrir löngu hætt að undrast, þótt Guð- laugur eyði ekki tíma í smávafstur eins og að slá garðinn eða moka snjó af tröppum, nema í stökustu harðindum eða ofvexti í grasi. Andrúmsloftið í húsinu, Barma- hlíð 54, getur ekki verið betra, úti eða inni, enda eru Vatnsdælingar þar að meirihluta. Mér finnst harla stutt síðan ég sá Guðlaug í fyrsta sinn, en það er þó hálf öld. Það var á skemmtun á Kvenna- skólanum á Blönduósi. Við Kvennaskólastúlkurnar hlökkuð- um mikið til að sjá herrana er þar mættu. Guðlaugur var einn þeirra, sem vakti athygli okkar. Ekki dönsuðum við okkar síðasta dans á þessum „böllum". Við höfum átt heima í sama húsi í nærri fjóra áratugi og af og til dansað saman í glöðum vinahópi. Guðlaugur hefur verið lukkunn- ar pamfíll á sínum lifsferli. Hann eignaðist frábæra konu og hús- móður, Kristínu Þorsteinsdóttur frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Þau eiga þrjár dætur: Margréti Þóru, Sigrúnu og Guðmundu Hrönn. Við hjónin höfum ekki getað kosið okkur betra sambýlisfólk, enda aldrei orðinu hallað i öll þessi ár. Ekkert er eins yljandi og kærkomið eins og að finna vinar- hug, sem sífellt kemur fram í daglegum samskiptum. Við Haukur óskum ykkur hjón- um og fjölskyldu ykkar hjart- anlega til hamingju með merkis- timamót á ævivegi ykkar beggja á þessu ári. Lára Böðvarsdóttir . Guðlaugur verður að heiman á afmælisdaginn. sem væntanlega verður haldin i Genf i júní á næsta ári. Þingið gerði ályktun um aukn- ingu atvinnumöguleika og framleið- ni með sérstöku tilliti til þróunar- ríkja. Einnig voru gerðar ályktanir um aðskilnaðarstefnu S-Afríku og fleira. Fyrir hönd Norðurlanda flutti finnski ríkisstjórnar- fulltrúinn ræðu í umræðum um að- skilnaðarstefnu. í skýrslu sinni til þingsins höfðu forstjóri og stjórn stofnunarinnar aðallega fjallað um samþykktir Al- þjóðavinnumálaþingsins og leiðir til að framfylgja þeim. Sérstök þingnefnd fjallaði um skýrslur að- ildarríkja um framkvæmd sam- þykkta Alþjóðavinnumálaþingsins. Meðal annars var komin fram skýrsla rannsóknanefndar sem skipuð hafði verið til að kanna brot pólsku ríkisstjórnarinnar á sam- þykktum ILO um félagafrelsi. Pól- land hafði mótmælt þessari rann- sókn sem afskiptum af innanrík- ismálum þess og í mótmælaskyni sóttu Pólverjar ekki þingið. Rann- sóknanefndin komst að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið gegn samþykktum um félagafrelsi, samningsrétt og rétt til stofnunar félaga, en þessar sam- þykktir staðfesti Pólland árið 1957. Að lokum var á þinginu kosið í stjórn ILO til næstu þriggja ára. Allsherjarþing Alþjódavinnumálastofnunarinnar: Stefnt að því að tryggja rétt til vinnu Opnum í dag nýja og glæsilega innréttingaversl- un að Auðbrekku 11, Kópavogi. Opið frá kl. 10—16 í dag 0 BHnir IF NRÉTTINGAR HF., BALLINGSLÖV-UMBOÐIÐ, SiMI 464771 Verid velkomin S>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.