Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 7 Heiðurskaffisamsæti Fyrrverandi námsfólk frá Minnesota og vinir Björns Björnssonar ræðismanns og fjölskyldu, halda þeim kaffisamsæti aö Hótel Borg mánudaginn 23. júlí kl. 4—6. Mætum öll. Hestar í óskilum í Þingvallahreppi er rauður hestur með hvít hár í enni. Ómarkaður. Verður seldur mánudaginn 30. júlí kl. 16 hafi eigandi ekki gefið sig fram fyrir þann tíma. Einnig jörp hryssa. Mark: Sýlt eða sneiðrifaö framan vinstra og biti framan hægra. Hreppstjóri. GOODWYEAR GEFUR 0'RÉTTA GRIPIÐ HÚSAVÍK Kaupfel Ptngeyinga KELDUHVZRFl Vélav Har Pórannssonar. Kvistási EGILSSTADIR Véltœkni sf Dagsverk st NESKAUPSTADUR Síldarvinnslan ESKIFJORDUR Bitreiáaverkst Benna 8r Svenna REYDARFJORÐUR Bitreióaverkstœóió Lykill HÓFN Dekkja og smurþjónustan. Halnarbr SVÍNAFELL ORÆFUM REYKJAVÍK Gummivinnustofan Skipholti 36 Gummivjnnustotan. Réttarhálsi 2 Hotóadekk sf Tangarhotóa 16 Otti Sœmundsson. Skipholtt 6 Hiólbaróastoóin. Skeitunni 6 Hio.baróahouin FeSsmúla 24 AKRANES BORGARNES lorgarbr ÓLAFSVfK KIRK JUBÆJ ARKLA USTUR Gunnör Valdimarsson VÍK, MYRDAL: Víkurkiettur HVOLSVOLLUR Kaupteiag Rangœinga Erlingur ó'.atsson RAUDILÆKUR Kaupféiag Rangœmga HELLA Bjorn Jóhannsson Lyngasi 6. Holtum SELFOSS Kaupteiag Arnesinga VESTMANNAFYJAR Hióloaróastotan, Flotum FLÚDIR Vióg verkstœóió Varmalandi HVERAGERÐI Bjarni Snœbjornsson PORLÁKSHÖFN Bitreióapjónustan GRINDAVÍK Hjólbarðaverkstœói Gnndavíkur KEFLAVÍK Smurstoó og hjólbaróaþjónusta Vatnsnesvegi 16 BUDARDALUR ÍSAFJORDUR Hio.ab rróaverKstaeó’.ó Suóurgotu BOLUNGARVÍK Véismióia Boiungarvikur VfDIDALUR Veiaverkstœóió V-óir. Víóihlió BLONDUÓS Briaþionustan. lóngoróum VARMAHLÍD Vélavai SAUDARKRÓKUR Kauptélag Skagtiróinga Veismiójan Logi HOFSÓS '• ivorkst-1 óió Pardus DALVÍK r . rverkst f>ói Daivikur ÓLAFSF JORDUR iverkst i*óió Múiatmdur SIGLUFJORDUR í-.igriar 3uómundsson AKUREYPI iiio.r>aróaþ)ónustan. Hvannavóllum 14B ri. .dur sf Tryggvabraut 14 Laugavegi 170-172 Simar 21240-28080 Ekki okkur að kenna „Það er engin ein skýr- ing á þessu en aðild Fram- sóknar að ríkisstjórninni er smám saman að koma i ljós.“ Þessu svaraði Eyjólf- ur fsfeld Eyjólfsson for- stjórí Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins spurði hann síðastliðinn fimmtudag um ástæður þess að á sama tíma og framleiðsluaukning frysti- húsa Sambandsins er 13,5% dregst framleiðsla SH saman um 6,1% Sá hugsunarháttur, er kemur fram hjá Eyjólfi ísfeld, endurspeglar það hugarfar, sem því miður er alltof al- gengt f stað þess að líta f eigin barm, benda menn á einhvern annan og segja: „Þetta er honum að kenna." Að undanskiklum sex mánuðum, befur Fram- sóknarflokkurinn verið f rfkisstjórn ailt frá árínu 1971 og hann hefur tekið þátt í stjórnarsamstarfi mest allan þann tfma, sem Söhimiðstöð hraðfrystihús- anna hefur starfað. Eyjólf- ur fsfeld talar hins vegar eins og það sé ný bóla að Framsóknarflokkurinn sitji í stjórn. Ekki verður dregið i efa, að Framsókn- arflokkurínn hcfur jafnan notað aðstöðu sina til fram- dráttar SÍS-veldinu og óspart beitt sér fýrir for- réttindum til handa sam- vinnuhreyfíngunni. En það eitt skýrir ekki stöðuna hjá SfSogSH. Forsjárhyggja f stað þess að skoða með gagnrýnu hugarfarí eigin gerðir og athafnir hafa talsmenn sjávarútvegs og flskvinnshi krafið ríkis- stjómina um fyrirgreiðshi, gengisfellingar og aðrar að- gerðir, sem f skamman tima munu fleyta útgerð- inni og fiskvinnshinni áfram. Þannig er það orð- inn melikverði er ýmsir útgerðarmenn nota á getu stjórnmálamanna, hversu duglegir þeir eru f fyrir- greiðshipólitik. Og Iftið leggst fyrir góða drengi: Sjávarútvegurinn og Framsókn Þaö hefur aö vonum vakiö athygli að á sama tíma og framleiösla dregst saman hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um 6,1% eykst framleiðslan hjá frystihúsum Sambandsins. Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son forstjóri SH vill kenna þátttöku Framsóknarflokksins í núver- andi ríkisstjórn um. Um þetta er fjallað um í Staksteinum í dag og meðal annars rætt um þá ríkisforsjárhyggju er gætir æ meira hjá talsmönnum útgeröar og fiskvinnslu. Þá er einnig fjallað um Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra, en margir hafa oröiö fyrir von- brigöum meö störf hans á þeim vettvangi. Vagga einkaframtaksins, að minnsU kosti til skamms tíma, befur veríð útgerðin og fiskvinnslan, en nú virðist, sem forsjár- hyggja ráði þar ríkjum. Það er kominn tfmi til að for- svarsmenn hennar hverfi af þeasarí braut — þeir verða að bera ábyrgð á eig- in gerðum. Eina krafan, sem útgerðin getur sett fram, er sama krafan og allir atvinnurekendur hljóta að taka undir, og það er að stjórnvöld sjái til þess að efnahagslffið verði heiibrígt En um leið verða menn að líta f eigin barm, því það er Ijóst að viða er pottur brotinn í atvinnulff- inu og þá ekki síst f útgerð og fiskvinnshi. Málfiutningur af þvf tagi, sem varð tilefni þess- ara skrifa, er ekki til þess fallinn að auka skilning á vanda fiskvinnshinnar og útgerðarinnar, þvert á móti. Ábyrgðinni má aidrei og verður aldrei kastað á aðra. Sjávarútvegs- ráðherra veld- ur vonbrigðum Þegar núverandi kvóta- fyrírkomulagi var komið á urðu margir til að gagn- rýna framkvæmd þess og vissulega höfðu þeir margt tii síns máls. En til aðgerða þurfti að grípa vegna minnkandi afia, um það voru allir sammála og und- ir stjórn Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegs- ráðberra var hinum um- deilda kvóta komið á. Það verður hins vegar ekki sagt að sjávarútvegs- ráðherra hafi veríð at- hafnasamur að öðru leyti í ráðuneyti sínu. Við myndun ríkisstjórn- arínnar var Ijóst, að nauð- synlegt yrði að framlrvema verulega uppstokkun í sjáv- arútvegl Það var auðvitað höfuðverkefni sjávarút- vegsráðherra að skapa skil- yrði til þess, að sjávarút- vegurínn gæti tekist á við þau vandamál. Á einu ári hefur hann ekkert gert annað en koma kvótakerf- inu fram, sem að sjálf- sögðu var annarra hug- mynd. Það verður ekki sagt að mikið liggi eftir þennan krónprins Fram- sóknarflokksins. Nýtt tímarit um sportveiði: 1. tölublað „Á veiðum“ komið NÝTT TÍMARIT um veiðiskap hefur nú hafið göngu sína og heitir það „Á veiðum". Utgefandi blaðsins er Frjálst framtak hf. en blaðið er gefið út í samvinnu við tvö félög áhuga- manna um veiðar, stangaveiðifélagið Ármenn og Skotveiðifélag íslands. „1 þessu fyrsta tölublaði kennir margra grasa, þar eru bæði samtöl við veiðimenn, lýsing á veiðiá, um- fjöllun um bestu laxveiðiárnar, fluguhnýtingauppskriftir og fjöl- margt annað," sagði ólafur Jó- hannsson ritstjóri blaðsins i spjalli við blaðamann Morgunblaðsins, er hann var spurður um efni blaðsins. Sagði Ólafur að i blaðinu væri viðtal við Stefán Jónsson, fyrrum alþingismann og kunnan veiði- mann, þá væru i blaðinu viðtöl við þrjá þekkta veiðimenn, þá Rafn Hafnfjörð, Orra Vigfússon og Sig- urð Bjarnason, en í viðtölunum lýsa jæir uppáhalds veiðistað sin- um og krydda lýsingarnar veiði- sögum. Þá er i blaðinu hugleiðing um útbúnað f veiðiferðir og ná- kvæm lýsing á Elliðaánum. Þar lýsir Garðar Þórhallsson, formað- ur Elliðaárnefndar SVFR-ánum frá Elliðavatni til árósa og leið- beinir mönnum um það, hvernig bera eigi sig að við veiðistaði ár- innar. Aðspurður gat ólafur Jóhanns- son þess að í blaðinu væri enn- fremur grein um skotvopn, en um- fjöllun um byssur og skotveiði Ólafur Jóhannsson ritstjóri. verður f blaðinu ásamt umfjöllun um stangveiði. Þá nefndi Ólafur að í blaðinu væri úttekt á bestu veiði- ánum og fundin út meðaltalsveiöi í helstu ánum og er notaður mæli- kvarðinn veiddur lax á stöng á dag. „Þetta er eini raunhæfi möguleik- inn til að meta aflasæld veiðiáa," sagði Ólafur, „því tölur um heild- arveiði gefa mjög takmarkaðar upplýsingar." Siðan er i blaðinu umfjöllun um þær iaxaflugur sem gjöfulastar voru í fyrra og eru birtar af þeim Forsíða hins nýja tímarits, en myndin er úr myndasafni Rafns Hafnfjörð Ijósmyndara. myndir og uppskriftir gefnar. Loks má nefna að í blaðinu er lesenda- þjónusta, og svarar Jón Krist- jánsson fiskifræðingur spurning- um lesenda um fiskifræði og fiski- ræktarmál. „k veiðum" verður sent til veiði- manna víðsvegar um landið og verður þeim boðin áskrift. Munu á milli 4.000 og 5.000 manns fá blaðið sent heim. Enn- fremur mun blaðið verða selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.