Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 45 Nú hafa Flugleiðir lagt bann við reykingum um borð í vélum félagsins, í áætlunarflugi innanlands. Reykingar í flugvélum Frá Flugleiðum hefur eftirfar- andi svar borist við fyrirspurn Magneu Gunnlaugsdóttur varð- andi reykingar um borð í milli- landavélum félagsins: Á síðastliðnu vori var tekin upp farrýmisskipting í Boeing-vélum Flugleiða i áætlunarflugi á flest- um millilandaleiðum félagsins í Evrópu. Vegna þessa þurfti að gera þær breytingar, að leyfa reykingar öðrum megin við gang í stað þess að hafa allan fremri hluta farrýmisins fyrir þá sem ekki reykja, en aftari hlutann fyrir hina. Slíkt fyrirkomulag tíðkast hjá mörgum viðurkennd- um flugfélögum, til dæmis Luft- hansa. Loftræstikerfi vélanna er þannig úr garði gert, að það á að koma í veg fyrir að þeir sem sitja í reyklausum hluta vinstra megin við gang verði fyrir óþægindum frá tóbaksreyk hinum megin gangsins. Jafnframt er mælst til þess að þeir sem reykja taki fullt tillit til hinna sem ekki reykja og að vindla og pípureykingum sé sérstaklega stillt í hóf. Flugleiðir lögðu bann við reykingum um borð i vélum félagsins í áætlunar- flugi innanlands fyrir nokkrum vikum. Var það gert að undan- genginni skoðanakönnun meðal farþega, en mikill meirihluta þátttakenda vildi láta banna reyk- ingar. Þess má geta, að áður var leyft að reykja öðru megin við gang í Fokker Friendship-vélun- um í innanlandsfluginu. Þá skal tekið fram, að um borð í DC-8-þot- um Flugleiða, er ekki farrýmis- skipting og þar er aftari hluti far- rýmis ætlaður þeim sem reykja. Þessi dúkka hefði gott af dálítilli upplyftingu. Þessir hringdu ... Hvar er gert við dúkkur? Ósk hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Mig langar til að bera hér upp þrjár spurningar og vona ég að þeir sem geta svarað mér, sendi svör sín sem fyrst í Velvakanda. 1. Hvar eru seld amerísk reið- hjól og varahlutir í þau? 2. Hvar er gert við dúkkur (úr harðplasti)? 3. Eru einhverjir hér í borg sem kaupa notuð föt (ekki endi- lega gömul)? Góður útvarpsþáttur S.B. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar til að lýsa hér yfir ánægju minni með þátt Bjargar Einarsdóttur ,Um daginn og veginn” í útvarpinu á mánu- dagskvöld 16. júli. Þátturinn var sérstaklega skemmtilegur í alla staði og á Björg fyllstu þðkk skilið. Sýnið litmyndir um helgar Hjálmfrfður hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: Mig langar til að leggja eina spurningu fyrir ráðamenn sjón- varpsins og hún er svona: Hvernig stendur á því að maður er látinn borga miklu meira af litasjónvörpum heldur en svart- hvítum, en samt er manni boðið upp á svart-hvítar myndir helgi eftir helgi? Afnotagjöldin eru víst nógu há, og fyrir mitt leyti vil ég fá eitthvað fyrir snúð minn. Sýnið landsmönnum nú nýjar og fersk- ar litmyndir i sjónvarpinu um helgar, en sleppið gömlu sauða- litamyndunum, sem enginn nennir að horfa á. VISA. kynnir vöru Og pjónustustaöi HÓTEL — GISTING: © Árgeröi, Tungusíðu 2, Akureyri 96-24849 City Hótel, Ránargötu 4A 91-18650 Gistihúsiö Egilsstööum, Egilsstaöir 1 97-1114 Gisting, Hafnarstræti 88, Akureyri Hótel Akureyri, Hafnarstræti 98, 96-24919 Akureyri 96-22525 Hótel Bifröst, Borgarfirði 93-5000 Hótel Bláfell 97-5770 Hótel Borg, Pósthússtræti 11 91-11440 Hótel Búöir, Búöum Hótel Edda, Menntaskólanum, 93-5700 Akureyri 96-24055 Bjarkarlundi 93-4762 Borgarnesi 93-7119 Eiðum 97-3803 Flókalundi 94-2011 Hallormsstað 97-6883 Húnavöllum 95-4370 Silfurtorgi 2, ísafirði 94-4111 Kirkjubæjarklaustri 99-7626 Laugabakka Húsmæðraskólanum, 95-1901 Laugarvatni Menntaskólanum, 99-6154 Laugarvatni 99-6118 Laugum 93-4265 Nesjaskóla, Höfn 97-8470 Reykholti 93-5260 Reykjum, Hrútafiröi 95-1004 Skógum 99-8870 Staðarborg, Breiðdalsvík 97-5683 Stóru Tjörnum 96-43221 Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2 Hótel Gestgjafinn, Herjólfsgötu 4, 91-82200 Vestmannaeyjum 98-2577 Hótel Hof, Rauðarárstíg 18 91-28866 Hótel Holt, Bergstaðastræti 77 91-25700 Hótel Húsavík, Ketilsbraut 96-41220 Hótel Höfn, Hornafirði 97-8240 Hótel Höfn, Lækjargötu 10, Siglufirði Hótel KEA, Hafnarstræti 87—89, 96-71514 Akureyri 96-22200 Hótel Loftleiöir, Reykjavikurflugvelli Hótel Mælifell, Aðalgötu 7, 92-2322 Sauðárkróki 95-5265 Hótel Óðinsvé, Þórsgötu 1 91-25224 Hótel Reynihlíð, Mývatni 96-44170 Hótel Saga, v/Hagatorg 91-29900 Hótel Staður, Skipholti 27 91-26210 Hótel Stykkishólmur, Borgarbraut 6 93-8330 Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum 97-1500 Hótel Valhöll, Þingvöllum Hótel Varöborg, Geislagötu 7, 99-4080 Akureyri 96-22600 Hótel Varmahlíð 95-6170 Sæluhúsið, Hafnarbraut 14, Dalvík 96-61488 Verslió meö VISA pt Eiriteitktli j Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.