Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 48
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆ~I 22 INNSTRÆTI. SlMI '1«33 • OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTR/én 22 INNSTRÆTI, SlMI 11340 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, og Erna Finnsdóttir héldu Carring- ton-hjónunum kvöldverðarboó í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi og tók Friðþjófur þessa mynd er gestgjafarnir buðu heiðursgestina velkomna. Carrington lávarður: „Gagnlegar TÍðræður“ „VIÐRÆÐUR mínar við ísienska ráðamenn hafa verið mjög gagnlegar,“ sagði Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, á blaðamannafundi, sem þeir Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, efndu til í gær. Hann kvað viðræð- urnar hafa snúist um almenn málefni bandalagsins og sérstök áhugaefni íslendinga í því tilliti. Carrington lávarður, sem hér er staddur í opinberri heimsókn í til- efni af því að hann er nýtekinn við starfi framkvæmdastjóra banda- lagsins, hitti í gærmorgun Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- ^ herra, sem gegnir embætti forsæt- isráðherra í fjarveru Steingríms Hermannssonar. Að þeim fundi loknum var haldið í utanríkis- ráðuneytið, þar sem Carrington átti viðræður við Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra. Næst var haldið til Bessastaða þar sem for- seti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, bauð til hádegisverðar. Alvarlegt umferðarslys 4 Akranesi Akranesi, 20. júlí. Síðdegis í gær efndu Carrington lávarður og Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, til blaða- mannafundar að Hótel Sögu. Þar lét Carrington í ljós ánægju með, að sér gæfist tækifæri til að sækja heim aðildarþjóðir Atlantshafs- bandalagsins og kynnast viðhorf- um þeirra og aðstæðum. í gærkvöldi sat Carrington lá- varður og fylgdarlið hans kvöld- verð í boði Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, og konu hans frú Ernu Finnsdóttur, í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu. í dag er síðasti dagur heimsókn- arinnar og fara gestirnir þá til Þingvalla, þar sem þeir snæða há- degisverð I boði Halldórs Ás- grímssonar og konu hans, Sigur- jónu Sigurðardóttur. Heimsókn- inni lýkur síðdegis. Sjá í miðopnu: viðtal Morgun- blaðsins við Carrington lávarð. Hross á Auðkúluheiði þrátt fyrir bannið? „Hef enn ekki haft tíma til að reka mín hross“ — segir Einar Höskuldsson á Mosfelli í Svínavatnshreppi NOKKRIR bændur í Svínavatns- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu ætla að reka stóð sín á Auðkúluheiði þrátt fyrir að landbúnaðarráðuneytið hafi um síðustu helgi auglýst bann við upp- rekstri hrossa á heiðina að ósk Land- græðslu ríkisins. Samkvæmt heimild- um Morgunblaösins hafa einhverjir þegar rekið hross sín á heiðina en það fékk Mbl. ekki staðfest ( gærkvöldi. Landbúnaðarráðuneytið fól sýslu- manni Húnvetninga að framfylgja banninu og voru lögreglumenn frá honum á ferð í sveitinni í gær til að kanna málin. „Nei, mín hross eru því miður órekin enn. En það er eingöngu vegna þess að ég hef enn ekki mátt vera að því vegna heyþurrksins," sagði Einar Höskuldsson bóndi á Mosfelli í Svínavatnshreppi í sam- tali við Morgunblaðið í gær er hann var spurður hvort hann hefði rekið stóð sitt á heiðina. Sagðist Einar örugglega reka hross sín á fjall og taldi að það myndu margir aðrir gera. Var hann þungorður í garð þeirra sem stóðu að hrossabanninu og sagði að allt yrði gert til að brjóta bannið á bak aftur. Einar sagðist ekki vita með vissu hvort einhverjir væru þegar farnir en taldi það alveg eins líklegt. Sigurjón Lárusson bóndi á Tindum, oddviti Svínavatnshrepps, sagðist ekki vita til að hross hefðu verið rekin á heið- ina en sagði að það kæmi í ljós því „mér er sagt að lögreglan hafi farið upp á heiðina í dag til að gá að því,“ sagði Sigurjón. Jón ísberg sýslumaður Húnvetn- inga sagði i samtali viö Mbl. að hann hefði verið beðinn um að framfylgja hrossabanninu á Auð- kúluheiði. Sagðist hann hafa sent lögreglumenn til að kanna þetta mál með því að taka skýrslur af oddvit- unum þar sem hreppsnefndirnar færu með stjórn fjallskilamála. Sagðist hann ekki vita til að bannið hefði verið brotið en ef það væri myndu verða teknar skýrslur af við- komandi bændum og málið síðan sent til landbúnaðarráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins og ríkis- saksóknara. Lét sýslumaður þau orð falla að þetta yrði að framkvæma á þennan hátt því ekki væri unnt að hafa lögregluvörð um heiðarlöndin. En ef fram á það yrði farið væri heldur ekkert því til fyrirstöðu að smala hrossunum af heiðinni. Þessa mynd tók Tómas Helgason, flugstjóri, í ískönnunarflugi fyrir Norðurlandi í gær. Skagafjörður: Hvítt af ís til hafsins Bjp, Hitrðastrðnd, 20. júli. ÞAÐ ÓVENJULEGA hefur nú gerst á þessum tíma árs, að borgarís sést úti fyrir Skagafirði og virðist vera á leið inn fjörðinn. Nú, þegar ég horfi til hafs, er alveg hvítt að sjá af ís. Við, sem munum aftur í tímann, vitum að sjávar- straumar liggja inn með firðinum vestanverðum og út aftur að austanverðu. En veðurfarið getur svo tekið þar í taumana. Sjómenn, sem komu að landi i gær, segja að íshrafl úti á Skagafirði og á Húnaflóa allt út að Horni sé töluvert. Þó nokkrir bændur eru langt komnir með góðan heyskap. Þó er þetta misjafnt enda hafa skúrir komið annað slagið og tafið fyrir þurrkun heyja. Björn. Innflutningur jókst um 16,5% fyrstu fimm mánuði ársins UM kl. 15 í dag varð 12 ára gamall drengur á reiðhjóli fyrir bifreið á mótum Suðurgötu og Skagabrautar. Tildrög slyssins eru óljós en drengurinn lenti upp á vélarhlíf bifreiðarinnar og braut fram- rúðu hennar. Barst hann síðan með bifreiðinni nokkra metra áð- ur en hann skall í steinsteypta götuna. „ Drengurinn slasaðist mikið, hlaut m.a. lærbrot auk annarra áverka. Hann var fluttur í Sjúkrahús Akraness og er líðan hans eftir atvikum góð. Lögreglan á Akranesi óskar eftir því, að fólk, sem hugsanlega hefur orðið vitni að slysinu, hafi samband við hana. Sérstaklega •mr óskað eftir að bílstjóri bifreið- ar, sem ók framhjá drengnum rétt áður en slysið varð, gefi sig fram. — JG Vöruinnflutningur til landsins jókst um l6'/2% fyrstu 5 mánuði ársins mið- að við sama tímabil ( fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Má ætla að vöru- skiptajöfnuðurinn fyrir tímabilið janú- ar til maí 1984 hall verið óhagstæður um 225 milljónir króna. Samkværat spá Þjóðhagsstofnunar eykst við- skiptahallinn á árinu miðað við síðasta ár vegna þessa og verður 4% í stað V/i% sem spáð var í upphafi ársins. Þessi innflutningur er til muna meiri en Þjóðhagsstofnun spáði í byrjun ársins, en þá var spáð að vöruflutningar til landsins drægju saman um 6% á árinu sökum breyt- inga á kaupmætti launa og á þjóðar- útgjöldum. Á grundvelli innflutn- ingsins fyrstu fimm mánuðina er spá Þjóðhagsstofnunar nú að vöru- flutningar til landsins ( ár verði 9,2% meiri en síðastliðið ár. Jafnvel getur innflutningurinn orðið meiri, en þessi spá gefur til kynna og er í því sambandi bent á þrennt. Tekjur einstaklinga og um- svif fyrirtækja gætu hafa aukist meira en fyrirliggjandi upplýsingar benda til. Mikil útiánaaukning í lánakerfinu getur hafa haldið uppi innflutningi það sem af er árinu. Þá segir að innflutningsaukningin gæti stafað af endurnýjun á vörubirgðum innflutningsfyrirtækja, þar sem lík- legt sé að gengið hafi á birgðir á síðasta ári. Breytingar á útlánum og birgða- haldi geta breytt þessari þróun á síðari hluta ársins og sagði Bolli Bollason hjá Þjóðhagsstofnun að reiknað væri með þvf ( núverandi spá Þjóðhagsstofnunar að úr inn- flutningi drægi sfðari hluta ársins, þannig að hann yrði til jafnaðar 9,2%. Sagði hann að tölur um inn- flutning í júní bentu til þess að þetta væri fjarri lagi. „Alvarlegustu tiðindin eru að viðskiptahallinn eykst á nýjan leik vegna þessa, en úr honum dró á síð- asta ári. Þá var hann 2te% af þjóð- artekjum og í spá í upphafi ársins gerðum við ráð fyrir l'/í%. Sam- kvæmt núverandi spá verðut hann 4% í ár og verður ekki fjármagnaö- ur með öðru móti en erlendum lán- tökum,“ sagði Bolli BoIIason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.