Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ1984 37 ílleööur á rnorgun Guðspjall dagsins: Lúk. 5.: Jesús kennir af skipi. DÓMKIRKJAN: Kl. 11.00 messa viö upphaf menningarráöstefnu heimssamtaka IOGT. Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup is- lands, prédikar. Sr. Hjalti Guð- mundsson þjónar fyrir altari. Kl. 17.00 leikur dómorganistinn á orgel klrkjunnar í 3 stundarfjórö- unga. Aögangur ókeypis. ÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚST AÐAKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 10.00. Prestur sr. Soiveig Lára Guömundsdóttir, organleik- ari Oddný Þorsteinsdóttir. Sókn- arnefndin. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guös- þjónusta kl. 10.00. Magnús Gunnarsson, guðfræöinemi, pré- dikar. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organleikari Ólafur W. Finnsson. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Fyrirbænaguösþjónusta á þriöjudag kl. 10.30. Náttsöngur miövikudagskvöld kl. 22.00. Guörún Birgisdóttir og Martial Marcieau leika saman á flautur. LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta kl. 10.00. Sr. Karl Slgurbjörns- son. HÁTEIGSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Sr. Bragi Skúlason messar. Sóknarnefndin. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur: Guösþjónusta Há- túni 10b, 9. hæö, kl. 11.00. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Fermdir veröa Stefán og James Winter frá Houston ( Texas (hér: Hringbraut 91, Reykjavík). Organleikari og kórstj. Reynir Jónasson. Miövikudagur, fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Guösþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11.00. Fimmtudagur 26. ágúst, fyrir- bænasamvera Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. HVÍT ASUNNUKIRK J AN Fíla- delfía: Safnaöarguösþjónusta kl. 14. Ræðumaöur Indriöi Krist- jánsson. Almenn guösþjónusta kl. 20.30 í tjaldinu viö Mennta- skólann viö Sund. Ræöumaöur Bill Gentile. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30 og lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Almenn samkoma kl. 20.30 í umsjá nýstúdenta og er yfirskrift- in: Hvaö og af hverju? Vitnis- buröir. Helgileikur og einsöngur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20.30. GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósefsaystra í Garóabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐIST AÐASÓKN: Guösþjón- usta á Hrafnistu kl. 11. Sr. Bragi Friöriksson messar. Sóknar- prestur. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 10. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. HEILSUHÆLI NLFÍ Hveragerói: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guö- mundsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Pétur Ingjaldsson, fyrr- um prófastur prédikar. Félag fyrrv. sóknarpresta. ÞINGVALLAKIRKJA: f kvöld, laugardag kl. 20.30. Kvöldvaka Þingvallaspjall og náttsöngur. A morgun kl. 14 guösþjónusta. Sóknarprestur. Vinniiigar í „Happaregni“ „NÝVERIÐ voru afhentir fyrstu FIAT UNO-bifreiðirnar í Happaregni — Happdrætti Slysavarnafélags íslands — og voru hinir heppnu vinnings- hafar frá Neskaupstað, Kópavogi, Reykjavík og Kirkjubæjarklaustri. Vinningaskrár er hægt að fi á skrifstofu SVFÍ á Grandagarði. Slysa- varnafélag íslands þakkar heilshugar veittan stuðning í Happaregninu." Legsteinar granít — marmari flaníi á.f Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, sími 620809 og 72818. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Filippseyjar: Sundrung innan stjórn- arandstöðunnar kemur Marcosi forseta til góða Ýmsar hræringar eru í stjórnmálalífi Filippseyja um þessar mundir og ber þar helzt að nefna, að stjórnarandstæðingum flokks Ferdinands Marcosar forseta, KBL, þykir sem ýms teikn séu á lofti um, að forsetinn muni halda öllum völdum í höndum sér á næstunni, þó að stjórnarandstæðingar hafi stóraukið fylgi sitt. Það hefur komið fram að andstæðingar forsetans fengu um sextíu þingmenn kjörna af um 180. Ástæðan fyrir því að stjórnarandstað- an sér fram á erfiða tíma er meðal annars sú hversu mikil völd Marcos hefur samkvæmt stjórnarskránni og svo að þær breytingar sem hann hefur gert á stjórn sinni eftir kosningarnar þykja ekki merki um að hann ætli að lina tökin. Þá hefur Imalda kona hans, vaidagfrug og umdeild fríðleikskona, ákveðið að taka á ný við ráðherraembætti. Áður en kosningabaráttan hófst hafði hún lýst því yfir, að hún hygðist draga sig f hlé frá öllum afskiptum af stjórnmálum og voru óneitanlega margir sem Íognuðu óspart. ■J' blaðamannafundi nýverið var \ Marcos spurður að því, hvort Xæhann myndi fallast á frum- vörp, sem kynnu að verða lögð fram á þinginu, þar sem völd hans yrðu takmörkuð. Marcos gaf við því loðin svör, sagði að það væri áróður runninn undan rifjum kommúnista að hann héldi öllum völdum og fullt lýðræði rikti i landinu. Hann sagði einnig að- spurður, að það væri hinn versti rógur, að menn væru gripnir og varpað í dýflissu og fengju ekki að koma fyrir rétt fyrr en eftir dúk og disk. „Persónulega sækist ég ekki eftir völdum. En ég tel það hlutverk mitt að hafa hemil á und- irróðursöflum og hryðjuverka- mönnum,“ sagði Marcos og létu ýmsir fréttamannanna á fundin- um vantrú í ljós á orðum forset- ans. Salvador Lauren, leiðtogi Undio, helzta flokks stjórnarandstöðunn- ar, hefur látið mjög í sér heyra frá því kosningaúrslitin lágu fyrir og ekki lúrt á þeirri skoðun sinni, að Marcos og fylgismenn hans hafi látið falsa kosningaúrslitin; í reynd hefði stjórnarandstaðan átt að fá 80 þingmenn. Laurel bauð sig ekki fram til þings nú, en margir — einkum erlendir fréttamenn — hafa litið á hann sem talsmann stjórnarandstöðunnar. Aftur á móti virðist nú sem óánægja sé á þeim bæjum með það að stöðugt sé talað við Laurel og hafa ýmsir haft á orði, að hann sé ekki réttur né heldur nægilega skeleggur málsvari stjórnarandstöðunnar. Hvort sem Marcos lét nú falsa úrslitin eður ei voru þau áfall fyrir hann. KBL eyddi gríðarlega mikl- um fjármunum í kosningabarátt- unni og þau Marcos-hjón létu ekki sitt eftir liggja og þeyttust milli eyjanna á kosningaferðum, og sama máli gegndi um alla fram- bjóðendur KBL. Sumir hafa sagt að borið hafi verið fé á kjósendur. En þótt úrslitin hafi verið Marcos álitshnekkir á Filippseyjum, getur hann með nokkrum rétti 9taðhæft að lýðræðið hafi verið virt: fylgi stjórnarandstöðunnar hefur ekki f annan tíma verið jafn öflugt, hvort sem það atkvæðamagn nýt- ist henni eða ekki. Það sem andstæðingar Marcos- ar hafa nú mestar áhyggjur af er einmitt sú sundrung sem er meðal andstæðinga Marcosar og getur aðeins leitt til þess að styrkja stöðu Marcosar og hann mun án efa færa sér í nyt öll veikleik- amerki sem koma í ljós í málflutn- ingi og aögerðum hennar. Marcos hefur að svo stöddu ekki sinnt til- mælum sem bæði stuöningsmenn og andstæðingar hafa beint til hans um að láta eiginkonu sína, Imöldu, víkja sem yfirborgar- stjóra Manilla-borgar og þó ein- kum úr starfi húsnæðis og svæða- málaráðherra. Ráðuneyti frúar- innar hefur verið eitt fjárfrekasta allra og þykir ekki hafa skilað af- köstum 1 samræmi við allt peningaflóðið sem f það hefur ver- ið látið. Þá hvílir skuggi Benigno Aquin- os enn yfir Filippseyjum og rann- sóknarnefndin undir forystu Cor- azon Agrava vinnur stöðugt aö málinu. Imalda Marcos kom fyrir nefndina fyrir fáeinum dögum og hittist raunar svo á að þaö bar upp á 55. afmælisdag forsetafrúarinn- ar. Imalda ítrekaði fyrri fullyrð- ingar sínar — og var sýnilega í mikilli geðshræringu — að hún hefði tvívegis varað Aquino við að snúa aftur til Filippseyja. Hún þverneitaði hins vegar að nokkur fótur væri fyrir frásögn banda- ríska vikuritsins Newsweek, þar sem hún átti að hafa sagt honum að „það er fólk sem styður okkur, sem við getum ekki haft stjórn á.“ Menn greinir á um þetta atriði, því að Laurel hafði skömmu áður birt segulbandsupptöku þar sem Imalda Aquino skýrði samstarfsmanni sínum frá samtali sínu við Imöldu: „Við eigum marga trygga stuðn- ingsmenn. Þeir gætu álitið að þeir væru að gera okkur greiða með því að drepa þig.“ Eins og áður segir neitaði Imalda þessu harðlega og lagði mikla áherzlu á, að það bryti í bága við heilbrigða skynsemi að draga þá ályktun, að þau hjón væru á einhvern hátt viðriðin Aquino-málið. Undir þau orð for- setafrúarinnar má auðvitað taka. En þá ber þess lfka að gæta að orð og gerðir þeirra hjóna hafa undan- farin ár ekki alltaf verið i takt við heilbrigða skynsemi, svo að það er sjálfsagt ekki að undra þótt menn gruni þau um græsku. Marcos mun án efa binda vonir við að stjórnarandstaðan verði til litils á þingi vegna ágreinings. Hann telur sig hafa fært sönnur á að lýðræðið sé að koma undir sig fótunum á ný. Hann hefur einnig nú fengið vilyrði fyrir fyrir- greiðslu frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, þar sem fulltrúar sjó- ðsins hafa ekki séð ástæðu til að draga úrslit kosninganna í efa. Að svo stöddu er þvf fátt sem ógnar veldi Marcosar og hans fögru frú- ar, Imöldu. (Heimildir: Far Eastern Economic Review ofl.) Jóhanna Kristjónsdóttir er blaóa- maður í erlendri fréttadeild Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.